390 likes | 656 Views
Austurlönd nær I. Ísrael og Palestína Bls. 154 – 165. Austurlönd nær. Austurlönd nær (Miðausturlönd) eru löndin frá Egyptalandi í vestri til Írans í austri og teljast Arabíuskaginn og Litlu-Asíuskaginn (Tyrkland) einnig til þeirra
E N D
Austurlönd nær I Ísrael og Palestína Bls. 154 – 165
Austurlönd nær • Austurlönd nær (Miðausturlönd) eru löndin frá Egyptalandi í vestri til Írans í austri og teljast Arabíuskaginn og Litlu-Asíuskaginn (Tyrkland) einnig til þeirra • Á þessu svæði hófst landbúnaður á jörðinni, þar urðu fyrstu borgir og menningarríki mannkyns til og þaðan koma öll eingyðistrúarbrögðin • Undanfarna öld hefur þetta svæði verið mjög stjórnmálalega viðkvæmt og stríð hafa þar verið nokkuð mörg • Í miðpunkti þeirrar ólgu sem þar hefur ríkt er Ísrael og staða þess ríkis í hinum múslímska heimi sem umlykur það Valdimar Stefánsson 2007
Gyðingaríkið í Palestínu • Saga gyðinga í Palestínu nær í það minnsta þrjú þúsund ár aftur í tímann • Í um þúsund ára skeið, fram á fyrstu öld f. Kr., var sjálfstætt eða hálfsjálfstætt ríki gyðinga, Ísrael, við lýði í Palestínu en eftir uppreisnina gegn yfirráðum Rómar árið 67 var gyðingaþjóðin hrakinn úr landinu • Þeir hurfu þó aldrei alveg og næstu aldirnar bjó þar vaxandi hópur þeirra í sátt við arabíska nágranna sína • Á blómatíma múslímska stórveldisins, á 10. öld, er talið að um 300 þúsund gyðingar hafi búið í Palestínu en eftir ofsóknir kristinna krossfara næstu aldirnar voru vart fleiri en þúsund eftir Valdimar Stefánsson 2007
Tyrkjaveldi • Frá því á fyrri hluta 16. aldar fram til fyrri heimsstyrjaldar voru öll Austurlönd nær hluti Tyrkjaveldis, að Persíu (Íran) undanskildu • Þegar kom fram á 19. öld var blómatími Tyrkjaveldis liðinn og stóð ekki annað eftir af henni í Palestínu en spilling og óstjórn • Verslun var í lágmarki og stöðnun ríkti á flestum sviðum þjóðlífsins • Um miðja 19. öld voru gyðingar í Palestínu um 17 þúsund en heildaríbúatalan milli 600 og 700 þúsund Valdimar Stefánsson 2007
Gyðingahatur í Evrópu • Frá miðöldum höfðu gyðingar í Evrópu mátt þola ýmsar hörmungar af hendi kristinna manna • Þeir voru sakaðir um dauða Krists, kennt um náttúruhamfarir og drepsóttir auk þess sem þeim var meinað að eignast land og stunda aðra hefðbundna atvinnu • Því fór svo að þeir sneru sér gjarnan að verslun og viðskiptum og auðguðust vel á því en sú staðreynd, ásamt því að þeir héldu sig út af fyrir sig, jók enn á hatur kristinna í þeirra garð • Á 19. öld dró þó heldur úr ofsóknunum í Vestur-Evrópu er lýðræði og almennt umburðarlyndi jókst í kjölfar meiri menntunar almennings Valdimar Stefánsson 2007
Theodór Herzl og síonisminn • Undir aldamótin 1900 kom austurríski gyðingurinn Theodór Herzl fram með nýja kenningu: hinn pólitíska síonisma • Síonisminn gekk út á það að gyðingar ættu sögulegt tilkall til Palestínu og markmiðið var að stofna þar sjálfstætt ríki gyðinga, það er endurreisa hið forna Ísrael • Stofnuð voru Heimssamtök síonista til að fylgja málinu fram og næstu árin beittu síonistar öllum brögðum til að tryggja sér yfirráð yfir Palestínu • Um og eftir aldamótin fjölgaði þeirm gyðingum sem fluttu til Palestínu og stofnuðu þeir með sér sjóð til að fjármagna landakaup af tyrkneskum landeigendum Valdimar Stefánsson 2007
Fyrstu samyrkjubúin í Palestínu • Gyðingar ráku palestínska leiguliða burt frá þeim jörðum sem þeir keyptu og stofnuðu þess í stað samyrkjubú að sósíalískri fyrirmynd, en það fyrsta var stofnað árið 1909 • Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út höfðu fjórtán samyrkjubú verið sett á stofn í Palestínu • Með aðstoð fjársterkra gyðinga í Evrópu og Bandaríkjunum héldu síonistar áfram að kaupa lönd og jarðir en þó voru þeir ekki enn orðnir það fjölmennir að almenningur hefði áhyggjur af því • Árið 1914 voru gyðingar í Palestínu samt orðnir 85 þúsund talsins sem gerði um 12% af heildaríbúafjölda landsins Valdimar Stefánsson 2007
Fyrri heimsstyrjöldin skellur á • Fyrri heimsstyrjöldin gjörbreytti stöðu mála í Austurlöndum nær en Tyrkjaveldi barðist þá með Miðveldunum gegn Bandamönnum • Bretum var mjög í mun að tryggja sér stuðning araba gegn Tyrkjum en arabar voru, er hér var komið sögu, orðnir móttækilegir fyrir þjóðernishugmyndum • Hussein, emir af Mekka, tók þá að sér leiðtogahlutverk meðal araba og Feisal, sonur hans, stofnaði her sem barðist við Tyrki alla fyrri heimsstyrjöldina Valdimar Stefánsson 2007
Fyrsta loforð Breta – Sjálfstæð ríki araba • Bretar sáu sér mikinn hag í uppreisn araba gegn Tyrkjaveldi og vildu allt til vinna til að efla baráttuþrek þeirra • McMahon, hæstráðandi Breta í Egyptalandi, sem Bretar réðu, hét Hussein því að öll héruð araba vestan Egyptalands fengju sjálfstæði að stríði loknu ef Bandamenn hefðu sigur • Þetta voru héruðin þar sem nú eru ríkin Ísrael, Jórdanía, Líbanon, Sýrland, Írak og Saudi-Arabía auk smáríkjanna á Arabíuskaga • Þetta loforð er skjalfest í bréfaskriftum þeirra McMahons og Husseins frá árinu 1915 Valdimar Stefánsson 2007
Annað loforð Breta – Sykes-Picot-samkomulagið • Ári eftir samkomulag sitt við Hussein gerðu Bretar annað samkomulag við Frakka • Í því fólst að Bretar og Frakkar myndu skipta á milli sín flestum þeim héruðum sem aröbum hafði verið lofað, þannig að Frakkar fengju Líbanon og Sýrland en Palestína, Jórdanía og Írak kæmu í hlut Breta • Þetta var leynilegt samkomulag en vegna þess að Rússar höfðu komið að því fundu bolsévikkar það eftir októberbyltinguna og birtu þegar í stað • Gífurleg reiði braust út meðal araba en Vesturveldin létu það sig engu varða og skiptu löndum samkvæmt Sykes-Picot-samkomulaginu þegar stríðinu lauk Valdimar Stefánsson 2007
Þriðja loforð Breta – Balfouryfirlýsingin • Þriðja skjalið sem átti eftir að hafa mikil áhrif á gang mála í Palestínu var yfirlýsing sem Balfour lávarður gaf út árið 1917 • Þar er því lýst yfir að breska ríkisstjórnin sé hlynt því að stofnað sé þjóðarheimili gyðinga í Palestínu, svo fremi sem það komi ekki niður á hagsmunum annarra félagsheilda á svæðinu • Bretar vildu með þessu tryggja sér stuðning gyðinga í Bandaríkjunum og Rússlandi við stríðsreksturinn • Hafi Sykes-Picot-samkomulagið gert araba reiða þá gerði Balfouryfirlýsingin þá alveg óða Valdimar Stefánsson 2007
Flókin staða í stríðslok 1918 • Til að friða arabana gáfu Bretar og Frakkar út sameiginlega yfirlýsingu í lok stríðsins sem var kynnt víða í arabalöndunum • Í henni sagði að tilgangur stríðsreksturs Bandamanna sé algjör frelsun þeirra þjóða sem kúgaðar hafa verið af Tyrkjum og lýst er yfir vilja til að koma á lýðræðislega kjörnum stjórnum meðal þjóðanna • Þannig stóðu því málin í stríðslok, fjöldi loforða Breta sem hvert stangaðist á við annað, sjálfstæði araba, þjóðarheimili gyðinga og yfirráð Frakka og Breta Valdimar Stefánsson 2007
Friðarsamningarnir við Tyrki • Í friðarsamningunum við Tyrki eftir stríðið kom í ljós að Bretar höfðu engan áhuga á að efna loforð sitt við araba • Að nafninu til fór Þjóðarbandalagið með stjórn landanna fyrir botni Miðjarðarhafs en gerður var samningur við Breta og Frakka um að þeir stýrðu svæðinu saman eftir þeim línum sem lagðar voru í Sykes-Picot-samkomulaginu • Síonistar komu Balfouryfirlýsingunni inn í samninginn, svo og viðurkenningu á sögulegum rétti þeirra til Palestínu og jafnframt var hebreska gerð að opinberu máli þar ásamt ensku og arabísku Valdimar Stefánsson 2007
Millistríðsárin í Palestínu • Á millistríðsárunum gerðu Palestínuarabar fjölmargar uppreisnir gegn umboðsstjórn Breta og Frakka í Miðausturlöndum og voru jafnan skipaðar rannsóknarnefndir eftir alvarlegustu átökin • Niðurstaða rannsóknanna var jafnan sú sama: ótti araba við áform gyðinga og hræðslan við að verða minnihlutahópur í eigin landi • Tillögur þær sem gerðar voru til úrbóta hugnaðist aldrei báðum aðilum, hugmyndir um takmarkanir á innflutningi fólks gerðu gyðinga æfa en arabar ruku út af samningafundum ef meirihlutastaða þeirra var ekki trygg Valdimar Stefánsson 2007
Stríðsárin í Palestínu • Eftir að nasistar náðu völdum í Þýskalandi, árið 1933, jókst straumur gyðinga til Palestínu um allan helming, meðal annars vegna þess að fá vestræn ríki voru tilbúin að taka á móti flóttamönnum frá Þýskalandi • Á stríðsárunum höfðu Bretar nóg með að fást við Þjóðverja og stjórn þeirra í Palestínu varð mun veikari á sama tíma og staða gyðinga þar styrktist til muna • Flóttamönnum fjölgaði stöðugt og er stríðinu lauk skiptu gyðingar í Palestínu hundruðum þúsunda Valdimar Stefánsson 2007
Palestína í stríðslokin • Í stríðslok voru gyðingar í raun komnir með mest alla stjórn Palestínu í sínar hendur • Þeir höfðu komið sér upp her, Haganah, en auk þess höfðu myndast þar tvenn hryðjuverkasamtök gyðinga, Irgun og Stern, sem beittu sér fyrir árásum á bæði Breta og araba • Illræmdustu hryðjuverkin voru framin á íbúum þorpsins Deir Jassin árið 1947 en þá voru 254 íbúar, mest konur og börn, myrtir á hinn hrottalegasta hátt • Bretar voru í stríðslok endanlega búnir að missa tökin á ástandinu í Palestínu og urðu því manna fegnastir þegar þeir gátu, árið 1948, afsalað sér umboðsstjórninni í hendur Sameinuðu þjóðanna Valdimar Stefánsson 2007
Stofnun Ísraelsríkis • Eftir að umheimurinn fékk vitneskju um útrýmingabúðir nasista í stríðslokin, og hina hörmulegu útreið sem gyðingar hlutu í Þýskalandi Hitlers, naut málstaður gyðinga aukinnar hylli í alþjóðasamfélaginu • Meðal annars þess vegna samþykktu nær öll ríki Sameinuðu þjóðanna árið 1947, nema arabaríkin, að gyðingar ættu rétt á að stofna sitt eigið ríki í Palestínu • Svo fór að stofnað var ríki gyðinga, Ísraelsríki, í Palestínu að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna árið 1948 og varð Chaim Weizmann fyrsti forseti þess Valdimar Stefánsson 2007
Fyrsta stríð Ísraelsríkis 1948 • Tillögum Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu í sérstakt ríki araba og gyðinga var fagnað af gyðingum en illa tekið af aröbum • Strax og stofnun ríkisins varð að veruleika réðust herir arabaríkjanna á hið nýstofnaða Ísrael • En herir araba stóðu her gyðinga langt að baki, bæði í vopnabúnaði og herstjórn og fór svo að arabaríkin voru gjörsigruð • Hið nýja land gyðinga varð strax töluvert stærra en um hafði verið samið þar sem Ísraelsmenn ráku um 700 þúsund Palestínuaraba á flótta og lögðu undir sig land þeirra • Hluti þessa fólks eru enn flóttamenn í dag Valdimar Stefánsson 2007
Nasser verður leiðtogi Egyptalands • Eftir stríðið við stofnun Ísraelsríkis var allt með kyrrum kjörum á svæðinu um tíma en óánægjan ólgaði undir niðri meðal nágrannaríkjanna vegna þeirrar háðulegu útreiðar sem þeir urðu fyrir í stríðinu og meðal Palestínuaraba sem fannst umheimurinn hafa svikið sig • Í Egyptalandi tóku þjóðernissinnaðir herforingjar völdin undir forystu Abduls Nassers árið 1952 og brátt varð Egyptaland forysturíki meðal hinna herskárri arabaríkja • Nasser vildi að Egyptar sjálfir réðu yfir Súesskurðinum sem liggur í gegnum land þeirra en var þá í eigu Breta Valdimar Stefánsson 2007
Súesdeilan 1956 • Egyptar þjóðnýttu Súesskurðinn árið 1956 en Bretar og Frakkar brugðu á það ráð að fá Ísraelsmenn til að ráðast á Egyptaland • Hugmyndin var sú að breskt/franskt herlið kæmi síðan skurðinum til verndar og þannig fengju Bretar aftur yfirráðin yfir skurðinum • Þessar áætlanir brugðust þó gjörsamlega vegna þess að það gleymdist að láta Bandaríkjamenn vita af þessu • Þótt Egyptum gengi ekki vel á vígvellinum gegn Ísraelsmönnum varð niðurstaðan sú að þeir héldu yfirráðunum yfir Súesskurðinum og varð deilan til þess að auka mjög vinsældir Nassers forseta í arabaheiminum Valdimar Stefánsson 2007
Frelsissamtök Palestínu stofnuð • Palestínumenn sem búið höfðu í flóttamannabúðum í grannlöndum Ísraels frá árinu 1948 fannst þeir gleymdir umheiminum • Mörgum þeirra þóttu sem grannríkin hugsuðu meira um eigin hag en hag flóttamannanna og styddu ekki málstaðinn sem skyldi • Árið 1964 voru Frelsissamtök Palestínu (PLO) stofnuð af ýmsum samtökum sem störfuðu meðal Palestínuaraba en stærst þessara samtaka var al-Fatah en leiðtogi þeirra var Jasser Arafat • Helsta baráttumál samtakanna var að útrýma Ísrael og ná Palestínu aftur fyrir Palestínumenn Valdimar Stefánsson 2007
Sex daga stríðið 1967 • Spennan á milli Ísraels og nágrannaríkjanna hélst áfram og fór heldur vaxandi • Eftir stöðugar skærur við landamærin og vaxandi ógnanir réðust Ísraelsmenn skyndilega inn í Egyptaland, Jórdaníu og Sýrland í júní 1967 • Stríðið tók sex daga og er skemmst frá því að segja að Ísrael gjörsigraði þar andstæðinga sína í stríði sem helst má líkja við leifturstríð Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni • Eftir stríðið hernámu svo Ísraelsmenn Sínaískagann og Gasaströndina af Egyptum, Vesturbakkann af Jórdaníu og Gólanhæðir af Sýrlandi Valdimar Stefánsson 2007
Jasser Arafat verður leiðtogi PLO • Í sex daga stríðinu jókst enn fjöldi þeirra Palestínuaraba sem lentu á vergangi og eftir stríðið bjuggu fleiri Palestínumenn í flóttamannabúðum utan heimalands síns en í Ísrael og á hernumdu svæðunum • Árið 1968 varð Jasser Arafat kjörinn leiðtogi PLO og vopnuð barátta gegn Ísrael gerð að höfuðmarkmiði samtakanna • Palestínumenn höfðu höfuðstöðvar sínar í Jórdaníu en voru reknir þaðan árið 1970 vegna árekstra við Jórdaníustjórn sem sakaði PLO um að reyna að stofna ríki í ríkinu • PLO flutti þá höfuðstöðvarnar til Líbanon og stjórnuðu árásum sínum á Ísrael þaðan Valdimar Stefánsson 2007
Hryðjuverkastarfsemi PLO • Um þetta leyti tók vonleysi að grípa um sig meðal Palestínuaraba • Nær ekkert vestrænt ríki viðurkenndi samtökin og vaxandi togstreita ríkti í samskiptum þeirra við arabaríkin • PLO tók í æ ríkari mæli að snúa sér að hermdarverkum, flugrán og árásir á óbreytta borgara í Ísrael urðu nær daglegt brauð • Illræmdust var árás palestínskra hryðjuverkamanna á ólympíuþorpið í München árið 1972 en þar féllu ellefu ísraelskir íþróttamenn og fimm hryðjuverkamenn í misheppnaðri árás lögreglunnar til að frelsa íþróttamennina Valdimar Stefánsson 2007
Jom Kippur stríðið 1973 • Í október árið 1973 braust á ný út stríð milli Egypta og Sýrlendinga annars vegar og Ísraelsmanna hins vegar, Jom Kippur stríðið • Þá tókst arabaríkjunum að koma Ísrael á óvart með skyndilegri innrás að morgni helsta hátíðisdags gyðinga, Jom Kippur • Aröbunum varð vel ágengt í fyrstu og náðu mestum hluta þess lands sem Ísrael hafði tekið af þeim en eftir að hervél Ísraelsmanna komst í gang tók að halla á þá • Stríðið stóð í þrjár vikur og er risaveldunum tveimur tókst að koma á vopnahléi voru herirnir nánast á sömu stöðum og fyrir stríðið Valdimar Stefánsson 2007
Afleiðingar Jom Kippur stríðsins • Þrátt fyrir að Egyptar og Sýrlendingar næðu ekki neinum markmiðum sínum fram reyndist Jom Kippur stríðið gífurlegur móralskur sigur fyrir ríkin og uppreisn eftir hina háðulegu útreið sex daga stríðsins • Í samningaviðræðum eftir Jom Kippur stríðið gerðist það í fyrsta sinn að Ísraelsmenn og Egyptar ræddu milliliðalaust saman • Árið 1978 náði Sadat Egyptalandsforseti loks langþráðu takmarki sínu er Ísraelsmenn afhentu Egyptum Sínaískaga á ný gegn friðarsamningi milli þjóðanna (Camp David samkomulagið) og gagnkvæmri viðurkenningu þeirra Valdimar Stefánsson 2007
Afleiðingar Jom Kippur stríðsins • Eftir Camp David samkomulagið var ljóst að Ísrael stafaði ekki lengur hætta af nágrannalöndum sínum • Friður á milli Egyptalands og Ísraels hefur haldist án vandræða og önnur arabaríki hafa skort samstöðu til að beita sér gegn gyðingum • Ósamið er um Gólanhæðirnar en Sýrlendingar krefjast þeirra enn, þó er ljóst að þá skortir hernaðarmátt til að ráðast til atlögu við herveldið Ísrael • Írak og Íran hafa á köflum talað digurbarkalega um Ísrael en ekki er ástæða til að ætla þar búi annað að baki en öflun vinsælda meðal annarra arabaríkja Valdimar Stefánsson 2007
PLO vex ásmegin • Á áttunda áratugnum tók málstaður Palestínuaraba smátt og smátt að fá hljómgrunn á Vesturlöndum og meðal ýmissa ríkja í Vestur-Evrópu varð vart stefnubreytingar • Árið 1974 tók PLO sæti áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og samtökin nutu nú vaxandi viðurkenningar sem talsmenn allra Palestínuaraba • Undir lok áratugarins var PLO viðurkennt af um 100 ríkjum sem eini lögmæti fulltrúi Palestínuaraba en allar ályktanir um sjálfstætt ríki þeirra strönduðu á Bandaríkjamönnum sem beittu þar neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu Valdimar Stefánsson 2007
PLO í Líbanon • Frá árinu 1970 voru PLO með höfuðstöðvar sínar í í Suður-Líbanon, þar sem þeir réðu brátt lögum og lofum og stýrðu þaðan hernaðaraðgerðum sínum gegn Ísrael • Ísraelsmenn svöruðu jafnan árásum og hermdarverkum PLO með gagnárásum á flóttamennabúðir Palestínuaraba eða stöðvar PLO í Líbanon • Í Líbanon ríkti viðkvæmt valdajafnvægi ólíkra trúarhópa sem raskaðist alveg við komu PLO og brátt logaði allt landið í harðvítugri borgarastyrjöld sem enginn sá nokkra leið út úr Valdimar Stefánsson 2007
Innrás Ísraelsmanna í Líbanon • Árið 1982 gerðu Ísraelsmenn innrás inn í Líbanon með það að yfirlýstu markmiði að útrýma liðsmönnum PLO þar • Þeir voru studdir af kristnum Líbönum og neituðu öllum tilmælum um vopnahlé en eftir harða bardaga greip alþjóðasamfélagið inn í og tryggði flestum liðsmönnum PLO örugga brottför • Jasser Arafat flutti þá höfuðstöðvar samtakanna til Túnis í Afríku og næstu árin tók að kveða við nýjan tón frá leiðtogum PLO, þeir gáfu það í skyn að hugsanlega gætu þeir viðurkennt tilvist Ísraels ef gagnkvæm viðurkenning kæmi þar á móti • Þetta, ásamt fækkun á árásum þeirra á Ísrael, varð til að styrkja PLO á alþjóðavettvangi Valdimar Stefánsson 2007
Intifata – uppreisn Palestínuaraba • Árið 1987 hófu Palestínuarabar á herteknu svæðunum uppreisn gegn yfirráðum Ísraelsmanna sem kölluðu hefur verið intifata • Engin samtök virðast hafa staðið á bak við uppreisnina sem kom PLO jafnmikið á óvart og Ísraelsstjórn • Uppreisnin var einfaldlega útrás fyrir áratugalanga innibyrgða gremju og auðmýkingu þjóðarinnar • Það sem virðist hafa fyllt mælinn var stöðugt vaxandi ásókn gyðinga í palestínskt land til svo kallaðrar landnemabyggðar en því fylgdi burtrekstur Palestínuaraba af svæðinu Valdimar Stefánsson 2007
Intifata – uppreisn Palestínuaraba • Ísraelsmenn voru gjörsamlega óviðbúnir þessari uppreisn sem var allt annars eðlis en fyrri átök þeirra við Palestínumenn • Í stað vopnaðra skæruliða áttu þeir nú í höggi við konur, börn og unglinga sem helst beittu grjótkasti gegn velvopnuðum hermönnum Ísraels • Sú harka sem hermennirnir beittu gegn óvopnuðum almúganum gjörbreytti viðhorfi almennings á Vesturlöndum í garð Ísraelsmanna • Á fyrstu fjórum árum uppreisnarinnar felldu Ísraelskir hermenn yfir 1400 palestínska borgara, flesta á fyrstu mánuðunum, og á þessum tíma misstu gyðingar nær alla þá samúð sem þeir höfðu notið á alþjóðavettvangi Valdimar Stefánsson 2007
Samkomulag um palestínska sjálfstjórn • Líklega átti Intifata – uppreisnin stærstan þátt í því að neyða Ísraelsmenn að samningaborðinu en árið 1993 hófust leynilegar viðræður í Osló á milli Ísraelsstjórnar og fulltrúa PLO • Samkomulagið fól það meðal annars í sér að Ísraelsmenn yfirgáfu Gasaströndina og borgina Jerikó á Vesturbakkanum en palestínsk stjórn tók við löggæslu og öryggismálum á þessum svæðum • Jasser Arafat varð forseti hins nýja sjálsstjórnarsvæðis og samkvæmt samningnum áttu full yfirráð Palestínuaraba yfir herteknu svæðunum að nást 1999 Valdimar Stefánsson 2007
Stjórnarskipti í Ísrael • Mikil óánægja var með samkomulagið í báðum herbúðum • Róttækum Palestínuaröbum þótti sem Arafat hefði svikið málstaðinn með því að viðurkenna tilvist Ísraels • Öfgasinnaðir gyðingar töldu sig ekki síður svikna og svo fór að einn úr þeirra röðum myrti forsætisráðherra Ísraels, Itzhak Rabin, í nóvember 1995, mánuði eftir að hann hafði undirritað samkomulagið • Í kosningum ári síðar komust ísraelskir andstæðingar friðarsamkomulagsins að völdum og friðarferlið svonefnda tók að hægja verulega á sér Valdimar Stefánsson 2007
Klofningur meðal Palestínuaraba • Árið 2001 tók Ariel Sharon við völdum sem forsætisráðherra Ísraels og tókst fljótlega að egna Palestínuþjóðina gegn sér í nýrri Intifata-uppreisn • Að auki jókst nú mjög innbyrðiságreiningur Palestínuaraba, m. a. vegna spillingar í stjórn Arafats sem féll síðan frá árið 2004 • Árið 2006 unnu Hamas-samtökin stórsigur í kosningum en Vesturlönd höfnuðu þessum samtökum þar sem þau viðurkenndu ekki tilvist Ísraelsríkis Valdimar Stefánsson 2007
Klofningur meðal Palestínuaraba • Hamas-samtökin, sem ráða þinginu, og Fatah-samtökin, sem ráða forsetaembættinu (Mahmoud Abbas), hafa síðan deilt og barist um völdin á hernumdu svæðunum • Eftir harða bardaga í júní 2007 náðu Hamash-liðar að reka Fatah frá Gasaströndinni og hafa ráðið henni síðan • Fatah hefur ráðið Vesturbakkanum en kjörtímabili Abbas forseta lýkur nú senn og óljóst er hver þróunin verður þá Valdimar Stefánsson 2007
Síðara Líbanonstríðið • Í júlí árið 2007 hófst mánaðarlangt stríð á milli Ísraelshers og hersveita Hesbollah í Líbanon • Ísraelar beittu eldflaugaárásum á ýmis skotmörk í Líbanon, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn í Beirút en Hezbollah svaraði með eldflaugaskotríð inn í Ísrael • Ísraelskt herlið sótti inn í Suður-Líbanon til að uppræta Hezbollah þar en tókst ekki • Eftir að vopnahlé komst á var almennt litið á stríðið sem álitshnekki fyrir ísraelska herinn Valdimar Stefánsson 2007