1 / 10

Þjónusta við fatlaða, tækifæri til að gera betur

Þjónusta við fatlaða, tækifæri til að gera betur. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar 22. september 2010. Hlutverk Ríkisendurskoðunar. Starfsemin er þáttur í eftirliti löggjafarvaldsins með framkvæmdarvaldinu.

damia
Download Presentation

Þjónusta við fatlaða, tækifæri til að gera betur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þjónusta við fatlaða, tækifæri til að gera betur Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar 22. september 2010

  2. Hlutverk Ríkisendurskoðunar • Starfsemin er þáttur í eftirliti löggjafarvaldsins með framkvæmdarvaldinu. • Stærstu verkefni eru fjárhagsendurskoðun og stjórnsýsluendurskoðun. • Stjórnsýsluendurskoðun: • Kanna meðferð og nýtingu almannafjár. • Meta hagkvæmni, skilvirkni og árangur. • Gera tillögur um úrbætur. Á stjórnsýslusviði starfa 12 starfsmenn af samtals 49 hjá stofnuninni.

  3. Afmörkun úttektar Starfsemi sem fellur undir lög nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, og heyrir undir félags- og tryggingamálaráðuneytið. • Stjórnun og skipulag málaflokksins. • Eftirlit ráðuneytisins með málaflokknum. • Starfsemi svæðisskrifstofa ríkisins og sveitarfélaga/byggðasamlaga með þjónustusamning við ríkið. Undanskilin eru m.a. húsnæðis- og atvinnumál fatlaðra og starfsemi sjálfseignarstofnana og annarra aðila sem þjónusta fatlaða, s.s. Sólheima og Skálatúns. Þá var ekki lagt mat á hvort fjárframlög til málaflokksins séu fullnægjandi.

  4. Úttektarspurningar • Hafa stjórnvöld mótað formlega heildarstefnu um þjónustu við fatlaða með skýrri aðgerðaáætlun og mælanlegum markmiðum? • Hefur ráðuneytið markvisst eftirlit með málaflokknum, fjárhagslegt og faglegt? • Byggja fjárveitingar til þjónustuaðila á formlegu þjónustumati ? • Er líklegt að flutningur málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga skili faglegum og fjárhagslegum ávinningi?

  5. Niðurstöður • Formlega samþykkt heildarstefna fyrir málaflokkinn liggur ekki fyrir. • Fjárveitingar taka ekki mið af reglubundnu mati á þjónustuþörf eins og lög kveða á um. • Eftirlit með starfsemi þjónustuaðila er ófullnægjandi og samræmdar upplýsingar um starfsemi þeirra hafa ekki legið fyrir frá 2004. • Meginþættir í faglegri starfsemi þjónustuaðila fylgja ekki samræmdum verklagsreglum og því er óljóst hvort þjónusta þeirra er jöfn að gæðum. • Kostnaður er ekki bókfærður með sambærilegum hætti hjá þjónustuaðilum sem hamlar raunhæfum samanburði á útgjöldum. • Ekki var unnt að meta hvort þjónusta við fatlaða sé skilvirk, árangursrík eða í samræmi við lög, né hvort ríki eða sveitarfélög séu betur í stakk búin, faglega eða fjárhagslega, til að veita þjónustuna.

  6. Tillögur til úrbóta IBeint til félags- og tryggingamálaráðuneytis • Ljúka þarf stefnumótun fyrir málaflokkinn. • Þar komi fram skýr forgangsröðun, markviss aðgerðaáætlun og skilgreindir árangursmælikvarðar. • Þjónustumat verður að vera samræmt. • Tryggja þarf að nýtt kerfi til að meta þjónustuþörf fatlaðra uppfylli þær kröfur sem til þess eru gerðar og að matið sé sambærilegt á landsvísu til að fatlaðir njóti jafnræðis. • Rekstrarupplýsingar þurfa að vera aðgengilegar. • Samræma þarf framsetningu rekstrarupplýsinga hjá þjónustuaðilum. Bókfæra þarf kostnað með sama hætti svo raunhæfur samanburður á einstökum útgjaldaliðum sé mögulegur. Kostnaði sé almennt haldið aðgreindum frá öðrum kostnaði við félagsþjónustu sveitarfélaga.

  7. Tillögur til úrbóta IIBeint til félags- og tryggingamálaráðuneytis • Gera verður Grósku að virku stjórntæki. • Mikilvægt að upplýsingakerfið Gróska gefi góða yfirsýn um málaflokkinn og verði það stjórntæki sem því er ætlað að vera. Upplýsingar séu skráðar rétt og tímanlega og skýrslugerð sé í samræmi við þarfir starfseminnar. • Tryggja þarf samræmi þjónustunnar. • Setja þarf gæðastaðla og samræmdar verklagsreglur fyrir meginþætti starfseminnar sem tryggi gæði óháð þjónustuaðila. Samræmdar lykilupplýsingar um faglegt starf liggi fyrir og tryggt að gripið verði til aðgerða ef frávik koma í ljós. • Endurskoða verður starfsemi svæðisráða og trúnaðarmanna. • Svæðisráðum ber að fylgjast með því starfsemi þjónustuaðila sé í samræmi við lög en því eftirliti er mjög ábótavant og ráðin eru víða óvirk. Taka verður starfsemi og eftirlitshlutverk svæðisráða og trúnaðarmanna með þjónustu við fatlaða til gagngerrar endurskoðunar.

  8. Tillögur til úrbóta IIIBeint til félags- og tryggingamálaráðuneytis • Móta verður reglur um hámarksbiðtíma. • Móta verður reglur um hámarksbiðtíma eftir þjónustu og tryggja að fyrir liggi upplýsingar um lengd biðtíma hjá þjónustuaðilum. • Fjárveitingar byggi á reglulegu mati á þjónustuþörf. • Samkvæmt lögum skulu fjárveitingar til þjónustuaðila byggja á árlegu mati á þjónustuþörf fatlaðra á viðkomandi starfssvæði. Ráðuneytið hefur ekki fylgt þessu eftir en telur það standa til bóta með nýju þjónustumatskerfi. • Tryggja þarf að unnt verði að meta mögulegan ávinning af flutningi málaflokksins. • Skilgreina verður mælikvarða og leggja mat á núverandi stöðu. Ákveða markmið stjórnvalda með flutningnum. Tryggja að þjónustuaðilar geti veitt áreiðanlegar upplýsingar vegna matsins.

  9. Flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga • Félags- og tryggingamálaráðuneytið fer með yfirstjórn málaflokksins og eftirlit með þjónustu við fatlaða. • Mikilvægt er að nýta það tækifæri sem breytingarnar framundan fela í sér til að gera nauðsynlegar úrbætur að veruleika.

  10. Takk fyrir www.rikisendurskodun.is

More Related