1 / 28

12. kafli

12. kafli. Andlegir hæfileikar (greind) og mæling þeirra. Einstaklingsmunur. Líkamlegur Útlit Þol o.s.frv. Andlegur (huglægur) Tilfinningar Vitsmunir (hugsun, þrautalausn, sköpun, o.s.frv.). Tilgangur hæfniprófa. Fræðilegur Hagnýtur - Hlutlægur mælikvarði á getu Inntaka í skóla

chung
Download Presentation

12. kafli

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 12. kafli Andlegir hæfileikar (greind) og mæling þeirra

  2. Einstaklingsmunur • Líkamlegur • Útlit • Þol • o.s.frv. • Andlegur (huglægur) • Tilfinningar • Vitsmunir (hugsun, þrautalausn, sköpun, o.s.frv.)

  3. Tilgangur hæfniprófa • Fræðilegur • Hagnýtur - Hlutlægur mælikvarði á getu • Inntaka í skóla • Ráðning í starf • O.s.frv. • Notkun hlutlægs mælikvarða á hæfni leiðir til meiri sanngirni, meira réttlætis.

  4. Hæfnipróf • Hæfileiki eða kunnátta • Almenn eða sértæk • Greindarpróf eru hugsuð sem almenn hæfileikapróf

  5. Hvað einkennir góð próf? • Áreiðanleiki • Réttmæti • Vönduð fyrirlögn

  6. Áreiðanleiki • Próf er áreiðanlegt ef endurteknar mælingar gefa sömu (sambærilega) niðurstöðu. • Áreiðanleika má meta með því að reikna fylgni milli endurtekinna prófanna (test-retest). • Góð greindarpróf hafa áreiðanleikastuðul uppá 0,9. • Vandinn við áreiðanleikamat. Við lærum af því að taka próf.

  7. Réttmæti • Próf er réttmætt ef það metur það sem því er ætlað að meta. • Greindarpróf er réttmætt ef það metur greind • Próf í Sál403 er réttmætt ef það metur kunnáttu nemenda á námsefninu. • Réttmæti má meta með því að bera niðurstöður saman við viðmið. T.d. niðurstöður nýs greindarprófs saman við niðurstöður viðurkennds prófs.

  8. Vönduð fyrirlögn prófa • Hvað getur haft áhrif á prófniðurstöður? • Aðstæður • Umhverfi • Fólk • Líðan • Til þess að prófniðurstöður sýni raunverulegan og réttan mun á próftökum þarf að gæta þess að allir taki prófi við sambærilegar aðstæður. • Mismunandi niðurstöður geta ella legið í mismunandi aðstæðum við próftöku.

  9. Greindarpróf – Sögulegt yfirlit • Greindarmælingar Sir. Francis Galtons • Alfreð Binet. Fyrsta greindarprófið 1905 • Önnur greindarpróf • Gagnrýni á hefðbundnar hugmyndir um greind hefur alið af sér: • Próf sem mæla sköpunargáfu • Fjölgreindarkenningu • Kenningu um tilfinningagreind

  10. Binet • Próf sem mælir hæfni til að leysa þrautir óháð reynslu og kunnáttu • Kunnugleg atriði • Nýstárleg atriði • Greind miðað við aldur Greindaraldur ------------------ = Greindarvísitala (IQ) Lífaldur

  11. Normaldreifing

  12. Normaldreifing

  13. Greindarpróf Wechslers • Málhluti • Þekking, skilningur, reikningur, líkingar, minni, orðaforði • Verklegur hluti • Tákn fyrir tölur, ófullgerðar myndir, litafletir, röðun mynda, röðun hluta

  14. Hóppróf • Dæmi • SAT • PACE • GRE • Galli • Fyrirlögn sem dregur úr nákvæmni • Kostur • Hagkvæmni

  15. Forspárgildi greindarprófa • Greindarvísitala og skólaárangur • Röðun kennara og GV. r=0,6-0,8 • Slagsíða vegna aldurs, kyns og persónueinkenna • Greindarvísitala og árangur á skólaprófum (Sjá töflu 12-5) • Greindarvísitala og árangur í starfi?? • Greindarvísitala og lífshamingja???

  16. Eðli greindar • Greind er einn almennur hæfileiki (Binet o.fl.) • Greind ræðst af almennum greindarþætti annars vegar og sérstökum hæfileikum hins vegar, G-þáttur og S-þættir (Wechsler) • Greind samanstendur af nokkrum (mörgum) sérþáttum (Frumhæfileikapróf Thurstones)

  17. Þáttagreining • Tölfræðileg aðferð sem notuð hefur verið til að rökstyðja kenningar um eðli greindar • Má nota til þess að finna þá hæfileika (þætti) sem ráða árangri á einstökum prófum • Árangur á þeim prófum sem hafa mesta fylgni sín á milli byggir á sama hæfileikanum (þættinum)

  18. Frumhæfileikar Thurstones • Orðskilningur • Málfimi • Tölur • Rúm • Minni • Skynjunarhraði • Rökhugsun

  19. Hugfræði og greind • Hugfræðingar gera tilraun til þess að lýsa því hvað er að gerast í huga okkar þegar við fáumst við tiltekin verkefni • Hvaða ferli eiga sér stað við úrvinnslu? • Stýriferli • Framkvæmdaferli • Námsferli • Minnisferli • Yfirfærsluferli

  20. Almenn sérkenni greindar Niðurstöður flestra rannsókna á eðli greindar benda til þess að greind sé: • Hæfileiki til að læra og nýta reynslu • Hæfileiki til að hugsa og draga hlutfirrtar ályktanir • Hæfileiki til að laga sig að síbreytilegum veruleika • Hæfileiki til þess að framkvæma það sem liggur fyrir að þarf að gera Greindarpróf mæla ágætlega fyrri tvo þættina en ná ekki að mæla hina!!!

  21. Greind og sköpunargáfa • Hugsun má skipta í; • Samhverfa – rétta lausnin • Sundurhverfa – mögulegar lausnir • Sköpunargáfupróf mæla sundurhverfa hugsun • Sköpunargáfupróf hafa ekki virkað sem skyldi, e.t.v. vegna þess að hér er um flókna “gáfu” að ræða.

  22. Hvað ræður greind? • Erfðir • Genetískir eiginleikar foreldra • Umhverfi • Uppeldi • Aðbúnaður • Umhyggja • Staður og tími

  23. Tafla 12-10 • Eineggja tíburar • Aldir saman 0,86 • Aldir sitt í hvoru lagi 0,72 • Tvíeggja tvíburar aldir saman 0,6 • Systkini • Alin saman 0,47 • Alin sitt í hvoru lagi 0,24 • Foreldrar – börn 0,4 • Fósturforeldrar – börn 0,31 • Frændsystkini 0,15

  24. Erfðafylgja • Hægt að meta hlut erfða með því að bera saman niðurstöður tvíburarannsókna. • Erfðafylgja/erfðahlutfall=Vg/Vt • Vt=Breytileiki sem byggir bæði á erfðum og umhverfi (munur á tvíeggja tvíburum) • Ve=Breytileiki sem byggir á umhverfi (munur á eineggja tvíburðum= • Vt-Ve=Vg • Vg=Breytileiki sem byggir á erfðum

  25. Mikilvægi umhverfisáhrifa • Viðbragðsseiling. Erfðir ráða því í grófum dráttum hvar við stöndum. Umhverfið sér um endanlega niðurstöðu (fínstillingu) • Fjöldi umhverfisþátta eru mikilvægir hvað varðar greindarþroska. • Forskotsáætlun Johnssons 1965 skilaði varanlegum árangri.

  26. Staða hæfileikaprófa • Prófin segja einungis að litlu leiti til um greind og ættu einungis að notast með öðrum upplýsingum • Flokkun með greindarprófum er umdeilanleg og má benda á bæði kosti og galla þess að flokka nemendur á grundvelli greindarmælinga. • Prófin mæla hæfni (gáfur) á tilteknu sviði og verða að skoðast sem slík. • Niðurstöður greindarprófa eru vel nýtanlegar ef haft er í huga að um takmarkaðar upplýsingar er að ræða og þær er einungis hægt að nota í bland við annað.

  27. Kynþættir og greind • Svartir Bandaríkjamenn mælast 10-15 stigum lægri en hvítir • Skýringin getur legið í: • Erfðum, þ.e. að vitsmunahæfileikar séu mismunandi vegna erfða • Umhverfi, þ.e. að munurinn byggi á aðstöðumun og menningarmun hópanna

  28. Kynþættir og greind - framhald Þegar málið er skoðað er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga: • Svartir og hvítir tilheyra lífræðilega sama hópnum • Þó svo að erfðir skipti máli varðandi greind er ekki þar með sagt að þær ráði þeim mun sem er á svörtum og hvítum • Fylgni milli hörundslitar og GV sem komið hefur í ljós skýrist líkast til af mismunandi viðbrögðum fólks við mismunandi litarhafti. • Ekki var GV-munur á óskilgetnum börnum þýskra mæðra og svartra og hvítra Bandarískra feðra sem getin voru eftir stríð í Þýskalandi • Svört börn sem alin eru upp hjá vel stæðum hvítum fósturforeldrum skora 15 stigum hærra á greindarprófum en önnur svört börn • GVT Japana hefur hækkað marktækt á 80 árum Allar þessar staðreyndir benda til þess að munur á kynþáttum byggi á umhverfisaðstæðum miklu fremur en erfðaþáttum.

More Related