sk li n a greiningar fyrirlestur kh okt ber 2006 arthur morthens n.
Download
Skip this Video
Loading SlideShow in 5 Seconds..
Skóli án aðgreiningar Fyrirlestur KHÍ október 2006 Arthur Morthens PowerPoint Presentation
Download Presentation
Skóli án aðgreiningar Fyrirlestur KHÍ október 2006 Arthur Morthens

Loading in 2 Seconds...

play fullscreen
1 / 31

Skóli án aðgreiningar Fyrirlestur KHÍ október 2006 Arthur Morthens - PowerPoint PPT Presentation


 • 268 Views
 • Uploaded on

Skóli án aðgreiningar Fyrirlestur KHÍ október 2006 Arthur Morthens. Skóli án aðgreiningar.

loader
I am the owner, or an agent authorized to act on behalf of the owner, of the copyrighted work described.
capcha
Download Presentation

PowerPoint Slideshow about 'Skóli án aðgreiningar Fyrirlestur KHÍ október 2006 Arthur Morthens' - kaili


An Image/Link below is provided (as is) to download presentation

Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author.While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server.


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - E N D - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Presentation Transcript
sk li n a greiningar
Skóli án aðgreiningar
 • Á Norðurlöndum hafa hugmyndir um jafnrétti til náms alla tíð átt sterkan hljómgrunn. Fyrsti skólinn fyrir heyrnarlaus börn var stofnaður í Kaupmannahöfn árið 1807og á 19. öldinni voru all margir skólar stofnaðir fyrir fötluð börn.
 • Á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar mótast umræðan mjög af hinum félagslega Darwinisma og mannkynsbótum þar sem reynt var að einangra fatlaða frá hinum heilbrigðu til að koma í veg fyrir smit og annan skaða. Hámarki nær þessi hugsun síðan með hreinræktarstefnu nasismans í Þýskalandi
sk li n a greiningar1
Skóli án aðgreiningar
 • Á seinni hluta tuttugustu aldar hefur sérkennslan á Norðurlöndum þróast frá sérskólum til sérkennslu innan almenna grunnskólans. Hugmyndir um réttindi fatlaðra sem þróuðust bæði vestan hafs og austan á 6. og 7. áratugnum um rétt fatlaðra til að lifa eðlilegu lífi í samfélaginu og vera jafngildir öðrum þjóðfélagsþegnum höfðu mikil áhrif á lög um grunnskóla á Norðurlöndum og rétt fatlaðra barna til skólagöngu innan almenna skólans.
sk li n a greiningar2
Skóli án aðgreiningar
 • Sérkennslan hér á landi hófst 1867 að Þingmúla í Skriðdal
 • Árið 1922 eru sett lög um kennslu heyrnar-og málleysingja.
 • 1930 stofnar Sesselja Sigmundsdóttir Sólheima í Grimsnesi fyrir vangefna
 • Formleg kennsla blindra hófst 1933
 • Höfðaskóli fyrir þroskaheft börn var stofnaður 1961 og verður Öskjuhlíðarskóli 1975
 • 1968 framhaldsnám í sérkennslu við Kennaraskólann
 • Dalbrautarskóli við BUGL var stofnaður 1976 fyrir börn með geðraskanir
 • Safamýrarskóli var stofnaður 1982 fyrir fjölfötluð börn
slide5
Skilgreining á sérkennsluhugtakinu í reglugerð 1996.
  • “ Sérkennsla felur í sér verulega breytingu á námsmarkmiðum,
  • námsefni, námsaðstæðum og/eða
  • kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið
sk li n a greiningar3
Skóli án aðgreiningar

Greiningaraðili

Greiningargögn

Mannréttindi

Jafnrétti

Jöfnuður

Námsáætlun

Einstaklingsnámskrá

Byggir á greiningargögnum

Aukið

fjármagn

Framkvæmd kennslu

sem aðlöguð er að

nemandanum

Menntun

Þekking

slide7
Mat og matstæki innan grunnskólans.
 • Mat á stöðu nemenda má í meginatriðum skipta í fimm þætti
 • Staðlað læknisfræðilegt/ sálfræðilegt mat WISC 3, WIPSI-R-is
 • Staðlað kennslufræðilegt mat vegna barna með námsörðugleika s.s. Læsi, Talnalykill, Aston Index.
 • Símat, óformlegt kennslufræðilegt mat kennara eða kennarahópa, Portfilío eða verkmöppur
 • Formlegt skólamat ( Próf) 2-3 á ári
 • Samræmd próf í 4. 7. og 10. bekk
sk li n a greiningar4
Skóli án aðgreiningar

Í mörgum leikskólum er unnið út frá hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar og notað EISAS matstæki til að meta gæðin

Upphafsmat barna með miklar sérþarfir er að mestu unnið af sérfræðingum greiningar og þjónustustofnana á vegum ríkisins. Greiningastaðall ICD-10 er notaður

Við upphaf skólagöngu 6 ára barna liggur fyrir greinargerð og mat frá leikskólanum um börn með miklar sérkennsluþarfir

sk li n a greiningar5
Skóli án aðgreiningar
 • Hugmyndafræðin að baki sérkennslunni er í aðalatriðum eftirfarandi:
 • Þorri nemenda á að geta náð öllum/ flestum þeim markmiðum sem fram eru sett í aðalnámskrá. Hópur nemenda á þó í erfiðleikum með námið án verulegrar aðstoðar. Jafnvel þarf að breyta markmiðum og aðlaga þau að getu nemandans.
slide10
Sérkennslan er sérstakt tæki til viðbótar við almenna kennslu til að styðja við nemendur með sérþarfir í námi.
 • Hér er um að ræða fatlaða nemendur,nemendur með sértæka námsörðuleika og nemendur með geðræna- og tilfinningalega örðugleika. Sérkennslan hefur ávallt verið tengd hugmyndum um jafnrétti og mannréttindi
sk li n a greiningar6
Skóli án aðgreiningar
 • Skóli án aðgreiningar tengist umræðu um jafnrétti og almenn mannréttindi og vaxandi kröfu samtaka fatlaðra um þátttöku í hinu almenna samfélagi. Áhersla er lögð á rétt fatlaðra til skólagöngu í heimaskóla . Vitnað er til alþjóðlegra sáttmála og nýrra viðhorfa til fatlaðra sem færist frá hinu einstaklingsmiðaða módeli með greiningu á vanda einstaklingsins til hins félagslega módels þar sem samspil umhverfis og einstaklings skiptir mestu l Hér spilar einnig inn í ný viðhorf til sjálfstæðra réttinda barna.
 • Mannréttindasáttmáli SÞ, Mannréttindasáttmáli Evrópu, Barnasáttmáli SÞ,
 • Vínarsamþykktin 1993 og Salamancayfirlýsingin frá 1994.
 • Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur þróunin verið sú að líta á sjálfstæðan rétt barna með eigin mannréttindi. Ný Barnalög og Barnaverndarlög hníga í sömu átt
sk li n a greiningar7
Skóli án aðgreiningar
 • Það sem einkennir hefðina í norræna skólamódelinu er þung áhersla á:
 • lýðræði, manngildi, jafnrétti samhjálp og mikla aðstoð við fötluð börn og börn með sérþarfir.
 • Mikil mönnun er í skólunum og áhersla kennslu- og námsaðlögun.
 • Velferðarþátturinn er einkennandi
sk li n a greiningar8
Skóli án aðgreiningar
 • Norðurlandaþjóðirnar hafa almennt gengið lengra í þeirri viðleitni að
 • jafna aðstöðu nemenda innan grunnskólans með markvissum jöfnunaraðgerðum heldur en aðrar þjóðir.
 • Sérkennslan hefur allan tíð gegnt þar veigamiklu hlutverki ásamt öflugri sérfræðiþjónustu.
 • Samkvæmt PÍSA – rannsókninni hafa Norðurlandaþjóðirnar náð miklum árangri hvað varðar jöfnuð. Engin þjóð hefur náð meiri árangri í að jafna aðstöðu nemenda með fatlanir eða námsörðugleika innan almenna grunnskólans heldur en Íslendingar samkvæmt PÍSA – rannsókninni.
 • Ekki er hægt að draga aðra ályktun út frá Písa en að sérkennslan hér á landi hafi skilað veigamiklum árangri í þá veru, að jafna stöðu nemenda til náms.
sk li n a greiningar9
Skóli án aðgreiningar
 • Einstaklingsmiðað nám er sveigjanleg kennsla og mismunandi námstilboð fyrir nemendur út frá þroska þeirra og getu. Einstaklingsmiðað nám, námsaðgreining eða kennslu- og námsaðlögun, er útfærsla á kennslu, án þess að hafa að geyma lögbundin mannréttindiréttindi og aukið fjármagn fyrir fatlaða nemendur og nemendur með miklar sérkennsluþarfir samkvæmt 37. grein grunnskólalaga og laga um málefni fatlaðra.
sk li n a greiningar10
Skóli án aðgreiningar

Sérkennsla samkvæmt

37. grein

Laga um málefni fatlaðra,

Jafnræðisreglu,

mannréttindaákæða

Aukið fjármagn vegna

sérhæfðs stuðnings

Einstaklingsmiðað nám

sveigjanlegar kennsluaðferðir

Skipulag kennsluumhverfis

Ný tækni

Markmiðsgrein grunnskólalaga.

Öll börn eiga rétt á að fá

kennslu voð sitt hæfi

sk li n a greiningar11
Skóli án aðgreiningar
 • Hér á landi má skipta sérkennslu í þrjá grunnþætti en innan hvers þeirra eru síðan margir undirþættir.

Markmiðsgrein

Sérkennsla samkvæmt

37. grein. Innan

almenna grunnskólans.

Fatlanir, alvarlegar málhamlanir

hegðunarraskanir

5-6%

Sérskólar og

Sérhæfðar sérdeildir

220 eða 0.5%

fatlaðir nemendur

og nem. Með geð- og

atferlisraskanirr

Almenn og sértæk

Námsörðugleikar

og minni

Hegðunarraskanir

10-12%

slide17
Skóli án aðgreiningar
 • Fjölmennasti hópur nemenda í námsvanda, eru nemendur með almenna námsörðugleika. Lestrar , stafsetningar –og stærðfræðiörðugleikar ásamt minniháttar tal- og hegðunarörðugleikum Oft er vandinn tímabundinn.
 • Við lesgreiningu í lok 2. bekk sl. 3ár í Reykjavík. lesa 35% nemenda sér ekki til gagns samkvæmt viðmiðum sem sett eru,
 • hálfu áru síðar ( Haust í 3. bekk) hefur þessi tala lækkað um helming (er um 18%) Dreifing er mjög misjöfn milli skóla
 • Líklegt er að þessi hópur eigi enn eftir að lækka verulega í 4. bekk Hugsanlega í 9-10% þó svo að hér sé ekki byggt á áræðanlegum tölum.
 • Oft er þessi hópur með samsettan vanda, og til viðbótar námsörðugleikum er ofvirkni, athyglibrestur, kvíði og þunglyndi.
sk li n a greiningar12
Skóli án aðgreiningar
 • Kannanir í Reykjavík sýna að um 20% nemenda fá sérkennslu
 • (Menntasvið 2005)
 • Á landsvísu má því gera ráð fyrir að allt að 7000-8.000 nemendur fái sérkennslu
 • Miðað við Danmörku og Noreg og gögnum frá Reykjavík má ætla að nemendahópurinn sé eftirfarandi
 • Almennur námsvandi
 • 10%-12%. Sem er um 4500-5400 nemendur innan grunnskólans hér á landi
 • Fatlaðir nemendur og nemendur með geðraskanir
 • Fatlaðir nemendur, nemendur með alvarlegar málhamlanir og nemendur með alvarlegan atferlisvanda, geðraskanir.

5-6% nemenda. Sem er um 2300-2500 nemendur

sk li n a greiningar13
Skóli án aðgreiningar

Seinþroski

Almennir

námsörðugleikar

Þarf sérhæfingu? Geta allir almennir kennarar kennt öllum?

Dyslexía

Stærðfræði

örðugleikar

Þroska

Hamlanir

Fjölfatlaðir

Skyn

hamlanir

Sjón og

Heyrn

Mál

hamlanir

Framheila

Skaði

Slys

Einhverfa

Aspberger

Geðraskanir-

Atferlistruflanir

ADHD

Tourett

sk li n a greiningar14
Skóli án aðgreiningar

Fjöldi fatlaðra nemenda og nemenda með miklar sérþarfir í Reykjavík 2004 eru 640 nemendur.

 • Flokkur Fjöldi úthlutun
 • Hreyfihömlun 26 28.880.000
 • Þroskahömlun 47 32.957.000
 • Máhömlun 80 28.170.000
 • Einhverfa 59 77.141.000
 • sjón –og heyrnarsk 17 8.393.000
 • ADHD Hegðun og tilfr 337 124.487.000
 • ADHD + fleiri flokkar 23 9.783.000
 • Samsettur vandi 6 5.349.000
 • Engin fl. Slys og sjúkdómar 45 5.222.646
 • Samtals 640 330.466.643
sk li n a greiningar15
Skóli án aðgreiningar
 • Samræmd próf.
 • 2.3% nemenda þreyta engin próf í 10. bekk
 • 7.6 % nemenda taka 1-3 próf
 • 23% nemenda ná ekki tilskilinni framhaldseinkunn inn í framhaldsskóla.
 • Fjórðungur nemenda í 10. bekk á í verulegum námsvanda við lok grunnskóla.

Eru þetta nemendur sem alla tíð hafa þurft aukinn stuðning í námi umfram aðra?

sk li n a greiningar16
Skóli án aðgreiningar
 • Kostnaður vegna sérkennslu er c.a.
 • 2,6 milljarðar af heildarkostnaði við grunnskólann upp á um 31-32 milljarða kr. Eða um 8.%

Reglugerð um

Sérkennslu

1.5 milljarðar

Jöfnunarsjóður

850 milljónir

Viðbót frá

Sveitarfélögum

CA. 250 milljónir

sk li n a greiningar17
Skóli án aðgreiningar
 • Í sérkennslunni og kennslu fatlaðra takast á þrjú sjónarmið. Þeir sem villa leggja niður alla sérkennslu, sérskóla og telja að allt slíkt,auki á aðgreiningu, þeir sem vilja fjölga sérúrræðum og aðgreina í ríkara mæli en nú er. Þriðji hópurinn er þarna mitt á milli.
 • Hér blandast inní hugmyndafræðileg, fjárhagsleg og kennslufræðileg rök.

Fatlaðir þurfa sérhæfða

kennslu og aukið fjármagn sem

aðlagað er að nemendum innan

mismunandi fötlunarflokka.

Kennarar geta ekki haft alla

þá sérhæfingu sem þarf.

Sérhæfð úrræði sérskólar og

Sérdeildir nauðsynlegar

fyrir fámennan hóp með

miklar sérþarfir

Enga sérkennslu,

Enga sérskóla

Sérkennsla, er í eðli sínu

aðgreinandi. Læknisfræðileg

greining of aðgreinandi

Allir fá einstaklingsmiðað nám.

Allir kennarar kenna

sínum nemendum

fötluðum sem ófötluðum

Of mikið fjármagn

sk li n a greiningar18
Skóli án aðgreiningar

Hagfræði og viðskiptaleg

Nálgun

hagkvæmur rekstur

embættismenn

sveitastjórnarmenn

Rekstraraðilar

Hagræðing Sparnaður

Markmið

Leggja niður sérkennslu

Partur af almennri kennslu

Sérkennsla er aðgreinandi

Hugsjónamenn

Fræðimenn

Hugmyndafræðileg

Sjónarmið

Jöfnuður

sk li n a greiningar19
Skóli án aðgreiningar
 • Stefna Fræðsluráðs Reykjavíkur um sérkennslu er nánari útfærsla á mannréttindasáttmálum, lögum um grunnskóla, Lögum um fatlaða. Aðalnámskrá og reglugerð um sérkennslu. Hún er sett fram til að styrkja grunnskólann faglega og fjárhagslega til að takast á við framkvæmd laga og reglugerða og liggur á milli ystu póla.
sk li n a greiningar20
Skóli án aðgreiningar
 • Í skóla án aðgreiningar verður sérkennslan að vera samofinn þáttur skólastarfsins og liður í heildarstefnu skólans. Einstaklingsmiðað nám og sérkennsla samkvæmt 37.grein verða að vera samofin heildarskipulagi skólans og bekkjarstarfi. Breytingar beinast að skipulagi, bekkjar – og kennslufyrirkomulagi, faglegri færni kennarans og þverfaglegu samstarfi. Stjórnun og ráðgjöf skiptir miklu.

Sérkennsla er hluti af heildarstefnuskóla

S

slide27

Skóli án aðgreiningar

Nemendur eru teknir út úr bekk og veitt sérkennsla sér. Er sérkennarinn einyrki ??

Sértæk námsörð

Fatlaður

nýbúi

kennari

ofvirkur

bráðger

ofvirkur

Sértæk námsörð

Sérkennari

sk li n a greiningar21

Skóli án aðgreiningar

Sértæk námsvand

nýbúi

fatlaður

ofvirkur

Kennari

Kennari

Sérkennari

bráðger

ofvirkur

Sértæk námsvandi

sk li n a greiningar22
Skóli án aðgreiningar
 • Nauðsynlegt að endurskilgreina sérkennsluhugtakið gera það skýrara og skilja á milli
 • A)almennra og sértækra námsörðugleika sem falla undir námsaðlögun/einstaklingsmiðað nám
 • B) Fatlaðra nemenda, nemenda með alvarlegar atferlis-og geðraskanir
 • A) Almennir námsörðugl. B) Fatlanir, atferlisröskun Einstaklingsmiðuð kennslaSérkennsla samkvæmt 37.grein

Sveigjanlegir kennsluhættir,

Námsaðlögun-

einstaklingsmiðað nám

í almennum bekk eða hóp

Sérhæfður stuðningur,

aukið fjármagn,fleiri starfsmenn

einstaklingsmiðað nám

sk li n a greiningar23
Skóli án aðgreiningar
 • Við slíkt endurmat er mikilvægt að tryggja fjármagn sem sérstaklega er skilgreint til skóla vegna nemenda með almenna námsörðugleika. Hér um jöfnunararsjónarmið að ræða sem nauðsynlegt er að viðhalda, þó svo að að þessi kennsla sé skilgreind sem einstaklingsmiðað nám. Sveigjanlegir kennsluhættir, einstaklingsmiðað nám, smærri nemendahópar,tveggja kennara kerfi komi þessum nemendum sérstaklega til góða.
 • Norðmenn hafa farið þá leið að setja 10% kennslumagns hvers skóla í einstaklingsmiðað nám (Tilpasset oplæring)
 • Þannig reyna þeir að tryggja aukið fjármagn til nemenda sem þurfa aukinn stuðning vegna námsörðugleika.
sk li n a greiningar24
Skóli án aðgreiningar

Samstillt og samræmt átak

 • Kennarasamtök, Kennaraháskólinn, ríki og sveitarfélög þurfa að endurmeta stöðuna og marka samræmda stefnu í þessum málaflokki.
 • Skoða þarf grunnmenntun kennara, símenntun, framhaldsmenntun og faglegrar færni kennara í ljósi nýrra viðhorfa.
 • Hlutverk sérkennarans verður í auknu mæli ráðgjafar-og stjórnunarstarf.
 • Ráðgjöf við almenna kennara í einstaklingsmiðuðu námi og sveigjanlegum kennsluháttum.
 • Skipulag í bekkjarstofu og samstarfi kennara með nemendahópa þar sem tveir eða fleiri kennarar starfa saman.
 • Sú brú sem hér þarf að byggja verður aldrei byggð svo allir komist yfir nema með samstilltu átaki. Pukur og valdboð kemur fáum yfir og skapar falskar væntingar.Strengir ríkis, sveitarfélaga Kennaraháskóla og kennarasamtaka verða að vera samofnir til þess að byggja brú sem heldur