1 / 143

II. Sýklalyf

II. Sýklalyf. LHF 203. Efnisyfirlit. 1. Örverur 2. Flokkar og verkun sýklalyfja 3. Sýklalyf 4. Sýklalyf og sýkingar. 1. Örverur (microorganism). eru ör smáar líf verur , t.d. príónar, veirur, bakteríur, sveppir eða frumdýr

cana
Download Presentation

II. Sýklalyf

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. II. Sýklalyf LHF 203

  2. Efnisyfirlit • 1. Örverur • 2. Flokkar og verkun sýklalyfja • 3. Sýklalyf • 4. Sýklalyf og sýkingar © Bryndís Þóra Þórsóttir

  3. 1. Örverur (microorganism) • eru örsmáar lífverur, t.d. príónar, veirur, bakteríur, sveppir eða frumdýr • er skipt í tvo hópa eftir því hvernig frumurnar eru samansettar; þ.e. dreifkjörnunga og heilkjörnunga • Dreifkjörnungar; bakteríur og blágrænir þörungar • Heilkjörnungar; frumdýr og sveppir Frumur heilkjörnunga hafa um sig frumuhimnu og afmarkaðan kjarna ásamt frumulíffærum. Heilkjörnungar eru yfirleitt flóknari og stærri en dreifkjörnungar © Bryndís Þóra Þórsóttir

  4. Veirur • eru líffræðilega gjörólíkar og óskyldar bakteríum • eru ekki frumur og ekki sjálfstæðar lífverur • eru n.k. „sýkjandi agnir“, og frekar sagt að þær séu „virkar“ og „óvirkar“ heldur en „lifandi“ og „dauðar“ • vantar öll frumulíffæri og þær hafa ekki eigin efnaskipti • eru erfðaefni innan í próteinhylki, ófærar um að fjölga sér sjálfar • sýkja lifandi hýsilfrumur og stýra starfsemi þeirra á þann veg að þær fara að búa til nýjar veirur • valda stundum dauða hýsilfrumunnar fljótlega eftir sýkingu, en oft kemur erfðaefni veiru sér fyrir í erfðaefni hýsilfrumunnar og truflar eða breytir starfsemi hennar © Bryndís Þóra Þórsóttir

  5. Veirur • Hver veirutegund er mjög sérhæfð með tilliti til hýsilfrumu; ef hún kemst ekki inn í rétta frumu getur hún ekki starfað • Segja má að allar lífverur hafi sínar veirur; til eru veirur sem ráðast á bakteríufrumur, aðrar ráðast á sveppafrumur, enn aðrar á mannafrumur, plöntufrumur o.s. frv. • Veirur eru 10-100 sinnum minni en bakteríur • Hlutverk og magn veira í náttúrunni hefur lítið verið rannsakað, þar eð veirur sjást ekki í venjulegri smásjá og erfitt er að rækta þær þegar réttu hýsilfrumurnar eru ekki þekktar © Bryndís Þóra Þórsóttir

  6. Bakteríur • eru dreifkjarna frumur sem oftast eru færar um að lifa sjálfstætt • hafa ekki neinn ákveðinn frumukjarna • Kjarnaefni þeirra er samsett úr litningi (krómó- sóm) og plasmíði • hafa frumuvegg og fá næringu frá umhverfinu með því að sjúga hana í gegnum frumuvegginn • fjölga sér með skiptingu og margar geta hreyft sig • eru yfirleitt 1 míkrómetri (1:1000 af mm) að þvermáli og flestar bakteríur eru af stærðinni 0,3-8 μm © Bryndís Þóra Þórsóttir

  7. Bakteríur • finnast næstum alls staðar; t.d. eru margar þúsundir til milljónir baktería í hverjum ml af sjó, í hverju grammi af mold og á einum fersentímetra á húð okkar • gegna mikilvægu hlutverki í hringrás efna á jörðinni og við að viðhalda jafnvægi í náttúrunni • lifa margar hverjar í samlífi við aðrar lífverur og gera þeim gagn • skiptast í þrjá hópa og gefið nafn eftir útliti: • Kúlulaga bakteríur (coccus) • Staflaga bakteríur (bacillus) • Gormlaga bakteríur (spiral) © Bryndís Þóra Þórsóttir

  8. Bakteríur • Kokkar (coccus) eru flestir 0,5-1 μm í þvermál, þeir eru; • tveir og tveir saman (diplococcus) • fjórir saman (tetracoccus) • í keðju (streptococcus) • í klasa (staphylococcus) • Þegar bakteríur valda sjúkdómi fá þær nafn eftir sjúkdómnum sem þær valda. Þannig valda: • gonokokkar →gonorrhea (lekanda) • meningokokkar → meningitis (heilahimnubólgu) • pneumokokkar → pneumonia (lungnabólgu) © Bryndís Þóra Þórsóttir

  9. Bakteríur • Staflaga bakteríur (bacillur) geta verið beinar, bognar eða sem þræðir • Flestar eru á milli 1-8 μm langar. • Dæmi um staflaga bakteríu er Escherichia coli sem er í miklu magni í þörmum og Pasteurella pestis sem veldur svartadauða eða pest • Gormlaga bakteríur (spiral) eru t.d. Vibrio comma sem orsakar kóleru og Treoponema pallidum sem veldur sýfilis © Bryndís Þóra Þórsóttir

  10. Bakteríur • geta haft odda eða hár (pili) - Hárin valda því að bakterían festist betur við sinn gististað • geta haft lengri hár eða svipur (flagella) - Svipurnar eru notaðar til hreyfingar • geta haft slímhjúp utan um sig og þola því betur árásir mótefnasvars líkamans - Pneumokokkabakterían er með slíkan hjúp • geta stundum myndað gró (spora) - Gró eru hvíldarstig bakteríunnar og geta þá bakteríur lifað í mjög langan tíma í óhagstæðu umhverfi - Gró þola t.d. suðu © Bryndís Þóra Þórsóttir

  11. Bakteríur • Sumar bakteríur fjölga sér með skiptingu • Hve oft hún skiptir sér fer eftir tegund og vaxtarskilyrðum • Við góð skilyrði getur ein baktería orðið af átta á einni klst. • Hægt er að flokka bakteríur eftir súrefnisþörf; • Loftháðar bakteríur (aerobe); þurfa súrefni til að geta starfað og fjölgað sér • Loftfælnar bakteríur (anaerobe) geta ekki lifað í nærveru súrefnis • Loftóháðar bakteríur; bakteríur sem eru bæði, t.d. E.coli © Bryndís Þóra Þórsóttir

  12. Bakteríur Gramlitun • Til að skoða bakteríur í smásjá þarf venjulega að lita þær • Þekktasta litunin er nefnd eftir danska lækninum Christian Gram; gramlitun • Aðferðin er þannig að sett er litarefni yfir bakteríurnar og síðan er litarefnið skolað af • Hjá sumum bakteríum situr liturinn eftir en hjá öðrum skolast hann burtu - Þær bakteríur sem litast fjólubláar kallast gramjákvæðar og hinar sem ekki taka lit gramneikvæðar © Bryndís Þóra Þórsóttir

  13. Örveruflóra mannsins • Mikið magn af bakteríum er á húð manna, í munni og í þarmi Samsetning flórunnar er nokkuð mismunandi • Á húð eru venjulega alltaf: • Staph. Eeidermidis • Staph. Aureus • Í fitukirtlum húðar, hársekkjum og svitakirtlum lifa loftfælnar bakteríur, t.d.: • Propionbacteria acne • Í munni eru 70% allra baktería loftfælnar, t.d.: • Bacterioides • peptokokkar • peptostreptokokkar © Bryndís Þóra Þórsóttir

  14. Örveruflóra mannsins • Í munni er einnig að finna: • pneumokokka • meningokokka án þess að einstaklingur sé sjúkur • Í maga hafna milljónir baktería eftir máltíð • Flestir sýklar deyja í súru umhverfi magans • Fjöldi baktería eykst aftur í þörmum og í ristli er mesta magn líkamans af bakteríum • Um 99,9% baktería í saur eru loftfælnar bakteríur • Í þarmi er m.a. að finna: • Bacteroides melaninogenicus→ alvarlegrar sýkingar • Clostridium perfringens • Clostridium difficile→ geta leitt til garna- og ristilbólgu © Bryndís Þóra Þórsóttir

  15. Örveruflóra mannsins • Stundum er talað um tækifærissýkla, sem eru bakteríur sem tilheyra hluta af bakteríuflóru mannsins en ef þær berast út fyrir venjulega staðsetningu geta þær valdið sýkingu • Dæmi um þetta eru þarmabakteríur (t.d. E.coli) sem valda venjulega ekki sýkingu í þarmi en geta valdið sýkingu berist þær til þvagfæra © Bryndís Þóra Þórsóttir

  16. Sjúkdómsvaldandi bakteríur • Sýkill (pathogen) er örvera sem veldur sjúkdómi • Sýklar geta verið einfrumungar eða fjölfrumungar • Einfrumusýklar eru t.d. bakteríur, veirur, sveppir eða frumdýr • Aðeins örlítið brot baktería eru sýklar • Fjölfrumusýklar eru t.d. ormar og maurar sem í daglegu tali kallast sníkjudýr • Sníkjudýr og sýklar valda ýmsum smitsjúkdómum © Bryndís Þóra Þórsóttir

  17. Sjúkdómsvaldandi bakteríur • Smithæfni (virulence) er hæfni bakteríunnar til að valda sjúkdómi • Hluti af smithæfni bakteríu er hæfileikinn til að festast við slímhimnur mannslíkamans • Bakteríur með hár hafa meiri smithæfni en þær hárlausu • Sumar bakteríur hafa slímhjúp utan um sig og þola því betur árásir mótefnasvars líkamans • T.d. Pneumókokkabakterían • Þegar fjallað er um eiturefni sem bakteríur gefa frá sér, er greint á milli exotoxíns og endotoxíns © Bryndís Þóra Þórsóttir

  18. Exotoxín (úteitur) • eru efni sem bakterían gefur frá sér • eru oft mjög mikilvirk og eru oft sérhæfð þannig að þau valda skaða í sérstökum líffærum eða vef • Dæmi: Stífkrampaeitur, veldur einungis skaða í taugavef þannig að viðkomandi lamast • Sumar bakteríur gefa frá sér ensím sem geta skaðað vefi - Þau eru oft talin til exotoxína • Dæmi: Streptókokkar mynda ensím sem hvetja myndun á ensími í líkamanum sem leysir upp fíbrín í líkamanum Þannig losar bakterían um vefi líkamans og kemst lengra inn © Bryndís Þóra Þórsóttir

  19. Endotoxín (inneitur) • er efni sem er bundið á yfirborði bakteríunnar og losnar einungis eftir að bakterían deyr eða dettur í sundur • leiða oft til þess að ónæmiskerfið fer af stað og myndar efni sem hafa áhrif á hitastjórnun líkamans • eru aðallega mynduð af gram-neikvæðum bakteríum © Bryndís Þóra Þórsóttir

  20. Varnir líkamans • Hvort baktería geti framkallað sjúkdóm eða ekki, ræðst m.a. af smithæfni bakteríunnar og vörnum líkamans • Magn baktería skiptir einnig máli • Oftast myndast jafnvægi innan bakteríuflórunnar milli einstakra tegunda þannig að ein tegund heftir uppgang annarrar, t.d. sýkla • Ef röskun á jafnvæginu getur sýklum fjölgað og sýking blossað upp • Þetta gerist stundum eftir sýklalyfjanotkun • Vörnum líkamans má skipta í: • a) ósérhæfðar varnir • b) sérhæfðar varnir © Bryndís Þóra Þórsóttir

  21. a) Ósérhæfðar varnir – eðlileg vörn • Um er að ræða húð, slímhimnur (slím), bólgu og hvít blóðkorn. Húðin og slímhimnur hindra aðgang baktería og framleiða efni sem draga úr starfsemi sýkla • Húðin • Inniheldur fitu- og svitakirtla sem framleiða ómettaðar fitusýrur og mjólkursýru sem geta verið bakteríudrepandi • Slímhimnur • Innih. ensím sem brjóta niður frumuvegg baktería • Slímhimnur augna, öndunarfæra, þarms og kynfæra eru þaktar slími, sem geta verið bakteríudrepandi • Lungun hafa bifhár sem flytja slímið upp á við • Sýra magans og súrt slím legganga er bakteríuvörn © Bryndís Þóra Þórsóttir

  22. a) Ósérhæfðar varnir – eðlileg vörn • Bólga – bólgusvörun (inflammation) • Ef baktería kemst gegnum varnarkerfi líkamans => bólgusvar => blóðflæði eykst, húðin roðnar, hitnar og bólgnar. • Líkaminn býr til fíbrínnet til að styrkja vefina sem orðið hafa fyrir skaða og til að hindra frekari útbreiðslu sýkla • Hvít blóðkorn - Átfrumur (phagocytos) • Átfrumur eru hvít blóðkorn sem geta tekið upp framandi efni og afeitrað þau • Verði einhver bilun í starfsemi hvítra blóðkorna dreifast bakteríur auðveldlega um blóðæðar og sogæðar © Bryndís Þóra Þórsóttir

  23. b) Sérhæfðar varnir – áunnin vörn • Hin ósérhæfða vörn líkamans tekst að ráða við flest þau smit sem við verðum fyrir. Við erfiðari smit þarf að koma til hjálp frá eitilfrumum (lymphocyte) – hvítum blóðkornum • Um er að ræða mótefni og mótefnaminni • Mótefni – B-eitilfrumur, T-eitilfrumur • B-eitilfrumur þekkja aftur framandi efni (antigen, mótefnavaki) og mynda mótefni, sem eru flutt út til vefja líkamans • T-eitilfrumur eru t.d. T-hjálparfrumur, T-drápsfrumur og T-bælifrumur © Bryndís Þóra Þórsóttir

  24. b) Sérhæfðar varnir – áunnin vörn • Mótefni frh. • T-hjálparfrumur gefa frá sér merki verði þær varar við framandi efni • T-hjálparfrumur örva allar frumur mótefnakerfisins í grendinni m.þ.a. gefa frá sér boðefni eða hormón, t.d. interleukin-2 • T-drápsfrumur eru atkvæðamestu frumur ónæmiskerfisins • T-drápsfrumur eru sérhæfðari í að drepa frumur í líkamanum sem haga sér öðruvísi t.d. vírussmitaðar frumur • T-bælifrumur koma í veg fyrir s.k. sjálfsofnæmi © Bryndís Þóra Þórsóttir

  25. b) Sérhæfðar varnir – áunnin vörn • Mótefnaminni(ónæmi) • Hver eitilfruma getur aðeins svarað einu ákveðnu efni • Eitilfrumur hafa minni sem greinir aftur framandi efni • Við endurtekið smit svarar mótefnasvarið bæði fljótt og sérhæft ákveðnum smitefnum (vegna mótefnamyndunar) • Þetta verður til þess að líkaminn verður ónæmur fyrir smitefni eftir að hafa sýkst einu sinni © Bryndís Þóra Þórsóttir

  26. 2. Flokkar og verkun sýklalyfja • Sýklalyf í víðasta skilningi eru lyf sem notuð eru til þess að fyrirbyggja sýkingar, lækna sýkingar og vinna á sýklum • Sýklar geta verið veirur, bakteríur, sveppir, frumdýr (einfrumungar), ormar eða maurar (fjölfrumungar) • Sýklalyf gegn sveppum kallast sveppalyf, sýklalyf gegn veirum veirulyf o.s.frv. • Það er sjaldan talað um bakteríulyf, þannig að þegar lyf er kallað sýklalyf þá er oft meint að lyfið sé gegn bakteríum © Bryndís Þóra Þórsóttir

  27. Saga sýklalyfjanna – stutt yfirlit... • Saga og þróun sýklalyfja verður með góðu móti rakin allt aftur til aldamótanna 1900 • 1850; L. Pasteur uppgötvaði samband örvera og sýkinga • I.P.Semmelveis og J. Lister voru frumkvöðlar að nútímavörnum (smitvörnum) á sjúkrahúsum • 1890; rússinn Romanovsky uppgötvaði kínín, eitt elsta sýklalyfið (malaría) • P. Ehrlich framleiddi arsenan gegn sárasótt (Nóbelsverðlaun 1908) • 1935; G. Domagk þróaði og framleiddi Prontósíl, fyrsta súlfalyfið © Bryndís Þóra Þórsóttir

  28. Saga sýklalyfjanna • 1929; A. Fleming uppgövaði penicillín • 1940; H. Florey og E. Chain framleiddu penicillín og það fer á markað • 1944; S.A. Waksman framleiddi streptómýsín úr jarðvegsbakteríu • 1950-1960; framleiðsla lyfjaafleiða til að verjast lyfjaónæmum sýklum • 1970-1980; fyrstu veirulyfin litu dagsins ljós © Bryndís Þóra Þórsóttir

  29. Flokkar sýklalyfja • Flokka má sýklalyf í þrjá aðalflokka: • I. Sérhæfð sýklalyf • II. Ósérhæfð sýklalyf • III. Ónæmislyf © Bryndís Þóra Þórsóttir

  30. I. Sérhæfð sýklalyf • Bakteríulyf, sveppalyf, frumdýralyf, veirulyf 1. Antibiotica Þegar penicillín og skyld lyf voru fundin upp voru þau nefnd antibiotica eða fúkalyf (fúkkalyf), vegna þess að lyfin voru afurð sveppa (einnig örvera, jarðvegsbaktería o.fl.) 2. Samtengd lyf Í dag eru flest sérhæfð sýklalyf unnin á efnatæknilegan hátt, annað hvort með samtengingu eða hálf-samtengingu... 3. Hálf-samtengd lyf Þegar efnahópar eru tengdir á upphaflegu lyfjakjarnana og búnar til lyfjaafleiður úr upphaflegu sýklalyfjunum © Bryndís Þóra Þórsóttir

  31. I. Sérhæfð sýklalyf • Sérhæfð sýklalyf virka yfirleitt truflandi á eitthvert efnaferli í sýklum, t.d. á próteinmyndarferli og veggmyndun baktería (sjá síðar) • Sérhæfð sýklalyf hafa víðtækt notkunarsvið og eru sennilega bestu sýklalyfin m.a. vegna þess að þau má nota bæði í inntöku og einnig sem stungulyf © Bryndís Þóra Þórsóttir

  32. II. Ósérhæfð sýklalyf • Sótthreinsiefni (antiseptic), dauðhreinsiefni (disinfectant) • Ósérhæfð sýklalyf eru ýmiss konar sýkladrepandi og frumuheftandi lyf og efni til smitvarna og smiteyðingar • Sótthreinsiefni eru notuð til að þvo, leysa upp og fjarlægja sýkla af tólum og tækjum og húð og sárum • Sótthreinsiefni eru ósérhæfð og er ætlað að drepa alla sýkla • Þau eru því aðallega notuð til smiteyðingar eða smitvarna • Þessi efni eru notuð utan líkamans, því þau skaða heilbrigðar líkamsfrumur manna og dýra © Bryndís Þóra Þórsóttir

  33. III. Ónæmislyf • Bóluefni, ónæmissermi, immúnóglóbúlín • Bóluefnum eða ónæmislyfjum er ætlað að efla viðbrögð líkamans gegn sýkingum. Þau virkja svarkerfi líkamans (hvetja til myndunar ónæmis) og efla varnir hans gegn sýklum • Bóluefni voru mikið notuð á síðustu öld, áður en hin eiginlegu sýklalyf komu til sögunnar • Notkun ónæmislyfja er takmörkuð við þekktar sýkingar en með aukinni þekkingu þá má vænta þess að notkun ónæmislyfja aukist © Bryndís Þóra Þórsóttir

  34. Verkun sýklalyfja • Sérhæfð sýklalyf vinna á ákveðnum sýklum og ráðast yfirleitt bara á eitt ákveðið ferli eða líffæri í bakteríunni • Sýklalyf sem hemja vöxt eða fjölgun baktería; eru bakteríóstatísk • Sýklalyf sem drepa bakteríuna; eru bakteríócíd • Sýklalyfin hafa ólíkt verkunarsvið og mismunandi verkunarmáta og verka á mismunandi fjölda baktería © Bryndís Þóra Þórsóttir

  35. Verkunarmáti sýklalyfja • Dæmi:  Lyf sem eyðileggja byggingu frumuveggjar baktería, t.d. β-laktam sýklalyf (penicillín og cefalósporín) - Þessi lyf hemja ensímið transpeptidasa og eyðileggja þar með frumu- vegginn, hann springur og bakterían deyr  Lyf sem hindra starfsemi frumuhimnu, t.d. sveppalyfið nýstatín (Mycostatin)  Lyf sem hemja framleiðslu kjarnsýru, t.d súlfalyf (súlfónamíð) og trímetóprim, þau hemja fólínsýruframleiðslu - Kínólónar hemja ensímið DNA-gýrasa og koma þannig í veg fyrir uppbyggingu á DNA - Berklalyfið rífampicín hemur framleiðslu á RNA © Bryndís Þóra Þórsóttir

  36. Verkunarmáti sýklalyfja • Lyf sem eyðileggja myndun próteina, m.þ.a. eyði- leggja uppbyggingu RNA og DNA, t.d. sýklalyf í flokki amínóglýkósíða, makrólíða, klóramfenikól, tetracýklín o.fl. • Þessi lyf bindast ríbósómum og trufla myndun próteina • Með því að trufla myndun próteina truflast myndun nauðsynlegra ensíma og myndun frumuhluta svo bakterían getur ekki starfað lengur og deyr © Bryndís Þóra Þórsóttir

  37. Lyfjaónæmi • Bakteríur geta orðið ónæmar gegn lyfjum með því að þróa með sér vörn • Þetta getur gerst á tvennan hátt: 1. Bakterían verður fyrir stökkbreytingu 2. Bakterían fær erfðaefni frá annarri ónæmri bakteríu • Erfðaefni bakteríu er að mestum hluta bundið í litningum (krómasómum) en einnig er erfðaefni baktería að finna í smærri bútum í plasmíðum • Hafi baktería myndað ónæmi gagnvart sýklalyfi skiptir miklu máli hvort sá eiginleiki sé bundinn í litningunum eða plasmíðum © Bryndís Þóra Þórsóttir

  38. Lyfjaónæmi • Litningur í algegnustu bakteríum er hringlaga og inniheldur um 3000 gen • DNA-strengir sem eru í plasmíðum innihalda miklu færri gen eða frá 3-400 gen • Baktería inniheldur einn litning en plasmíðin geta verið fleiri hundruð • Þegar baktería fjölgar sér myndast afrit af DNA • Bakteríur skipta sér hratt og gera má ráð fyrir að við hverja skiptingu verði til galli í DNA-strengnum - Galli sem erfist til næstu kynslóðar kallast stökkbreyting • Algengi: 1 : 107 © Bryndís Þóra Þórsóttir

  39. Lyfjaónæmi • Ónæm baktería dreifir ónæminu til afkomenda, en e.t.v. einnig til ættingja og jafnvel til annarrar tegundar • Þetta getur gerst með: • ummyndun (transformation) • Baktería tekur upp DNA úr litningi og skiptir því út fyrir sitt eigið. Þetta getur gerst er baktería hefur rifnað í sundur - Einnig getur ein baktería tekið upp heilu plasmíðin • veiruleiðslu (transduktion) • Þá flytur veira eiginleika á milli baktería. Innsetning nýs DNA í bakteríu gerist þá á sama hátt og með ummyndun • tengslum (conjugation) • Sumar bakteríur geta myndað tengsl - Afrit af ónæmi eða heilt plasmíð flytjast á milli og ónæmi dreifist © Bryndís Þóra Þórsóttir

  40. Lyfjaónæmi • Öll sýklalyf munu fyrr eða síðar valda því að til verða ónæmar bakteríur • Ónæmar bakteríur hafa meira mótstöðuafl gagnvart sýklalyfjum, þær lifa af sýklalyfjagjöf, fjölga sér og dreifa ónæminu • Svo virðist sem bakteríur sem geta varist sýkla- lyfjum vaxi hægar heldur en næmar bakteríur => Bakteríur sem eru ónæmar koma með tíð og tíma til að deyja út, svo framarlega sem ekki eru notuð sýklalyf gegn þeim © Bryndís Þóra Þórsóttir

  41. Lyfjaónæmi • Með því að nota sýklalyf markvisst og varlega, er hægt að koma í veg fyrir uppkomu og útbreiðslu ónæmra baktería • Því skal einungis nota sýklalyf þegar þess þarf nauðsynlega og velja lyfin þannig að þau passi við þá sýkla sem þeim er ætlað að ráða við Tegundir ónæmis • Bakteríur eru mismunandi næmar fyrir sýklalyfjum. Þannig eru gramneikvæðar bakteríur oft ónæmar fyrir penicillíni • Ónæmir sýklar eru sýklar sem hafa áunnið sér ónæmi en voru ekki ónæmir fyrir sýklalyfjunum frá byrjun © Bryndís Þóra Þórsóttir

  42. Aðferðir sýkla til að verða ónæmir • Bakteríur nota mismunandi aðferðir til að verða ónæmar og á ónæmið sér stað á mismunandi stöðum í bakteríunni • Dæmi: i) Lyfinu er breytt í óvirkt efni ii) Breyting verður á þeim stað í frumunni sem sýklalyfið bindst við iii) Breyting verður á gegndræpi lyfja gegnum frumuvegg iv) Myndun nýrra og breyttra ensíma © Bryndís Þóra Þórsóttir

  43. i) Lyfinu er breytt í óvirkt efni • Bakterían klippir sýklalyfið með nýjum ensímum • Dæmi: • Ónæmi gegn penicillíni og cefalósporíni • Bakteríurnar nota ensím til að klippa ß-laktamhring lyfjanna © Bryndís Þóra Þórsóttir

  44. ii) Breyting verður á þeim stað í frumunni sem sýklalyfið bindst við • Bundið litningum • Dæmi: • Ónæmi gegn kínólónum og rífampisíni (berklalyf) • Bakteríur breyta ensímum sínum þannig að lyfin geta ekki eyðilagt þau © Bryndís Þóra Þórsóttir

  45. iii) Breyting verður á gegndræpi lyfja í gegnum frumuvegg • Sýklalyfið getur ekki lengur komist í gegnum frumuvegg bakteríunnar • Dæmi: • Ónæmi gegn tetracýklíni • Í venjulegri og næmri bakteríu er tetracýklín tekið inn í frumuna • En hjá ónæmum bakteríum kemst sýklalyfið ekki inn © Bryndís Þóra Þórsóttir

  46. iv) Myndun nýrra og breyttra ensíma • Sem sýklalyfið getur ekki hamið • Dæmi: • Ónæmi gegn súlfónamíð og trímetóprim • Sumar bakteríur hafa búið til tvenns konar ensím sem bæði starfa á sama hátt, en sýklalyfin (t.d. súlfa) geta einungis truflað aðra gerðina © Bryndís Þóra Þórsóttir

  47. Val á sýklalyfjum • Ýmislegt þarf að hafa í huga við val á sýklalyfjum. • Stundum er erfitt að greina sjúkdómseinkenni og tengja þau við ákveðna sýkla • Taka þarf með í reikninginn aldur sjúklings, lifrarstarfsemi hans, ónæmiskerfi, milliverkanir, lyfjaform, kostnað, þungun o.s.frv. © Bryndís Þóra Þórsóttir

  48. Atriði í sambandi við val á sýklalyfjum • Velja skal rétt sýklalyf – greining á sýklum, sýking staðfest • Velja skal þau sýklalyf sem hafa sem þrengst verkunarsvið • Lyfjaskammtarnir þurfa að vera nægilega stórir - Því skal alltaf taka fullan skammt • Best er að gefa fáa og stóra skammta af sýklalyfjum í stað þess að gefa marga í minni styrkleika • Betra er að sýklalyfjagjöf standi stutt, því tíðni ónæmra sýkla eykst eftir því sem sýklalyfjagjöf stendur lengur yfir og er tíðari (Þetta fer þó eftir eðli sjúkdómsins…) • Ná þarf fram ákveðnum styrkleika lyfs þar sem bakteríurnar eru staðsettar, þetta getur verið erfitt, t.d. þar sem blóðstreymi er mjög lítið eins og í miðeyra og í kinnholum © Bryndís Þóra Þórsóttir

  49. Atriði í sambandi við val á sýklalyfjum • Hafa þarf í huga sýklalyfjaónæmi, eru bakteríurnar sem valda sýkingunni ónæmar fyrir sýklalyfinu? • Hafa þarf í huga ofnæmi gegn sýklalyfjum, sem er vel þekkt fyrirbæri (t.d. súlfalyf og penicillín) • Oft er um að ræða krossofnæmi • Hafa þarf í huga nýrnastarfsemi sjúklings, því sum sýklalyfja geta valdið truflunum á nýrnastarfsemi, t.d. lyf eins og súlfalyf, nítrófúrantóín, gentamýcín og sum amínóglýkósíð skiljast óumbreytt um nýrun • Slík lyf geta valdið eitrun ef nýrun eru ekki í lagi © Bryndís Þóra Þórsóttir

  50. Samsett sýklalyfjagjöf • Almenna reglan er að nota aðeins eitt sýklalyf við tiltekinni sjúkdómsmeðferð • Í sumum tilfellum þarf þó að gefa fleiri en eina tegund af sýklalyfjum. Dæmi: • Til að auka skaðsemi lyfjanna; Þá eru gefin lyf sem eru ólík og verka á mismunandi hátt • Til að ná fram samverkandi áhrifum; T.d. meðferð á berklum, heilahimnubólgu og hjartaþelsbólgu • Til að fá breiðari verkun og minnka hættuna á ónæmi; Þá eru notaðar tvær tegundir sýklalyfja, t.d. sýking í kviðarholi, berklar • Við alvarlegar eða óþekktar sýkingar; Stundum gripið til þess ráðs að gefa fleiri en eitt sýklalyf, t.d. heilahimnubólga © Bryndís Þóra Þórsóttir

More Related