Atvinnuleit me e 303 og e 301
Download
1 / 12

Í atvinnuleit með E-303 og E-301 - PowerPoint PPT Presentation


 • 90 Views
 • Uploaded on

Í atvinnuleit með E-303 og E-301. 7. maí 2004 Jóngeir H. Hlinason. Hvað er E 301 og E 303. E 301 Vottorð um tímabil sem skal taka tillit til við úthlutun atvinnuleysisbóta. (Vottorð vinnuveitanda milli landa.) E 303

loader
I am the owner, or an agent authorized to act on behalf of the owner, of the copyrighted work described.
capcha
Download Presentation

PowerPoint Slideshow about ' Í atvinnuleit með E-303 og E-301 ' - cicero


An Image/Link below is provided (as is) to download presentation

Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author.While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server.


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - E N D - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Presentation Transcript
Atvinnuleit me e 303 og e 301
Í atvinnuleit með E-303 og E-301

7. maí 2004

Jóngeir H. Hlinason


Hva er e 301 og e 303
Hvað er E 301 og E 303

E 301

Vottorð um tímabil sem skal taka tillit til við úthlutun atvinnuleysisbóta. (Vottorð vinnuveitanda milli landa.)

E 303

Heimild til atvinnuleitar erlendis á atvinnuleysisbótum í allt að 3 mánuði.


Skilyr i fyrir tg fu e 301
Skilyrði fyrir útgáfu E 301

 • Skilyrði til að eiga rétt á vottorði E 301 er að hafa unnið í tryggingaskyldri vinnu sem launþegi.

 • Þeir sem hafa verið sjálfstætt starfandi eða verktakar eiga ekki rétt á E 301.


5 ra reglan var andi nor url nd
5 ára reglan varðandi Norðurlönd

 • Einstaklingar sem hafa áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta á Íslandi einhvern tímann á síðustu fimm árum, geta flutt með sér tryggingatímabil eða starfstímabil sem þeir eiga að baki í einhverju hinna Norðurlandanna, til Íslands án þess að hafa unnið hér á landi eftir heimkomuna. Skilyrði er samt að hafa átt rétt til atvinnuleysisbóta á Íslandi.

 • Regla þessi er byggð á 17. gr. Norðurlandasamnings um almannatryggingar.

 • Þessir einstaklingar eiga að útvega sér E-301. Skilyrði fyrir útgáfunni er að hafa greitt í A-kassa af launum sínum.


Ferill ums kna um e 301
Ferill umsókna um E 301

 • Umsókn lögð inn hjá Vinnumálastofnun (Umsóknartími 4 vikur.)

 • Með umsókn þarf að fylgja vottorð vinnuveitanda um starfstímabil og starfshlutfall á síðustu 3 árum.

 • Vinnumálastofnun kallar eftir upplýsingum frá RSK um launagreiðendur á síðustu 3 árum, einnig könnuð bótasaga hjá Atvinnuleysistryggingasjóði.

 • Fyrir þarf að liggja ef hlé hefur verið á launavinnu s.l. 3 ár. T.d upplýsingar um fæðingarorlof og sjúkradagpeninga.

 • Vottorð gefið út.


Helstu skilyr i um tg fu e 303
Helstu skilyrði um útgáfu E 303

 • Ríkisborgararéttur í EES ríki.

 • Réttur til greiðslu atvinnuleysisbóta við brottför.

 • Hafa verið skráður hjá vinnumiðlun, gefið kost á sér í vinnu í samfellt 4 vikur fyrir brottfarardag.

 • Umsækjandi sé algjörlega atvinnulaus.

 • Umsækjandi ætli í virka atvinnuleit erlendis.

 • Umsóknarfrestur er að jafnaði 3 vikur fyrir brottfarardag.


R ttindi og skyldur atvinnuleitanda me e 303
Réttindi og skyldur atvinnuleitanda með E 303

 • Veitir rétt á þeim atvinnuleysisbótum sem hann hafði í heimalandinu í allt að 3 mánuði (66 daga) (Íslenskum bótum erlendis og erlendum bótum á Íslandi).

 • Verður að afskrá sig hjá vinnumiðlun síðasta dag fyrir brottför. Skrá sig hjá vinnumiðlun erlendis innan 7 daga, til að fá greitt frá brottfarardegi.

 • Þegar komið er til baka, skrá sig erlendis síðasta dag fyrir heimför og fyrsta virka dag eftir heimkomu.

 • Einstaklingur verður að skrá sig í heimalandinu innan 3ja mánaða tímabilsins (gildistíma vottorðsins), ef hann ætlar að halda bótarétti sínum, annars verður hann að ávinna sér bótarétt að nýju.


R ttindi og skyldur atvinnuleitanda me e 3031
Réttindi og skyldur atvinnuleitanda með E 303

 • Reglur viðkomandi lands gilda um skráningu hjá vinnumiðlun og greiðsludaga atvinnuleysisbóta

 • Umsækjandi verður að mæta reglulega og gefa upplýsingar hjá vinnumiðlun hvort hann fær heilsdagsvinnu eða að hluta. Einnig upplýsir vinnumiðlun um hvort vinnu er hafnað, einstaklingur er veikur eða mætir ekki til skráningar.


ad