1 / 5

Svíþjóð

Svíþjóð.

iokina
Download Presentation

Svíþjóð

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Svíþjóð

  2. Landshættir og gróðurfarSvíþjóð nær yfir austanverðan Skandinavíuskaga milli Finnlands og Noregs. Á Skáni, syðst í Svíþjóð, ber mest á ræktuðu landi. Norðar taka svo við barrskógar, einkum greni- og furuskógar. Svíar nýta skógana óspart til viðar- og pappírsframleiðslu. Upp til fjalla og nyrst ber nokkuð á birki.

  3. Fólk, atvinnuvegir og menningÍ Svíþjóð búa um 8,7 milljónir manna og er það því fjölmennasta ríki Norðurlandanna. Fjórir af hverjum fimm eiga heima í þéttbýli. Flestir búa í höfuðborginni Stokkhólmi eða um 1, 5 milljónir. Í Gautaborg búa um 700 þúsund íbúa og Málmey er með um hálfa milljón íbúa. Margir nýbúar hafa flust til Svíþjóðar síðastliðna áratugi. Svíþjóð er mikið iðnríki. Svíar verða að flytja inn töluvert af hráefnum til iðnaðarins en þeir eiga einnig eitthvað af hráefnum í jörðu. Þeirra helstu náttúruauðlindir eru m.a.: sink, járngrýti, blý, kopar, silfur, timbur, úraníum, vatnsorka. Helstu útflutningsvörur Svía eru: samgöngutæki, járn, stál og ýmsar skógarafurðir. Helstu viðskiptalönd Svía eru: Noregur, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. 87% Svía eru Lútherstrúar. Þjóðhátíðardagur Svía er 6. júní.

  4. Þekktir SvíarSöngflokkurinn ABBA, leikstjórinn Ingmar Bergman og rithöfundurinn og leikritaskáldið August Strindberg.

  5. StjórnarfarSvíþjóð er konungsríki með þingbundinni stjórn. Konungur Svíþjóðar er Carl Gústaf en hann tók við krúnunni árið 1973 þá 27 ára að aldri. Kona hans er Silvía og eiga þau þrjú börn: Victoríu, Carl Philip og Madeleine. Á sænska þinginu, Riksdagen sitja 349 þingmenn. Kosið er þriðja hvert ár. Konungsembættið er æðsta embætti ríkisins en forsætisráðherra er æðsti stjórnmálamaðurinn.

More Related