1 / 10

Þróun bankarekstrar

Þróun bankarekstrar. Ásgeir Jónsson. Sex stig í bankarekstri. Bein fjármálaleg milliganga (Pure financial intermediation) Bankainnistæður notaðar sem peningar Millibankamarkaður Lánveitandi til þrautavara Skulda- og fjárstýring (Liability management) Skuldabréfavafningar (securitisation).

jamese
Download Presentation

Þróun bankarekstrar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þróun bankarekstrar Ásgeir Jónsson

  2. Sex stig í bankarekstri • Bein fjármálaleg milliganga (Pure financial intermediation) • Bankainnistæður notaðar sem peningar • Millibankamarkaður • Lánveitandi til þrautavara • Skulda- og fjárstýring (Liability management) • Skuldabréfavafningar (securitisation)

  3. Stig 1: Bein fjármálaleg milliganga • Bankar eða einstakir auðmenn lána út sparnað • Borgun í fríðu eða myntum úr góðmálmum • Enginn bankamargfaldari M0=M1=M2=M3. • Sparnaður verður að koma á undan fjárfestingu. • Lánveitingar bundnar við peningaútgáfu ríkisins • Íslensk bankaviðskipti eru eiginlega föst á þessu stigi allt fram til byrjunar tuttugustu aldarjafnvel þó Landsbankinn hafi komið skjalanna árið 1880 og sparisjóðir verið stofnaðir í kjölfarið. • Frumstæðni í fjármálakerfi hemill á framþróun

  4. Stig 2: Bankainnistæður notaðar sem gjaldmiðill • Peningamargfaldarinn virkur – fjármálakerfið getur vaxið með aukningu bankainnistæðna • Lán veitt með takmörkuðum lausafjárkvöðum - stöðugleiki í lausafé bankastofnana • Fjárfestingar koma nú á undan sparnaði - bankarnir geta breytt skammtímasparnaði – viðskiptamiðlun – í langtímalán! • Íslensk bankaviðskipti komast á þetta stig eftir komu Íslandsbanka 1904. • Árið 1915 er seðlar og mynt í umferð kominn niður fyrir 50% af innistæðum á veltureikningum.

  5. Notkun bankaseðla sem hlutfall á móti notkun veltureikninga

  6. Stig 3: Millibankamarkaður • Lánaúthlutun enn takmörkuð af lausafjárkvöðum • Lausafjáráhætta er takmörkuð með millibankalánum • Peningamargfaldarinn hefur hraðari virkni • Peningamargfaldari stækkar sökum þess að þörfin fyrir lausafé hefur minnkað • Millibankamarkaðurinn komst á eftir dúk og disk árið 1980. • Fram til þess tíma hindraði verðbólga og rentusókn ríkisins lausafjárstýringu. • Gífurlegar lausafjárkvaðir og engin gagnkvæmni á milli bankanna

  7. Stig 4: Lánveitandi til þrautavara • Tilkoma seðlabanka sem hefur það markmið að tryggja öryggi bankakerfisins. • Lán veitt til þrautavara ef millibankamarkaðurinn bregst • Lánveitingar lausar úr helsi lausafjárkvaða • Íslandsbanki er í raun Seðlabanki landsins í byrjun tuttugustu aldar, þar sem hann gaf út seðla. Síðan tók Landsbankinn við. Enginn þessara tveggja banka hugsaði þó eins og Seðlabanki. • Seðlabanki Íslands stofnaður árið 1960 og sinnti hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara en hóf ekki starf sitt í hagstjórn fyrr en um og eftir 1990.

  8. Stig 5: Skulda- og fjárstýring (Liability management) • Samkeppni frá öðrum fyrirtækjum (sem ekki eru í bankarekstri) leiðir til baráttu um markaðshlutdeild. • Harðnandi samkeppni um lánveitingar og innlán. • Vöxtur útlána umfram hagvöxt. • Þetta stig hefst í rauninni með sameiningu Íslandsbanka 1993, frelsi í fjármagnsflutningum 1995 og síðan einkavæðingu bankakerfisins í skrefum 1998-2003. • Ekki enn lokið!

  9. Stig 6: Skuldabréfavafningar (securitisation) • Reglur um eiginfé notaðar til þess að hafa hemil á útlánum • Aukin útlánatöp vegna aukinna umsvifa í stigi 5 • Bankaeignum vafið upp í skuldabréf (securitisation) • Aukning á færslum utan efnahagsreiknings (off balance sheet activity), s.s. með afleiðum. • Aukinn áhersla á seljanleika. • Er þetta stig að hefjast núna? Með nýjum húsnæðislánum og svo framvegis.

More Related