1 / 17

Bragfræði

Bragfræði. „Auðséð er að bragregla er ekki trygging þess að kvæði sé mikils virði, en alltaf er leitt að sjá fagra hugsun í tötrum” Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði. Hvað er ljóð?. Ljóð er sjálfstæður, oftast stuttur, skáldlegur texti. Ljóð er ýmist bundið eða óbundið.

zia
Download Presentation

Bragfræði

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Bragfræði „Auðséð er að bragregla er ekki trygging þess að kvæði sé mikils virði, en alltaf er leitt að sjá fagra hugsun í tötrum” Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði

  2. Hvað er ljóð? Ljóð er sjálfstæður, oftast stuttur, skáldlegur texti. Ljóð er ýmist bundið eða óbundið. Óbundin ljóð fylgja ekki bragreglum en þó nýta skáldin sé ýmis bragfræðileg atriði eftir þörfum þannig að hrynjandi þeirra ljóða er einnig mikilvæg. Ljóð hefur óbeinni tengsl við veruleikann en saga og leikrit og einkennist ekki af atburðarás heldur stemmningu, hugblæ og kringumstæðum.

  3. Myndmál Myndmál er einkennandi fyrir ljóð. Með myndum vekur ljóðið einhverja tilfinningu, höfðar til skynjunar (sjón, heyrn, ilman, bragð eða snerting) lesandans (eða áheyrandans). Orðin eru notuð í óeiginlegri merkingu og kalla fram tvær merkingar í huga viðtakandans. Í myndmáli eru fyrirbæri sett í annað, jafnvel annkannalegt, samhengi en venjulega til þess að kalla fram einhverja tilfinningu. Myndmál skiptist í beinar myndir og líkingar.

  4. Bein mynd Beinar myndir birta veruleikann eins og hann er. Myndrænum áhrifum er náð með því að nota orð sem vísa til skynjanlegra eiginleika þeirra fyrirbæra sem um er talað, jafnvel þótt orðin séu notuð í eiginlegri merkingu og því ekki um stílbrögð að ræða.

  5. Dæmi um ljóð með beinni mynd: Eftir svellaðri vegbrún gengur lágvaxinn maður með lítinn kút sér við hönd. Þeir segja fátt og fara sér hægt niður brekkuna. (Jón úr Vör)

  6. Viðlíking • Ein tegund líkinga þar sem því sem lýst er er líkt við eitthvað annað. Lesandanum er sagt í hverju líkingin er fólgin. • Einkennist af samanburðarorðum(t.d. eins og, líkt og, sem o.fl.) • Algeng í daglegu tali: Hún er sem draumur Hann étur líkt og svín! Þú lætur alltaf eins og asni!

  7. Dæmi um ljóð með viðlíkingu Í Skaftafelli landið teygir úr sér í augum eins og fullnægð kona glampi tærra linda á gulum værðarvoðum brjóstin eldfjöll hárið flæðir í skauti hennar um svartan svæfil bæjarstaðarskógur einsog jökulár þar sem laufið breytist í rauða farfugla (Birgir Svan Símonarson)

  8. Myndhverfing • Ein tegund líkinga sem lesandinn þarf að átta sig á sjálfur. Hún felst í samanburði tveggja ólíkra hluta án þess að nota samanburðarorð. • Í stað þess að segja: „þú ert eins og...“ væri þá sagt: „þú ert...“ • Algeng í daglegu máli: Fjallsöxl, borðfótur, hráblautur, kattþrifinn... Þú ert sólin í lífi mínu. Líf mitt er endalaus eyðimörk...

  9. Dæmi um ljóð með myndhverfingu Ég er... Ég er rósin sem blómgast að hausti ég er unglingsins elliglöp ölið sem alkinn ei smakkar og ástin sem kann engin rök ég er marglytta í fjörunnar sandi ég er fjúkandi bylur í sól ég er saga sem löngu er liðin. -Ég er álfur, sem kom út úr hól. (Guðný Svava Strandberg)

  10. Persónugerving • Ein tegund líkinga þar sem ýmis fyrirbæri náttúrunnar, hugmyndir og dauðir hlutir fá mannlega eiginleika. • Algeng í daglegu tali. blóm lúta höfði sólin brosir lækurinn hjalar

  11. Dæmi um persónugervingu í ljóði Haust hann sýður litinn vindurinn slángrar við hægan árstíðareld um skuggsæla stíga skorðar trönur lætur sér fátt um finnast brekkurnar roðna (Birgir Svan Símonarson) einsog feimnar heimasætur er hann mundar pensil íturvaxin björk heldur dauðahaldi í fátæklega laufkápu

  12. Vísanir • Í ljóðinu er skírskotað til annarra verka, t.d. Íslendingasagna, Biblíunnar o.fl., sem gert er ráð fyrir að lesandinn þekki. • Tilgangurinn er oft að setja yrkisefnið í víðara samhengi, t.d. að láta í ljós önnur viðhorf en lýst er í verkinu sem vísað er í eða bera nútímann saman við það sem eldra er.

  13. Dæmi um ljóð með vísun nú andar suðrið DC-10 þotur berið öllum uppi í breiðholti kveðju mína (Einar Már Guðmundsson)

  14. Stílbrögð • Tákn: • vísa til tveggja sviða án augljósra tengsla þar á milli. • Kross er tákn kristinnar trúar, rauður litur tákn ástar eða byltingar, hjarta tákn tilfinninga... • Andstæður: • orð andstæðrar merkingar eru sett hlið við hlið til að skapa áherslu. • Heitt/kalt; út/inn; bjart/dimmt...

  15. Stílbrögð - frh. • Endurtekningar: • sömu hljóð, orð eða setningar eru endurteknar til að skapa ákv. hrynjandi. • Rím og ljóðstafir eru ein tegund endurtekninga. • Það sem er endurtekið þarf ekki endilega að vera algerlega óbreytt.

  16. Dæmi um ljóð með endurtekningum Úr 25. Passíusálmi Son guðs ertu með sanni, sonur guðs, Jesú minn. Son guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn. Son guðs, einn eingetinn. Syni guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. (Hallgrímur Pétursson)

  17. Túlkun • Skáldið kemur hugmyndum sínum eða tilfinningum á framfæri í verkum sínum. • Túlkun felst í því að skilja og skynja merkingu verks og koma orðum að henni. • Stundum er hægt að greina viðhorf höfundarins beint í verkinu, t.d. ef andstæður takast á og greinilegt er hver afstaða höfundar er til þeirra. • Mörg ljóð lýsa fyrst og fremst hugarástandi eða tilfinningu og þar getur túlkun falist í að lýsa upplifun lesandans og útskýra með dæmum úr verkinu.

More Related