1 / 36

Svæðalýsingar í Vestur-Ísafjarðarsýslu

Svæðalýsingar í Vestur-Ísafjarðarsýslu. Haustönn 2010 Kennari Ólafur Halldórsson leiðsögumaður. Markmiðssetning. Nemandi þekki: Aðkomu að svæðinu og helstu ferðamannaleiðir/gönguleiðir með hliðsjón af skipulagi og tímasetningu hvers svæðis.

haruko
Download Presentation

Svæðalýsingar í Vestur-Ísafjarðarsýslu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Svæðalýsingar í Vestur-Ísafjarðarsýslu Haustönn 2010 Kennari Ólafur Halldórsson leiðsögumaður

  2. Markmiðssetning Nemandi þekki: • Aðkomu að svæðinu og helstu ferðamannaleiðir/gönguleiðir með hliðsjón af skipulagi og tímasetningu hvers svæðis. • Áhugaverðustu staðreyndir um helstu ferðamannastaðina. • Sögu, atvinnuhætti, jarðfræði, gróður og dýralíf á hverju svæði. • Hlunnindabúskap sem og annan búskap. • Þjóðgarða og friðlýst svæði ef einhver eru. • Hálendi, óbyggðir og virkjanir. • Atburði og sögupersónur úr Íslendingasögum/fornsögum, þjóðsögum, ævisögum og nútímaskáldsögum sem tengjast svæðinu. • Listamenn og söfn sem tengjast svæðinu.

  3. Uppbygging • Landshættir Atvinnuhættir • Jarðfræði (JRS) Saga • Gróður og Dýralíf Gönguleiðir • Kirkjur Friðlýst svæði • Hálendi og Virkjanir Mannauður

  4. Landfræðilegir þættir 1 • Vestur-Ísafjarðarsýsla er 1221 km² að flatarmáli. • Sýslumörk liggja um Langanes í Arnarfirði og þaðan til austurs og inná Glámuhálendið þar sem Ísafjarðarsýslur og Barðastrandasýslur mætast í einum punkti. Þaðan liggja þau svo til norðurs yfir hábungur Glámu og svo til norð-vesturs í topp Lambadalsfjalls. Sýslumörkin fylgja síðan fjallatoppum og skörðum til norð-vesturs yfir Álftafjarðarheiði, Breiðadalsheiði og Botnsheiði. Áfram svo um Gilsbrekkuheiði og Grárófu og til sjávar vestan til við Mölvík út af Ytra-Skálavíkurhorni.

  5. Landfræðilegir þættir 2 • Auðkúluhrepur, norðanverður Arnarfjörður. • Þingeyrarhreppur, vestanverður Dýrafjörður. • Mýrahreppur, norðanverður Dýrafjörður og Ingjaldssandur. • Mosvallahreppur, vestanverður Önundarfjörður. • Flateyrarhreppur, norðanverður Önundarfjörður. • Suðureyrarhreppur, Súgandafjörður og Keflavík.

  6. Landfræðilegir þættir 3 Þéttbýlisstaðir: • Þingeyri (íbúar 263 1. janúar 2010) • Flateyri (íbúar 250 1. janúar 2010) • Suðureyri (íbúar 317 1. janúar 2010)

  7. Landfræðilegir þættir 4 • Firðir eru djúpir, girtir háum blágrýtisfjöllum. • Hæstu fjöll Vestfjarða rísa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Kaldbakur (998m.y.s.). • Fjöllin eru snarbrött og skriðurunnin með reglulegum blágrýtisberglögum efst. • Í megineldstöðvum er Ríólít (Tjaldaneseldstöðin) á stöku stað sést í set og gosöskulög, þunn og oft rauðleit milli basaltlaganna. Surtarbrandur all víða.

  8. Landfræðilegir þættir 5 • Fjallahringir, skörðóttir með grösugum dölum og hvilftum. Víða kjarrlendi einkum í fjarðarbotnum. • Að ofan eru fjöllin víðast gróðurlítil, þar sem ísaldarjökullinn hefur skriðið yfir og skilið eftir gróðurvana hálendissléttur. Á nokkrum stöðum enda fjöllin efst í egghvössum tindum og bergrisum (Megineldstöðvar).

  9. Atvinnuhættir 1 • Landbúnaður og sjávarútvegur ásamt verslun voru meginatvinnuhættir áður fyrr. • Verstöðvar á Suðureyri, Flateyri og Fjallaskaga. Útnesbændur réru að heiman. • Sjómenn sem ráku búskap á jörðum sínum. Vor-, haust-, og vetrarvertíð. Komu heim til mótöku og til að sinna heyskap. • Konur sáu um rest. 

  10. Atvinnuhættir 2 • Í dag byggir atvinnulífið mest á sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og verslun. • Starfsumhverfið hefur einnig gjörbreyst með betri samgöngum á landi þó að skipulagðar samgöngur á sjó hafi lagst af. • Samgöngur þó ekki boðlegar fólki á 21. öld og ekki sambærilegar við aðra landshluta.

  11. Jarðfræði • Jón Reynir Sigurvinsson

  12. Landnám og saga 9.-10. öld 1 • Samkvæmt Landnámu er Arnarfjörður kenndur við landnámsmanninn Örn, sem sagður er hafa verið ágætur maður og frændi Geirmundar heljarskinns: "Hann nam land í Arnarfirði, svo vítt sem hann vildi,“ segir í þeirri ágætu bók. (Lítið vitað um hann, virðist hafa selt megnið af sínu landnámi).

  13. Landnám og saga 9.-10. öld 2 • Án rauðfeldur Grímsson keypti land af Erni milli Langaness og Stapa í Arnarfirði og bjó á Eyri. • Eiríkur nam Keldudal sunnan Dýrafjarðar, Sléttanes og allt til Stapa. • Vésteinn Végeirsson nam land milli Hálsa í Dýrafirði og bjó í Haukadal.

  14. Landnám og saga 9.-10. öld 3 • Dýri nam Dýrafjörð innanverðan og bjó að Hálsum. • Þórður Víkingsson nam land norðan Dýrafjarðar milli Þúfu og Jarðfallsgils. Hann bjó í Alviðru. • Ingjaldur Brúnason nam Ingjaldssand milli Hjallaness og Ófæru.

  15. Landnám og saga 9.-10. öld 4 • Önundur Víkingsson nam Önundarfjörð og bjó á Eyri. • Hallvarður súgandi nam Súgandafjörð og Skálavík til Stiga.

  16. Landnám og saga 9.-13. öld 1 • Útflutningur Íslendinga var aðallega vaðmál á Þjóðveldisöld. • Ódýrara vöruvaðmál. • Dýrara hafnarvaðmál. • Ein af stóru höfnunum var Dýrafjörður.

  17. Landnám og saga 9.-13. öld 2 • Fram til 1230 réðu Seldælir Vestur-Barðastrandasýslu og Vestur-Ísafjarðarsýslu. Hrafn Sveinbjarnarson læknir og höfðingi veginn 1213. Synir hans brenndu Þorvald Vatnsfirðing inni á Gillastöðum 1228. En eftir það voru Vestur-Ísfirðingar undantekningalítið bandamenn Sturlunga og Hluti af þeirra veldi (Hrafn Oddss. d. 1289). 1262 endir.

  18. Íslendingasögur • Gísla saga Súrssonar gerist 950-980. • Mikilvægur hluti í sögu svæðisins á þessum tíma. • Hávarðar saga Ífirðings kemur líttilega við sögu einkum í Arnarfirði gerist 1000-1010.

  19. Landnám og saga 13.-14. öld • Á 13. og 14. öld eflast fiskveiðar til muna og fiskurinn verður mikilvæg verslunarvara. • Fjallaskagi í Dýrafirði verður mikilvæg verstöð og Dýrafjörður eflist því sem útflutningshöfn. • Vegna aukinna fiskveiða fjölgar Íslendingum mest í Vestfirðingafjórðungi.

  20. Landnám og saga 14.-17. öld • Enska öldin og Þýska öldin fylgir í kjölfarið. • Verslun og viðskipti aukast til muna. • Evrópuþjóðir berast á banaspjót til að tryggja sér verslun við Íslendinga. • Spánverjar og Hansakaupmenn versla við Íslendinga á laun í trássi við lög konungs. • Einokun 1602-1787 Spánverjavígin 1615

  21. Landnám og saga 17.-20. öld 1 • Fríhöndlun hefst og hafnirnar eflast. Útflutningur á saltfiski til Evrópu hefst. • Hákarlaveiðar, í fyrstu á opnum bátum en síðar á þilskipum. • Útflutningur á lýsi. Mikið fram undir 1900. • Norðmenn hefja hvalveiðar við Ísland 1883. Friðun 1915.

  22. Landnám og saga 17.-20. öld 2 • Hvalstöðin á Framnesi við Dýrafjörð starfrækt 1890-1903. Berg. • Hvalstöðin á Sólbakka við Önundarfjörð starfrækt 1889-1901. Ellefsen.

  23. Landnám og saga 17.-20. öld 3 • Jón Sigurðsson fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Prestssonur. • 17 ára formaður á hákarlaskipi föður síns. • Stúdentspróf 1829 ágæstiseinkunn. • Flytur til K.hafnar og býr þar til æviloka. • Ný Félagsrit 1841-1873. • Fær Gljúfurá í Arnarfirði og kosinn þingmaður Ísafjarðarsýslu 1844.

  24. Landnám og saga 17.-20. öld 4 • Situr Alþingi fyrst 1845 og sem forseti frá 1849-1853, 1857 og frá 1867-1877. • Viðurnefnið “forseti” fékk hann hins vegar vegna þess að hann var frá 1851 forseti Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags. • Eiginkona Ingibjörg Einarsdóttir giftust 1845. Hann deyr 7. desember 1879 og kona hans 9 dögum síðar og eru þau grafin í Hólavallagarði.

  25. Gróður og Dýralíf • Hafdís Sturlaugsdóttir

  26. Gönguleiðir • Dynjandi • Ketilseyri/Hrafnseyri • Tjaldanesdalur/Kirkjubólsdalur • Tjaldanesdalur/Galtardalur • Kaldbakur • Meðaldalur • Haukadalur

  27. Gönguleiðir 2 • Meðaldalur • Haukadalur • Keldudalur • Gjálpardalur • Helgafell • Keldudalur/Dalsdalur • Botn Dýrafjarðar • Lambadalur/Seljalandsdalur í Álftarfirði

  28. Gönguleiðir 3 • Mýrafell • Klúkuheiði • Mosdalur/Ingjaldssandur • Valþjófsdalur/Mosdalur • Ingjaldssandur/Nesdalur • Barði • Hestdalur/Álftarfjörður

  29. Gönguleiðir 4 • Álftarfjarðarheiði • Verdalsheiði • Breiðadalsheiði/Seljaland í Álftarfirði • Grímsdalsheiði • Kálfeyri • Klofningsheiði • Gilsbrekkuheiði

  30. Gönguleiðir 5 • Grárófa • Norðureyri/Skálavík • Keflavík/Skálavík

  31. Kirkjur í Vestur-Ísafjarðarsýslu • Hrafnseyrarkirkja Álftamýrarkirkja • Þingeyrarkirkja Hraunskirkja • Mýrakirkja Núpskirkja • Sæbólskirkja Kirkjubólskirkja • Holtskirkja Flateyrarkirkja • Staðarkirkja Suðureyrarkirkja

  32. Friðlýst svæði • Dynjandi, Fossar í Dynjandisá í Arnarfirði. • Aðrar náttúruminjar. • Friðlýstar plöntur.

  33. Hálendi og virkjanir • Glámuhálendið. • Hálendið milli fjarða. • Mjólkárvirkjun. • Botnsvirkjun.

  34. Söfn og Listamenn 1 • Safn Jóns Sigurðssonar • Gamla Smiðjan • Menningarminjasafn í Hlíð • Alþjóðlegt dúkkusafn • Gamla bókabúðin Flateyri • Vestfirska forlagið

  35. Söfn og Listamenn 2 • ÓLafur Jónsson um 1560-1627 • Magnús Hj. Magnússon 1873-1916 • Sigurður Þórðarson 1895-1968 • Guðmundur G. Hagalín 1898-1985 • Guðmundur Ingi Kristjánsson 1907-2002 • Jóhanna Kristjánsdóttir 1908-2008 • Halldór Kristjánsson 1910-2000

  36. Söfn og Listamenn 3 • Guðmunda Jóna Jónsdóttir 1905-1991 • Gunnar Guðmundsson 1898-1987 • Tómas Jónsson 1925-1999 • Elías Mikael Vagn Þórarinsson 1926-1988 • Elís Kjaran Friðfinnsson 1928-2008 • Jón Jens Kristjánsson 1963 • Marsibil G. Kristjánsdóttir 1971

More Related