430 likes | 593 Views
Stjórnsýsluendurskoðun. Kristín Kalmansdóttir, viðskiptafræðingur, CIA Stjórnsýslusvið Ríkisendurskoðunar Morgunverðarfundur FIE 10. febrúar 2010. Efnisyfirlit. Ríkisendurskoðun Stjórnsýsluendurskoðun Ferli stjórnsýsluúttekta Starfsáætlun stjórnsýslusviðs 2009-2011
E N D
Stjórnsýsluendurskoðun Kristín Kalmansdóttir, viðskiptafræðingur, CIA Stjórnsýslusvið Ríkisendurskoðunar Morgunverðarfundur FIE 10. febrúar 2010
Efnisyfirlit • Ríkisendurskoðun • Stjórnsýsluendurskoðun • Ferli stjórnsýsluúttekta • Starfsáætlun stjórnsýslusviðs 2009-2011 • Nokkrar úttektir í kjölfar efnahagshrunsins • Önnur atriði tengd efnahagsástandinu
Forsagan I • Endurskoðun landsreikninga fluttist til Íslands frá Kaupmannahöfn 1879 • Með stjórnarskránni 1874 öðlaðist Alþingi bæði löggjafarvald í svokölluðum sérmálum og fjárveitingavald • Hin umboðslega endurskoðun var sjálfstæð sýslan með sérstakan starfsmann • Stjórnarráðið sett á laggirnar 1904 • Endurskoðun landsreikninga var fyrst í höndum starfsmanna skrifstofu III í hinu nýja Stjórnarráði sem sá m.a. um fjárreiður ríkisins • Féll undir fjármáladeild, þ.e. fjármálaráðuneytið, þegar hinar formlegu deildir Stjórnarráðsins urðu þrjár árið 1917
Forsagan II • Aðalendurskoðandi 1931 • Löggjöf um ríkisbókhald og endurskoðun ríkisreiknings • Sérstök endurskoðunarskrifstofa en heyrði undir fjármálaráðherra • Nafnið breyttist formlega í Ríkisendurskoðun með lögum nr. 73/1969 um Stjórnarráð Íslands en hafði þá fest sig í sessi í talmáli um langt skeið • Var ráðuneytisskrifstofa frá 1904 til 1987 • Lög um Ríkisendurskoðun nr. 12/1986 – tóku gildi 1. jan. 1987 • Fluttist undir Alþingi og varð þar með óháð framkvæmdarvaldinu • Markmið laganna m.a. að efla eftirlitshlutverkið – liður í því er 9. grein laganna sem kveður á um heimild til að framkvæma stjórnsýsluendurskoðun • Stjórnsýsluendurskoðun þó frá 1979 en í mjög takmörkuðum mæli – Siglingamálastofnun ríkisins
Ríkisendurskoðun • Starfsemin er þáttur í eftirliti þingsins með framkvæmdarvaldinu • Endurskoðar ríkisreikning og reikninga ríkisaðila • Aðstoðar þingnefndir – einkum fjárlaganefnd • Er engum háð í störfum sínum en forsætisnefnd getur krafið hana um skýrslur – stofnunin ákveður afmörkun og framkvæmd • Beiðnum hefur fækkað á síðustu árum • Hugsanlega vegna þess að Ríkisendurskoðun reynir að fylgjast betur með en áður
Hlutfallsleg skipting virkra vinnustunda eftir verkefnum 2008
Ríkisendurskoðun hefur heimild til að endurskoða... • Allar stofnanir, sjóði, félög og fyrirtæki • þar sem kostnaður eða reikningslegt tap er greitt af ríkissjóði • sem ríkið á að hálfu eða meira þó öðrum sé falin fjárhagsendurskoðun hjá þeim • Starfsemi eða þjónustu sem ríkið greiðir fyrir en sveitarfélög eða einkaaðilar annast samkvæmt samningi • Ýmsa styrki og greiðslur
Stjórnsýsluendurskoðun • Ríkisendurskoðun sækir heimild sína til stjórnsýsluendurskoðunar í 9. gr. laga nr. 86/1997 um Ríkisendurskoðun en þar eru ítarlegri ákvæði en í lögum nr. 12/1986 • Markmið stjórnsýsluendurskoðunar er að veita ráðuneytum, stofnunum og fyrirtækjum nauðsynlegt aðhald í rekstri með því að draga fram frávik frá gildandi lögum, reglum, kröfum og/eða markmiðum um hagkvæmni, skilvirkni og árangur í rekstri
Stjórnsýsluendurskoðun felst í að...Lög nr. 86/1997 um Ríkisendurskoðun • Kanna meðferð og nýtingu ríkisfjár • Meta hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins • Skoða hvort gildandi lagafyrirmælum sé framfylgt í þessu sambandi
Alþjóðlegir staðlar • Við stjórnsýsluendurskoðun er höfð hliðsjón af alþjóðlegum stöðlum INTOSAI – alþjóðleg samtök ríkisendurskoðenda • Jafnframt er mikið samstarf við EUROSAI – Evrópusamtök ríkisendurskoðenda • Ríkisendurskoðun er aðili að bæði INTOSAI og EUROSAI • Innan samtakanna er lögð vaxandi áhersla á að ríkisendurskoðendur aðildarlandanna innleiði alþjóðlegu staðlana í starfsemi sína
Eftirfylgd með lýðræðislegri ábyrgð stjórnvalda – ein af áherslum staðlanna • Stjórnsýsluendurskoðun er ein aðferða ríkisendurskoðana um heim allan til að sinna því meginhlutverki sínu að stuðla að lýðræðislegri ábyrgð stjórnvalda á skynsamlegri og markvissri meðferð og nýtingu almannafjár • Lýðræðisleg ábyrgð (public accountability) felur í sér að þeir sem höndla með skattfé verða að svara fyrir forgangsröðun og framkvæmd verkefna og sýna fram á að opinber rekstur sé skilvirkur og árangursríkur • Til þess verða upplýsingar um verkefnin að liggja fyrir • Stjórnsýsluendurskoðun stuðlar að því að löggjafinn, skattgreiðendur, stjórnendur, fjölmiðlar og fleiri hafi kost á að öðlast innsýn í rekstur ríkisins og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald
Breyttar áherslur í opinberri stjórnsýslu • Stofnunum og fyrirtækjum ríkisins er nú veitt aukið svigrúm frá því sem áður var til að haga rekstri sínum eftir aðstæðum svo lengi sem fjárlög leyfa • Samhliða taka þau á sig aukna ábyrgð á að bæta árangur sinn og ná settum markmiðum Þetta hefur í för með sér • Aukna þörf fyrir virkt eftirlit og aðhald • Fleiri ábendingar um það sem betur má fara í stjórnun og rekstri stofnana og ríkisfyrirtækja og þar með fleiri tillögur til úrbóta
Hverju á stjórnsýsluendurskoðun að skila? • Niðurstöðum sem skal kynna fyrir hlutaðeigandi stjórnvöldum, t.d. Alþingi, ráðuneyti, stofnunum eða öðrum aðilum • Reglur forsætisnefndar um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar frá febrúar 2008 • ætlað að formfesta betur samskipti stofnunarinnar við þingið og tryggja að fastanefndir, og eftir atvikum Alþingi, fjalli um skýrslurnar • styrkir eftirlitshlutverk stofnunarinnar • Vekja athygli á því sem talið er að betur megi fara í rekstri og starfsemi, t.d. varðandi skipulagningu, rekstur, starfsmannamál, eftirlit, markmiðssetningu og verklag • Setja fram faglegar og raunhæfar tillögur til úrbóta Meira en 80 skýrslur hafa verið unnar frá árinu 1987 – bæði um stofnanir ríkisins og málaflokka
Árangursmat Dæmi um mælikvarða • Fjöldi ábendinga sem framkvæmdar hafa verið 3 árum eftir útkomu skýrslu – getur verið nokkuð huglægt mat, sérstaklega í eldri skýrslum 2007 – eftirfylgni á úttektum frá árinu 2004 2008 – eftirfylgni á úttektum frá árinu 2005
Áhersla er lögð á að skoða... • Hagkvæmni: Er gætt að sparnaði og ráðdeild í rekstri? (Economy – keeping the costs low) • Skilvirkni: Eru framleiðni og afköst nægjanleg eða viðunandi? (Efficiency – making the most of available resources) • Markvirkni: Hefur tekist að ná settum markmiðum? (Effectiveness – achieving the stipulated aims or objectives)
Hagkvæmni • Hagkvæmni lýsir kostnaði við rekstur eða rekstraraðföng (ráðdeild, sparnaði) • Er kostnaður vegna rekstraraðfanga innan tiltekinna marka miðað við magn þeirra, gæði, nýtingu og þörf? • Eru húsnæði og búnaður stofnunar vel nýtt? • Er mannafli skipulagður með tilliti til hámarksafkasta? • Er leitast við að kaupa vörur og þjónustu á eins hagstæðu verði og mögulegt er, t.d. í útboðum?
Skilvirkni • Skilvirkni lýsir sambandi aðfanga (fjármagns, vinnuframlags) og afurða (magn þjónustu eða framleiðsluvara) • Horft er til framleiðni fjármagns annars vegar og framleiðni vinnuafls hins vegar • Hvað kostar að mennta einn viðskiptafræðing? • Hvað sinnir einn heilsugæslulæknir mörgum sjúklingum á dag?
Markvirkni (árangur) • Markvirkni lýsir tengslum markmiða og útkomu (árangurs eða áhrifa) • Hafa markmið stjórnvalda (lög, stefna í tilteknum málaflokkum) gengið eftir og haft tilætluð áhrif? • Fullnægja framhaldsskólar lágmarkskröfum um skólahald? • Nær stofnun þeim mælanlegu markmiðum sem fram koma í árangursstjórnunarsamningi við ráðuneyti?
Ferli stjórnsýsluúttekta I • Verkefnaval – með tvenns konar hætti • Ríkisendurskoðun ákveður að ráðast í úttekt byggt á • greiningu á fjárhagslegu eða samfélagslegu mikilvægi • áhættu í rekstri og starfsumhverfi. • Brugðist við aðsendum beiðnum um úttektir – fylgja ekki alltaf formlegu ferli stjórnsýsluúttekta • Ríkisendurskoðun ákveður afmörkun og framkvæmd • Forkönnun • Aðalúttekt ótímabær eða ávinningur minni en kostnaður – lokið með stuttu bréfi til málsaðila • Nauðsynlegum ábendingum komið á framfæri án frekari athugunar - lokið með stuttri, opinberri skýrslu og bent á atriði til úrbóta • Ávinningur af aðalúttekt – úttektaráætlun samin, afmörkun skilgreind og úttektarspurningar ákveðnar, æskilegar aðferðir valdar og tiltekinn nauðsynlegur tími og mannskapur
Ferli stjórnsýsluúttekta II • Aðalúttekt og skýrslugerð • Leitast við að fylgja úttektaráætlun • Safna saman, greina og meta á hlutlægan og faglegan hátt þau gögn sem svara úttektarspurningum • Draga niðurstöður saman í skýrslu. Setja fram skýrar og rökstuddar ábendingar um þau vandamál sem komu í ljós og möguleika til úrbóta • Drög send til umsagnar til hlutaðeigandi aðila og endanleg skýrsla síðan birt opinberlega á heimasíðu Ríkisendurskoðunar • Eftirfylgni, í síðasta lagi að þremur árum liðnum • Þremur árum eftir lok aðalúttektar er árangur úttektar metinn, þ.e. viðbrögð stofnunar, ráðuneytis eða Alþingis við ábendingum Ríkisendurskoðunar. • Niðurstöður settar fram í eftirfylgniskýrslu og birtar á heimasíðu Ríkisendurskoðunar • Getur leitt til nýrrar úttektar
Áherslur í starfi 2009–2011 • Í starfsáætluninni er athygli einkum beint að vandamálum sem íslensk stjórnvöld og ríkisstofnanir standa frammi fyrir vegna hruns innlenda fjármálakerfisins haustið 2008 • minnkandi ríkistekjur og áætlaður samdráttur í opinberum rekstri • fyrirhuguð endurskipulagning opinberrar þjónustu • Helstu áhersluþættir • Úttektir sem beinast að sparnaðaraðgerðum ríkisins • Úttektir sem fela í sér aukið samtímaeftirlit • Efla sveigjanleika í starfi sérfræðinga • Skýrari afmörkun efnis • Hraðari málsmeðferð • Auka áherslu á þverfaglegt samstarf milli sviða • Auka sýnileika Ríkisendurskoðunar
Áætlaðar úttektir 2009 - 2011 • Innkaup ríkisins á vörum og þjónustu • Kaup á þjónustu heilsugæslulækna • Fjármálastjórnun ráðuneyta • Ráðningarmál ríkisins (frá ráðningu til starfsloka) • Áformuð sameining ríkisstofnana • Árangursstjórnun ríkisstofnana/ríkisverkefna • Styrkir og framlög ríkisins til einkaaðila • Virkni opinbers eftirlits • Örúttektir á sérstaklega völdum stofnunum - sem eiga við fjárhagsvanda að etja eða eru undir miklu álagi vegna samdráttar og aukinna krafna um hagræðingu • Eftirfylgniskýrslur (vegna úttekta síðastliðinna ára) Nánari afmörkun í verkefnaáætlunum Listinn ekki tæmandi - verkefnaval er í sífelldri endurskoðun – ræðst af fjárhagslegu mikilvægi og mati á því hvort starfsemi/verkefni sé nægilega hagkvæm, skilvirk eða árangursrík.
Dæmi um aðsent erindi í kjölfar efnahagshrunsins – sveitarfélagið Álftanes • Vissir þættir sem snerta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftaness skoðaðir • Ekki hefðbundin fjárhags- eða stjórnsýsluúttekt enda falla málefni sveitarfélaga að jafnaði ekki undir skoðunarumboð stofnunarinnar • Aðkoma Ríkisendurskoðunar í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga • Unnið skv. samkomulagi milli Ríkisendurskoðunar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga Úttektin beinist að tveimur atriðum: • Mat á sjónarmiðum sveitarstjórnar um að gildandi reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga taki ekki nægilega mikið tillit til aðstæðna í sveitarfélaginu, sérstaklega hvað varðar rekstur grunnskóla • Meta hvaða einstakar ákvarðanir bæjarstjórnar hafa leitt sveitarfélagið í þá fjárhagslegu stöðu sem það er nú í, hvort umræddar ákvarðanir hafi verið í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og hvort upplýsingaskyldu hafi verið sinnt með lögmætum hætti
Dæmi um úttektir sem koma í kjölfarefnahagshrunsins – beint eða óbeint • Fjármálastjórn ráðuneyta og skil rekstraráætlana (í samstarfi við önnur svið) • Fjármálastjórn 50 stofnana (í samstarfi við önnur svið) • Framkvæmd fjárlaga 2009 – jan. til ág.(í samstarfi við önnur svið) • Innkaup ríkisins á vörum og þjónustu (í samstarfi við önnur svið) • Undirbúningur sameininga í ríkisrekstri
Fjármálastjórn ráðuneyta og skil rekstraráætlana I • Í ársbyrjun 2009 ákvað Ríkisendurskoðun að gera átak í eftirliti með fjármálastjórn ráðuneyta og stofnana • Sjónum var einkum beint að skilum stofnana á rekstraráætlunum til ráðuneyta, skráningu þeirra í bókhalds- og fjárhagskerfi ríkisins (Oracle) og eftirliti með framkvæmd þeirra • Einnig voru kannaðir vissir þættir innra eftirlits og hvort ráðuneytin hefðu reynt að meta áhrif samdráttar fjárveitinga á magn og gæði þjónustu
Fjármálastjórn ráðuneyta og skil rekstraráætlana II Svara var m.a. leitað við eftirfarandi spurningum: • Hafa orðið breytingar á eftirliti með framkvæmd fjárlaga? • Hvernig mega stofnanir nýta ónýttar fjárheimildir á árinu? • Verður uppsafnaður halli fluttur milli ára? • Hafa áherslur vegna innkaupa, ferðakostnaðar, risnu o.fl. breyst? • Hafa verið gerðar einhverjar áætlanir um sparnaðarmöguleika, t.d. til að undirbúa fjárlög 2010? • Hefur verið lagt mat á áhrif samdráttar fjárveitinga á rekstur einstakra stofnana, t.d. gæði og magn þjónustu? • Hefur verið lagt mat á hvort álag á einstaka stofnanir mun aukast? • Hver ákveður hvar er skorið niður í starfsemi einstakra stofnana? • Hvernig verður fylgst með að stofnanir nái markmiðum sínum?
Fjármálastjórn ráðuneyta og skil rekstraráætlana III Helstu niðurstöður – 1. jan. til 31. mars 2009 – skýrslan kom út í júní 2009 • 10 af 233 áætlunum hafði verið skilað innan þeirra tímamarka sem reglugerð kveður á um, þ.e. fyrir árslok 2008 og 14 áætlanir höfðu verið samþykktar innan tímamarka, þ.e. fyrir miðjan janúar • Af 222 samþykktum rekstraráætlunum höfðu 179 verið skráðar í Oracle í byrjun maí eða um 81% • Nokkur ráðuneyti höfðu ákveðið að auka eftirlit með framkvæmd fjárlaga með því að bera oftar saman rekstur og áætlanir stofnana, þ.e. mánaðarlega í stað ársfjórðungslega eins og almennt tíðkast • Rekstrarstjórar ráðuneytanna höfðu sameinast um að þrýsta á stjórnvöld að flýta ákvörðun um útgjaldaramma ráðuneyta á árinu 2010 en fyrr gat undirbúningur sparnaðaraðgerða ekki hafist fyrir alvöru
Fjármálastjórn ráðuneyta og skil rekstraráætlana IV Helstu ábendingar – 1. jan. til 31. mars 2009 – skýrslan kom út í júní 2009 • Ráðuneyti geri áætlun ef stofnun skilar ekki • Skylt verði að gera áætlanir fyrir nær alla fjárlagaliði (er um 50% nú) • Allar samþykktar rekstraráætlanir skráðar í Oracle – samtímaeftirlit eftirlitsaðila marklaust ef ekki er aðgangur að áætlunum • Ráðuneytin samræmi eftirlit • Rekstur stofnana borinn saman við áætlun mánaðarlega • Ákvörðun útgjaldaramma 2010 yrði flýtt • Væntanleg áhrif niðurskurðar á þjónustu yrði metin • Stofnanir geri grein fyrir því hvernig lækkun fjárveitinga verði mætt • Settar yrðu reglur um meðferð ónýttra fjárheimilda • Samræmdar • Hámark á ónýttar heimildir sem má flytja yfir áramót • Setja í reglugerð um framkvæmd fjárlaga
Fjármálastjórn 50 stofnana I • Í mars 2009 ákvað Ríkisendurskoðun að kanna sérstaklega fjármálastjórn 50 stofnana vegna efnahagsástandsins • Markmið • Meta gæði rekstraráætlana og þar með hvort líkur væru á að fjárlög 2009 héldu • Kanna hvort mótaðar hefðu verið áætlanir um hagræðingu í rekstri og hvort og þá hvaða áhrif hún myndi hafa á magn og gæði þjónustu • Draga fram upplýsingar um bókhald • Kanna hvort og þá til hvaða ráðstafana stofnanir hefðu gripið til að bregðast við væntanlegum niðurskurði árið 2010
Fjármálastjórn 50 stofnana II • Val á stofnunum byggðist á eftirfarandi atriðum, einu eða fleirum • Mikill uppsafnaður halli • Hallarekstur um margra ára skeið • Hátt hlutfall sértekna og/eða markaðra tekna • Fjárveitingar samkvæmt reiknilíkönum • Vænta má mikils álags vegna efnahagsástandsins • Mikill samdráttur fjárveitinga • Viðskiptavinir og umbjóðendur þeirra þrýsta á um þjónustu
Fjármálastjórn 50 stofnana III • Helstu niðurstöður – birtar í júní 2009 • Flestar stofnanir stutt á veg komnar við undirbúning lækkunar fjárveitinga árið 2010 – útgjaldarammar ráðuneyta lágu ekki fyrir • Nokkrar stofnanir höfðu hafið vinnu við forgangsröðun verkefna vegna niðurskurðar • Líkur á að fjárlög ársins héldu hjá 28 st. en að óbreyttu ekki hjá 12 • Fjárhagsstaða 8 þeirra svo alvarleg að bregðast þurfti tafarlaust við • Rekstraráætlanir oftast vel unnar og eftirlit með framgangi reglulegt • Álag hafði aukist mikið hjá mörgum st. vegna ástandsins – aukin eftirspurn eftir þjónustu á sama tíma og t.d. yfirvinna var skorin niður. • Hjá mörgum stofnunum gáfu þriggja mánaða tölur ekki nægilega rétta mynd • Tekjur ekki bókaðar nógu reglulega • Útgjalda- og tekjudreifing önnur en áætlað var • Stofnanir nota aðra áætlun en þá sem skráð er í Oracle
Framkvæmd fjárlaga I • Efnahagsástandið kallar á mjög aukið aðhald með útgjöldum ríkisins og meiri aga við framkvæmd fjárlaga. Enn meiri áhersla er nú lögð á að ráðuneyti og stofnanir • fylgi fjárlögum • gæti aðhalds og hagkvæmni í rekstri • leitist við að tryggja að starfsemi þeirra sé skilvirk og að væntur árangur náist • Skýrslur um framkvæmd fjárlaga eru yfirleitt birtar árlega, stundum oftar – nú ráðgert að birta 2-3 skýrslur á hverju ári • Engin skýrsla var unnin um framkvæmd fjárlaga vegna ársins 2008 • Ástæður: Hrunið og sú óvissa sem það skapaði í fjármálum ráðneyta og stofnana og sú ákvörðun að hrinda af stað átaksverkefni snemma árs 2009 til að meta framkvæmd fjárlaga í breyttu umhverfi
Framkvæmd fjárlaga II • Helstu niðurstöður um framkvæmd fjárlaga vegna janúar til ágúst 2009 • Almennt hafði ekki verið farið að tilmælum Ríkisendurskoðunar frá júní um að tafarlaust yrði brugðist við stöðu stofnana með alvarlegan rekstrarvanda • Flestir forstöðumenn virðast sér vel meðvitandi um nauðsyn aðhalds í rekstri og hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að halda honum innan áætlana • Skortir á skýrari fyrirmæli hjá ráðuneytunum um samdrátt í þjónustu
Framkvæmd fjárlaga III • Nokkrar ábendingar (vegna janúar til ágúst 2009) • Taka fyrir alvöru á vanda stofnana • Ráðuneytin verða að taka á vanda stofnana sem eru í verulegum rekstrarerfiðleikum • Ólíklegt að stofnanirnar fái viðbótarfé í fjáraukalögum • Ná sátt um flutning fjárheimilda milli ára • Taka strax ákvörðun um flutning ónýttra fjárheimilda milli áranna 2008 og 2009 - liggur ekki enn fyrir – frumvarp um lokafjárlög væntanlegt núna í febrúar • Mikil óvissa um heildarfjárheimildir margra stofnana árið 2009 • Ráðuneytin hafa sent stofnunum sínum mismunandi skilaboð • Endurskoða lög um fjárreiður ríkisins – 10 ára • Skýra hlutverk og tilgang tilsjónarmanna • Hvergi sagt um hlutverk þeirra í lögum né reglugerðum
Innkaup ríkisins á vörum og þjónustu I • Markmið • Meginmarkmið úttektarinnar er að kanna hvort ráðuneyti og stofnanir ríkisins fylgi innkaupastefnu ríkisinsog hagi innkaupum sínum á vörum og þjónustu á hagkvæman, skilvirkan og árangursríkan hátt • Úttektin er liður í samtímaeftirliti Ríkisendurskoðunar og því einkum horft til ársins 2009 Hefði væntanlega verið unnin þó ekkert hrun hefði orðið
Innkaup ríkisins á vörum og þjónustu II • Athugun á innkaupastefnu allra ráðuneyta og valinna stofnana m.a. með eftirfarandi í huga: • Að kanna hvort innkaupastefnu ríkisins sé beitt með virkum hætti og árangur hennar metinn reglulega • Könnun á einstökum viðskiptum ráðuneyta og stofnana t.d. • Birgjar sem eiga veruleg viðskipti við aðeins einn aðila (stofnun eða ráðuneyti) • Viðskipti við sama aðila sem fara umfram 5 m.kr. á árinu 2009 Einnig er til skoðunar að kanna notkun rammasamninga og gera viðhorfskönnun meðal stofnana á þjónustu Ríkiskaupa
Undirbúningur sameininga í ríkisrekstri I • Markmið að kanna hvort ráðuneyti undirbúi sameiningu með fullnægjandi hætti Sameiningarferlið skiptist í fjögur stig: 1. Forkönnun 2. Undirbúningur að framkvæmd sameiningar 3. Framkvæmd sameiningar 4. Eftirfylgni (1-2 ár) og mat á árangri (2-5 ár) • Úttektin afmörkuð við fyrstu tvö stig sameiningar • Frekari eftirfylgni á síðari stigum sameiningar er þó möguleg ef ástæða þykir til • Úttektirnar eru samtímaeftirlit þ.e. skoðað hvort tiltekin undirbúningsvinna hafi farið fram en ekki horft til fortíðar eða metið hvort sameining sé réttmæt
Undirbúningur sameininga í ríkisrekstri II Tilefni stjórnsýsluúttektar af tvennum toga • Áform stjórnvalda um endurskipulagningu opinberrar þjónustu. Tilkynning forsætisráðuneytis í september 2009 – um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ráðast í viðamiklar sameiningar á ráðuneytum og ríkisstofnunum á næstu árum • Fyrri úttektir Ríkisendurskoðunar sýna að undirbúningur og framkvæmd sameininga ríkisstofnana er yfirleitt verulega ábótavant. Brotalamir í öllu sameiningarferlinu • Skortir á að gerð sé formleg samrunaáætlun, mótuð sé skýr framtíðarsýn og sett fjárhagsleg eða fagleg markmið • Verkefnastjórn veik og upplýsingamiðlun milli fagráðuneytis og sameinaðrar stofnunar takmörkuð
Undirbúningur sameininga í ríkisrekstri III Samþykktar og fyrirhugaðar sameiningar • Alþingi hefur samþykkt breytingar á verkefnum ráðuneyta, samruna Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. og sameiningu skattumdæma • Heilbrigðisráðuneytið vinnur að sameiningu heilbrigðisstofnana á Vesturlandi og Norðurlandi • Á þessu ári er stefnt að sameiningu héraðsdómstóla, lögregluumdæma og tveggja ráðuneyta • Unnið er að fjölmörgum sameiningaráformum í ráðuneytunum
Önnur atriði tengd efnahagsástandinu I • Um mitt ár 2009 tók innri endurskoðun Ríkisendurskoðunar að sér innri endurskoðun Seðlabanka Íslands en fjárhagsendurskoðun hans var úthýst að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna skorts á sérþekkingu á bankaendurskoðun • Ríkisendurskoðun er fjárhagsendurskoðandi Fjármálaeftirlitsins • Ekki hefur verið gerð stjórnsýsluúttekt á Fjármálaeftirlitinu né Seðlabankanum vegna aðdraganda hrunsins því það myndi skarast á við störf Rannsóknarnefndar Alþingis
Önnur atriði tengd efnahagsástandinu II • Ríkisendurskoðun ber lögum samkvæmt að annast endurskoðun nýju ríkisbankanna þriggja sem tóku við innlendri starfsemi Glitnis, Kaupþings og Landsbanka • Endurskoðunarfélögum var falið að annast vinnuna í umboði Ríkisendurskoðunar, m.a. vegna sérþekkingar þeirra á bankaendurskoðun • Ríkisendurskoðun áritar engu að síður stofnefnahagsreikninga og fyrsta ársreikning nýju bankanna • Fylgist með áframhaldandi vinnu við endurskoðun bankanna sem kaupandi þjónustunnar • Íslandsbanki hélt aðalfund í lok janúar sl. – nýir eigendur - ekki lengur á könnu Ríkisendurskoðunar • Aðalfundur Arion banka verður væntanlega núna í febrúar – sama framvinda og hjá Íslandsbanka • Landsbankinn verður áfram í meiri hluta eigu ríkisins - endurskoðun hans verður því á könnu Ríkisendurskoðunar en endurskoðunarfélagi falið að annast vinnuna í umboði stofnunarinnar
Önnur atriði tengd efnahagsástandinu III • Ríkisendurskoðun sér ekki um fjárhagsendurskoðun gömlu bankanna en mál vegna þeirra sem falla undir verksvið stofunarinnar eru helst: • Eftirlit með greiðslum vegna þeirra úr ríkissjóði • Mat á ábyrgðum sem ríkissjóður ber, s.s. vegna Icesave • Á tímum efnahagsþrenginga er almennt meiri hætta á fjármálamisferli. Ríkisendurskoðun hefur • lagt sérstaka áherslu á að þessu sé aukinn gaumur gefinn við endurskoðun á ríkisstofnunum • hvatt forstöðumenn ríkisstofnana til að kynna sér leiðbeiningar stofnunarinnar til að öðlast þekkingu á þeim þáttum sem valda hættu á fjármálamisferli og þeim aðferðum sem nota má til að fyrirbyggja hana