1 / 21

Hljó ð

Hljó ð. Eðlisfræði 1 V/R 19. Fyrirlestralota 16. kafli í Fylgikveri, 17. kafli hjá Benson. 17. Hljóð: Yfirlit. B. 347. Langsbylgjur, sveiflur í þéttleika, þrýstingi og hreyfingu Stæðar hermibylgjur í opnum eða lokuðum pípum Doppler-hrif: Breyting á tíðni vegna hreyfingar

armen
Download Presentation

Hljó ð

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hljóð Eðlisfræði 1 V/R 19. Fyrirlestralota 16. kafli í Fylgikveri, 17. kafli hjá Benson

  2. 17. Hljóð: Yfirlit B. 347 • Langsbylgjur, sveiflur í þéttleika, þrýstingi og hreyfingu • Stæðar hermibylgjur í opnum eða lokuðum pípum • Doppler-hrif: Breyting á tíðni vegna hreyfingar • Hljóðstyrkur: Orkuflutningur, kvarðinn • Við heyrum tíðni frá um 20 Hz upp í 20.000 Hz • Úthljóð og innhljóð eru þar fyrir utan • Bylgjur á vatni, tvístrun • Setning Fouriers og þýðing hennar fyrir heyrn og tónlist

  3. Hljóð og hátækni B. 347-348 • Hljóð, einkum úthljóð (yfir 20.000 riðum) er í ýmiss konar hátækni nú á dögum : • Fóstur - Gallsteinar - Örflaga (microchip) • Hljóðsjá (sonar) og kafbátaleit. Dýrin!

  4. Hljóð er langsbylgjur B. 348-349 Myndin sýnir mjög glöggt hvernig þétting og þynning skiptast á í hljóðbylgju, hvernig sameindir loftsins færast til og þrýstingur og færsla eru ekki í fasa

  5. Útbreiðsla hljóðs: Bylgjustafnarnir B. 349-350 • Myndin sýnir bylgjustafna af mismunandi gerðum: Bylgja á vatni, kúlubylgja, slétt bylgja (plane wave)

  6. Stæðar hermibylgjur: Lokuð pípa 1 B. 351 • Myndin sýnir grunntóninn • Takið eftir hvernig færsla og þrýstingur hegða sér gagnstætt • Í botninum er hnútapunktur í færslunni en bugpunktur í þrýstingsbreytingunni • Í opinu er þetta öfugt

  7. Stæðar hermibylgjur: Lokuð pípa 2 B. 351 • Hér eru sýndir 3 lægstu tónarnir sem myndast í svona pípu. Við fáum (2n + 1)ln/4 = L, n = 0, 1, 2, ... fn = v/ln = (2n + 1)v/4L • Annar hver yfirtónn getur komið fyrir

  8. Stæðar hermibylgjur: Opin pípa B. 351 • Hér eru báðir endar bugpunktar í færslu en hnútar í þrýstingi. Við fáum: nln/2 = L, n = 1, 2, ... fn = v/ln = nv/2L = nf1 • Allir yfirtónar geta komið fyrir

  9. Dæmi: Tónkvísl við breytilega loftsúlu B. 352 • Ný herma kemur fram þegar hæðinni er breytt um 38,6 cm. Hljóðhraði = 340 m/s. Hver er tíðni kvíslarinnar? f = v/l = (340 m/s)/(77,2 cm) = 440 Hz • Athugið að áhrif endans styttast út með því að skoða breytinguna milli tveggja hermna.

  10. Doppler-hrif 1: Athugandi á hreyfingu F. 72-73. B. 353 • Kyrrstæður athugandi A (O)sér tíðnina f0, bylgjulengd l0 og hraða v = f0l0 • Ef A hefur nú hraðann vAá móti bylgjunni, sér hann óbreytt len honum sýnist hraðinn vera v’ = v + vA • og hann heyrir tíðnina f = v’/l0 = [(v + vA)/v] f0 = f0[1 + vA/v] • Ef hann er að nálgast heyrir hann hærri tón, annars lægri

  11. Doppler-hrif 2: Bylgjugjafi á hreyfingu F. 72-73, B. 353 • Mynd (a) sýnir hvernig bylgjulengdin breytist vegna hreyfingar bylgjugjafans B (S) miðað við burðarefnið: l’ = vT0 – vBT0 = (v – vB)/f0 • Hraðinn miðað við A (O) er v þannig að tíðnin verður f = v/l’ = f0 v/(v – vB) = f0 .1/(1 – vB/v) • Ef B er að nálgast A heyrir A hækkaða tíðni en lækkaða ef B fjarlægist

  12. Doppler-hrif 3: Báðir á hreyfingu F. 73, B. 353 • Hugsum okkur nú að athugandi A nálgist stað bylgjugjafa með hraðanum vAmiðað við burðarefnið og bylgjugjafi B nálgiststað A með hraðanum vB. • Við getum þá margfaldað saman fyrri jöfnur og fáum f = [(v + vA)/(v – vB)] f0 • Athugið að hér á að reikna hraðana með formerki: + ef stefnan er á hinn en – ef stefnan er burt frá hinum. • Athugið líka að stefnan “má alveg” vera á ská, en þá er það hraðinn í stefnuna milli A og B sem gildir. • Athugið í þriðja lagi að það er hraðinn miðað við burðarefnið sem skiptir máli, t.d. í roki eða straumi.

  13. Hljóðhraði í straumefni F. 72, B. 355-356 • Með því að skoða svona loftsúlu er hægt að fá upplýsingar um hljóðhraðann og tengja hann við aðra eiginleika efnisins. Niðurstaðan er v = Ö(B/r) • þar sem B er rýmisfjöðrunarstuðullinn en r er eðlismassinn

  14. Hljóðstyrkur í sléttri bylgju B. 356 • Auðvelt er að reikna afköst í framleiðslu hljóðs eins og myndin sýnir. Orkan sem myndast berst burt með bylgjunni. Notum jöfnuna um afköst krafts (bulla massalaus): P = Fv = pA s/t • Styrkur bylgjunnar er afköst á flatareiningu og við fáum meðalstyrkinn Iav = p02/(2rv)

  15. Hljóðstyrkur í kúlubylgju • F. 72, B. 357 • Í kúlubylgju dreifist orka bylgjunnar á sífellt stærra flatarmál, sem er í hlutfalli við r2. Við fáum I = P/4pr2

  16. Hljóðstyrkskvarðinn F. 71, B. 357-358 • Flestöll skynjun fylgir lografalli: Jöfn bil í skynjun samsvara margföldun á orku eða eðlisfræðilegum styrk áreitisins með sömu tölu. Þetta þýðir, fyrir hljóð: b = 10 log(I/I0) þar sem b er styrkurinn í desíbelum, I er eðlisfræðilegi hljóðstyrkurinn sem miðast við orku og I0 er viðmiðunarstyrkur sem er um það bil 10-12 W/m2.

  17. Vatnsbylgjur F. 73-74 • Tvenns konar ólíkir kraftar valda yfirborðsbylgjum á vatni: Þyngd og yfirborðsspenna • Hraði vatnsbylgna er háður bylgjulengd (og tíðni), dýpi og yfirborðsspennu. Þetta kallast tvístrun (dispersion). • Um langar bylgjur á grunnu vatni gildir v = Ö(gh) sbr. haföldu sem kemur að landi • Spennubylgjur, með l sem er nokkrir sentímetrar, byggjast á yfirborðsspennu • Munurinn á að smella fingri og kasta stein í vatn: Áhrif víddarinnar!

  18. Fourier og hljóðið 1: Undirstaðan F. 69, B. 358-359 • Sérhvert lotubundið fall má skrifa sem röð af sínus- og kósínusföllum: f(x) = ½ A0 + S (An cos nkx + Bn sin nkx) n = 1, 2, 3, ...; k = 2p/l, l er lotan • Þetta er ein undirstaða þess að hreinar sveiflur og hreintóna bylgjur (hljóð) eru svo mikilvægar í tilverunni • Einfaldir hlutir gefa frá sér hreinar sveiflur og nema þær

  19. Fourier og hljóðið 2: Tvö dæmi F. 69, B. 358-359 f(x) = ½ A0 + S (An cos nkx + Bn sin nkx) k = 2p/l, l er lotan • Hér skiptir ekki máli hvort við horfum á x eða t, kx eða wt • En við ætlum að skoða dæmi um, hvernig þetta verkar • (a) Hljóð frá tónkvísl • (b) Hljóð frá hljóðfæri

  20. Fourier og hljóðið 3: Kassabylgjan F. 69, B. 358-359 f(t) = ½ A0 + S (An cos nwt + Bn sin nwt) w = 2p/T, T er lotan • Mynd 1: “Kassabylgja” • 2: Þrír fyrstu liðirnir • 3a: Útkoman með 3 liðum • 3b: Útk. með 10 liðum

  21. Fourier og hljóðið 4: Mismunandi hljóðróf F. 69, B. 358-359 f(t) = ½ A0 + S (An cos nwt + Bn sin nwt) w = 2p/T, T er lotan • Myndin sýnir hljóðróf, þ.e. stuðlana Bi fyrir mism. tíðni • a) Tónkvísl • b) Kassabylgja • c) Hljóðfæri

More Related