1 / 26

Rómarveldi

Rómarveldi. Lýðveldistíminn: 508 – 31 f. Kr. (bls. 58 – 66). Ríki Rómverja. Rómarveldi er eitt mesta heimsveldi sögunnar og náði ríkið á hátindi sínum allt umhverfis Miðjarðarhafið og norður til Bretlands

jamal
Download Presentation

Rómarveldi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Rómarveldi Lýðveldistíminn: 508 – 31 f. Kr. (bls. 58 – 66)

  2. Ríki Rómverja • Rómarveldi er eitt mesta heimsveldi sögunnar og náði ríkið á hátindi sínum allt umhverfis Miðjarðarhafið og norður til Bretlands • Rómarríki á samkvæmt arfsögn að hafa verið stofnað árið 753 f. Kr. af Rómúlusi, syni stríðsguðsins Mars • Rómarveldi klofnaði í tvennt á 4. öld e. Kr. og vestrómverska ríkið féll árið 476 en það austrómverska ekki fyrr en árið 1453 • Ekkert annað ríki hefur haft viðlíka áhrif á menningu og þróun Evrópu Valdimar Stefánsson 2006

  3. Forsaga Rómarveldis • Svo virðist sem í upphafi hafi Latverjar, er bjuggu í og við Rómarborg, lotið konungi Etrúa en það var sú þjóð nefnd er bjó í Toscanahéraði • Uppruni, tunga og afdrif Etrúa eru sagnfræðingum ráðgáta en ljóst er að Rómverjar hafa þegið ýmislegt af þeim, s. s. í byggingalist og vegagerð • Líklegast er að Etrúar hafi, ásamt Sabínum, annarri nágrannaþjóð, runnið saman við Latverja og þannig orðið til sú þjóð er varð voldugust allra um alda skeið • Rómarborg stendur við ánna Tíber og lá því vel við verslun á Ítalíuskaganum og dafnaði skjótt Valdimar Stefánsson 2006

  4. Ítalíuskaginn á 6. öld f. Kr.

  5. Sveitamenning Rómverja • Rómverjar voru frá upphafi sveitamenn sem bjuggu jafnan á fremur smáum fjölskyldubýlum og ræktuðu landið • Iðjusemi og hagsýni voru kjörorð sveitamannsins og fjölskyldan var hornsteinn samfélagsins alls • Húsbóndinn (pater familias) fór með alræðisvald yfir heimilisfólki, lífi þess og örlögum • Á sama grunni aga og hlýðni var yfirbygging samfélagsins, her og stjórnskipan byggð Valdimar Stefánsson 2006

  6. Lýðveldið Róm • Með hinum etrúska konungi starfaði öldungaráð (senatus), skipað fulltrúum helstu ættanna, en smábændur áttu sína alþýðufundi • Skömmu fyrir aldamótin 500 f. Kr. tókst öldungaráðinu að reka síðasta konung Etrúa frá völdum og innleiddi nýja stjórnskipan, lýðveldið (res publica) • Lýðveldið stóð að nafninu til í tæpar fimm aldir, allt til þess að Ágústus, fyrsti keisari Rómar, aflagði það árið 27 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2006

  7. Tvískipt samfélag • Þær ættir sem stóðu að öldungaráðinu (patricear) réðu í raun öllu á fyrstu öldum lýðveldisins • Almúginn (plebeiar) reyndi sitt besta til að fá hlutdeild í stjórn ríkisins og eftir því sem tímar liðu varð þeim betur ágengt • Þýðingarmestu sigrana unnu plebeiar er þeir fengu hluta löggjafavaldsins í sínar hendur ( á alþýðufundum) og embætti alþýðuforingja (tribune) sem hafði neitunarvald (veto)gagnvart ákvörðunum öldungaráðsins og æðstu embættismannanna Valdimar Stefánsson 2006

  8. Embættismannaveldið • Kjörnir embættismenn voru valdamestu menn lýðveldisins og þar sem engin laun fylgdu embættunum voru það einungis auðmenn sem gátu boðið sig í þessar stöður • Valdamestir voru ræðismenn (consules) en þeir voru jafnan tveir og kjörnir til eins árs í senn; þeir fluttu lagafrumvörp og stjórnuðu lægra settum embættismönnum • Önnur há embætti voru embætti pretóra, edíla og kvestora, en öll þessi embætti gáfu möguleika á setu í öldungaráðinu að kjörtímabili loknu Valdimar Stefánsson 2006

  9. Samfélagsbreytingar • Er veldi Rómar á Ítalíuskaganum óx urðu ýmsar óhjákvæmilegar samfélagsbreytingar í sveitinni • Fjölskyldubýlin áttu erfitt með að keppa við stórbýli yfirstéttanna þar sem þrælar sáu um alla erfiðisvinnu og því fluttu fjölmargir smábændur til Rómar • Þar mynduðu þeir almúgastétt sem leitaði ásjár hjá yfirstéttinni og þannig myndaðist skjólstæðingasamband (patrón – klíent) • Hinir auðugu tóku þá að sér skjólstæðinga, sáu þeim fyrir nauðsynum og lagavernd gegn því að skjólstæðingarnir greiddu þeim atkvæði á fundum Valdimar Stefánsson 2006

  10. Karþagó • Á norðurströnd Afríku, þar sem nú er ríkið Túnis, stóð borgin Karþagó sem Föníkar, er Rómverjar nefndu Púnverja, höfðu stofnað um 800 f. Kr. • Á upphafsskeiði Rómarveldis var Karþagó mesta verslunarborg Miðjarðarhafs og því viðbúið að fyrr en síðar myndi kastast í kekki með þessum ríkjum er Róm tók að þrengja að Karþagó • Í upphafi þriðju aldar f. Kr. réði Karþagó stórum hluta Norður – Afríku, eyjunum Sardiníu, Korsíku og Sikiley, auk suðurhluta Pýreneaskaga Valdimar Stefánsson 2006

  11. Karþagó á 3. öld f. Kr. Valdimar Stefánsson 2006

  12. Fyrsta púnverska stríðið (264 – 241 f. Kr.) • Eftir að hafa lagt undir sig nánast allan Ítalíuskaga tóku Rómverjar að seilast eftir áhrifum á Sikiley og skarst þá í odda með þeim Karþagómönnum • Eftir margra ára átök, þar sem mest kvað að sjóorrustum, gáfu Karþagómenn eftir og friður var saminn árið 241 þar sem Sikiley var skilgreind sem fyrsta rómverska skattlandið og Karþagómenn sættust á að greiða Róm háar stríðsskaðabætur • Þremur árum síðar gerðu Rómverjar Korsíku og Sardiníu sömuleiðis að skattlöndum sínum Valdimar Stefánsson 2006

  13. Annað púnverska stríðið (219 – 201 f. Kr.) • Karþagó jók á ný veldi sitt næstu áratugi og tóku sér stærri svæði á Spáni en Rómverjar gátu sætt sig við • Hannibal, leiðtogi Karþagómanna fór þá í herför og lagði undir sig stóran hluta Spánar og hélt síðan áfram með her sinn og fíla, yfir Alpafjöll og réðs niður Ítalíuskagann • Rómverjum var brugðið og biðu ósigur í hverri orrustunni á fætur annarri en tókst um síðir að snúa leiknum sér í hag og hrekja Hannibal yfir hafið • Stríðinu lauk er Hannibal beið ósigur rétt utan Karþagóborgar Valdimar Stefánsson 2006

  14. Karþagó og Róm Valdimar Stefánsson 2006

  15. Þriðja púnverska stríðið (149 – 146 f. Kr.) • Rúmum fimmtíu árum eftir ósigur Hannibals við Karþagó höfðu Púnverjar enn rétt úr kútnum og náð að verða ógnum við verslunarveldi Rómar í Miðjarðarhafi • Ákváðu Rómverjar því að ganga til endanlegs uppgjörs við Karþagó • Í þetta sinn sigldu þeir flota sínum beint til borgarinnar og hófu þar hatrammt umsátur en Karþagómenn vörðust hetjulega allt til enda • Eftir uppgjöf Karþagó hnepptu Rómverjar íbúana í þrældóm, eyddu borginni og stráðu salti í jarðveginn Valdimar Stefánsson 2006

  16. Hvað olli veldi Rómar? • Ekki er ljóst hvað varð til þess að Róm varð slíkt heimsveldi og raun varð á • Margir samverkandi þættir hafa þó verið nefndir: fégræðgi, metorðagirnd, hagsýnt verslunarvit og ódýrt vinnuafl (þrælar) frá herteknum löndum • Ljóst er þó að ríkinu var haldið saman af öflugu og vel skipulögðu embættismannakerfi, góðum samgöngum og síðast en alls ekki síst, best agaða og þjálfaða her sem komið hafði fram sögunni Valdimar Stefánsson 2006

  17. Rómverski herinn • Rómverska hernum var skipt í sveitir (legiones) og í hverri sveit voru 4200 (síðar 6000) fótgönguliðar og 300 riddarar • Allir rómverskir borgarar voru herskyldir frá 17 ára aldri og urðu sjálfir að leggja til búnað en laun voru lág þótt bæta mætti það upp með herfangi • Í för með hernum voru ætíð verkfræðingar sem sáu um brúarbyggingar, umsátursvélar og önnur tæknileg atriði • Rómverski herinn var frægur fyrir það að tapa aldrei stríði þótt hann færi halloka í mörgum orrustum Valdimar Stefánsson 2006

  18. Upphaf innanlandsátaka • Þær breytingar sem urðu til sveita og greint er frá hér framar leiddu til umbótabaráttu smábænda sem þurftu að sjá á eftir landi sínu í hendur stórbænda og aðals • Mest kvað að baráttu Graccusarbræðra en þeir voru báðir kjörnir alþýðuforingjar (Tiberíus um 130 f. Kr. og Gaius um tíu árum síðar) • Barátta þeirra skilaði þó litlu og var Tíberíus myrtur en Gaius flæmdur frá völdum með tilstyrk öldungaráðsins og hlaut skömmu síðar sömu örlög og Tíberíus Valdimar Stefánsson 2006

  19. Herforingjarnir • Um 90 f. Kr. var skipulagi Rómverska hersins breytt á þann veg að í stað herskyldu tók við atvinnuher • Þetta leiddi til þess að hermenn börðust nú frekar fyrir herforingja sinn en Róm • Tveir voldugustu herforingjarnir, Súlla og Maríus, börðust í um áratug um völdin í Róm • Að lokum hafði Súlla betur og var kjörinn alræðismaður (diktator) 82 f. Kr. en lét síðan af embætti þremur árum síðar og lést það sama ár Valdimar Stefánsson 2006

  20. Þríveldið fyrra • Eftir að Súlla féll frá hófst á ný valdabarátta í Róm þar sem auðugir landeigendur reyndu að kaupa sér hylli lýðsins en herforingjar beittu herliði sínu í sama skyni • Um 60 f. Kr. gerðu þrír voldugustu hershöfðingjarnir, Krassus, Pompeius og Sesar, með sér bandalag og náðu þannig öllum völdum þótt öldungaráðið væri áfram við stjórn að nafninu til • Bandalagið var nefnt þríveldið (triumvirat) og var Pompeius þeirra voldugastur, Krassus auðugastur en Sesar snjallastur Valdimar Stefánsson 2006

  21. Júlíus Sesar – landstjóri • Júlíus Sesar var af einni elstu og virtustu ætt Rómar, Júlíanaættinni, þótt snauður væri, og sýndi snemma mikinn metnað • Hann varð fyrst kvestor og síðan edíll eins og aðrir metnaðarfullir menn en varð síðan skattlandsstjóri á Spáni og auðgaðist mjög á því • Hann var kjörinn ræðismaður árið 60 f. Kr. og síðan landstjóri í Gallíu, þar sem hann vann mikla hernaðarsigra • Árið 53 f. Kr. var svo Krassus felldur í orrustu við Parþa og þar með var ljóst að til uppgjörs hlyti að koma milli Pompeiusar og Sesars Valdimar Stefánsson 2006

  22. Júlíus Sesar – teningunum er kastað • Árið 52 f. Kr. hafði Sesar tekist að leggja alla Gallíu undir Róm og auk þess gerði hann innrás í Bretland • Á sama tíma náði Pompeius lykilstöðu í borginni með stuðningi öldungaráðsins og lét skipa Sesar að snúa þegar til baka; en í því fólst að hann yrði að skilja her sinn eftir þar sem enginn mátti koma með herinn til Rómar • Sesar ákvað hins vegar að gera nákvæmlega það og flúði þá Pompeius borgina ásamt stærstum hluta öldungaráðsins • Þannig reið Sesar sem sigurvegari inn í Róm og lét kjósa sig alræðismann Valdimar Stefánsson 2006

  23. Júlíus Sesar – alræðismaður • Árið eftir elti Sesar uppi fjandmenn sína og sigraði þá einn af öðrum en Pompeius flúði til Egyptalands þar sem hann var ráðinn af dögum • Er Sesar kom á eftir honum tók hann saman við Kleópötru drottningu og eignaðist með henni son • Þegar hann sneri aftur til Rómar óttaðist aðallinn að hann hyggðist láta krýna sig konung og gera son sinn að ríkisarfa og því réðst hópur lýðveldissinna á hann á öldungaráðsfundi og myrti árið 44 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2006

  24. Júlíus Sesar: Eftirmál • Foringjar samsærismanna, Brútus og Kassíus, hugðust endurreisa lýðveldið en urðu að flýja borgina þegar fylgismenn Sesars tóku höndum saman við að herja á þá • Hershöfðinginn og ræðismaðurinn Markús Antóníus og Oktavíanus, sem var frændi og erfingi Sesars, eltu samsærismennina uppi og drápu í orrustunni við Filippi í Makedóníu • Síðan skiptu þeir völdum þannig að Oktavíanus fékk vesturhluta Rómarveldis ásamt Rómarborg í sinn hlut en Markús Antóníus austurhlutann Valdimar Stefánsson 2006

  25. Lok lýðveldistímans • Fljótlega kastaðist í kekki með þeim Oktavíanusi og Markúsi Antóníusi og settist Antóníus að í Egyptalandi þar sem hann tók saman við Kleópötru • Árið 31 f. Kr. mættust þeir síðan í sjóorrustu þar sem Oktavíanus hafði betur og lagði þá Egyptaland undir Rómarveldi, en Markús Antóníus og Kleópatra frömdu sjálfsmorð • Árið 27 f. Kr. veitti öldungaráðið honum titilinn Ágústus og fullt vald yfir Rómveldi • Þannig endaði lýðveldið Róm og keisaraveldið Róm tók við Valdimar Stefánsson 2006

  26. Rómarveldi 200 f. Kr. – 117 e. Kr. Valdimar Stefánsson 2006

More Related