1 / 6

Ljóðalestur

Ljóðalestur. Kanna þarf form , myndmál og stílbrögð til að glöggva sig á kjarna ljóðs og átta sig á hverju það miðlar til lesenda. Því næst er hægt að nálgast túlkun ljóðsins sem ævinlega verður að byggja á greiningu á einstökum þáttum í ljóðinu og yfirborðsmerk-ingu þess. BUNDIÐ MÁL

hashim
Download Presentation

Ljóðalestur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ljóðalestur • Kanna þarf form, myndmál og stílbrögð til að glöggva sig á kjarna ljóðs og átta sig á hverju það miðlar til lesenda. • Því næst er hægt að nálgast túlkun ljóðsins sem ævinlega verður að byggja á greiningu á einstökum þáttum í ljóðinu og yfirborðsmerk-ingu þess. BUNDIÐ MÁL Átt er við texta sem er samsettur skv. ákv. bragreglum. [Braglínur (vísuorð, 1 lína í kvæði) /hrynjandi (hljóðfall, áhersluþung og –létt atkvæði skiptast á)/ stuðlasetning/ (skipun ljóðstafa) /rím (sam-hljómun orða í braglínum; heilrím: sjá – fá en hálfrím: verða – firða]. • Ljóðform: form sem tíðkað er í ljóðum, s.s. rím, vísuorðaskil, hrynjandi og stuðlasetning.

  2. Ljóðalestur 2 • Bragliður: Eitt áhersluþungt atkvæði og þau áherslulausu atkvæði sem því fylgja. Dæmi: 1) [Lífs um] [angurs] [víðan] [vang]=stúfur [víst ég] [ganginn] [herði], T veggja atkvæða orð eða tvö atkv. hvort í sínu orði kallast TVÍLIÐIR. Réttur tvíliður (hnígandi): með áherslu á fyrra atkvæði en öfugur tvíliður (stígandi): með áherslu á síðara atkvæði. 2) Ef einu áhersluþungu atkvæði fylgja tvö áherslulétt kallast bragliðurinn ÞRÍLIÐUR. Dæmi: [Skall yfir] [eldhafið] [ólgandi], [logandi], [eldvargar] [runnu fram] [hvæsandi] [sogandi]

  3. Ljóðalestur 3 Skiptu vísunni í bragliði og gerðu grein fyrir sérkennum í fyrstu og þriðju braglínum og einnig í þeirri fjórðu. 1) Vandfarið er með vænan grip, 2) votta ég það með sanni, 3) siðuga konu, sjálegt skip 4) og samviskun’ í manni. Stakt áhersluþungt atkvæði í enda ljóðlínu heitir stúfur en slíkt atkvæði í byrjun ljóðlínu nefnist forliður. Vandfarið er með vænan grip, votta ég það með sanni, siðuga konu, sjálegt skip og samviskun’ í manni.

  4. Ljóðalestur 4 • Stuðlasetning (ljóðstafasetning) Hefðbundin stuðlasetning: Tvær línur bundnar saman; tvö áhersluþung atkvæði í fyrri línu (ljóðlína með ójöfnu númeri = 1, 3, 5, 7 o.s.frv.) og fyrsta áhersluþunga atkvæði í síðari línu (ljóðlína með jöfnu númeri: 2, 4, 6, o.s.frv.) hefjast á sama samhljóði eða mismunandi sérhljóði. • Öll sérhljóð stuðla saman: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. • Þegar ljóðstafirnir eru samhljóð verða báðir stuðlarnir og höfuðstafurinn að vera sama samhljóðið. Til himins jörðin horfir og himinn jarðar til.

  5. Ljóðalestur 5 • Rím Algengustu tegundir ríms: Staða í ljóðlínu: Endarím: síðustu atkvæðitveggja eða fleiri braglína ríma saman. a) víxlrím: (abab) b) runurím (aabb) c) allar línur ríma saman: (aaaa) Innrím (rím inni í ljóðlínu): hendingar (atkvæði í sömu ljóðínu ríma) miðrím (atkv. Inni í ljólínu rímar við samsvarandi atkv. í annarri ljóðlínu). Eðli hljóðlíkingarinnar: a) alrím (heilrím). Sérhljóð og eftirfarandi samhljóð eru eins: blóm – tóm. b) hálfrím er tvenns konar: fram – rann (eftirfarandi samhlóð ólík) vald – fold (eftirfarandi samhlóð hin sömu). Karlrím: eitt atkvæði rímar saman (ljós – fjós) Kvenrím: tvö atkv. ríma saman (játa – gráta)

  6. Ljóðalestur 6 • Bragarhættir Átt er við mynstrið sem notað er til að binda málið. Til að greina bragarhátt þarf að athuga fjölda bragliða í erindi, stuðlasetningu og rím. Til eru ótal margir ólíkir bragarhættir, íslenskir og erlendir. Nemendur eiga að kunna skil á: 1) Þremur fornum íslenskum bragarháttum:fornyrðislagi/ ljóðahætti/ dróttkvæðumhætti. 2) Nokkrum rímnaháttum: ferskeytlu/ hringhendu/ stafhendu/ samhendu/ braghendu. 3) Þremur erlendum bragarháttum: sonnettu/ tönku/ limru.

More Related