320 likes | 574 Views
Söguskoðanir og sögufalsanir. Hannes H. Gissurarson Sagnfræðingafélagið 8. nóvember 2011. Ólíkar söguskoðanir. Einokunarverslunin danska: Jón Aðils eða Gísli Gunnarsson? Franska stjórnarbyltingin: Burke, Tocqueville og Marx (að ógleymdum Móðuharðindunum)
E N D
Söguskoðanir og sögufalsanir Hannes H. Gissurarson Sagnfræðingafélagið 8. nóvember 2011
Ólíkarsöguskoðanir • Einokunarverslunin danska: Jón Aðils eða Gísli Gunnarsson? • Franska stjórnarbyltingin: Burke, Tocqueville og Marx (að ógleymdum Móðuharðindunum) • Verslunarfrelsi á Stóra-Bretlandi: Spurning Stiglers • Norðurálfuófriðurinn mikli: Skot í Sarajevo, barátta um nýlendur eða ófyrirséðar afleiðingar? • Ástandið: Kvenfrelsi gegn karlaveldi • Kalda stríðið: Togstreita risavelda eða andóf við kommúnisma?
Raddir hinna mállausu • Chateaubriand: „Við hina djúpu þögn undirgefninnar, þar sem ekkert heyrist nema glamrið í hlekkjum þrælsins og hvísl uppljóstrarans, allir skjálfa af ótta við harðstjórann og sami háski er að vera í náðinni hjá honum og vekja óánægju hans, birtist sagnfræðingurinn … “ • Einar H. Kvaran: „Eg trúi því, að þeir, sem níðast á smælingjum, séu andstyggð Guðs. Eg trúi því, að þeim, sem fara illa með lítil börn, sem þeim er trúað fyrir, verði fleygt út í ystu myrkur.“ • Dostojevskíj og Acton lávarður
Makleg málagjöld • Popper um vísindi: Berjafatan og kastljósið • Sagnfræðinekkihlutlaus, en óhlutdræg • Sagnfræðinleggurekkiaðjöfnu Churchill og Hitler 1940, Bandaríkin og Ráðstjórnarríkiníkaldastríðinu, byssuíhöndumlögregluþjóns og glæpamanns, sjálfsvörn og yfirgang • Dómursögunnarþarfaðgetaveriðfordæming • Ekkifellduryfirhópum, heldureinstaklingumvegnagerðaþeirra • Helförin • Hitler: „Werredetheutenoch von derVernichtungderArmenier?“
Sögufalsanir • Þeir, sem afneita helförinni, eru sekir um sögufölsun • Þeir óvirða fórnarlömbin og ryðja braut nýjum ofsóknum • Nasisminn fordæmdur og fordæmanlegur • Glæpsamlegt í Noregi að hafa verið skráður í nasistaflokkinn þar eftir hernámið • Glæpsamlegt víða í Evrópu að efast um helförina • Mannvonskan hversdagslega (Arendt) • Böðlar Hitlers (Goldhagen) • Hvað um kommúnismann?
Svartbók kommúnismans • „Saga birtir ekki ritdóma um þýðingar.“ Hvað um ævisögu Maós? • Kommúnisminn kostaði nær 100 milljónir mannslífa, en nasisminn um 20 milljónir • Er kúlakkabarn í Úkraínu minna virði en gyðingabarn í Varsjá? • Hugsanleg vörn: Ætlunin góð, en afleiðingarnar ekki • Önnur hugsanleg vörn: Menn geta breytt stétt sinni, en ekki kynþætti • Fyrri vörnin ógild, en hin síðari gild, en í reynd ógild • Nasisminn afneitaði sameðli manna í orði, en kommúnisminn á borði
Missagt í fræðum þessum • Glópska • Óvandvirkni • Vanþekking • Glannaskapur • Hlutdrægni, jafnvel falsanir • „Það er mannlegt að gera mistök, en djöfullegt að neita að leiðrétta þau“ • Mistök mín í Halldóri og leiðrétting þeirra • Málsbætur: Ég í góðri trú • Gagnrýnendum gekk eflaust gott eitt til
Glópska (Jón) • „Fyrstur kom sænski kommúnistinn Hugo Sillén sem steig á land í Reykjavík í desember 1920“ (JÓl 1999, 22). • Jón glaptist á Sillén og Sillanum • Bréfið var undirritað „Sillinn“ sem var gælunafn Hendriks Siemsens Ottóssonar • Brynjólfur Bjarnason hét „Billinn“ og Ársæll Sigurðsson „Sælinn“. • Sagan líka ótrúleg fyrir þá, sem þekkja til: Hvernig ætti að hafa staðið á ferðum Silléns til Íslands í desember 1920?
Glópska (Jón) • „Nokkrir félagar í ungliðasamtökum Sjálfstæðisflokksins, Heimdalli, stálu pappírunum úr geymslu“ (JÓl 1999, 213) • Alvarleg og órökstudd ásökun • Gengur ekki upp: Hvar hefðu þeir átt að vita af skjölunum hjá bróður Skúla Magnússonar? • Sannleikurinn hafði verið upplýstur þegar í minningargrein 1996. Halldór Briem hafnarverkamaður komst í skjölin og kom þeim til Morgunblaðsins • Ég get staðfest, að þetta er rétt
Óvandvirkni 1 (Jón) • Olaf (JÓl 1999, 23) í stað Olavs Vegheims • Langeseth (38) í stað Haavards Langseths • Koma Langseths 1929 (38) í stað 1930 • N. G. Kabanov (231, 338) í stað Ívans Kabanovs • N. A. Gúsjev (336) í stað Fjodors Gúsjevs (180) • William Callagher (123, 125, 334) í stað Williams Gallachers • Óveður í aðsigi (330) í stað Ófriður í aðsigi • MÍR Menningarsamband (340) í stað Menningartengsl • Technoimport (199) í stað Technopromimport
Óvandvirkni 2 (Jón) • Brottför Jafets haust 1931 (60) í stað vors • Brottför Andrésar frá Moskvu 1932 (65) í stað 1931 • Flokksþing í Moskvu 1956 í mars (175) í stað febrúar • Lenínskólinn hætti starfsemi 1937 (340) í stað 1938 • „Kaldastríðsár“ talin hefjast sumarið 1942 • Ruglast á sendinefnd 1951 og 1953 (í myndatexta) • Kristján Júlíusson bar dulnefnið Poulson, ekki Jón Jónsson eða Johnson (320); það bar Hjalti Árnason • Lilja Halblaub bar ekki dulnefnið Karen Hansen (320), það bar líklega Elísabet Eiríksdóttir
Ekki alltaf smáatriði • BrynjólfuráKomintern-þingi 1924 „fyrirhöndJafnaðarmannafélagsReykjavíkur“ (26) ístaðíslenskudeildarinnaríAlþjóðasambandiungrak. • Jafnaðarmannafélagið „rekiðúrAlþýðusambandinueftiraðkommúnistarkomustímeirihlutaífélaginu“. Nei, rekið 1926 • „ÞessiátökenduðumeðþvíaðKristinn E. Andréssonmisstiítöksíní MÍR og varbolaðúrfélaginu“ (185), en þettavarþveröfugt • Tíðurruglingurítilvísunumírússneskarheimildir • Ég mun afhenda gögnokkarArnórs
Vanþekking (Jón) • Tilgáta Jóns Ólafssonar: Angantýr Guðmundsson félagi Johnson 1936 • Angantýr var rekinn úr kommúnistaflokknum 1934 • Hann var í Moskvu frá vori 1933 til hausts sama ár • Johnson sat í miðstjórn kommúnistaflokksins • Þá kemur aðeins einn maður til greina 1935: Hjalti Árnason, sem var í Moskvu skv. öðrum heimildum 1935–1936 • Hjalti sat m. a. í miðstjórn flokksins 1932 • Bréf Einars Olgeirssonar haustið 1936 staðfestir þetta
Vanþekking (Svanur) • „Þessi liðsganga hefur verið mjög óvenjuleg og borið vitni um miklar hugsjónir, þar sem Íslendingar hlutu enga hernaðarþjálfun og hermennska var þeim ókunnug með öllu.“ • Hallgrímur Hallgrímsson hafði hlotið herþjálfun í Moskvu • Hann hafði fylgst með heræfingum Rauða hersins og líklega tekið þátt í þeim • Aðalsteinn Þorsteinsson var kunnur ofbeldisseggur og hnefaleikakappi úr Reykjavík • Allir fóru þeir á vegum kommúnistaflokksins til Spánar
Glannaskapur (Hendrik) • Sagnfræðingarþurfaaðveravarfærnirísviðssetningum. Ég nota þærminna en GuðjónFriðriksson • Þeir mega ekkifullyrða um atvik, semengarsönnurhafaveriðfærðará, t. d. að Nathan Friedmannhafilátistígasklefumnasista. Hanndóásóttarsæng • PéturGunnarsson (2007, 128): Nathan „hefurnærörugglegaliðiðupp um skorsteininníeinhverjumútrýmingarbúðumnasista.“ HeimildinvarHendrikOttósson, semPéturPétursson (1986) hafðileiðrétt. • „Svogengurþaðtilíheiminum, aðsumirhjálpaerroribuságáng, og aðrirleitastsíðanviðaðútryðjaafturþeimsömuarroribus. Hafasvohverirtveggjanokkuðaðiðja.“
Glannaskapur (Jón) • Hendrik bað um styrk frá Komintern 1920 • „Ekkert bendir til að þessi styrkur hafi verið veittur“ (JÓl 1999, 305) • En styrkurinn virðist einmitt hafa verið veittur skv. nýrri gögnum • Glannalegt að álykta af þögn heimilda um samþykki að beiðni hafi verið hafnað • Margt benti einmitt til þess að vinstri andstaðan í Alþýðuflokknum hefði fengið styrk
Ofsögum sagt • Kjartan Ólafsson (2011) andmælir því, að Íslendingar hafi gengið á skóla í Moskvu til að læra vopnaburð • Að sjálfsögðu lærðu þeir ekki vopnaburð einan, heldur margt annað, t. d. marxísk fræði. Enginn hefur haldið öðru fram • En sú staðreynd ein sér, að þeim var kenndur vopnaburður, er mikilvæg • Um það til nægar heimildir, m. a. frásagnir þriggja Íslendinga, og erlendar heimildir (Rönning, Krekola) • Svipað og byltingin: Best var, ef hún varð friðsamlega, en ofbeldi beitt, ef þurfa þótti
Frekari ofsögum sagt • Kjartan Ólafsson (2011) andmælir því, að íslenskir kommúnistar hér hafi safnað skotvopnum og skipulagt baráttulið • Eflaust ekkert aðalatriði í starfsemi kommúnista • En þeir söfnuðu skotvopnum skv. heimildum • Og þeir skipulögðu eftir megni lið, sbr. samþykkt FUK 1924, starfsemi Jafets Ottóssonar 1931 og Varnarlið verkalýðsins frá 1932 • Mielenz kom hingað sumarið 1932 • Brynjólfur skrifaði út til Moskvu um þessi mál
Hálfsannleikuroftaster … • Sölvi Helgason: „Þegar ég var í Köben …“ • Svavar Gestsson: stundaði nám í Berlín skv. Alþingismannatali og Samtíðarmönnum • Sagðist í „Þriðja manninum“ 1995 hafa verið í Humboldt-háskólanum • Var í æðsta flokksskóla miðstjórnar a-þýska kommúnistaflokksins, IfG beim ZK der SED, með 700 mörk á mánuði og aðgang að leikskóla miðstjórnarinnar fyrir barn sitt • Þótti ekki hafa næga kunnáttu og var færður í Parteihochschule Karl Marx
Þögnin sem heimild • Björn Sigfússon 1940: „Þögnin er fróðleg, þó að henni megi ekki treysta um hvert einstakt atriði“ • Dæmi: Miðstjórn KR veitti Dagsbrún 5 þús. punda styrk sumarið 1952 • Hart verkfall Dagsbrúnar í desember 1952 • Kóreustríðið geisaði; Bandaríska varnarliðið nýkomið • Styrkurinn fær nýja merkingu við þær aðstæður • Ekki minnst á þetta í bók Jóns Ólafssonar 1999 • Ekki heldur minnst þar á jafnháan styrk 1961 • Ef til vill fleiri styrkir?
Gegn betri vitund? (Jón) • 25. okt. 1945: „Ekki er ljóst af dagbókarfærslu Dimitrovs hvað þeim Einari fór á milli en þó hefur Einar rætt við hann um möguleika á viðskiptum landanna því að Dimitrov hefur skrifað hjá sér að Einar ætli sér næsta dag að hitta Anastas Mikojan, utanríkisviðskiptaráðherra“ (JÓl 1999, 141) • En ljóst er af dagbókarfærslu Dímítrovs, hvað þeir Einar ræddu: „He asked for an advice of the Party’s and Government’s behavior on the question of the creation of U.S. bases in Iceland … and also on some Party matters.”
Þjóðlegir verkalýðssinnar? • Íslenskir kommúnistar samþykktu Moskvuskilyrðin 1920 • Þau kváðu á um undirgefni við Komintern og vopnað bardagalið í þágu byltingarinnar • Kommúnistaflokkurinn fór eftir þessu, beitti ofbeldi í Gúttóslögum, Novu-deilu og Borðeyrardeilu • Sameining Alþýðuflokks og kommúnistaflokks mistókst vegna afstöðunnar til Ráðstjórnarríkjanna og til skipulagsreglna, agi átti að vera harður og vopnuð bylting skyldi ekki útilokuð • Jón Ólafsson hefur eitt minnisblað undirmanns
Söfnuður Stalíns? • Þór Whitehead hefur heillaóskir AUK til Æskulýðsfylkingarinnar frá Michal Wolf • Hann hefur Moskvuför Kristins E. Andrésson 1940, þar sem Sósíalistaflokkurinn er talinn kommúnistaflokkur • Hann hefur hegðun sósíalistaforingjanna eftir fangelsisvist 1941, þegar þeir taka við fyrirmælum • Hann hefur fjárframlög úr sjóðum Kremlverja og stuðning íslenskra sósíalistablaða við málstað Kremlverja • Hann hefur austurferðir virðingarfólks úr SF og úthlutun námsstyrkja
Skoðanir eða falsanir? • Það er sögufölsun, ef horft er fram hjá byltingareðli kommúnistaflokksins • Það er líka sögufölsun, ef horft er fram hjá ráðstjórnardýrkun og ráðstjórnarhlýðni Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins • Sósíalistaflokkurinn var í beinum tengslum við „bræðraflokka“ Ráðstjórnarríkjanna og Austur-Evrópu • Alþýðubandalagið var í tengslum við kommúnistaflokka Rúmeníu og Kúbu • Margt gott og einlægt fólk, en hið sama má eflaust segja um nasista
Niðurstöður • Ef sagnfræðingar fordæma nasisma, þá verða þeir líka að fordæma kommúnisma • Ef þeir fordæma málsvara nasismans, þá verða þeir líka að fordæma málsvara kommúnismans • Aðalatriðið er þó að hlusta á raddir hinna málllausu, beina kastljósinu að hinum ósýnilegu, — af hinum þarf ekki að hafa áhyggjur • Íslenskir kommúnistar voru hvorki meiri né minni kommúnistar en annars staðar, hvorki betri né verri • Mannkynssagan er glíma ofbeldis og skynsemi, saga fórnarlamba ekki síður en böðla