1 / 11

Grísk heimspeki

Grísk heimspeki. Hugtök – mikilvæg menningararfleifð Rætur Vestrænnar heimspeki Philosophia – vinátta við visku Viðfangsefni rannsakað og ályktun dregin af niðurstöðunum Skynsamleg rök notuð með tilvísun í reynslu og rannsókn Nýjungamenn í læknislist – Hippokrates - læknaeiðurinn.

katherine
Download Presentation

Grísk heimspeki

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Grísk heimspeki Hugtök – mikilvæg menningararfleifð Rætur Vestrænnar heimspeki Philosophia – vinátta við visku Viðfangsefni rannsakað og ályktun dregin af niðurstöðunum Skynsamleg rök notuð með tilvísun í reynslu og rannsókn Nýjungamenn í læknislist – Hippokrates - læknaeiðurinn

  2. Frumkvöðlar í Litlu - Asíu • Fyrstu heimspekingarnir voru frá Litlu – Asíu • Fyrstu grísku heimspekingarnir oft kallaðir náttúruspekingar • Reynt að finna út hvað skapaði heiminn og hvers vegna • Þales frá Míletos um 600 f.Kr. • Eitt frumefni myndar eilífa undirstöðu heimsins • Herakleitos: eldur er grundvallarefni – allt verður til vegna hreyfingar. “Allt streymir, allt er breytingum undirorpið”

  3. Þáttaskil í sögu heimspekinnar • Fyrstu heimspekingarnir höfðu leitast við að skilja heiminn og skilgreina hann með hjálp skynseminnar • Ný tegund heimspeki þar sem farið var að spá í manninn og stöðu hans í sköpunarverkinu • Sófistar á 5. öld – ferðuðust og kenndu gegn greiðslu • Undirbjuggu auðmannssyni fyrir pólitík • Hafa betur í ræðumennsku jafnvel á kostnað sannleikans • Ræðumennska kennd • Ferðuðust víða og sáu margt: Afstæðishyggja - Enginn algildur sannleikur • Gagnrýni: siðlausir tækifærissinnar

  4. Sikiley og Suður Ítalía • Pýþagóras – 6. öld f.Kr • Lokað trúfélag og heimspekiskóli – dulspeki og trú á endurholdgun – tölur – heimspeki og stærðfræði • Heimurinn byggður á tölum og talnahlutföllum • Náttúran gengur upp í stærðfræðinni • Uppgötvuðu tengsl milli stærðfræði og tónlistar • Pýþagórasreglan: C²=a²+b² • Meðmæltir stéttaskiptingu og miðstýringu • Tölur höfðu mismunandi eðli – kven – karl o.s.frv.

  5. Sókrates • Fremstur í flokki andmælenda sófista • Aþena á 5. öld. Dó 399 f.Kr. – Var byrlað eitur • Ekkert kerfi – festi ekkert á blað – Platón skráði • Ekki hægt að kenna dyggð “Arete” • Dyggð felst í þekkingu á hinu góða og er forsenda fyrir hamingjunni. • Leitin að hinu góða lífi er verkefni sérhvers manns • Predikaði ekki heldur ræddi við fólk og spurði spurninga til að draga fram dyggðina • Faðir siðfræðinnar

  6. Platon(427-347 f.Kr.) • Áhrifamikill en umdeildur • Aðgreindi eðli og ásýnd • Frummyndakenningin – dæmið um hellinn • Frummyndirnar eilífar og óbreytanlegar • Heimurinn hverfull og fullur blekkinga • Sálin býr yfir forþekkingu á frummyndunum • Þarf að virkja rökhugsunina • Akakemia 387 f. Kr – stærðfræði og heimspeki • Menntagyðjur tilbeðnar • Justiníus keisari lét loka Akademíunni 529 e.Kr. Þá var kristin trú orðin opinber trú og akademían þótti of heiðin

  7. Platón frh. • Helsta heimildin um ævi og heimspeki Sókratesar eru samræður sem Platón, lærisveinn hans, skrifaði. Þar er Sókrates í aðalhlutverki. • Tvær frægar samræður eru Síðustu dagar Sókratesar, og Gorgías. • Platón er einhver merkasti heimspekingur sem uppi hefur verið. • Öll heimspeki eftir daga Platóns tekur mið af honum.

  8. Frummyndakenningin • Ein áhrifamesta kenning Platóns er frummyndakenningin. Til er sannur veruleiki sem er handan okkar tilveru. Þetta er heimur frummynda sem okkar heimur er í raun dauf eftirmynd af. • Þar sem heimur frummynda er óbreytanlegur og eilífur, þá býr þar einnig hin eina sanna þekking. Ef við tölum t.d. um “réttlæti” þá merkir það ekki eitthvað sem getur bara verið réttlátt í dag en ekki á morgun. Réttlæti er óumbreytanlegt um alla eilífð. • Við getum fengið aðgang að frummyndaheiminum með réttri hugsun og íhugun ef við leitum sannleikans. • Þeir sem best eru til þess fallnir að grafast fyrir um sanna merkingu á siðferðilegum hugtökum eins og gott, fagurt og réttlátt eru heimspekingar og því eiga þeir, að mati Platóns, að stjórna samfélaginu en ekki stjórnmálamennirnir.

  9. Aristoteles(384-322 f.Kr.) • Nemandi í Akademiu á 4. öld f. Kr. • Á öndverðum meiði við Plató um frummyndir • Eðli hlutanna býr í þeim sjálfum • Leita þekkingar í hlutunum sjálfum ekki utan þeirra – rannsaka hvern hlut fyrir sig og draga af þeim rannsóknum almennar ályktanir • Vísindaleg aðferð – flokka kerfisbundið • Allir hlutir eiga sér tilgang • Maðurinn ræktar ágæti sitt og öðlast tilgang í samfélagi við aðra menn • Kenningar um stjórnmál – ákveðið jafnræði farsælast • Beitti skipulagðri aðferðafræði við rannsóknir • Arabar þýddu rit hans á 8. öld

  10. Aristóteles frh. • Aristóteles var lærisveinn Platóns. Hann vék í mikilvægum efnum frá heimspeki kennara síns. • Hann hafnaði frummyndakenningunni á þeim forsendum að ekki þyrfti að leita út fyrir þennan heim til að útskýra verur, náttúru og hluti. • Aristóteles bjó til hugtökin eðli, efni og form. • Svo dæmi sé tekið þá hefur “hestur” tiltekið efni, eðli og form sem gerir hann að því sem hann er. Og ef sagt er að hesturinn sé “viljugur” er marklaust að tala um að þessi eiginleiki hafi sjálfstæða tilveru – sem eigi sér rætur í frummyndinni “viljugur” - heldur er eiginleikinn bundinn við þennan hest.

  11. Aristoteles frh. • Aristóteles skráði hjá sér og rannsakaði grísku borgríkin. Hann áleit að borgríkið væri besta stjórnareiningin en það mætti ekki verða of stórt. • Hann skipti sálinni í tvo hluta: skynsemi og hvatir, þar sem skynsemin ætti að ráða ferðinni. Rétt stjórnun hvatanna skapar dyggðugt líferni sem er forsenda hamingju. • Samfélagið á að stuðla að því að einstaklingarnir fái tækifæri til að þroskast, t.d. með réttu uppeldi. Þannig getur líf þeirra orðið farsælt og hamingjuríkt. • En hinn vitri Aristóteles hafði mikla fordóma á einu sviði. Hann taldi að konan væri svikul og löt og stæði karlinum að baki og ætti ekki að fá sömu tækifæri og hann. Hér speglar Aristóteles að öllum líkindum fordóma samtíma síns í garð kvenna

More Related