1 / 24

Fjármálastjórnun

Fjármálastjórnun. Fyrirlestur 6 Vormisseri 2005 Bernhard Þór Bernhardsson. 1. Yfirlit. Forward contracts (framvirkir) Futures contracts (framvirkir) Valréttir (options) Skiptasamningar (swaps) Áhættuvarnir (hedging). 25.1 Framvirkir samningar.

abbott
Download Presentation

Fjármálastjórnun

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fjármálastjórnun Fyrirlestur 6 Vormisseri 2005 Bernhard Þór Bernhardsson 1

  2. Yfirlit • Forward contracts (framvirkir) • Futures contracts (framvirkir) • Valréttir (options) • Skiptasamningar (swaps) • Áhættuvarnir (hedging)

  3. 25.1 Framvirkir samningar • Framvirkur samningur er samningur um viðskipti í framtíðinni, um kaup og sölu vöru á skilgreindum tíma fyrir skilgreint verð sem tilgreint er í samningnum. • Báðir aðilar þurfa að standa við sinn hluta samningsins • Ef þið pantið bók í bókabúð sem er ekki til á lager eruð þið í raun búinn að gera framvirkan samning.

  4. 25.2 Framvirkir samningar: • Futures eða forwards? Eru í raun samskonar samningar: • Samningar um kaup og sölu vöru á ákveðnum tíma fyrir ákveðið verð sem skilgreint er í samningnum. • Futures eru samt ólíkir forwards: • Futures eru staðlaðir samningar sem ganga kaupum og sölum í kauphöllum.

  5. Futures samningar • Staðlaðir eiginleikar: • Stærð samnings • Afhendingartími (mánuður) • Daglegt uppgjör • Marked to market – aðilar greiða eða fá greitt í samræmi við verðsveiflur á markaði • Lágmarkar hættu á að ekki verði staðið við samninginn • Upphafleg trygging (margin) • Um 4% af samningsvirði í reiðufé eða ríkisvíxlum sem geymt er hjá miðlara.

  6. Daglegt uppgjör: dæmi Ef við ætlum að fara út í spákaupmensku með gengi jens gagnvart dollar. Gerum ráð fyrir að jenið muni lækka gagnvart dollar. Núverandi gengi $1 = ¥140. 3.ja mánaða framvirkt verð er $1=¥150.

  7. Daglegt uppgjör: dæmi • Núverandi staða, $1 = ¥140 og það lítur allt út fyrir að dollar muni styrkjast. • Ef við gerum 3.ja mánaða framvirkan (futures) samning um að selja ¥ á genginu $1 = ¥150 þá högnumst við ef gengi jensins fellur. Stærð samningsin er ¥12,500,000 • Upphaflega tryggingin er 4% af virði samningsins eða:

  8. Daglegt uppgjör: dæmi Ef verð samninga við lokun næsta dag er $1 = ¥149, þá lækkar virði stöðunnar. Upphaflegi samningurinn var að selja ¥12,500,000 og fá $83,333.33: En ¥12,500,000 er núna virði $83,892.62: Við höfum tapað $559.28 á einni nóttu.

  9. Daglegt uppgjör: dæmi • Þar sem virði stöðunnar lækkar um $559.28 er upphæðin dregin af tryggingunni okkar sem var $3,333.33 þannig að eftir eru $2,774.05 • Þetta er minna en þeir $3,355.70 sem þarf til að stofna nýja stöðu. Miðlarinn okkar leyfir okkur að halda áfram þar til tryggingin er orðin of lág (below maintainance margin). Ef það gerist verðum við að koma með viðbótarfjármagn eða stöðunni verður lokað.

  10. Futures markaðir • The Chicago Mercantile Exchange (CME) er sá allra stærsti. • Aðrir eru til dæmis: • The Philadelphia Board of Trade (PBOT) • The MidAmerica Commodities Exchange • The Tokyo International Financial Futures Exchange • The London International Financial Futures Exchange

  11. 25.3 Áhættuvarnir, hedging • Tveir aðilar með gagnstæða áhættu geta útilokað áhættuna. • Til dæmis ef hveitibóndi og hveitivinnsla gera framvirkan samning geta þessir aðila útilokað þá áhættu sem þeir standa frammi fyrir varðandi hveitiverð í framtíðinni. • Það er líka hægt að færa áhættu til spákaupmanna sem eru tilbúnir að taka á sig framtíðaráhættu í hagnaðarvon. • Spákaupmennska: Long vs. Short

  12. Áhættuvarnir og spákaupmennska, dæmi Ef við spáum því að kopar muni hækka í verði svo að við tökum langa stöðu í 10 koparsamningum til þriggja mánaða. Hver samningur er 25,000 pund á $0.70 per pund eða $17,500 á hvern samning. Ef futures verð hækkar um 5 cent, þá er hagnaður okkar: Hagnaður = 25,000 × .05 × 10 = $12,500 Ef verð lækkar um 5 cent, töpum við: Tap = 25,000 × -.05 × 10 = -$12,500

  13. Áhættuvarnir, hve margir samningar? Þú ert bóndi og uppskerð 50,000 sekki af korni eftir 3 mánuði. Þú vilt verjast hættu á verðlækkunum. Kornverð er skráð sem cent pr. Sekk m.v. 5,000 sekki eftir 3 mánuði. Verðið núna er $2.30 á sekk til þriggja mánaða. Núverandi verð (spot) er $2.05. Til að verjast áhættunni selur þú 10 framvirka samninga: Þá þarf ekki að hafa meiri áhyggjur af kornverði og hægt að einbeita sér að veðuráhyggjum.

  14. 25.4 Framvirkir vaxtasamningar Braskari nokkur gerir út á að lána fólki fyrirhúsnæðiskaupum. Er búinn að lofa að lána 1 mill usd til 20 ára á 12% vöxtum. Hann á ekki milljón þannig að hann selur tryggingafélagi skuldabréfin. Tryggingafélagið greiðir út peninginn og fær svo greidda vexti og afborganir næstu 20 árin. Það er því í raun tryggingafélagið sem er að lána

  15. Framvirkir vaxtasamningar framh. Hann hefur 60 daga til að finna tryggingafélag sem vill kaupa skuldabréfin því þá þarf að greiða út lánin. Hann lofaði 12% vöxtum en vextir gætu breyst áður en hann nær að selja bréfin. Ef vextir hækka tapar hann. Ef vextir lækka græðir hann. Braskarinn vill ekki taka þessa áhættu á sig þannig að hann vill tryggja sig gegn henni

  16. Framvirkir vaxtasamningar framh. • Hann þarf að selja skuldabréf á föstum vöxtum. • Hann gerir því framvirkan sölusamning á sambærilegum bréfum. • Ef vextir hækka tapar hann á skuldabréfunum en græðir á framvirka samningnum. • Ef vexti lækka græðir hann á skuldabréfunum en tapar á framvirka samningnum. • Hann kemur því alltaf út á sléttu.

  17. Skuldabréf Vextir hækka og verð skuldabréfanna lækkar um $50 þús. Vextir lækka og verð skuldabréfanna hækkar um $50 þús. Framvirkur samningur Vextir hækka og samningurinn hækkar um $50 þús Vextir lækka og samningur lækkar um $50 þús. Framvirkir vaxtasamningar Skiptir ekki máli hvernig vextir þróast, hann er búinn að verja sig fyrir því.

  18. Skiptasamningar (swaps) • Tveir aðilar með ólík greiðsluflæði geta valið að skipta um greiðsluflæði. • Til dæmis ef annar aðilinn er með breytilega vexti getur hann samið við aðila með fasta vexti að skipta. • Þeir myndu þá gera vaxtaskiptasamning

  19. Dæmi um vaxtaskiptasamning

  20. Áhætta við vaxtaskiptasamninga • vaxtaáhætta • Ef að bankinn ver sig ekki líka þá tekur hann á sig áhættu sem gæti kostað hann. • Mismunandi áhættugrunnur • Ef binding er við mismunandi tegundir vaxta er ekki um raunverulega vörn að ræða ss. Ef breytilegir vextir eru miðað við erlent lán hjá fyrirtækinu en í krónum frá bankanum. • Lánshæfisáhætta • Ef annar aðilinn stendur ekki við sinn hluta samningsins. • Mismatch risk • Ef ekki er hægt að finna aðila sem er með fullkomlega gagnstæða áhættu þá er ekki verið að útiloka áhættuna fullkomlega.

  21. Valréttir (options) • Söluréttur • Kaupir rétt til að selja til dæmis gjaldeyri eða hlutabréf á ákveðnum degi fyrir ákveðið verð. • Kaupréttur • Kaupir rétt til að kaupa t.d. Gjaldeyri eða hlutabréf á ákveðnum degi fyrir ákveðið verð. • Munurinn á framvirkum samningum og valrétti er að maður er skuldbundinn til að kaupa eða selja samkvæmt framvirkum samningi. Ef um valrétt er að ræða hefur maður val þannig að maður nýtir sér það einungis ef það er hagkvæmt.

  22. Valréttir framh. • Hægt að kaupa valrétti m.a. í: • Hlutabréfum • Gjaldmiðlum • Skuldabréfum • Þar sem ekki er um bindandi samning að ræða þarf að greiða fyrir valréttinn. • Verð fer aðallega eftir vöxtum og óvissu (staðalfráviki) varðandi verð eignarinnar • Aldrei hægt að tapa meiru en verði samningsins fyrir kaupandann en gróði er óendanlegur. • Seljandi valrétta getur tapað miklum fjárhæðum (Barings) • USA / Evrópskir valréttir! • USA-má innleysa fram að innlausnardegi • Evrópa-má aðeins innleysa á innlausnardegi

  23. Áhættuvarnir ísl. • Gengisáhætta sjávarútvegsfyrirtækja • Stór hluti tekna í erlendum myntum en útgjöld almennt í ísk. • Íslenska krónan lítill og óstöðugur gjaldmiðill þannig að gjaldeyrisáhætta getur verið veruleg. • Skuldsetja sig t.d. sem nemur ársveltu í viðkomandi myntum. • Ef gengi gjaldmiðla breytist hreyfast tekju og eignahliðin á svipaðan hátt.

  24. 25.7 Raunveruleg notkun afleiðuverkfæra • Þar sem afleiður koma ekki fram í efnahagsreikningnum getur verið erfitt að fylgjast með því hvernig þær eru notaðar. • Rannsóknir benda til þess að afleiður séu mikið notaðar af stærri fyrirtækjum í USA. • Gjaldeyris og vaxtaafleiður virðast vera mest notaðar.

More Related