1 / 28

Stjórnspeki

Stjórnspeki. Hvað er stjórnspeki?. Í stjórnspeki er aðferðum heimspekinnar, s.s. hugtaka- og rökgreiningu beitt á grunnhugtök stjórnmálanna Meðal þessara hugtaka eru réttlæti, frelsi, (mann)réttindi, eignarréttur, lýðræði, einræði

arvid
Download Presentation

Stjórnspeki

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Stjórnspeki

  2. Hvað er stjórnspeki? • Í stjórnspeki er aðferðum heimspekinnar, s.s. hugtaka- og rökgreiningu beitt á grunnhugtök stjórnmálanna • Meðal þessara hugtaka eru réttlæti, frelsi, (mann)réttindi, eignarréttur, lýðræði, einræði • Stjórnspekin fjallar um þau málefni sem koma til vegna samfélags manna

  3. Stjórnmál og siðferði • Á hverju byggjum við skoðanir okkar um stjórnmál? • Hefðum? • Utanaðkomandi þrýstingi? • Almennu gildismati? • Siðferðilegu gildismati?

  4. Stjórnmál og siðferði (frh.) • Getur siðferðilegt gildismat okkar ráðist af stjórnmálaskoðunum? • Hafa aðrar hugmyndir okkar um lífið og tilveruna áhrif á stjórnmála-skoðanir? • Hefur menningin sem við lifum við áhrif á stjórnmálaskoðanir?

  5. Stjórnmál og siðferði (frh.) • Til grundvallar heimspekikenningu um stjórnmál liggur: • Frumspekilegt viðhorf • Þekkingarfræðilegt viðhorf • Viðhorf til sálarfræði • Siðfræðileg afstaða

  6. Hughyggja Díalektík G.W.F. Hegel (1770-1831)

  7. Hegel (frh.) • Hegel taldi að raunveruleikinn væri andlegs eðlis, þ.e. að hreyfiafl sögulegrar þróunar sé Andinn (þ. Geist) • Andinn er frekar óljóst hugtak en hann má skilja sem Mannsandann í víðasta skilningi • Þróun mannsandans á sér stað með ákveðnum hætti: Hin díalektíska aðferð • Það sem þróast er hugmyndin (þ. Idea)

  8. Díalektíkin Tesa Andtesa Syntesa

  9. Díalektíkin (frh.) • Veruleikinn er í eðli sínu díalektískur • Tesan: hugtakið, þ.e. röklegt samband hugtaka og hugmynda • Andtesan: náttúran, þ.e. það sem fellur undir raungreinar t.d. eðlis- og efnafræði • Syntesan: heimspeki andans, þ.e. veruleikinn eins og honum er lýst í heimspeki, sálarfræði, siðfræði, guðfræði og listum

  10. Díalektíkin (frh.) • Syntesan varðveitir bæði og eyðir tesunni og andtesunni • Því er allt það sem tilheyrir hugtakinu og náttúrunni innifalið í andanum • Ekkert eyðist því í hinni sögulegu þróun

  11. Söguleg efnishyggja Díalektík Karl Marx (1818-1883)

  12. Díalektísk efnishyggja • Marx tekur upp kenningu Hegels um díalektíska þróun sögunnar • Í stað hugmyndarinnar, sem Hegel taldi vera hreyfiafl sögunnar, setti Marx efnisleg skilyrði fólks • Marx aðhylltist upprunaefnishyggju • Sú kenning að efnið sé uppruni alls og að vitundin eigi rætur sínar í hinu efnislega

  13. Hin hugmyndafræðilega yfirbygging Listir–vísindi–trúarbrögð–siðferði-bókmenntir o.s.frv. U n d i r s t a ð a n Framleiðsluöflin Framleiðsluafstæðurnar Söguleg efnishyggja • Hvert samfélag byggist upp af þremur grunnþáttum:

  14. Þróun sögunnar • Hið stéttlausa þjóðfélag: • Þjóðfélag safnara og veiðimanna þar sem engin átti framleiðslutækin og ekki var um aðrar framleiðsluafstæður að ræða en að geta fætt og klætt sig og sína

  15. Þróun sögunnar (frh.) • Stéttaskipt þjóðfélag: • Þjóðfélag jarðyrkju og húsdýrahalds • Mikil þörf fyrir ódýrt vinnuafl og því kemur þrælahald til sögunnar • Tvær stéttir: eigendur framleiðslutækjanna og hinir eignalausu – öreigarnir • Framleiðsluafstæðurnar þróuðust út í lénsskipulag og síðar í kapítalisma

  16. Þróun sögunnar (frh.) • Kommúnismi: • Framleiðslutækin eru í eigu yfirstéttarinnar (kapítalistanna) • Firring: Menn eru firrtir þeim virðisauka sem vinna þeirra hefur í för með sér • Bylting: Óánægja magnast meðal öreiganna og endar með byltingu þar sem verkalýðurinn tekur framleiðslutækin í eigin hendur

  17. Þróun sögunnar (frh.) • Ríkisvaldið, sem hefur hingað til verið kúgunartæki kapítalismans, verður nú kúgunartæki öreiganna • Framleiðsluöflin eru í örum vexti og að því kemur að leggja má ríkisvaldið niður þar sem hlutverki þess er lokið • Með styttri vinnutíma gefst meiri tími til iðkunar heimspeki og lista – sem er það eina sem raunverulegu máli skiptir

  18. Þrjú díalektísk lögmál • Megindabreyting leiðir til eiginda-breytingar • Óánægja kraumar undir niðri þar til mælirinn fyllist og öreigarnir gera byltingu • Barátta og eining andstæðna • Öreigar og kapítalistar eru andstæður en þurfa þó á einingu að halda því að vissu leyti stefna þessir aðlilar að sama marki • Neikvæði neikvæðisins • þjóðfélagsgerðir eru ávallt neitun á fyrri þjóðfélagsgerð sem aftur eru neitun...

  19. Réttlæti sem sanngirni John Rawls (1921–2002)

  20. Réttlæti sem sanngirni • Rawls vill komast að því hvaða skilyrði hið ‘réttláta samfélag’ þarf að uppfylla • Til þess að komast að því hver þessi skilyrði eru verður að skapa ákveðnar aðstæður • Upphafsstaðan: Þar eru einstakling-arnir undir fávísisfeldi (e. veil of ignorance) • þeir hafa ekki tiltækar upplýsingar um eigin stöðu, hæfileika eða stétt

  21. Sáttmálinn • Upphafstöðunni má lýsa sem málfundi þar sem þáttakendur eru skynsamir og hafa eigin velferð að leiðarljósi • Skynsamt fólk með eigin hagsmuni að leiðarljósi mun komast að samkomulagi um tvær meginreglur

  22. Reglurnar • Hver maður skal njóta eins mikils frelsis og kostur er svo framarlega sem frelsi hans skerði ekki frelsi annarra • Lífsgæðum skal deila jafnt nema önnur skipting komi sér betur fyrir hina verst settu • Fyrri reglan (frelsisreglan) hefur forgang fram yfir þá seinni

  23. Lágríkið Robert Nozick (1938-2002)

  24. Eignarréttur • Grundvöllur kenningar Nozick er að einstaklingurinn hafi ákveðin grunn-réttindi m.a. eignarrétt á sjálfum sér • Verkefni ríkisins er að tryggja þessi réttindi • Skattheimta til fjáröflunar fyrir heilbrigðis-, skóla-, og samgöngu-kerfi er hreint rán

  25. Eignarréttur (frh.) • Hinum skilyrðislausa rétti til eigin lífs fylgir rétturinn til að viðhalda lífinu, þ.e. rétturinn til að nýta auðlindir náttúrunnar • Nozick færir rök fyrir því að í kapítalísku markaðshagkerfi sé nýting náttúru-auðlinda með besta móti • Því yfirfærist rétturinn til eigin lífs yfir á eignarrétt almennt

  26. Eignarréttur (frh.) • Hafi menn komist yfir eign á réttmætan hátt í frjálsum viðskiptum, sem gjöf eða sem arf, eru þeir réttmætir eigendur • Það er því aðferðin sem notuð er til þess að komast yfir hluti en ekki skipting gæðanna sem er réttlát eða óréttlát

  27. Ríkisvald • Ríkið hefur tvennskonar hlutverk: • Að sjá til þess að menn virði réttindi annarra • Að sjá til þess að samningar séu ekki brotnir • Allt umfram þetta tvennt er óheimil valdbeiting og gengur gegn grunn-réttindum borgaranna

  28. Ríkisvald (frh.) • Ekki má skylda neinn til þáttöku í ríkinu • En þar sem hag manna er best borgið undir verndarvæng þess munu lang flestir sjá sér hag í þátttöku • Eðli ríkisvaldsins er það sama og frjálsra félaga enda er hlutverk þess skýrt og afmarkað

More Related