1 / 7

Elliheimili - Nei, takk ekki fyrir mig!

Elliheimili - Nei, takk ekki fyrir mig! PS. Smelltu með músinni eða ýttu á enter eftir lestur hverrar síðu. Svo skaðar varla að hafa hljóðið á Við vorum á siglingu um Miðjarðarhafið á skemmtiferðaskipi frá Princess. Á besta stað í matsalnum, hjá stórkostlega"Titanic" stiganum, sat eldri

javen
Download Presentation

Elliheimili - Nei, takk ekki fyrir mig!

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Elliheimili - Nei, takk ekki fyrir mig! PS. Smelltu með músinni eða ýttu á enter eftir lestur hverrar síðu. Svo skaðar varla að hafa hljóðið á Við vorum á siglingu um Miðjarðarhafið á skemmtiferðaskipi frá Princess. Á besta stað í matsalnum, hjá stórkostlega"Titanic" stiganum, sat eldri kona gjarnan ein við borð. Ég veitti því athygli að yfirmenn, þjónar, léttadrengir - já eiginlega bara öll áhöfnin virtist þekkja hana. Sennilega hefði okkur ekki brugðið, þótt þjónninn okkar hefði staðfest að hún ætti skipafélagið, en allt sem hann vissi var að hún hefði ferðast með skipinu fram og tilbaka, síðustu fjórar ferðinar. Þegar við vorum á leið úr matsalnum eitt kvöldið, vék ég mér að henni og við tókum spjall saman. "Mér skilst að þú sért búin að vera á skipinu síðustu fjórar ferðirnar" sagði ég. "Já, það er rétt" svaraði hún. "Það er ódýrara en elliheimilin"

  2. Mér datt í hug að blessuð konan væri ekki með öllum mjalla og gerði því strax könnun á því sem hún sagði. Ég komst að því að : Daggjöld á öldrunarstofnun eru að meðaltali 200 dalir á dag. Hjá Princess fengi ég bestu kjör fyrir að vera eldriborgari sem ferðast að staðaldri: Verðið er 135 dalir á dag = 65 dölum minna. Niðurstaða mín er: Mínar áætlanir gera ekki lengur ráð fyrir öldrunarheimili -vistheimili fyrir aldraða eða hvað þetta heitir. Þegar ég verð gamall sest ég í helgan stein á Princess Cruise skipi.

  3. 1. Þakklætisvottur fyrir þjónustu (þjórfé) fer varla yfir $10 á dag. 2. Mér standa til boða allt að 10 máltíðir á dag ef ég get staulast að matborðinu. Ég gæti líka fengið hann sendan í káetuna, sem þýðir á mannamáli: morgunmatur í rúmið á hverjum degi. 3. Það eru sundlaugar á Princess skipunum - jafnvel þrjár, líkams- ræktarsalir, ókeypis aðstaða til þvotta og þurrkunar og show eða listviðburðir á hverju kvöldi. 4. Maður greiðir hvorki fyrir tannkrem, rakvélar, sápu né shampoo. 5 Svo er maður viðskiptavinur en ekki sjúklingur. Allt starfsliðið mun svo leggja sig enn betur fram til að þjónusta mann fyrir örlítið meira örlæti (ca. fimm dala viðbót á þjórféð). 6. Maður fær stöðugt nýtt samferðarfólk jafnvel viklega. 7. Bilað sjónvarp? Þarf að skipta um ljósaperu? Viltu láta skipta um dýnu í rúminu? Ekkert vandamál ! Það er bara sjálfsagt og þú ert að auki beðinn afsökunar á óþægindunum.

  4. 8. Á hverjum degi er komið með ný handklæði og skipt á rúmunum. 9. Dettir þú og mjaðmargrindarbrotnir á elliheimili, ertu á vegum hins opinbera. Ef þú dettur og brýtur mjaðmargrindina á skipi frá Princess færðu viðhafnarbústað fyrirmenna til afnota út lífið. Hér kemur svo það besta: Langar þig að sjá Suður Ameríku, Panamaskurðinn, Tahiti, Ástralíu, Nýja Sjáland eða Asíu - Nefndu bara hvert þú vilt fara - Princess er með ferðbúið skip ! Þú skalt ekki að leita mín á neinu elliheimili - "Láttu næstu strandstöð ná sambandi við skipið".

  5. P.S. Ef maður fellur frá, er hin vota gröf rétt handan borðstokksins. If you die they just toss your body over the side of the boat.

  6. Sendu þetta öllum sem þrá lúxus í ellinni

  7. Njótið þið nú lífsins hvern einasta dag !

More Related