efling launa ra starfsmanna og sj lfbo ali a kirkjustarfi n.
Download
Skip this Video
Loading SlideShow in 5 Seconds..
Efling launaðra starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjustarfi PowerPoint Presentation
Download Presentation
Efling launaðra starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjustarfi

Loading in 2 Seconds...

play fullscreen
1 / 8

Efling launaðra starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjustarfi - PowerPoint PPT Presentation


 • 92 Views
 • Uploaded on

Efling launaðra starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjustarfi. Gunnar Kristjánsson. Minnkandi áhrif prestsembættisins og vaxandi sjálfsvitund leikmanna.

loader
I am the owner, or an agent authorized to act on behalf of the owner, of the copyrighted work described.
capcha
Download Presentation

PowerPoint Slideshow about 'Efling launaðra starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjustarfi' - floyd


An Image/Link below is provided (as is) to download presentation

Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author.While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server.


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - E N D - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Presentation Transcript
efling launa ra starfsmanna og sj lfbo ali a kirkjustarfi

Efling launaðra starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjustarfi

Gunnar Kristjánsson

slide2

Minnkandi áhrif prestsembættisins

 • og vaxandi sjálfsvitund leikmanna
 • Prestsembættið hefur misst flugið, virðing þess hefur dvínað, að hluta til helst það í hendur við dvínandi trú á kennivaldi (og stofnunum) almennt.
 • Hér er um að ræða þríþætt mótlæti sem prestsembættið verður að horfast í augu við:
  • Dregið hefur úr gildi embættisins
  • Stjórnunarhlutverk þess hefur dvínað
  • Skortur er á guðfræðilegri umræðu
 • Sjálfsvitund sjálfboðaliða hefur greinilega vaxið. Veikara prestsembætti – sterkari sjálfsvitund sjálfboðaliða: Valdapólar breytast.
 • Veikari staða prestsembættisns hefur það í för með sér að áhuginn á sjálfboðaliða því til styrktar dvínar.
slide3

II. Áhugaleysi launamannsins andstætt áhuga og eldmóði

 • Algeng gagnrýni sjálfboðaliða á launaða starfsmenn í „non-profit“ félögum og stofnunum er þessi: launaðir starfsmenn skilja starf sitt aðeins sem atvinnu. Að baki er sú hugsun að þeir sem gegna launuðu starfi geri það til þess að framfleyta sjálfum sér en sjálfboðaliðar gegni sínum störfum öðru fremur af sannfæringu og vegna málefnisins.
 • Sjálfboðaliðar vænta sams konar metnaðar og fórnfýsi frá þeim sem gegna launuðum störfum. Hvað prestinn varðar beinist gagnrýnin með réttu að honum: Sá prestur sem sýnir ekki með sannfærandi hætti metnað í starfi hlýtur að verja talsverðri orku til þess eins að réttlæta sjálfan sig og takast á við eigin vonbrigði.
slide4

III. Þjálfari og fyrirliði en ekki einyrki

 • Presturinn verður að finna leið út úr hlutverki sínu sem einyrki og finna sig í staðinn í hlutverki þjálfarans, fyrirliðans, leiðbeinandans og leiðtogans.
 • Í stað þess að annast sjálfur allt sem prestsembættinu fylgir tekur hann nú vel eftir hæfileikum þeirra sem gefa sig í sjálfboðaliðastörf og gerir sér far um að vera hvetjandi og greiða fyrir lausn verkefna. Í þeim tilgangi þarfnast hann djúprar guðfræðiþekkingar og andlegs styrkleika. Hann þarfnast einnig hæfileika til stjórnunar og loks þarfnast hann viðeigandi menntunar og símenntunar.
 • Þessi nýi hlutverkaskilningur eflir ekki aðeins sjálfboðaliðana heldur einnig prestinn sjálfan. Hæfni sjálfboðaliðanna í starfi skiptir miklu, með þeim hætti er unnt að bæta upp það sem kann að hafa tapast í guðfræði, mikilvægi embættisins og stjórnun. Allt þetta verkar jákvætt á viðhorf launaðra starfsmanna og leysir úr læðingi nýjan áhuga.
slide5

IV. Orðræða og skuldbinding

 • Þegar sjálboðaliðum eru falin verkefni á sviði sem prestar hafa eingöngu haft með höndum leiðir það til útvíkkunnar í orðræðu og upplýsingum sem skilar sér til sóknarbarna þegar um er að ræða trúarlegar spurningar og viðfangsefni daglegs lífs. Vitnisburður þeirra eykur trúverðugleika á vettvangi kirkjustarfsins og einnig í samskiptum út á við. Hér er þáttur í vexti safnaðarins þegar litið er til gæða og umfangs.
slide6

V. Virðing fyrir Guði og virðing fyrir mönnum

 • Sjálfboðaliðar verða að meta eigin störf að verðleikum og eiga að njóta virðingar vegna þeirra. Það er ekki neikvætt en þarf heldur ekki að vera meginhvatning í störfum þeirra. Með öðrum orðum: það væri fáránlegt að hafna þessum sjálfhverfa þætti en hins vegar þarf að stemma stigu við barnalegri sjálfhverfu, það er raunar afar mikilvægt. Með því að halda persónulegum hégómaskap í skefjum að þessu leyti geta kirkjurnar orðið til fyrirmyndar.
 • Í stað þess að líta einungis til eigin heiðurs ætti að líta til virðingar Guðs í kirkjunni öðru fremur. Til hliðar við þá virðingu ætti að horfa á virðingu þeirra sem þurfandi eru.
 • Í samræmi við tvöfalda kærleiksboðið ætti að líta svo á að sjálfboðaliðastarfið hafi tvo þyngdarpunkta: virðingu fyrir Guði og virðingu fyrir fólki sem þjónað er, þar með verður eigin heiður ekki meginatriði.
slide7

Mikilvæg umhugsunarefni

Kirkja fyrir aðra og hvernig sjálfboðaliðastarf kirkjunnar getur haft jákvæð áhrif á önnur svið samfélagsins.;

Hið nýja sjálfboðaliðaembætti og hvernig ný viðhorf til sjálfboðaliðastarfs verði aðlöguð starfi kirkjunnar;

Launað starf og sjálfboðaliðastarf og hvernig hvort tveggja getur bætt hitt upp með gagnlegum hætti og þróað ný samstarfsform;

Opna aðgang að þátttöku, og hvernig fólk, sem hefur ekki leitt hugann að sjálfboðaliðastörfum, eygir nýjan, aðveldan aðgang að þeim;

Sjálfboðaliðastörf á mismunandi aldursskeiðum og einkum hvernig unnt er að opna fólki á ungum aldri og á svonefndu þriðja æviskeiði nýjar leiðir til sjálfboðaliðastarfa;

Sjálfboðaliðaþjónusta (samfélagsþjónusta) og hvernig þá þjónustu mætti bæta og treysta betur á vettvangi safnaðanna;

Símenntun og mat og hvernig unnt er að efla og styrkja sjálfboðaliða með almennu viðhorfi í samfélaginu.