1 / 12

Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. MENTORVERKEFNI. Markmið mentorverkefnis:. að nemendur aðstoði nemendur af sama uppruna bæði félagslega og námslega að virkja erlenda nemendur til þátttöku í félagslífi og efla félagshæfni þeirra

fred
Download Presentation

Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti MENTORVERKEFNI

  2. Markmið mentorverkefnis: • að nemendur aðstoði nemendur af sama uppruna bæði félagslega og námslega • að virkja erlenda nemendur til þátttöku í félagslífi og efla félagshæfni þeirra • að efla sjálfstraust erlenda nemenda og styrkja þau í námi • að koma á fót mentorkerfi í skólanum í þeim tilgangi að efla bæði nemendur sem veita aðstoð og þá sem aðstoðina þiggja • að auka flæði á milli erlendra og innlendra nema. Ágústa Unnur Gunnarsdóttir

  3. Í upphafi var haldið undirbúningsnámskeið bæði fyrir mentora og mentísa. Það var uppeldisfræðikennari skólans sem hélt námskeiðið. • Nemendum var gert að halda dagbók yfir hvert skipti sem þau hittust og gert að skila möppu um ferlið í lok annar . • Tvisvar sinnum yfir önnina var nemendum gert að koma í viðtal við verkefnisstjóra þar sem farið var yfir stöðu mála. AUG

  4. Leiðir sem valdar voru að markmiðiFyrri önn – tvískipt verkefni Mentorar af íslensku og erlendu bergi brotnir aðstoða jafningja í skólanum. Mentorkerfi var komið upp með sérvöldum nemendum og út frá greiningu á náms-og félagslegri stöðu voru valdir þeir sem þurftu á aðstoð að halda. Erlendir nemar sem aðstoðuðu börn á grunnskólaldri af sama uppruna og á bókasafnið í Gerðubergi í samvinnu við Rauða Krossinn og veittu námsaðstoð einu sinni í viku. AUG

  5. Mentorþjálfun í Gerðubergi 2008 AUG

  6. Á fyrstu vikum verkefnisins kom Kristín Vilhjálmsdóttir fjölmenningarstjóri Borgarbókasafnsins.og hélt fyrirlestur og kynnt m.a. verkefnið „Fljúgandi teppi“ bæði fyrir kennurum og nemendum í mentoráfanganum. • Í framhaldinu héldum við „Menningarmót eða Fljúgandi teppi“ sem heppnaðist vel en það var haldið á sal skólans sem var opið öllum bæði nemendum og kennurum skólans. • Mótið heppnaðist mjög vel. Tímafjöldi var 2 tímar á viku sem nemendur unnu saman eða samtals 30 tímar á önn sem gefa mentorum eina einingu. Fjúgandi teppi – menningarmót Þetta er Kung Fu gallinn minn ! AUG

  7. Leiðir sem valdar voru að markmiðiSeinni önn Seinni hluta verkefnisins gerðum við smá breytingar þar sem við settum alla erlenda nemendur skólans í mentorkerfið. Við festum sama tíma í stundtöflu hjá öllum, bæði mentorum og mentísum. Í þessum tímum aðstoðuðu mentorar mentísa og ennfremur fengum við hina ýmsu faggreinakennara til að veita stuðningskennslu í einstökum greinum þeim nemendum sem stóðu það illa að vígi að mentorarnir réðu ekki við umfangið. AUG

  8. Ýmsar leiðir voru farnar til að hrista saman nemendahópinn bæði til að opna samskiptin og efla félagstengsl • Í upphafi verkefnis höfðum við skemmtikvöld þar sem nemendur skipulögðu hina ýmsu leiki þar sem markmiðið var að læra nöfn allra og kynnast á nýjum forsendum. • Á því kvöldi komu nemendur með rétti frá sínu heimalandi og má segja að fjölskrúðug menning hafi svifið yfir. AUG

  9. Á námskeiði er uppeldisfræðikennari skólans hélt var nemendum kynnt mikilvægi mentorstarfsins en einnig tjáðu nemendur sína upplifun á fjölmenningu skólans. • Á seinni hluta vorannar var skemmtikvöld sem tileinkað var jólasiðum, íslenskir nemendur kynntu ýmsar jólahefðir á Íslandi og hinir erlendu ýmsar hátíðarhefðir frá sínu heimalandi. Þar var einnig fjölmenningarlegur matur á borðum. • Ýmsir leikir voru notaðir til að efla andann og styrkja samskiptin svo sem íþróttahópefli og ratleikir. AUG

  10. Afrakstur mentorverkefnis • Verkefnið hefur haft margvísleg áhrif á skólastarfið í heild sinni. • Með mentorkerfinu er komin vettvangur fyrir íslenska nemendur að nálgast erlenda nemendur. • Ánægja nemenda með starfið spyrst út og er nú orðið nokkuð þekkt meðal annarra nemenda í skólanum. • Margir sýna verkefninu áhuga og skapar það jákvæða umræðu um mikilvægi fjölmenningarinnar. • Nemendur af innflytjendabraut hafa aldrei lokið jafnmörgum einingum á önn en þau gerðu á haustönn 2010. • Einnig er gleðilegt að fylgjast með stigvaxandi samskiptum erlendra nemenda sín á milli sem og íslenskra og erlendra nemenda í kjölfar starfsins. AUG

  11. Mat á markmiðum verkefnisins • Metið út frá viðtölum við mentora og mentísa sem og með yfirferð yfir möppur. • Metið út frá samtölum við kennara nemenda af innflytjendabraut sem lýsa ánægju sinni með námsaðtoð nemendanna. • Mentorar og mentísar hafa verið að hittast utan skólatíma í frístundum og virðast báðir aðilar hagnast á því. • Markmiðum verkefnisins var fullnægt varðandi námsaðstoð og félagsstuðning AUG

  12. Lokaorð Ávallt má gera betur og er von um að starfið geti haldið áfram og aðlagast þeim breytingum er verða á nemendahópnum og skólastarfinu. Mikill vilji er á áframhaldandi þróun verkefnisins en ekki er víst að það takist vegna óvissu með fjármagn. AUG

More Related