70 likes | 259 Views
HRYGGLEISINGAR. KYNÁNAMAÐKAR. Ánamaðkar eru tvíkynja . Sáðfrumur myndast í karlkynfærunum og eggfrumur í kvenkynfærum.
E N D
KYNÁNAMAÐKAR Ánamaðkar eru tvíkynja. Sáðfrumur myndast í karlkynfærunum og eggfrumur í kvenkynfærum. Kynæxlun fer fram að nóttu til þegar tveir maðkar hittast og leggjast hvor upp að hinum. Hvor um sig fær sáðfrumur hins og síðan skiljast maðkarnir að og hvor fer sína leið. Sáðfrumurnar frjóvga síðar eggfrumurnar og ánamaðkurinn verpir síðan nokkrum frjóvguðum eggjum í slímkenndu egghýði. Þar klekjast litlir maðkar úr eggjunum og skríða á braut.
Lyndýrum er skipt í hópa Lindýrum er skipt í hópa eftir því hvort þau hafa skel eða ekki og hvernig hún er að gerð og lögun og hvernig fóturinn er að gerð. Helstu hópar lindýra eru sniglar, samlokur og smokkar. Sniglar Stærsti hópur lindýra eru þau sem hafa aðeins eina skeleða hana vantar algerlega. Sniglar lifa í sjó, fersku vatni og á landi. Sniglar hafa sérkennilega tungu í munninum sem er alsett göddum svo að hún minnir á þjöl eða rasp. Þessi tunga kallast skráptunga og hún er notuð til þess að rífa vefi plantna eða dýra í smáar örður. Brekkusniglar litlir, fölleitir sniglar hafa alls enga skel.
Meltingarfæri Meltingarfæri ánamaðka Ánamaðkar hafa vel þroskuð meltingarfæri. Ánamaðkur tekur fæðuna inn um munn og þaðan berst hún eftir endilöngum meltingarveginum þar til úrgangurinn skilst út um endaþarmsopið. Sarpurinn er hólf framarlega í orminum og er eins konar geymslustaður fæðunnar . Frá sarpinum berst fæðan yfir í annað hólf sem nefnist fóarn sem er vöðvaríkt. Þar er fæðan möluð og síðan berst hún áfram gegnum görnina þar sem næringarefnin eru tekin upp í blóðrás líkamans
Öndunarfæri ÖndunÁ hægri hlið dýrsins framan við miðju þess má glöggt sjá andopið. Innan við það er holrými og þar fara loftskipti fram. Þetta eru eins konar lungu snigilsins. Svartsnigill er önnur tegund landsnigla sem eru kolsvartir að lit. Þessi tegund verður allt að 12 cm að lengd, stærst íslenskra landsnigla, og er algeng víða um land. Í fjörum finnast ýmsar tegundir snigla með undinn kuðung og þeir anda með tálknum . Sumir þeirra eru rándýr, til. dæmis nákuðungur og beitukóngur, en aðrir eru plöntuætur, til dæmis klettadoppa og þangdoppa.
Fylging liðdýra Fylking liðdýra hefur lang flestar tegundir allra í dýraríkinu. Fjöldi liðdýrategunda er meiri en samanlagður fjöldi tegunda í öllum öðrum fylkingum dýra. Nú hefur rúmlega einni milljón tegunda liðdýra verið lýst, en sumir telja að heildarfjöldi liðdýrategunda sé nokkrar milljónir. Liðdýr lifa nánast hvarvetna á jörðinni, í lofti, á landi og í vatni, bæði fersku og söltu. Fjöldi liðdýrategunda skýrist m.a. af því að þau hafa verið að þróast á jörðinni í meira en 300 milljónir ára og áskotnast margvíslegir heppilegir eiginleikar
Skrápdýr Skrápdýr hafa flest um sig harðan hjúp eða skráp, og af því er heiti þessara dýra dregið