1 / 19

Leiðir til að efla lesskilning Gagnvirkur lestur - GVL

Leiðir til að efla lesskilning Gagnvirkur lestur - GVL. Námsstefna Víðistaðaskóla 14. ágúst 2008 Hanna Júlía Kristjánsdóttir Verkefnisstjóri Hólabrekkuskóla. Gagnvirkur lestur. Ann L Brown og Annemarie Sullivan Palincsar . Sjá Fluglæsi 1998, Akureyri, Skólaþjónusta Eyþings

ciara
Download Presentation

Leiðir til að efla lesskilning Gagnvirkur lestur - GVL

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Leiðir til að efla lesskilningGagnvirkur lestur - GVL Námsstefna Víðistaðaskóla 14. ágúst 2008 Hanna Júlía Kristjánsdóttir Verkefnisstjóri Hólabrekkuskóla

  2. Gagnvirkur lestur Ann L Brown og Annemarie Sullivan Palincsar. Sjá Fluglæsi 1998, Akureyri, Skólaþjónusta Eyþings • Beinist að því að efla færni nemenda til að takast á við margbreytilegan lestur og að kenna nemendum hvernig þeir geta tekist á við að skilja texta á kerfisbundinn hátt. • Aðferðin byggir á því að nemendur beini huganum markvisst að efni textans, velti fyrir sér efninu í heild, spyrji spurninga og reyni að skilja innihaldið. Nemendur æfast í að spá fyrir um framhald textans miðað við það sem á undan er komið. • Textanum er skipt í smærri lestexta. • Er í byrjun félagslegt ferli, unnið í samvinnu tveggja eða fleiri aðila þar sem einn er stjórnandi. Þegar nemendur ná góðri leikni við að beita aðferðinni saman beita þeir henni einir og geta þá axlað ábyrgð á eigin námi. Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  3. Þróunarverkefni í Hólabrekkuskóla Gagnvirkur lestur og gerð hugtakakorta • Sótt var um styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla til verkefnisins. • Allir kennarar skólans sóttu námskeið um aðferðirnar skólaárið 2003 – 2004 en kennurum í 1. – 7. bekk var skylt að taka þátt í verkefninu. • Verkefnið beindist að því að kenna nemendum í 1. – 7. bekk sérstakar aðferðir við lestur. • Ráðgjafi var Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  4. Þróunarverkefni í Hólabrekkuskóla • Stýrihópur las yfir lesskilningsprófin og lagfærði þau. • Skipaður var verkefnisstjóri sem veitti kennurum aðhald og stuðning, skrifaði skýrslu og vann úr niðurstöðum prófanna. Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  5. Markmið Hólabrekkuskóla með verkefninu • Að efla skilning og merkingu texta, þ.e. auka lesskilning nemenda / hlustunarskilning í 1. og 2. bekk. • Að nemendur öðlist betri námsvitund og námstækni með þeim aðferðum sem lagðar eru til grundvallar eflingu lesskilnings. • Að aukinn lesskilningur nemenda skili betri árangri í öllum námsgreinum. • Að efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda við nám og hvetja til ábyrgðar. • Að kennarar tileinki sér nýja kennsluhætti. • Að efla samvinnu meðal kennara. Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  6. Framkvæmd verkefnisins • Kennarar settu sérmarkmið um árangur. • Kennarar kenndu aðferðirnar. • Kennarar kynntu aðferðirnar fyrir foreldrum. • Kennarar sátu samráðsfundi undir stjórn verkefnisstjóra þrisvar sinnum á skólaárinu. • Kennarar fylltu út sjálfsmatsblöðtvisvar sinnum á skólaárinu. • Innra mat – kennarar mátu nemendur út frá verkefnum þeirra • Ytra mat - kennarar lögðu fyrir lesskilningspróf tvisvar sinnum á skólaárinu. Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  7. Þrepin fimm • Lestur– lesandi les hluta texta t.d. efnisgrein / kafla. • Samantekt – lesandi staldrar við og dregur saman munnlega heildarmerkingu áður en hann heldur áfram að lesa. • Spurningar – lesandi breytir aðalatriðum í spurningu eða spurningar. • Útskýringar - lesandi útskýrir orð / orðasambönd. • Forspá – lesandi setur fram forspá um það sem hann telur að fjallað verði um í næstu efnisgrein / kafla. Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  8. Auka þrepið - skoða texta • Fyrir framan þessi fimm þrep í Gagnvirkum lestri var bætt við þrepinu skoða texta úr lestrarkennsluaðferðinni SSLSR (skoða, spyrja, lesa, segja, rifja upp). Skoða texta – Nemendur lesa fyrirsagnir kaflans og millifyrirsagnir, skoða töflur, myndir og gröf. Lesa myndatexta, líta yfir feitletranir, skáletruð orð og setningar. Þetta hjálpar nemendum að gera sér grein fyrir uppbyggingu textans og takast á við nýjan orðaforða. Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  9. Gagnvirkur lestur 1. Skoða texta/efni 2. Lestur 3. Samantekt 4. Spyrja spurninga 5. Útskýringar 6. Forspá Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  10. Kennslan • Kennari byrjar á sýnikennslu og æfingum (hvert þrep æft í 2 – 5 skipti áður en næsta þrep bætist við). • Kennari lætur nemendur fá hlutverk eins og hver og einn virðist fær um að axla (stjórnandahlutverkið til nemenda). • Kennarinn eykur kröfur sínar og setur nemendum fyrir þyngri viðfangsefni eftir því sem leikni þeirra eykst. • Paravinna • Safna sýnishornum frá nemendum og færa inn á matsblöð (sjáum hvar þarf að grípa inn í). • Ræða við nemendur um hvernig gengur. Unnið er með fræðitexta, 3 sinnum í viku Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  11. Kennslan – framh. • Gott er að útbúa lykla fyrir nemendur sem segja til um að hverju þeir eiga að huga í uppbyggingu textans. • Hver nemandi hefur þessa lykla á borðinu sínu ásamt þrepunum. • SÖGUR: persónur, umhverfi, tími, samskipti,atburðir, spenna.... • DÝR: útlit, einkenni, fæða, afkvæmi, lifnaðarhættir.... • LÖND: staðsetning, borgir, gróðurfar, atvinnuvegir... Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  12. Matsblöð og próf Innra mat: • Gæði lesskilnings / samantektar • Færni nemenda til að beita aðferðinni • Sérstök matsblöð fyrir kennara Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  13. Matsblöð og próf framh. Lesskilningspróf unnin í samvinnu við nokkra skóla sem Rósa Eggertsdóttir var ráðgjafi yfir. Prófin voru samin eftir ákveðnum reglum: • 4 staðreyndarspurningar, 2 ályktanir, 2 meginmál og 2 orðskýringar. • Reynt að hafa þyngdarstig sambærilegt milli prófa í sama árgangi. Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  14. Niðurstöður lesskilnings í 7. bekk október/apríl 2008-2009

  15. Niðurstöður 2006 - 2007 Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  16. Sjálfsmat kennara • Í lok skólaársins fylla kennarar út matslista þar sem þeir eru m.a. beðnir um að meta eigin frammistöðu varðandi kennsluna á GVL, gengi nemenda og nauðsyn reynist á meiri stuðningi frá verkefnisstjóra ofl. Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  17. Niðurstöður – sjálfsmatslisti maí 2007 Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  18. Viðhorf nemenda til GVL • Hvernig finnst þér aðferðin Gagnvirkur lestur? • Notar þú aðferðina? (Hvar? Hvenær?) • Heldur þú að aðferðin bæti námsárangur þinn? Meirihluti nemenda er ánægður með aðferðina og söðust nota hana við fræðitexta. Þeir töldu aðferðina hafa bætt námsárangur sinn og aukið skilning á erfiðum textum, en nota hana lítið við frjálsan lestur. Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

  19. Heimildir • Rósa Eggertsdóttir. 2003 – 2004. Munnlegar heimildir og ljósrit. Ráðgjafi í þróunarverkefninu Læsi til skilnings í Hólabrekkuskóla. • Margrét Sæberg. 2003 – 2004. Skýrsla, þróunarverkefniðLæsi til skilnings. • Margrét Sæberg. 2006 – 2007. Niðurstöður, Læsi til skilnings 2006 – 2007. • Hanna Júlía Kristjánsdóttir. 2007 – 2008. Niðurstöður, Læsi til skilnings 2007 – 2008. • Fluglæsi.1998. Akureyri , Skólaþjónusta Eyþings Google: Reciprocal reading. Ann L Brown og Annemarie Sullivan Palincsar. Komið út nýtt námsefni (vefefni hjá náms.is): Lesið til skilningshöf. Anna Guðmundsdóttir Hanna Júlía Kristjánsdóttir Læsi til skilnings Hólabrekkuskóla

More Related