120 likes | 237 Views
Samstöðufundur. Einkavæðing HS hófst árið 2007 þegar að ríkið seldi 15% hlut sinn í fyrirtækinu. Söfunun undirskrifta til varnar Hitaveitu Suðurnesja. Sveitarfélög á Suðurnesjum nýttu ekki tækifærið og leystu til sín hlut ríkisins. Meginatriði viðskipta milli Rnb og GGE.
E N D
Samstöðufundur Einkavæðing HS hófst árið 2007 þegar að ríkið seldi 15% hlut sinn í fyrirtækinu. Söfunun undirskrifta til varnar Hitaveitu Suðurnesja. Sveitarfélög á Suðurnesjum nýttu ekki tækifærið og leystu til sín hlut ríkisins
Meginatriði viðskipta milli Rnb og GGE • Kaup Rnb. á landi af HS Orku • Kaup Rnb. á 32% hlut GGE í HS Veitum • Sala Rnb. á 34% hlut í HS orku til GGE • Framsal á nýtingarrétti og greiðsla fyrir hann.
Raunvirði tilboðs skv. mati Deloitte miðað við verðmat í okt. 2008
Kaup Rnb. á landi af HS Orku • Reykjanesbær kaupir land (náttúruauðlindir) af HS orku fyrir tæpan milljarð. • Greitt með verðtryggðu skuldabréfi til 10 ára með 5% vöxtum. • Landakaupin voru fyrst á dagskrá í bæjarráðs Reykjanesbæjar síðla árs 2008. • Tillögur um sameiginleg kaup á landi hafa allar verið felldar af sjálfstæðismönnum í Reykjanebæ
Kaup Rnb. á 32% hlut GGE í HS Veitum • . Hugsanleg virðisrýrnun á eignarhlut bæjarins í HS Veitum hf • Í umsögn sérfróðs aðila sbr. 65. gr. sveitastjórnalaga dags. 10.07.09 sem gerð er af endurskoðanda sveitarfélagins er sérstaklega á það bent að huga þurfi sérstaklega að virðisrýrnun á eignarhlut bæjarins í HS Veitum hf, en þar segir orðrétt m.a. • “fram hafa komið vísbendingar um lægra virði þess félags (HS Veitur)”. • Ennfremur bendir endurskoðandi Reykjanesbæjar á í umsögn sinni sem sérfróður aðili sbr. 65. gr. sveitastjórnalaga: • “Ef gert er ráð fyrir að heildarmat þess félags (HS Veitur) sé um 5.000 milljónir króna er hugsanlegt að bókfæra þurfi virðisrýrnun á hlut bæjarins sem nemi allt að 3.200 milljónum króna.“
Kaup Rnb. á 32% hlut GGE í HS Veitum • Hvers vegna ætlar Reykjanesbær sér að eignast 67% hlut í HS Veitum með uppítöku á 32% hlut Geysis Green? • Hvaða tilgangi þjónar það fyrir íbúa Rnb að eiga svo stóran hlut í fyrirtæki sem sér m.a um að koma vatni til Vestmannaeyja og rafmagni til Hafnarfjarðar. • Meining sjálfstæðismanna í desember sl. var að minnka hlut sinn í HS Veitum verulega með því að nota hlut Rnb. í HS veitum í skiptum fyrir land.
Sala Rnb. á 34% hlut í HS orku til GGE • Bæjarfulltrúar A listans settu fyrirvara við ýmsa þætti málsins í bókun sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi 14. júlí 2009. Þar komu m.a fram eftirfarandi atriði. • 1. Ekkert sjálfstætt verðmat liggur fyrir þó svo að ráðgjafar bæjarstjóra hafi talið nauðsynlegt að endurskoðun á verðmati félaganna fari fram • “Ekki hefur verið farið ítarlega yfir alla þætti. Engin ábyrgð tekin á því sem gert er á grundvelli minnisblaðsins.” • “Við viljum benda á það að til þess að leggja mat á það hvort tilboð á grundvelli hugmynda GGE sé viðunandi fyrir Reykjanesbæ teljum við nauðsynlegt að endurskoða verðmat bæði HS Orku og HS Veitu miðað við breyttar aðstæður.” • Þá kemur einnig fram í þessu minnisblaði eftirfarandi: • “Hins vegar er ljóst að raunvirði greiðslna skv. tilboði er talsvert lægra en tilboðsfjárhæðin gefur til kynna.”
Sala Rnb. á 34% hlut í HS orku til GGE • Viðskiptin og aðdragandi þeirra hafi átt sér stað í skjóli lokaðra funda með forsvarsmönnum GGE og ekki hafi verið farið með viðskiptin í opinbert söluferli • Bæjarfulltrúar A- listans gerðu athugasemdir við fjárhagslegt heilbrigði GGE og eigenda þess • Að tryggingar fyrir skuldabréfi að upphæð 6.290 milljónum væru ekki viðunandi. • Í áliti Guðmundar Kjartanssonar endurskoðanda hjá Deloitte dags. 10.júlí .09 er á það bent að veðsetning hlutabréfanna í HS Orku fyrir andvirði skuldabréfsins sé ábótavant og dugi einungis fyrir höfuðstól skuldabréfsins og leyfi ekki nein vanskil.
Sala Rnb. á 34% hlut í HS orku til GGE Félögin eru í ábyrgð fyrir skuldum hvors annars • Í bókun A-listans var sérstaklega bent á að enn eru fjárhagsleg tengsl milli HS Orku og HS Veitna þar HS Veitur eru í ábyrgð fyrir erlendum lánum HS Orku sem færð voru Orku megin við uppskipti fyrirtækjanna. Ekki liggur fyrir samþykki lánadrottna um að þeir aflétti þessari ábyrgð. Slíkt samþykki fékkst ekki þegar uppskipti fyrirtækjanna átti sér stað og engar líkur á að að slíkt samþykki fáist nú.
Bæjarfulltrúar A - listans lögðu áherslu á: • Landakaup væru á sameiginlegu borði sveitarfélaga sem hlut ættu á máli. • Að unnið væri sjálfstætt verðmat á hvoru fyrirtækinu fyrir sig þ.e HS Orku og HS Veitum. • Að íbúum gæfist kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri í málinu • Ef vilji væri til þess meðal íbúa að selja, þá yrði það gert fyrir opnum tjöldum.
Grundvallarspurningar að lokum • Á að einkavæða orkugeirann á Íslandi? • Er framsal á nýtingarrétti marga áratugi fram í tímann ígildi einkavæðingar? • Er það eðlilegt að eitt fyririrtæki sjá um alla orkuöflun á Suðurnesjum og ákveði í hvað orkan verði nýtt? • Hverjir ættu að ákveða einkavæðingu? • Sveitarstjórnarmenn í einstaka byggðarlögum • Þingið • Þjóðin öll