1 / 8

Grænt bókhald

Grænt bókhald. Frá árinu 2001. Hvað?. Grænt bókhald = upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í viðkomandi starfsemi, aðallega í formi tölulegra upplýsinga. Niðurstöðurnar settar fram fyrir hvert bókhaldstímabil , sbr. skilgreiningar í reglugerð nr.´ 851/2002 um grænt bókhald.

dafydd
Download Presentation

Grænt bókhald

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Grænt bókhald Frá árinu 2001

  2. Hvað? Grænt bókhald = upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í viðkomandi starfsemi, aðallega í formi tölulegra upplýsinga. Niðurstöðurnar settar fram fyrir hvert bókhaldstímabil , sbr. skilgreiningar í reglugerð nr.´851/2002 um grænt bókhald. Bókhaldsaðilar græns bókhalds er atvinnustarfsemi sem háð er starfsleyfi samkvæmt 5. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, Hvaða atvinnustarfssemi um ræðir er tilgreint í fylgiskjali með reglugerðinni.

  3. Hverjir eiga að færa grænt bókhald? • 1. Orkuiðnaður. • 1.1. Brennslustöðvar með meiri nafnhitaafköst en 50 MW. • 1.2. Jarðolíu- og gashreinsunarstöðvar. • 1.3. Koksverksmiðjur. • 1.4. Iðjuver þar sem kolagösun og þétting fer fram. • 2. Framleiðsla og vinnsla málma. • 2.1. Álframleiðsla. • 2.2. Kísiljárnframleiðsla. • 2.3. Kísilmálmframleiðsla. • 2.4. Kísil- og kísilgúrframleiðsla. • 2.5. Járn- og stálframleiðsla. • 2.6. Sinkframleiðsla. • 2.7. Framleiðsla á magnesíum og efnasamböndum sem innihalda magnesíum. Auk fleiri mengandi aðila s.s. stór alifuglabú, stöðvar fyrir förgun úrgangs, kalk og glerullarframleiðsla o.s.frv.

  4. Til hvers? Samkvæmt markmiðum í 1. gr. reglugerðar nr. 851/2002 um grænt bókhald á það að veita almenningi, félagasamtökum og stjórnvöldum upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í starfsemi sem getur haft í för með sér mengun. Ennfremur er það markmið reglugerðarinnar að hvetja rekstraraðila til að fylgjast vel með helstu umhverfisþáttum starfseminnar og leitast við að tryggja að þróun starfsseminnar sé jákvæð fyrir umhverfið.

  5. Til hvers? Skýrslu um grænt bókhald má einnig nota innan fyrirtækisins til að fá yfirlit yfir notkun hráefna og helstu umhverfisáhrif, sem síðar getur leitt til virkrar stýringar og takmörkunar á óæskilegum umhverfisáhrifum, sem og betri nýtingar hráefna,sparnaðar og mögulegra úrbóta við framleiðsluna.

  6. Til hvers? Grænt bókhald er þannig mikilvægur hlekkur í því ferli að hafa stjórn á umhverfismálum fyrirtækisins. Einnig er grænt bókhald gagnlegt til að upplýsa starfsmenn og ýmsa ytri aðila og almenning um umhverfismál fyrirtækisins.

  7. Dæmi Ef kostnaðarhlið rekstrarreiknings fyrirtækisins er skoðuð má sjá mikilvægar upplýsingar um virkni fyrirtækisins í umhverfismálum. Dæmi um slíkt er kostnaður við förgun sorps og eldsneytisnotkun fyrirtækisins. Grænt bókhald gefur sambærilegar upplýsingar á sviði umhverfismála og fjárhagsbókhald fyrir rekstrarafkomu fyrirtækisins.

  8. Alcan á Íslandi • Hér má sjá dæmi um grænt bókhald fyrirtækis. • Grænt bókhald Alcan frá árinu 2008 • Sorpa 2008

More Related