1 / 20

DÓMSTÓLAR

DÓMSTÓLAR. Stjórnarskráin I. Í 2.gr. stjórnarskrárinnar segir að dómendur fari með dómsvaldið. Þessi grein er í anda þrískiptingar ríkisvaldsins, dómstóllinn er sjálfstæður. Í 59.gr. s egir orðrétt: “Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.”

avon
Download Presentation

DÓMSTÓLAR

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. DÓMSTÓLAR

  2. Stjórnarskráin I • Í 2.gr. stjórnarskrárinnar segir að dómendur fari með dómsvaldið. • Þessi grein er í anda þrískiptingar ríkisvaldsins, dómstóllinn er sjálfstæður. • Í 59.gr. segir orðrétt: “Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.” • Framkvæmdarvaldið getur m.ö.o. ekki skipað málum að vild, lögin eru undirstaða réttaríkisins.

  3. Stjórnarskráin II • Í 60. gr. segir: “Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Þó getur enginn, sem um þau leitar úrskurðar, komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboði í bráð með því að skjóta málinu til dóms.” • Ríkinu ber að fara eftir úrskurði dómstóla. Greinin kveður einnig á um það að ákvarðanir taka strax gildi jafnvel þó að

  4. Stjórnarskráin III • 61.gr. “Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana. Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.”

  5. Stjórnarskráin IV • Í 61.gr. er lögð áhersla á að dómarar séu ekki undir áhrifum frá neinu eða neinum nema lögunum. • Til þess að efla sjálfstæði þeirra enn frekar eru þeir æviráðnir og njóta tiltekinni kjara. • Þeim má ekki vísa úr embætti nema með dómi. Með öðrum orðum verða þeir að hafa gerst brotlegir við lög.

  6. Óháðir dómsstólar • Trúverðugleiki dómskerfsins veltur á því að þeir séu óháðir í ákvörðunum sínum, dæmi einungis eftir lögum. • Dómarar eru að vísu skipaðir af framkvæmdar-valdinu, af dómsmálaráðherra, en ákvæði stjórnarskrárinnar taka af allan vafa um sjálfstæði dómara. • Dómsmálaráðherra eða stjórnvöld geta þannig ekki rekið dómara sem þeim mislíkar við.

  7. Lög og réttarheimildir • Stjórnarskráin segir að dómarar eigi “einungis að fara eftir lögunum.” • Lögin í þessari merkingu vísa ekki bara til settra laga, þ.e.a.s. laga sem Alþingi setur heldur til viðurkenndra réttarheimilda. • Við förum betur í réttarheimildir eftir áramót en gott er samt að vita hverjar þær eru.

  8. Hvað eru réttarheimildir? • Réttarheimildir eru þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún mótuð almennt eða í ákveðnu tilfelli. Sigurður Líndal

  9. Hvað telst til réttarheimilda? • Settur réttur, þ.e.a.s. lög • Réttarvenja • Fordæmi • Lögjöfnun • Kjarasamningar • Meginreglur laga • Eðli máls

  10. Hvað telst til réttarheimilda? • Kenningar fræðimanna • Almenn réttarvitund • Þjóðréttarreglur • Nauðsyn er lögum ríkari (nauðsyn brýtur lög)

  11. Lög um dómstóla • Eins og segir 59.gr. Stjórnarskrárinnar verður skipan dómsvaldsins eigi skipað nema með lögum. • Lög um dómstóla 15/1998 tekur á skipan dómstóla.

  12. Hæstiréttur I • Hæstiréttur er æðstur dómstóla. • Hann er áfrýjunardómstóll. • Með öðrum orðum þá eru mál ekki lögð fyrir dómstólinn nema þau hafi fyrst fengið meðferð á lægra dómstigi (fyrir héraðsdómi). • Í hæstarétti sitja 9 dómarar sem dómsmálaráðherra skipar (forseti formlega skv. tillögu dómsmálar.)

  13. Hæstiréttur II • Dómarar eru skipaðir ótímabundið. • Til þess að öðlast hæfi sem hæstaréttardómari þarft þú meðal annars: • að hafa lokið embættisprófi í lögfræði • vera 35 ára eða eldri • að vera íslenskur ríkisborgari • vera lögráða og ekki misst stjórn á búi sínu • Hafa reynslu sem dómari, hæstaréttarlögmaður, prófessor í lögum, sýslumaður o.fl. • má ekki hafa gerst sekur um refsivert athæfi

  14. Hæstiréttur III • Forseti hæstaréttar fer með yfirstjórn dómstólsins. • Hann er kjörinn af samdómendum til 2 ára í senn. • Forseti hæstaréttar ákveður kvað margir dómarar taka þátt í meðferð máls fyrir dómi. • Það eru ýmist 3, 5 eða 7 teljist mál vera mjög mikilvægt. • Einnig er hægt að skipa einn dómara sé um að ræða kærumál sem er skriflega stutt og varðar ekki mikilvæga hagsmuni, eins og segir í lögunum.

  15. Héraðsdómstólar I • Héraðsdómstól er lægra dómsstigið af tveimur á Íslandi. • Skv. lögum eru 38 héraðsdómar starfandi skipaðir ótímabundnir af dómsmálaráðherra. • Kröfur til héraðsdómara eru svipaðar og til hæstaréttardómara. • Aldurskröfurnar miðast þó við 30 og héraðsdómarar þurfa ekki að vera hæstaréttarlögmenn.

  16. Héraðsdómstólar II • Dómsmálaráðherra ákveður með reglugerð hvar héraðsdómstólar skulu hafa aðsetur. • Þeir eru starfræktir fyrir Reykjavík, Reykjanes, Suðurland, Vesturland, Vestfirði, Norðurland-vestra, Norðurland og Austurland.

  17. Réttindi og skyldur dómara I • Um þau er kveðið á um í IV. Kafla laga um dómstóla. • 24. gr. Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. • Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra. • Dómsathöfn verður ekki endurskoðuð af öðrum nema með málskoti til æðra dóms.

  18. Réttindi og skyldur dómara II • Dómara er skylt að ljúka á eðlilegum tíma þeim málum sem hann fær úthlutað til meðferðar og rækja störf sín af alúð og samviskusemi. • Dómara ber að hlíta boði forstöðumanns dómstóls um önnur atriði varðandi störf sín en meðferð og úrlausn máls. • Héraðsdómurum ber og að hlíta lögmætum ákvörðunum dómstólaráðs.

  19. Úrlausnir dómstóla og stjórnvalda

More Related