1 / 16

Ríkisstuðningur við íslenskan landbúnað

Ríkisstuðningur við íslenskan landbúnað. Jónas Bjarnason, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins Fyrirlestur á sal hjá Hagstofu Íslands 1. febrúar 2007. Efnisyfirferð. Erindi þetta skiptist í fimm hluta Inngangur: Stutt kynning á íslenskum landbúnaði. 1. Forsendur ríkisstuðnings.

kaloni
Download Presentation

Ríkisstuðningur við íslenskan landbúnað

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ríkisstuðningur við íslenskan landbúnað Jónas Bjarnason, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins Fyrirlestur á sal hjá Hagstofu Íslands 1. febrúar 2007

  2. Efnisyfirferð • Erindi þetta skiptist í fimm hluta • Inngangur: Stutt kynning á íslenskum landbúnaði. • 1. Forsendur ríkisstuðnings. • 2. Áhrif landbúnaðarsamnings WTO. • 3. Um ríkisstuðning; nokkur atriði. • 4. Hvers vegna ríkisstuðningur?/gagnrýni á ríkisstuðning. • Upplýsingar miðast við staðfestar tölur fyrir árið 2004 og eru allar fjárhæðir á verðlagi hvers árs (nema annars sé getið).

  3. Íslenskur landbúnaður; hlutfall búgreina í verðmætasköpun 2004(Heildarverðmætasköpun: 20 milljarðar króna)

  4. Íslenskur landbúnaður, framleiðsla • Heildarframleiðsla helstu búvara á árinu 2004: • Mjólk: 131.133 t. (þ.m.t. framl. umfram gr.m. og heimt.) • Kindakjöt: 8.640 t. (þ.m.t. framl. umfram gr.m. og heimt.) • Nautgripakjöt: 3.611 t. • Svínakjöt: 5.597 t. • Alifuglakjöt: 5.392 t. • Egg: 2.637 t. • Ull: 856 t. • Kartöflur (12.000t); gulrætur (374t); blómkál (83t); annað kál (583t); tómatar (1.318t); agúrkur (930t); sveppir (461t) [og bygg (10.255t)].

  5. Kjötsala innanlands, 1989-2004(Kjötsala á íbúa á árinu 2004 var að meðaltali 75,7 kg) Heildarkjötsala innanlands (allar kjöttegundir) í tonnum á ári 1989-2004

  6. Íslenskur landbúnaður; annað • Fjöldi búa með greiðslumark 1994 var 2.245, þ.e.: • 644 sérhæfð nautgriparæktarbú. • 1.394 sérhæfð sauðfjárræktarbú. • 207 blönduð bú. • Lífræn framleiðsla, fjöldi búa: 195. • Vistvæn framleiðsla, fjöldi búa: 30. • Hlutur landbúnaðar í landsframleiðslu, 1,4%. • Hlutfall starfandi fólks í landbúnaði, 3,4%.

  7. 1. Forsendur ríkisstuðnings • Forsendur ríkisstuðnings við íslenskan landbúnað byggja á eftirfarandi lögum og mynda þann ramma sem almennt er vísað til sem landbúnaðarstefnu: • Lög nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara. • Lög nr. 70/1998 (Búnaðarlög). • Að auki koma til: • Ákvæði um stuðning við landbúnað í stefnu-yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 22. maí 2003. • Óbeint, þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun 2006-2009.

  8. Tvennskonar stuðningur • Stuðningur stjórnvalda við landbúnað er í meginatriðum tvennskonar, þ.e. beinn stuðningur og óbeinn (markaðsstuðningur). • Til beins stuðnings teljast beingreiðslur úr ríkissjóði samkvæmt búvörusamningum í mjólk, kindakjöti og vegna framleiðslu gróðuhúsaafurða og garðávaxta, auk niðurgreiðslna á ull. • Til óbeins stuðnings telst tollvernd búvöru (verðtollar og magntollar) sem miðast við að tryggja markaðsstöðu innlendrar framleiðslu. • Búgreinar sem fá beingreiðslur úr ríkissjóði, njóta að auki tollverndar til jafns við búgreinar sem ekki fá beinan stuðning.

  9. Beinn stuðningur • Beinn stuðningur, þ.m.t. beinar greiðslur og (niðurgreiðslur)* úr ríkissjóði til landbúnaðar á árinu 2004 námu alls 7,6 milljörðum króna. Hann skiptist eftirfarandi: • Mjólkurframleiðendur: 4,4 ma.kr • Kindakjötsframleiðendur: 2,9 ma.kr • Framl. gróðurhúsaafurða og garðávaxta: 0,3 ma.kr • Beinn stuðningur (og niðurgreiðslur) við þessar þrjár búgreinar nam samtals 71,1% af 10,7 ma.kr útgjöldum ríkisins til landbúnaðarmála á árinu 2004. • Stuðningur við bændur “a” og “c” er framleiðslu-tengdur, en óháður framleiðslu við bændur “b”. *Þ.e. ullargreiðslur til sauðfjárbænda

  10. Óbeinn stuðningur • Mat OECD á markaðsstuðningi (MPS)* hér á landi, byggir á reiknuðum stuðningi við eftirtalda flokka búvara: • Nautgripaafurðir. • Sauðfjárafurðir (þ.m.t. ull). • Svínaafurðir. • Alifuglaafurðir (þ.m.t. egg); og • Hrossaafurðir. • Markaðsstuðningur íslenskra stjórnvalda við land-búnaðinn var metinn 6,2 ma. króna á árinu 2004 af OECD. *MPS = Market Price Support.

  11. Heildarstuðningur • Að mati OECD nam heildarstuðningur stjórnvalda (TSE) við íslenskan landbúnað 14,1 ma. króna á árinu 2004. • Við samanburð á ríkisstuðningi við landbúnað í mismunandi löndum, er gjanan notast við svokallað PSE-gildi stuðnings (e. Producer Support Estimate). • PSE-mælikvarðinn byggir á samlagningu stuðningsgreiðslna úr ríkissjóði til bænda og reiknaðri innflutningsvernd búvara. • Á árinu 2004 var Ísland með 3. mesta stuðning við landbúnaðinn af aðildarlöndum OECD (ásamt Suður-Kóreu), eða 63%, sbr. meðfylgjandi mynd.

  12. Opinber stuðningur við landbúnað í löndum OECD 2004 Ríkisstuðningur við landbúnað í löndum OECD á árinu 2004 samkvæmt PSE-gildi

  13. 2. Áhrif landbúnaðarsamnings WTO • Áhrif landbúnaðarsamnings WTO sem tók gildi 1. júlí 1995 eru ótvíræð, bæði hvað varðar áhrif á landbúnaðarstefnuna (og þar með á fyrirkomulag ríkisstuðnings), svo og á atvinnuveginn. • Með tilkomu samningsins, þurfa stjórnvöld að virða skuldbindingu um hámarksstuðning við landbúnað, með hliðsjón af stuðningi viðmiðunartímabilinu 1986-1988. • M.a. þurfti [markaðstruflandi] innanlandsstuðningur að lækka um 20% á samningstímanum. Þá var opnað fyrir 3% markaðsaðgang búvara í byrjun, sem svo óx í 5% í lok hans. Þótt samningstíminn hafi endað 30. júní 2001, gildir hann í raun áfram (fyrir áhrif svokallaðs kyrrstöðuákvæðis) uns nýr samningur verður gerður (WTO II).

  14. 3. Um ríkisstuðning; nokkur atriði • Fjárveitingar ríkissjóðs til landbúnaðar koma árlega til samþykktar Alþingis við gerð fjárlaga. • Þverpólitísk samstaða hefur verið á Alþingi um þessar fjárveitingar. • Í stefnuskrá allra stjórnmálaflokka sem eiga þingmenn á Alþingi í dag má finna ákvæði um stuðning við landbúnaðinn. • Sögulega, hefur stuðningur stjórnvalda við fram-leiðslu mjólkur og kindakjöts hefur verið óslitinn í yfir 60 ár (en niðurgreiðslur hófust 1943 með svokölluðum dýrtíðarlögum). • Á þessu tímabili hefur stuðningur þó breyst frá einum tíma til annars og minnkaði hann einkum eftir að vísitölubinding launa var aflögð 1983.

  15. 4. Hvers vegna ríkisstuðningur? • Líkt og áður hefur komið fram grundvallast stuðningurinn á opinberri landbúnaðarstefnu. • Markmið hennar eru sett fram í lögum nr. 93 frá 1993. Þar kemur fram hvað það er sem stjórnvöld sækjast eftir fyrir það fjármagn sem innt er af hendi til atvinnuvegarins, m.a.: • Að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu (aukin gæði – lægra búvöruverð). • Framleiðsla búvara verði í samræmi við þarfir þjóðarinnarog tryggi nægjanlegt vöruframboð (framleiðslustýring - fæðuöryggi). • Innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu (byggðastefna).

  16. Gagnrýni á ríkisstuðning • Efnisatriði í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar forsætisráðherra, dags. 13.7.2006, m.a.: • Verð á matvörum sem bera skatta/tolla (eða hærri skatta/tolla en aðrar) veitir skjól fyrir hátt verð á samkeppnis- og staðkvæmdarvörum • Vörugjöld og tollar hafa uppsöfnunaráhrif • Draga úr innflutningsvernd á búvörum • Efnisatriði í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ sem kostuð var af forsætisráðuneytinu, dags. 18.3.2005: • Núverandi stuðningur er flókið kerfi styrkja og reglna sem draga úr frumkvæði og markaðshugsun í landbúnaði og hvetja bændur til að gera út á kerfið í stað þess að ráða í óskir markaðarins • Beinar greiðslur til bænda eru æskilegri [stuðningsaðferð] en háir tollar…

More Related