100 likes | 258 Views
Að byrja í grunnskóla. Ingibjörg G. Guðrúnardóttir. Efni. Kynning Rannsókn í Kennaraháskóla Íslands Reynsla mín þegar dóttir mín byrjaði í grunnskóla. Fyrirlesarinn. Þroskaþjálfi síðan 1992 Viðbótarnám til BA 2004 Stunda meistaranám í fötlunarfræði við HÍ
E N D
Að byrja í grunnskóla Ingibjörg G. Guðrúnardóttir
Efni • Kynning • Rannsókn í Kennaraháskóla Íslands • Reynsla mín þegar dóttir mín byrjaði í grunnskóla
Fyrirlesarinn • Þroskaþjálfi síðan 1992 • Viðbótarnám til BA 2004 • Stunda meistaranám í fötlunarfræði við HÍ • Foreldri stúlku með hreyfi- og þroskahömlun síðan 1996
Að byrja í grunnskóla.Hvernig tekur almennur grunnskóli á móti börnum með þroskahömlun og foreldrum þeirra við upphaf skólagöngu? • Eigindleg rannsókn gerð í námi í KHÍ • Þátttakendur; foreldrar barna með þroskahömlun sem byrjuðu í almennum grunnskóla í Reykjavík haustin 2002 og 2003.
Þættir sem spurt var um: • Hvernig var móttaka barnsins og fjölskyldunnar • Námsefni við hæfi • Einstaklingsnámsskrá og skipulag • Félagslegir þættir
Móttaka barnsins og fjölskyldunar Einn þátttakenda: “Mér finnst að skólinn eigi að hafa ákveðnar vinnureglur þegar kennari fær fatlaðan nemanda, að þá fari ákveðið prógramm í gang. En ekki segja þegar fatlaður nemandi kemur í skólann; “Rosalega er þetta spennandi verkefni, hvað viljið þið að við gerum? Hvernig finnst ykkur foreldrum að skólastarfið eigi að vera? Ég á að fá upplýsingar, ekki veita þær. Barnið mitt er að fara í skólann til að læra eins og önnur börn. Ég sé það fyrir mér að ef að ég ætti heilbrigt barn að skólinn myndi koma til mín og spyrja; “Já, og hvernig finnst þér að kennslan eigi að vera fyrir barnið þitt?
Námsefni við hæfi Eitt foreldri sagði; “ Á fyrsta foreldrafundi þegar mér voru sýndar vinnubækur barnsins míns allar útkrotaðar varð ég fjúkandi reið. Ég var búin að leggja gífurlega áherslu á að barnið fengi námsefni við hæfi. Mér fannst það svo mikilvægt að barnið mitt upplifði að það gæti líka leyst af hendi verkefni eins vel og hin börnin. Einnig fannst mér mikilvægt að hin börnin upplifðu að barnið mitt gæti líka lært í skólanum”.
Einstaklingsnámsskrá og skipulag Þátttakandi sagði; “ Eftir að einstaklingsnámskráin var gerð varð nám barnsins míns miklu markvissara og ég fann að það byrjaði að læra”
Félagslegir þættir • Huga þarf jafnt að félagslegum sem námslegum þáttum þegar barn með þroskahömlun er annars vegar
Hverfisskóli eða ekki? “Það er meiri vinna fyrir okkur foreldrana að hafa barnið í almennum skóla heldur en í sérskóla, þetta er stöðug vinna og eftirlit en að leggja það á sig er bara til hagsbóta fyrir barnið í framtíðinni, alveg hiklaust. Þó svo að þetta sé alveg ofboðslega erfitt og kosti stundum grát og gnístran tanna að fá sínu fram, þá margborgar það sig”.