1 / 28

Fljótsdalamenningin

Fljótsdalamenningin. 3. Fjótsdalamenning 4. Tækninýjungar 5. Trúarbrögð og goðsögur (bls. 20 – 30). Fljótsdalamenning. Fyrstu hámenningarsamfélög jarðar risu öll upp í frjósömum dölum stórfljóta; Nílardalnum, Mesópótamíu, Indusdalnum og við Gulá í Kína

Download Presentation

Fljótsdalamenningin

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fljótsdalamenningin 3. Fjótsdalamenning 4. Tækninýjungar 5. Trúarbrögð og goðsögur (bls. 20 – 30)

  2. Fljótsdalamenning • Fyrstu hámenningarsamfélög jarðar risu öll upp í frjósömum dölum stórfljóta; Nílardalnum, Mesópótamíu, Indusdalnum og við Gulá í Kína • Ástæðan var ríkulegur framburður fljótanna á frjósömum jarðvegi sem stöðugt endurnýjaði frjómagn akranna með árlegum flóðum • Fyrsta hámenningarsamfélagið mun hafa komið fram meðal Súmera í Mesópótamíu Valdimar Stefánsson 2008

  3. Mesópótamía • Mesópótamía (landið milli fljótanna) er nafnið sem Grikkir gáfu því svæði sem í dag heitir Írak • Nafnið vísar til fljótanna Efrat og Tígris sem eiga upptök sín á hásléttunni þar sem nú er Tyrkland og renna um 1000 km leið til sjávar í Persaflóa • Á tímabilinu frá því um 4000 f. Kr. til um 100 f. Kr. réðu ýmsar þjóðir þessu svæði: m. a. Súmerar, Babýlóníumenn tvívegis, Assýríumenn, Persar og Grikkir Valdimar Stefánsson 2008

  4. Súmerar • Við botn Persaflóans, á fjórða árþúsundinu f. Kr., bjuggu Súmerar, á landi sem erfitt var til ræktunar • Með samvinnu tókst þeim að koma upp flóknu áveitukerfi sem nýtti sér flóðin í fljótunum tveimur, auk þess sem þau voru nýtt sem samgönguæðar • Þannig skópu Súmerar grunninn að öflugum borgríkjum með glæstri menningu Valdimar Stefánsson 2008

  5. Upphaf stéttaskiptingar • Strax um 3000 f. Kr. voru komin fram meira en tugur öflugra borgríkja í Súmer • Flestir íbúarnir voru bændur en uppskera þeirra dugði til að halda uppi þúsundum manna sem ekki unnu við jarðrækt • Þar með var stéttaskipting og sérhæfing komin fram í samfélagi manna • Voldugasta stéttin var prestastéttin sem stýrði borgríkjunum en aðrar voru t. d. stétt embættismanna og verslunarstétt Valdimar Stefánsson 2008

  6. Líf alþýðunnar • Líf alþýðunnar í Súmer hefur líklegast ekki verið öfundsvert en mikill ófriður ríkti jafnan á svæðinu og hefur hann jafnan komið harðast niður á alþýðunni • Þó hafa konur um margt haft það betur en síðar varð, þær gátu gengið í flest störf önnur en þau opinberu og réttindi þeirra voru skráð í lög borgríkjanna, einnig gátu þær sjálfar sótt um skilnað Valdimar Stefánsson 2008

  7. Borgríki Súmera • Borgríki Súmera voru sjálfstæðar einingar en sameiginleg tunga, menning og trú batt þjóðina saman • Höfuð hvers borgríkis var borgarguðinn sem allir íbúarnir tilheyrðu en prestastéttin þjónaði guðinum og æðsti prestur stýrði samfélaginu • Á gullaldarárum Súmera, um 3000 – 2500 f. Kr. reis menning þeirra hátt og barst víða með viðskiptum þeirra við fjarlægar þjóðir Valdimar Stefánsson 2008

  8. Leirskjöldur frá borgríkinu Úruk(um 3000 f. Kr.) Valdimar Stefánsson 2008

  9. Tækniafrek Súmera • Hið mikla áveitukerfi í Súmer leiddi til þess að verkþekking þeirra tók stórstígum framförum • Verkfæragerð og verkfræði náði áður óþekktu stigi í sögu mannsins • Fyrir um 5000 árum tóku Súmerar að blanda tini í kopar og hófu með því bronsöld • Þeir fundu einnig upp á því að renna leirker á hjóli og settu fyrstir hjólið undir vagna auk þess að finna upp plóginn Valdimar Stefánsson 2008

  10. Tækniafrek Súmera • Í tengslum við áveitukerfið urðu Súmerar frumkvöðlar í stærðfræði og tímatalsfræði • Tímatalskerfi þeirra byggðist upp á tölunni 60 og frá þeim höfum við lengd sólarhringsins, klukkustundar og mínútu og einnig skiptingu hringsins í 360 gráður • Líklegt má telja að stjörnuspekin og stjörnumerkin eigi rætur sínar að rekja til Súmera en jafnan er þó Babýlóníumönnum eignaður sá vafasami heiður Valdimar Stefánsson 2008

  11. Stærsta afrekið - ritmálið • Það afrek sem mun þó halda nafni Súmera lengst á lofti er þó tvímælalaust þróun ritmáls • Elstu heimildir um skrift eru um 5.400 ára gamlar en telja má víst að uppfinningin er eitthvað eldri • Fyrstu táknin voru einfaldar myndir en um 3000 f. Kr. voru hinar svonefndu fleygrúnir (fleygletur) komnar fram • Ritmálið gjörbylti þekkingaröflun manna og breiddist hratt út til nágrannalandanna Valdimar Stefánsson 2008

  12. Stærsta afrekið - ritmálið • Listi yfir gjafir til æðstu prestynjunnar í borgríkinu Adab í tilefni af vígslu hennar Um 2500 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2008

  13. Stærsta afrekið - ritmálið • Brot úr Gilgames-kviðu á akkadísku þar sem segir frá flóðinu mikla Fleygrúnir Um 1200 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2008

  14. Endalok Súmera • Súmer var marflatt landsvæði án náttúrulegra landamæra og hlaut því að láta undan þrýstingi nágrannaþjóðflokka • Reyndar áttu Súmerar í sífelldum erjum sín á milli og segja má að stöðugur ófriður hafi ríkt á svæðinu fram undir 2000 f. Kr. • Það var hirðingjaþjóðin Akkadar, undir stjórn Sargons I, sem sameinuðu Súmer í eitt ríki, en menning Súmera lifði þó áfram Valdimar Stefánsson 2008

  15. Endalok Súmera • Gríma frá Níníve, sýnir líklega andlit Sargons I, konungs Akkaða • Um 2300 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2008

  16. Babýlóníuríkið; hið fyrra (um 2000 f. Kr. – um 1600 f. Kr.) • Hammúrabí konungur (um 1730 f. Kr. – 1686 f. Kr.) sameinaði síðar alla Mesópótamíu í eitt ríki með Babýlon sem stjórnarsetur • Ríkið var mjög miðstýrt frá höll konungs og hin frægu lög Hammúrabís eru elsta samræmda heildarlöggjöf sem varðveist hefur • Á tímum Hammúrabís var mikill uppgangur mesópótamískrar menningar Valdimar Stefánsson 2008

  17. Valdimar Stefánsson 2008

  18. Egyptaland: gjöf Nílar • Níl, lengsta fljót jarðar, flæðir yfir bakka sína ár hvert og þegar flóðið sjatnar myndast frjósamur jarðvegur; undirstaða gjöfullar ræktunar • Í upphafi (fyrir árið 3000 f. Kr.) skiptist Egyptaland í tvö ríki: Efra – Egyptaland sem náði yfir meginhluta Nílardals og Neðra – Egyptaland sem náði yfir neðsta hluta Nílar og óshólmana Valdimar Stefánsson 2008

  19. Egyptaland • Hið forna ríki Egyptalands er það ríki sem hvað lengst hefur staðið í mannkynssögunni, þ. e. í um 2500 ár og þar af var það stórveldi í um 1500 ár • Helsta einkenni þess var óbreytanleikinn; samfella í menningu og stjórnarhefð sem á sér ekki hliðstæðu í sögunni • Egypska þjóðin var mun einsleitari en sú súmerska og náttúruleg landamæri ríkisins skýrari sem leiddi til meiri einingar þjóðarinnar Valdimar Stefánsson 2008

  20. Faraóinn – guð meðal manna • Frá upphafi var egypski faraóinn (konungurinn) talinn guð. Hann bar ábyrgð á því að Níl flæddi á réttum tíma og að uppskeran yrði ríkuleg • Sem guð gat faraóinn ekki dáið og því tók hirðinn upp á því að smyrja lík hans svo líkaminn mætti varðveitast • Pýramídarnir voru síðan reistir sem heimili faraósins eftir dauðann Valdimar Stefánsson 2008

  21. Afrek Egypta • Helstu afrek Egypta liggja á sviði byggingalistar og standa miklar minjar þeirra enn í dag • Ritmálið þróuðu þeir á annan hátt en Súmerar, þ. e. sem myndletur sem nefnt er hýróglífur, og myndlist þeirra þykir enn í dag hið mesta augnayndi • Egyptar bættu tímatal Súmera svo ekki skeikaði nema sex klukkustundum á réttu ári Valdimar Stefánsson 2008

  22. Egypskt myndletur • Egyptar þróuðu myndletur (híeróglífur) • Hluti úr Ani-papýrusnum frá því um 1200 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2008

  23. Líf alþýðunnar • Alþýða í Egyptalandi virðist hafa haft heldur náðugri daga en sú í Súmer • Friður innanlands var regla en ekki undantekning og svo virðist sem stórframkvæmdir hafi verið unnar af frjálsum bændum meðan þeir biðu uppskerunnar • Staða kvenna var jafnvel sterkari í Egyptalandi en í Súmer og nutu flestra réttinda á við karlmenn Valdimar Stefánsson 2008

  24. Egypska stórveldið líður undir lok • Ramses II (1304-1237 f. Kr) var síðasti voldugi faraó egypska ríkisins og á valdatíma hans risu margar stórfenglegar byggingar • Eftir daga hans var stórveldistími Egyptalands endanlega liðinn þótt landið héldi sjálfstæði sínu áfram • Árið 525 f. Kr. missti svo Egyptaland sjálfstæði sitt er Persar hernámu það og síðar réðu Grikkir og Rómverjar landinu Valdimar Stefánsson 2008

  25. Elstu trúarbrögð • Ýmislegt bendir til þess að í upphafi hafi ríkt eins konar móðurtrúarbrögð og sjást þess helst merki í allmörgum Venusarstyttum sem fundist hafa víðsvegar um jörðina • Þær eru allar af mjaðma- og brjóstamiklum kvenverum en ekkert er vitað um tilgang þeirra eða tengsl við trúarbrögð Valdimar Stefánsson 2008

  26. Fjölgyðistrú • Við upphaf sögulegs tíma eru karlar ráðandi í trúarbrögðum, bæði í Mesópótamíu og Egyptalandi • Fjölgyðistrú er þá allsráðandi og eru guðir meira áberandi en gyðjur • Lítið fer fyrir siðaboðskap og eru goðin ekki síður breysk en mennirnir • Á öndverðu öðru árþúsundinu f. Kr. fer hugmyndin um að jarðlífið sé e. k. prófsteinn fyrir handanlífið að verða æ vinsælli Valdimar Stefánsson 2008

  27. Gilgames-kviða • Elsta þekkta söguljóð heimsins er Gilgames-kviða en talið er að hún hafi fyrst verið skráð um 2000 f. Kr. • Þar er fjallað um leit Gilgames konungs að ódauðleikanum, sköpun jarðar og samskipti manna og guða • Í kviðunni er einnig sagt frá flóði sem guðirnir hella yfir mennina og eyðir mannkyni að undanskilinni einni fjölskyldu sem guðirnir hafa aðvarað Valdimar Stefánsson 2008

  28. Zaraþústra • Á tímabilinu 1200 - 900 f. Kr. kemur fram í Persíu spámaðurinn Zaraþústra sem boðar nýja trú • Hann sagði að í heiminum berðust tvö öfl um völdin, hið góða í skaparanum Ahura Mazda, og hið illa í andstæðingi hans Ahriman • Með því að haga lífi sínu rétt lögðu menn hinu góða lið en illvirki styrktu hinn vonda Ahriman Valdimar Stefánsson 2008

More Related