100 likes | 189 Views
Þróun bankarekstrar. Ásgeir Jónsson. Sex stig í bankarekstri. Bein fjármálaleg milliganga (Pure financial intermediation) Bankainnistæður notaðar sem peningar Millibankamarkaður Lánveitandi til þrautavara Skulda- og fjárstýring (Liability management) Skuldabréfavafningar (securitisation).
E N D
Þróun bankarekstrar Ásgeir Jónsson
Sex stig í bankarekstri • Bein fjármálaleg milliganga (Pure financial intermediation) • Bankainnistæður notaðar sem peningar • Millibankamarkaður • Lánveitandi til þrautavara • Skulda- og fjárstýring (Liability management) • Skuldabréfavafningar (securitisation)
Stig 1: Bein fjármálaleg milliganga • Bankar eða einstakir auðmenn lána út sparnað • Borgun í fríðu eða myntum úr góðmálmum • Enginn bankamargfaldari M0=M1=M2=M3. • Sparnaður verður að koma á undan fjárfestingu. • Lánveitingar bundnar við peningaútgáfu ríkisins • Íslensk bankaviðskipti eru eiginlega föst á þessu stigi allt fram til byrjunar tuttugustu aldarjafnvel þó Landsbankinn hafi komið skjalanna árið 1880 og sparisjóðir verið stofnaðir í kjölfarið. • Frumstæðni í fjármálakerfi hemill á framþróun
Stig 2: Bankainnistæður notaðar sem gjaldmiðill • Peningamargfaldarinn virkur – fjármálakerfið getur vaxið með aukningu bankainnistæðna • Lán veitt með takmörkuðum lausafjárkvöðum - stöðugleiki í lausafé bankastofnana • Fjárfestingar koma nú á undan sparnaði - bankarnir geta breytt skammtímasparnaði – viðskiptamiðlun – í langtímalán! • Íslensk bankaviðskipti komast á þetta stig eftir komu Íslandsbanka 1904. • Árið 1915 er seðlar og mynt í umferð kominn niður fyrir 50% af innistæðum á veltureikningum.
Notkun bankaseðla sem hlutfall á móti notkun veltureikninga
Stig 3: Millibankamarkaður • Lánaúthlutun enn takmörkuð af lausafjárkvöðum • Lausafjáráhætta er takmörkuð með millibankalánum • Peningamargfaldarinn hefur hraðari virkni • Peningamargfaldari stækkar sökum þess að þörfin fyrir lausafé hefur minnkað • Millibankamarkaðurinn komst á eftir dúk og disk árið 1980. • Fram til þess tíma hindraði verðbólga og rentusókn ríkisins lausafjárstýringu. • Gífurlegar lausafjárkvaðir og engin gagnkvæmni á milli bankanna
Stig 4: Lánveitandi til þrautavara • Tilkoma seðlabanka sem hefur það markmið að tryggja öryggi bankakerfisins. • Lán veitt til þrautavara ef millibankamarkaðurinn bregst • Lánveitingar lausar úr helsi lausafjárkvaða • Íslandsbanki er í raun Seðlabanki landsins í byrjun tuttugustu aldar, þar sem hann gaf út seðla. Síðan tók Landsbankinn við. Enginn þessara tveggja banka hugsaði þó eins og Seðlabanki. • Seðlabanki Íslands stofnaður árið 1960 og sinnti hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara en hóf ekki starf sitt í hagstjórn fyrr en um og eftir 1990.
Stig 5: Skulda- og fjárstýring (Liability management) • Samkeppni frá öðrum fyrirtækjum (sem ekki eru í bankarekstri) leiðir til baráttu um markaðshlutdeild. • Harðnandi samkeppni um lánveitingar og innlán. • Vöxtur útlána umfram hagvöxt. • Þetta stig hefst í rauninni með sameiningu Íslandsbanka 1993, frelsi í fjármagnsflutningum 1995 og síðan einkavæðingu bankakerfisins í skrefum 1998-2003. • Ekki enn lokið!
Stig 6: Skuldabréfavafningar (securitisation) • Reglur um eiginfé notaðar til þess að hafa hemil á útlánum • Aukin útlánatöp vegna aukinna umsvifa í stigi 5 • Bankaeignum vafið upp í skuldabréf (securitisation) • Aukning á færslum utan efnahagsreiknings (off balance sheet activity), s.s. með afleiðum. • Aukinn áhersla á seljanleika. • Er þetta stig að hefjast núna? Með nýjum húsnæðislánum og svo framvegis.