1 / 18

Lýðræðisríkin og kreppan

Lýðræðisríkin og kreppan. Vestur-Evrópa og Bandaríkin 1918 – 1939 Bls. 82-87. Lýðræði og alræði á árunum milli stríða. Að Sovétríkjunum frátöldum bjuggu þjóðir Evrópu, á millistríðsárunum, annað hvort við tiltölulega lýðræðislegt stjórnarfar eða hægrisinnað alræðisstjórnarfar

dasha
Download Presentation

Lýðræðisríkin og kreppan

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lýðræðisríkin og kreppan Vestur-Evrópa og Bandaríkin 1918 – 1939 Bls. 82-87

  2. Lýðræði og alræði á árunum milli stríða • Að Sovétríkjunum frátöldum bjuggu þjóðir Evrópu, á millistríðsárunum, annað hvort við tiltölulega lýðræðislegt stjórnarfar eða hægrisinnað alræðisstjórnarfar • Þau ríki sem fylltu flokk lýðræðisríkja voru Bretland, Frakkland, Benelux-löndin, Sviss og Norðurlöndin utan Finnlands en Tékkóslóvakía var eina ríki Austur-Evrópu sem hægt var að segja að byggi við lýðræðislegt stjórnarfar • Alræðisríkin sóttu jafnan fyrirmyndir sínar til fasismans á Ítalíu eða síðar nasismans í Þýskalandi Valdimar Stefánsson 2007

  3. Kreppa eftirstríðsáranna • Þegar stríðinu lauk biðu mikil efnahagsleg vandamál ríkisstjórna stríðsaðila þar sem aðlaga þurfti samfélagið að friðsamlegri framleiðslu í stað hergagnaiðnaðar • Milljónir hermanna streymdu heim frá vígvöllunum og atvinnuleysið rauk upp • Í flestum lýðræðisríkjum settust hægri sinnaðar ríkisstjórnir að völdum og nýttu sér atvinnuleysið til að þrýsta niður launum og þannig átti atvinnulífið að verða samkeppnishæfara • En þessi bágu kjör minnkuðu síðan neyslu almennings og leiddu til þess að efnahagsbatinn varð hægari en ella hefði verið Valdimar Stefánsson 2007

  4. Verkalýðsbaráttan • Verkalýðshreyfingin sætti sig illa við þetta ástand og krafðist úrbóta í atvinnumálum og félagslegra umbóta en með litlum árangri • Stéttaátök og þjóðfélagsólga lágu því í loftinu án þess þó að upp úr syði um sinn • Árið 1926 kom loks til mikilla stéttaátaka í Bretlandi þegar alþýðusambandið boðaði til allherjarverkfalls • Stjórnvöld svöruðu með því að skipa hernum ásamt sjálfboðaliðum úr yfir- og millistétt að annast alla nauðsynlega þjónustu • Alþýðusambandið gafst þá upp en verkfallið varð til þess að auka enn stéttaandstæður í Bretlandi sem þóttu þó nægar fyrir Valdimar Stefánsson 2007

  5. Undanfari kreppunnar • Í lok október 1929 varð mikið verðfall á hlutabréfum í kauphöllinni í New York sem leiddi til illvígustu efnahagskreppu sem heimurinn hefur orðið fyrir • Orsakanna er að leita í því efnahagsumhverfi sem til varð eftir fyrri heimsstyrjöldina • Evrópuríkin höfðu tekist á við skammvinna kreppu strax eftir stríð en frá árinu 1921 hafði verið þar hægur efnahagsbati sem einkum byggðist á bandarísku lánsfé • Í Bandaríkjunum stóð efnahagslífið með miklum blóma allan þriðja áratuginn með miklum kaupmætti og neyslusprengingu • Allir þeir sem eitthvað áttu keyptu hlutabréf Valdimar Stefánsson 2007

  6. Undanfari kreppunnar • Efnahagsumhverfið í Bandaríkjunum var stórfyrirtækjum og auðhringum sérlega hagfellt • Ríkisstjórnir repúblikana, sem nátengdar voru stærstu auðhringunum, afnámu hindranir sem demókratar höfðu sett á starfsemi auðhringa en samtök verkalýðsins voru brotin á bak aftur með hatrömmum ofsóknum • En ekki var þó velsældin einhlít, landbúnaðurinn var í kreppu og verðfall á landbúnaðarafurðum • Mikill munur var á kjörum þeirra sem höfðu fasta vinnu og þeirra sem höfðu enga eða stopula vinnu Valdimar Stefánsson 2007

  7. Undanfari kreppunnar • Á árunum 1927 – 1928 kreppti að löndum sem stunduðu landbúnaðarframleiðslu og þau gátu ekki keypt iðnframleiðslu í sama mæli og fyrr • Iðnfyrirtækin héldu áfram framleiðslu sinni og birgðir hlóðust upp en fyrirtækjunum var haldið gangandi með lánsfé • Seinni hluta árs 1929 hafði verð á hráefnum lækkað vegna minnkandi eftirspurnar en vegna yfirgripsmikillar spákaupmennsku hélst verð á hlutabréfum hátt sem jók enn á útgáfu þeirra • Þann 24. október sprakk svo blaðran Valdimar Stefánsson 2007

  8. Kreppan mikla • Ástæða þess að verðið á hlutabréfum hrundi svo skyndilega var það uppnám sem skapaðist á markaðnum þegar verðið byrjaði að lækka • Örvænting greip um sig og allir reyndu að losa sig við bréfin sem leiddi til þess að verðið hrapaði niður úr öllu valdi • Mikill fjöldi manna sem höfðu hætt öllu í hlutabréfaviðskiptum varð gjaldþrota á einum degi • Bankarnir, sem flestir höfðu lánað stórfé til hlutabréfakaupa, urðu hart úti þegar lánin töpuðust Valdimar Stefánsson 2007

  9. Kreppan mikla • Bandarísku bankarnir brugðust við hruninu með því að innkalla skammtímalán sem þeir höfðu veitt ýmsum Evrópuríkjum • Vegna þess komust stórar lánastofnanir, einkum í Þýskalandi og Austurríki, í þrot • Fyrirtækin, sem ekki höfðu lengur aðgang að lánsfé, gátu hvorki keypt hráefni til framleiðslu né greitt laun • Evrópuríkin tóku upp verndartolla hvert á fætur öðru til að vernda innanlandsframleiðslu og afnámu gulltryggingu gjaldmiðla • Gengið féll hratt í flestum ríkjum og vonuðust ríkisstjórnirnar til þess að það yki útflutning en svo fór ekki Valdimar Stefánsson 2007

  10. Afleiðingar kreppunnar • Afleiðingar kreppunnar voru hrikalegar • Fjölmörg fyrirtæki sátu uppi með óseljanlegar birgðir sem þær á endanum losuðu sig við á haugana • Búfé var slátrað í stórum stíl og korni safnað saman í hauga og brennt • Á meðan svalt alþýðan sem nú hafði enga atvinnu og víðast hvar litlar eða engar atvinnuleysisbætur • Af öllum afleiðingum kreppunnar var atvinnuleysið mest áberandi og alvarlegast Valdimar Stefánsson 2007

  11. Afleiðingar kreppunnar • Atvinnuleysið lagðist þyngst á verkalýðinn en millistéttin varð einnig þungt úti • Þetta varð til þess að stéttaandstæður skerptust og róttækni óx fylgi • Verkafólk hallaði sér í æ ríkari mæli að kommúnistum sem gátu bent á Sovétríkin sem fyrirmynd en þar var á þessum sama tíma mikill uppgangur í öllu atvinnulífi • Fólk úr millistétt, sem orðið hafði hart úti, hallaði sér hins vegar að flokkum og hópum lengst til hægri sem leituðu fyrirmyndar í fasismanum Valdimar Stefánsson 2007

  12. Roosevelt og New Deal – stefnan • Árið 1932 sigruðu demókratar í forsetakosningum í Bandaríkjunum og Franklin Delano Roosevelt varð forseti • Hann hafði í kosningabaráttunni sett fram stefnu sem hann nefndi New Deal • Í stað hefðbundinnar hagfræði sem gerði ráð fyrir afskiptaleysi ríkisvaldsins gagnvart efnahags- og atvinnulífi lagði Roosevelt út í stórframkvæmdir hins opinbera • Þetta var gert til til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik Valdimar Stefánsson 2007

  13. Roosevelt og New Deal – stefnan • Ráðist var í stíflu- og raforkuframkvæmdir, hraðbrautir lagðar þvers og kruss um landið og margs konar önnur atvinnustarfssemi efld • Ný félagsmálalöggjöf sem gerði ráð fyrir atvinnuleysisbótum og ýmsum öðrum tryggingum var samþykkt og hömlum létt af starfsemi verkalýðsfélaga • Allt var þetta í anda breska hagfræðingsins John Maynard Keynes sem hafði sett fram kenningar í þessa veru um það hvernig vinna mætti bug á kreppunni Valdimar Stefánsson 2007

  14. Roosevelt og New Deal – stefnan • Aðgerðir Roosevelts voru mjög umdeildar og bentu margir hagfræðingar á að ríkisafskiptin gætu valdið verðbólgu og var stjórn demókrata gjarnan ásökuð um sósíalisma • En þrátt fyrir þessar aðgerðir og góðan árangur á ýmsum sviðum var áfram mikið atvinnuleysi og fór jafnvel vaxandi seinni hluta fjórða áratugarins • Atvinnuleysið reyndist þó verkalýðnum bærilegra eftir að atvinnuleysisbætur komu til sögunnar • En það var ekki fyrr en með vígbúnaðarkapphlaupinu í upphafi síðari heimsstyrjaldar sem atvinnuleysið var í raun úr sögunni Valdimar Stefánsson 2007

  15. Jafnaðarmannaflokkar Norðurlanda • Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð varð stjórnmála- og efnahagsþróunin með líkum hætti á fyrri hluta 20. aldar • Lýðræði fór vaxandi í öllum þessum löndum, verkalýðshreyfingin efldist og stjórnmálaarmur hennar, jafnaðarmannaflokkarnir, náðu þar völdum um 1930 • Þeir beittu sér fyrir margháttuðum kjarabótum fyrir verkalýðinn og á þessum árum varð norræna velferðarkerfið til • Einnig efldu þeir menntun og gerðu jafnrétti þegnanna til náms að veruleika Valdimar Stefánsson 2007

  16. Jafnaðarmannaflokkar Norðurlanda • Jafnaðarmannaflokkunum gekk í raun nokkuð vel að halda kreppunni í skefjum • Þótt ýmsar aðgerðir þeirra yrðu verkalýðnum þungar í skauti, þá komu þær ekki aðeins niður á launafólki, eins og víðast hvar, heldur neyddust hinir betur settu til að bera nokkurn hluta byrðanna • Góður árangur í velferðarmálum og í baráttunni við kreppuna hamlaði einnig gegn áhrifum kommúnista í samfélaginu, sem og fylgi við róttækar hreyfingar á hægri væng stjórnmálanna Valdimar Stefánsson 2007

  17. Borgarastríðið í Finnlandi • Í Finnlandi varð þróunin með allt öðrum hætti enda aðstæður þar allt aðrar • Finnland hafið verið hluti af rússneska keisaradæminu og þegar það leystist upp árið 1918, brast á borgarastríð í landinu • Rauðliðar, sem sóttu fylgi sitt til verkalýðsins og hinnar nýju bolsévikkastjórnar, börðust þar við hvítliða, en kjarninn í þeim hópi voru vel stæðir bændur og hin borgaralega millistétt • Stríðið stóð í þrjú ár og framan af leit út fyrir að rauðliðar hefðu betur en þá leituðu hvítliðar til Þjóðverja eftir aðstoð Valdimar Stefánsson 2007

  18. Hið fasíska Finnland • Með aðstoð þýsks herliðs tókst hvítliðum að sigra í borgarastríðinu og í kjölfarið var kné látið fylgja kviði og voru þúsundir rauðliða teknir af lífi í miklu blóðbaði • Frá 1921 og fram að síðari heimsstyrjöld réðu hægri menn öllu í finnskum stjórnmálum og héldu kommúnistum og jafnaðarmönnum í skefjum með ofsóknum og fangelsunum • Á fjórða áratugnum komst hin fasíska Lappohreyfing til áhrifa innan borgaraflokkanna og urðu þá morð á vinstri mönnum daglegt brauð • Stjórnarfar í Finnlandi var þá orðið engu betra en í hinum fasísku ríkjum Austur-Evrópu Valdimar Stefánsson 2007

More Related