1 / 55

Könnun foreldrafélaga Sólbrekku og Mánabrekku

Könnun foreldrafélaga Sólbrekku og Mánabrekku. Maí 2010. Tilgangur, markmið og aðferðarfræði. Kanna ánægju foreldra leikskólabarna á Nesinu með þjónustu leikskólans, foreldrafélaga og bæjarfélagsins. Spurningarlisti á netinu sendur á netföng foreldra, báðir foreldrar höfðu kost á að svara.

yuval
Download Presentation

Könnun foreldrafélaga Sólbrekku og Mánabrekku

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Könnun foreldrafélaga Sólbrekku og Mánabrekku Maí 2010

  2. Tilgangur, markmið og aðferðarfræði • Kanna ánægju foreldra leikskólabarna á Nesinu með þjónustu leikskólans, foreldrafélaga og bæjarfélagsins. • Spurningarlisti á netinu sendur á netföng foreldra, báðir foreldrar höfðu kost á að svara. • Foreldrar höfðu kost á að svara dagana 26. apríl til 3.maí 2010.

  3. Dagskrá • Um leikskólann • Um deildirnar • Um foreldrafélögin • Um Nesið

  4. Um leikskólana

  5. Á hvaða leikskóla eru börnin þín? Mánabrekka 90 börn 144 foreldrar Svarhlutfall 56% Sólbrekka 97 börn 150 foreldrar Svarhlutfall 41%

  6. Hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum um leikskólann

  7. ....brotið niður á skóla

  8. Annað sem þú vilt að komi fram • Sólbrekka • Sum aukaherbergi of lítil. • Barnið mitt hefur verði á Asparlundi og Grenilundi. Frábært starfsfólk þar. Eina sem hægt er að kvarta yfir er sumarleyfið. Við hjónin munum eyða sumarfríinu sitt í hvoru lagi vegna þessa. • Sólbrekka er alger daumur fyrir börnin mín, þeim líður þar mjög vel og það skiptir mig mestu máli. • Sumarleyfistíminn er ósveigjanlegur. Stuðningsþjónusta versnaði í vetur. Við værum tilbúin að borga meira fyrir sveigjanlegri dvalartíma. • Gera það verulega endurbætur á útisvæði Sólbrekku • Það mætti gera útileiksvæðið fyrir yngstu börnin skemmtilegra. • Dvalatími mætti vera 9 tímar (Þó svo ég þurfi ekki á því að halda) • Bjóða á upp á sambærilegan dvalartíma og í öðrum sveitarfélögum • Mánabrekka • Varðandi aðbúnaðinn, þá er ég ánægð með búnaðinn, en mér finnst fermetrafjöldinn per barn allt of lítill. Varðandi stuðningsþjónustuna, þá er ég ánægð með þá þjónustu sem við höfum notið, en hefði gjarnan viljað meiri. • Ég hef átt börn í leikskólanum í mörg ár og þar til fyrir nokkrum mánuðum var stuðningsþjónusta frábær, en eftir að Dísa fór og minna aðgengi er að talmeinafræðingi hefur þetta breyst til hins verra • Bendi á að svörin t.d. um stuðningsþjónustuna eiga við fyrir breytingarnar núna eftir áramót. Geri mér ekki grein fyrir hversu mikla stuðningsþjónustu er boðið upp á núna. Sísíar sárt saknað úr listaskálanum. • Er afar ósátt með lokun listaskála og vildi fá hann aftur í gagnið • Okkur finnst stjórnendur leikskólans Mánabrekku ekki faglegir og sveiganleiki mætti vera meiri

  9. Annað sem þú vilt að komi fram • Mánabrekka frh. • Ég hef hingað til verið mjög ánægð með Mánabrekku en í ljósi samruna leikskólanna og aldursskiptingu á deildum finnst mér stefnan nú vera óljós og ég er óánægð með það óhagræði sem verður fyrir foreldra að fara með börn á mismunandi aldri í sitthvora bygginguna. Stuðningsþjónusta hefur verið skorin niður þar sem starfsmaður sem sá um fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi seinkaðan málþroska var fluttur til í starfi. • Mikill missir af sérkennurum í föndri og myndlist • Tel að uppsögn myndlistakennara Mánabrekku hafi skert gæði skólans verulega. • Starfsfólk Mánabrekku er alveg frábært sem er mikill auður fyrir sveitafélagið sem má alls ekki tapast. Hlúa þarf að því góða starfi sem unnið er. Mánabrekka er besti leikskóli sem ég hef kynnst með skýra leikskólastefnu sem skilar sér mjög vel til barna og foreldra með yndislegu viðmóti og virðingu. Þakklæti er mér efst í huga! • Finnst leiðinlegt að hafa þurft að sjá á eftir sérkennslu í listaskála sem og málörvun • Það á að lengja vistunartíma í max 9 klst. Mér finnst rugl að ætlast til þess að maður komist til og frá vinnu á 15 mín. Skapar stress á morgnana f mig og barnið mitt og aftur f mig seinnipartinn. Er mér mikill höfuðverkur. • Mánabrekka er besti leikskóli heimi - svo einfalt er það. • Mér finnst deildirnar hafa of lítið rými/pláss. • Frábært starfsfólk • Ánægður með Grænfánann • Ég valdi Mánabrekku fyrir barnið mitt og vil að það klári þann leikskóla hvernig sem raðað verður í eftir aldri, það er eldri börn í öðrum og yngri börn í hinum. Við sættum okkur ekki við að barnið færi á Sólbrekku.

  10. Um deildirnar

  11. Hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum um deildir leikskólanna

  12. Hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum um deildir leikskólanna

  13. Hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum um deildir leikskólanna

  14. Ýtarlegri greining • Ýtarlegri greining á svörum niður á deildir leikskólanna bárust eingöngu leikskólastjórum sem nýta þau til kynningar innan leikskólans.

  15. Foreldrafélögin

  16. Hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum um foreldrafélag leikskólans

  17. Hvernig getur foreldrafélagið bætt þjónustu sína? Endilega notaðu reynslu þína úr öðrum leikskólum sé hún til staðar. • Mánabrekka • Ég er sátt við foreldrafélagið • Lagt harðar að því að bæta matseðilinn • Foreldrafélagið stóð sig frábærlega í rimmunni við bæjaryfirvöld í byrjun árs. Og stendur sig frábærlega almennt séð. Kannski mætti senda fundargerðir af stjórnarfundum svo maður viti meira hvað er að gerast. • Foreldrafélagið hefur staðið sig afbragðs vel í viðbrögðum við atburðum vetrarins þ.e. vegna gjaldskrárhækkana og svo sameiningar leikskóla sem bæjaryfirvöld stóðu mjög illa að. • Foreldrafélagið hefur unnið frábært starf • Það er stórkostlegt foreldrafélag á Mánabrekku, veit ekki hvernig það gæti vera betra • Samvera eftir leikskóla sem foreldrar skipuleggja, kannski einu sinni á önn eða vetri. • Mér fyndist að við ættum að funda 1x á önn oftar og ræða um hvað megi betur fara og hvernig hægt sé að bæta úr því, auk þess sem við gætum tekið saman hvað okkur fyndist gott • Mér finnst foreldrafélagið standa sig sérstaklega vel. • Ég á annað barn í leikskóla í Reykjavík. Að bera saman foreldrafélagið á Mánabrekku og á þeim bæ er eins og bera saman hamstur í hlaupagrind og agúrku. Foreldrafélag Mánabrekku er óendanlega virkar en hitt félagið. • Hef aðeins fárra vikna reynslu og get því engu svarað. • Hefur staðið sig sérstaklega og tekið mjög vel á mikilvægum málum. Í mjög góðum málum og engu þar við að bæta.

  18. Hvernig getur foreldrafélagið bætt þjónustu sína? Endilega notaðu reynslu þína úr öðrum leikskólum sé hún til staðar. • Sólbrekka • Sent fundargerðir af fundum til foreldra til að halda þeim upplýstum, • Með því að beita sér fyrir lengri dvalartíma, þannig að foreldrar geti skilað 8 tíma vinnudegi. Einnig mætti félagið beita sér betur varðandi gjaldtöku sem er hæst á Seltjarnarnesi af öllu höfuðborgarsvæðinu. • Foreldrafélagið hefur gert góða hluti, sbr leikskólagjalda hækkun. Einnig skemmtun fyrir börn og foreldra til fyrirmyndar. Takk kærlega fyrir það. Hrós til ykkar. • Ég er mjög óupplýst um starf foreldrafélagsins. Ég veit ekki hver er í því, hvernig er kosið í það, hvað það gerir ofl. • Mætti auka samskipti við foreldra. • Mér finnst foreldrafélagið hafa staðið sig mjög vel í vetur. Þau börðust vel fyrir hagsmunum foreldra þegar gjaldskrá var hækkuð og fundurinn sem haldinn var um sameininguna/leikskólamál var fræðandi. Ég myndi vilja að baráttunni yrði framhaldið. Mér fannst Ásgerður svara mörgum spurningum á fundinum með því að tiltekið atriði væri í skoðun. Rétt væri að fylgja þessum atriðum eftir.

  19. Tillögur að atburðum fyrir börnin • Mánabrekka • Leiklist ,söngur, dans og jóga : ) • Vinnustaðaferðir til foreldra sem vinna áhugaverð störf fyrir krakka • Mætti fá Tónlistarskólann til að halda tónleika sem foreldrar gætu mætt á með börnunum sínum. • Fá dýr barnanna í heimsókn þ.e. hunda, ketti, kanínur o.s.frv. • Leiksýningar og tónlistarviðburðir eru frábær upplifun fyrir börn. Mánabrekka og foreldrafélagið hefur sinnt því vel. • Tillaga tengt atburðum - ekki bjóða upp á nammi á t.d. sumarhátíð. Mörg börn sem borða ekki nammi eða hafa sérstaka nammidaga • Húsdýragarðurinn (öruggari en Miðdalur því börnin eru að hlaupa fyrir aftan dýr sem geta sparkað í Miðdal). Ganga með börnin í Seltj.kirkju og fá að skoða hana og heyra í kirkjuklukkunum.

  20. Tillögur að atburðum fyrir börnin • Sólbrekka • Fá dýr í heimsókn á lóð leikskólans. Bjóða leikskólum í vesturbæ í heimsókn eiga vina leikskóla. • T.d. að fá stutt leikrit eða brúðuleikhúsið inná leikskóla - á leikskólatíma. Bjóða uppá ferð í Húsdýragarðinn.... • Heimsókn í Latabæ með foreldrum • maximús músikús og íþróttaálfurinn

  21. Fjölskyldumál á Nesinu

  22. Hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum er snúa að fjölskyldumálum á Nesinu

  23. Fjölskyldumál á Nesinu Hvað finnst þér jákvætt við að ala upp börn á Nesinu?

  24. Hvað finnst þér jákvætt við að ala upp börn á Nesinu? • Samvinna skólans, skólaskjóls, íþróttafélagsins og tónlistarskólans er til fyrirmyndar. • Börnin geta gengið í íþróttir og tónlist og notalegt og yndislegt að vera með börn á nesinu • Lítið og samheldið bæjarfélag,yfirleitt gott að gegni og góðar upplýsingar. • Smæð bæjarfélagsins. • Stutt í allt sem hér er í boði. Gott samfélag • Kannski fyrst og fremst vitnisburður annarra foreldra sem eiga eldri börn á nesinu, aðgengi að tónlist í skólatíma og slíkt. Nálægð við sjóinn og aðgengi að ströndinni. • Góður kúltúr í skóla og leikskóla sem á að vera hægt að byggja á og því þarf að fara mjög varlega í allar róttækar breytingar • Samtenging skóla, tónlistar og íþróttamála • Stutt í skóla, íþróttir og tónlistarskóla. Ekkert skutl. Öruggt umhverfi og hreint loft. • Nálægðin er ómetanleg og frelsið sem hlýst af víðáttunni utanum Nesið sömuleiðis. Hér er ég tiltölulega örugg með börnin mín, ég get t.d. leyft eldri börnunum mínum að ganga ein heim eftir skóla, en er ekki viss um að ég myndi gera það ef við byggjum annars staðar. • Nágrannasamfélag. "Allt á einum stað". • Stutt milli skóla og tómstundastarfs. • Mín reynsla af leikskólum hefur verið mjög góð • Lítið samfélag og stutt í allt, hvort sem er heilsugæsla, sund eða bókasafn • Mjög góð samfella í skólastarfi skólanna og íþrottta • Lítið og kósy samfélag, börnin eru saman fra leikskóla aldri og upp i Valhúsaskól. Yndisleg útivistarsvæði á nesinu.

  25. Hvað finnst þér jákvætt við að ala upp börn á Nesinu? • Samstarf skóla við íþróttafélag og tónlistarskóla. Mjög gott að reynt sé að púsla öllum tómstundum inn í vinnudaginn og börnin séu búin í öllu um 4. Almennt hef ég verið mjög ánægð með stoðþjónustu sveitarfélagsins og finnst því mjög miður að verið sé að skera hana niður á leikskólunum (t.d. tilfærsla Þórdísar sem sá um málörvun á Mánabrekku). • Stuttar vegalengdir. Þorpsstemmning, mjög góður leikskóli. Gott að hjóla, stutt í fjöru og útivist. • Lítið samfélag og stuttar boðleiðir • Nálægð við þjónustu • Nálægð við skóla/leikskóla. Þarf ekki að fara yfir stórar götur. • Lítil eining, allt til staðar, stuttar vegalengdir • Rólegt, náttúran, opin svæði, góðir grunnskólar • Stuttar vegalengdir í þjónustu, skóli, sund, íþróttir. • Lítið samfélag Nálægð við skóla og tómstundir Heilsugæsla góð • Öll þjónusta á sama blettinum og samfelldur skóladagur. • Öruggt samfélag • Hér er lítið samfélag • Lítið samfélag, stuttar vegalengdir, náið samstarf milli leikskóla, grunnskóla, íþróttafélags, tónlistarskóla og kirkju. Frábær samtvinnun milli Skólaskjóls og tómstunda.

  26. Hvað finnst þér jákvætt við að ala upp börn á Nesinu? • Mér finnst mjög jákvætt hversu vel íþróttastarf og tónlistarnám er skipulagt með hliðsjón af skólastarfi. Frábært að börnin geti farið í sínar tómstundir beint eftir skóla. • Stutt í alla útiveru og góð aðstaða til íþróttaiðkana. Öll aðstaða bæjarins á sama stað, skólar, tónlistarskóli, íþróttahús og sundlaug. Samfelldur skóladagur. Lítið bæjarfélag sem er öruggt. • Allt á einum stað • Lítið samfélag þar sem auðvelt er að komast í þjónustu • Nálægðin og persónuleg þjónusta. Samvinna stofnana sem þjónusta börnin. • Nálægð - samstarf skóla við Gróttu og tónlistarskólann og að hafa samfelldan vinnudag hjá börnum. • Lítið samfélag á litlu svæði, mikil nálægð við fallega náttúru. Barnvænt samfélag • Lítill staður, allt á einum stað. • Það er stutt í skóla og ekki langt að fara neitt eins og í í þróttahúsið og annað.... • Góður mórall og lítið samfélag. • Tengingin á milli skóla, íþróttastarfs og tónlistarstarfs er til fyrirmyndar. Gott að alast upp í litlu bæjarfélagi. • Þægilegt og vinalegt umhverfi þar sem enn er bæjarbragur • Nálægð við náttúruna, stutt að fara á bókasafn, í sund, skóla og leikskóla. • Nálægð allra aðila (þ.e. leikskóla, skóla og frístunda) og, að því að ég fæ best séð, gott samstarf þeirra á milli. • Nálægt við flesta þá þjónustu sem barnafjölskyldur þurfa á að halda. Metnaður í leikskólastarfi er áberandi. • Nálægð við helstu þjónustu og hægt að sækja flesta daglega þjónustuþætti fyrir barnið í nánasta umhverfi.

  27. Hvað finnst þér jákvætt við að ala upp börn á Nesinu? • Stuttar vegalengdir og samþjöppun þjónustu sem börnin sækja í (skóli, tónl.skóli, sund, íþr, bókasafn) • Nálægð stofnanna sem tengjast börnunum • Smæð samfélagsins og nánari kynni af öðrum foreldrum • Þægilegur smábæjarbragur! Tel "hverfið" þ.e. Nesið öruggt. Stutt í alla skóla. Hæfielga stórir árgangar. • Heppileg stærð á bæjarfélagi • Umhverfið er mjög verndað á Seltjarnarnesi og öll þjónusta fyrir börn er á sama svæði. • Það hvað allt er í göngufæri. Skóli, íþróttahús, leikskólar og tónlistaskóli. Falleg náttúra og gott starfsfólk í skólum bæjarins. • Lítið og kósí bæjarfélag með þorpsanda. • já • Nálægð við náttúru og smæð sveitafélagsins. Leikskólinn Mánabrekka og Tónlistaskólinn eru til fyrirmyndar. • Stuttar fjarlægðir milli skóla og tómstunda, nálægð við náttúru • Lítið samfélag, stutt í þjónustu. Flestir foreldrar virðast sinna börnum sínum vel, hafa metnað fyrir þeirra hönd og þau virðast í góðu jafnvægi. Jákvætt viðmót hjá íbúum • Nálægðin á milli allra stofnana • Lítið samfélag. Nálægt við skóla og íþróttamiðstoð. • Ég er þaðan og þekki meira til þar en annars staðar, þar með til starfsfólks sem kemur að uppeldi barnsins míns. • Mikill stuðningur í leikskóla. Rólegt og gott hverfi. • Einsetning skóla. Öflugt og aðgengilegt íþrótta-og tónlistarstarf. • Lítið bæjarfélag.

  28. Hvað finnst þér jákvætt við að ala upp börn á Nesinu? • Náttúran • Stutt í alla þjónustu og tómstundir. Börnin geta gengið í skóla og tómstundir. Fallegt umhverfi, þar sem stutt er í fjöruna og fallegar gönguleiðir. • Frekar friðsællstaður og stutt fyrir krakka að fara í íþróttir og slíkt. • Stutt í alla þjónustu • Nálægðin við skóla og íþróttarmannvirki og fámennt bæjarfélag • Einstakar aðstæður til að ná samfeldum skóla- og tómstundadegi ásamt öflu starfi skóla, tónlistarskóla og íþróttafélags setur Nesið í sérflokk sem fjölskylduvænt umhverfi. Nálægð við náttúru skiptir einnig miklu máli í þessu sambandi og tiltölulega heppilegt gatnaskipulag gerir það að verkum að umferðaröryggi er almennt gott þó svo nokkrir hættulegir blettir séu enn til staðar. Sparkvellirnir eru góðir og hreint til fyrirmyndar að leyfa svona opinn aðgang að nýja vellinum þegar æfingar eru ekki í gangi. Ekki má gleyma sundlauginni okkar góðu. • Gott íþróttastarf, er í námunda við okkar nánustu ættingja.

  29. Hvað finnst þér jákvætt við að ala upp börn á Nesinu? • Margt. Sem aðflutt er ég sérstaklega hrifin af þeirri þorpsstemmningu sem ríkir á Nesinu. Öll þjónusta er á sama blettinum og þetta virkar á mig sem öruggt og uppbyggjandi umhverfi til að ala upp börn • Samhæfing venjulegrar kennslu og tónlistarkennslu. Nálægð "stjórnsýslu" við skattgreiðendur. • Hér er nálægð við þjónustu mikil og lítið samfélag sem gefur möguleika til nándar og samstöðu. • Frábærirleikskólar og íþróttastarf í Gróttu. • Stutt í alla þjónustu fyrir börn, eins og skóla leikskóla íþróttastarf, tónskóla, heilsugæslu • stutt á milli sundl,skólans og íþróttah • Allt í göngufæri, jákvætt andrúmsloft. • Það er gott að búa í litlum bæ þar sem er hægt að ganga allt og veita börnunum það frelsi að ganga í skóla og frístundir • Tengsl skóla og tómstunda eru til mikillar fyrirmyndar og þæginda. • Mér finnst jákvætt hvað það er hægt að nýta náttúruna til útiveru. Jákvætt að taka snemma inná leikskólana. • Allt á einum staðLítið samfélag Tenging íþrótta, leikskóla, skóla og tónlistaskóla

  30. Fjölskyldumál á Nesinu Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu?

  31. Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu? • Lengja dvalartíma á leikskóla - foreldrar sem starfa 8 klst. vinnudag þurfa vistun í allt að 9 klst. fyrir börnin sín. Bjóða sveigjanleika varðandi töku á sumarfríi í leikskólanum. Bæta leiksvæði vestast á Nesinu með fleiri leiktækjum. • laga opin leiksvæði • Leikvellirnir eru víðast hvar í slæmu ásigkomulagi. Glerbrot víða og skemmd leiktæki. • Gera betur við barnafólk, s.s. lægri leikskólgjöld. samræmi á milli stiga(afsláttur). byggja þannig húsnæði að fólk geti flutt hingað. • Hafa fólk meira með í ráðum áður en farið er í sparnað á þjónustunni • Frekari niðurgreiðslur til barnafólks, hækkun gjalda á þessum hópum leiðir ekki til fjölgunar. • Nesið er frábær staður fyrir börn en þjónusta fyrir barnafólk hefur verið dýrari á Nesinu en í Reykjavík undanfarna áratugi (leikskólagjöld umtalsvert hærri og lengi vel engin niðurgreiðsla fyrir háskólanema eins og var sjálfsagt í Reykjavík) Um tíma var helmingi dýrara fyrir háskólanema að vera með barn í leikskóla á Seltjarnarnesi en í Reykjavík. Þetta lítur út eins og stjórnendur vilji helst hafa rík gamalmenni til húsa þarna. Seltjarnarnes = lúxuselliheimili :) • Það mætti gera mun fleiri leiksvæði bæði fyrir lítil börn og eldri börn. Ég sakna líka róluvallarins við Vallarbraut og starfsfólksins þar.

  32. Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu? • Við greiðum fyrir þjónustuna á Nesinu í formi skatta, þjónustugjalda og hærra húsnæðisverðs. En hversu miklu hærri mega þjónustugjöldin vera á Nesinu en í nágrannabyggðunum áður en það kemur niður á íbúasamsetningunni? Það er stóra spurningin. P.S. Það má bæta útileiksvæðin • Lengja dvalartíma í leikskóla aftur. • Draga úr niðurskurði við leikskóla • Fjölga fjölskylduvænum íbúðum, lækka leikskólagjöld og laða þannig barnafólk á nesið • 1. Lægri leikskólagjöld. Það er fráleitt að bæjarfélag sem stendur vel og er með lágt útsvar skuli ekki leggja metnað sinn í að vera með lág leikskólagjöld. Mismun mætti greiða með því að hækka útsvar örlítið. 2. Mér skilst að það eigi að hækka gjöld í tónlistarskólann í haust og er það mjög miður. 3. Passa þarf betur upp á þann mannauð sem finnst í skólum sveitarfélagsins. Það er átakanlegt að sjá suma af bestu starfsmönnum Mánabrekku hverfa á braut eftir mjög svo klaufalegt sameiningarferli. Það er mikilvægt að skerða ekki starfskjör kennara, hvort sem er í leik- grunn- eða tónlistarskólanum. Góðir kennarar og gott skólastarf almennt eru gulls ígildi fyrir fjölskyldufólk.

  33. Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu? • Lækka leikskólagjöld, breyta afsláttarkerfi í samræmi við Reykjavík. Fleiri leiksvæði. Bæta aðgengi að fjörunni á fleiri stöðum. • Hækka útsvar og lækka þjónustugjöld • Lækka leikskólakostnað. • Fleiri fjölskyldusamkomur. • Lækka leikskólagjöld og gjöld fyrir íþróttaiðkun • Lækka leikskólagjöld og aðrar tómstundir og íþróttir fyrir börnin. • Mér finnst bara frábært að búa á nesinu og þeir viðburðir sem eru í boði fyrir fjölskyldufólk standa fullkomnlega undir væntingum mínum. • Nauðsynlegt að foreldrar hafi kost á að kaupa 9 klst. vistunartíma á leikskólunum. Leikskólinn er menntastofnun þar sem fram fer faglegt starf, en ekki geymsla eins og skilaboðin frá bænum eru. • Opnu svæðinn...og lýsingar á göngustígum. • Opin leiksvæði • Gera upp leiksvæði

  34. Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu? • Aðallega eftir breytingarnar frá því í desember á síðasta ári, óvissa og takmarkað upplýsingastreymi. Algjör skortur á samráði um stórar ákvarðanir, sem á eftir að koma í ljós hvernig gengur að útfæra. Ekki ljóst hver árangurinn verður í sparnaði og hætt við að þetta dragi úr þjónustu fyrir börnin. Strax áhrif á stuðningsþjónustu og með því að hætta með listaskálann. Ekki fjölskylduvænt að fá yfir sig miklar breytingar án nokkurrar viðvörunar né samráðs. • Lækka leikskólagjöldin og fæðiskostnað í skólunum. Finnst ekki hægt að demba á ca. 50% hækkun á fæði í einu lagi, þrátt fyrir að gjaldið hafi verið of lágt fyrir að mati bæjarins. • Lækka leikskólagjöld og hafa þau sambærileg við önnur sveitarfélög (þar með systkinaafslætti). Á móti lægri gjöldum má hækka útsvar. 8,5 tíma hámarksvistunartími á leikskólunum er alveg óskiljanlegur og þarf að bæta úr þeirri þjónustu. Bæta þarf verulega opin leiksvæði, aðstaðan þar er mjög léleg. Hafa frekar færri og betri svæði og fylgjast með þeim. Bæta leiksvæðið í Bakkagarði. • Jafna álögur sveitarfélagsins t.d. ókeypis í sund fyrir börn • Það má flikka upp á "eldri" opin leiksvæði. Hef sótt íþróttaskóla frá 18 mánaða aldri en hef þurft að leita út fyrir bæjarmörk. • Halda grunnþjónustu óskertri, það er t.d. ekki gert með sameiningu bekkja í grunnskólanum. Hafa meiri gæslu í búningaklefum í íþróttahúsi.

  35. Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu? • Samráð og samstarf við foreldra. Ákvarðanir teknar og illa kynntar sem skapar leiðindi. Leikskólagjöld allt of há og langt seilst í að skerða sérþjónustu þó kreppi að - væri hægt að spara annars staðar Opin svæði er afar léleg. • Bæta fimleikaaðstöðuna og bílastæðamál við íþróttahúsið eru slæm og þarf að laga • 9 tíma vistun á leikskólunum, þegar þú ert að vinna 8 tíma vinnudag og keyra í og úr vinnu þá ertu ekki að ná þessu á 8,5 tímum. • Að það gæti komið fleirra ungt fólk á Nesið...að það kostaði ekki svona mikið bæði að leigja og kaupa h’er... • Tel bráðnauðsynlegt að lengja hámarksdvalartíma á leikskólum • Ódýrari skólagjöld, Tómstundir fyrir börninn. • Skemmtilegri opin svæði sem hægt væri að fara með börnin á,finnst t.d. leikvellirnir sem eru í hverfunum oft drabbast niður. • Öll gjaldskrá fyrir barnmargar fjölskyldur er allt of há í samanburði við Reykjavík. Hví skildu barnmargar fjölskyldur kjósa að búa í bæ þar sem slík viðmið eru? • Bæta leikvelli, lækka leikskólagjöld, bærinn greiði máltíðir í leik- og grunnskóla.

  36. Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu? • Bærinn mætti vera barnvænni. T.d. mætti hafa leikvelli betur útbúna af leiktækjum og auka öryggi barna í íbúðagötum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Mjög víða vantar hraðahindranir, jafnvel við leikvelli á vegum bæjarins. Eins er hraðakstur mikill á gönguleiðum barna í/úr skólum/tómstundum í bænum. • Opin leiksvæði inni í hverfunum eru í vanrækslu. Bakkagarður er fínn en t.d. leiksvæði við Vallarbraut er stór svæði sem laust er við umferð en samt er varla hægt að fara þangað með yngri börn því leiktæki vantar eða eru í varhugaverðu ásigkomulagi. • Hafa skólamáltíðirfríar (leikskóla+grunnskóla). Í svona árferði breytir það öllu fyrir líðan barnanna, hjálpar foreldrum og síðast en ekki síst bætir vinnuaðstöðu kennara ef þau eru með börn sem líður vel. • Lækka álögurá fjölskyldufólk • Hringl með gjöld og dvalartíma má ekki framkvæma jafn fyrirvaralaust og gert hefur verið - þarf að vera fastákveðin stefna og verðskrá til 5 ára í senn og taka þá bara inn reglulegar vísitöluhækkanir. Vantar líka betri brú frá fæðingu til leikskóla - dagmömmulausn er orðin of dýr!

  37. Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu? • Fjölbreytari tómstundir, betri útivistarsvæði með fjölbreytari tækjum. • Lækka kostnað við íþróttaiðkun barna • Mér finnst að bæjaryfirvöld eigi að breyta út af þeirri óskrifuðu stefnu sinni að vilja bara hafa eldriborgara hér á Nesinu. Hér er dýrt að vera með barn í leikskóla miðað við í Reykjavík, húsnæði er dýrt og svo mætti lengi telja. Það að hækka endalaust álögur á barnafólk er ekki fjölskylduvænt og ekki furða að barnafólki sé að fækka hér á Nesinu. • Skoða álögur • Taka aftur upp heimgreiðslukerfi frá 9 mán og gefa fólki valið um að vera heima fram að leikskólainngöngu. • Fjölbreyttari tómstundatilboð, íþróttastarf miða of mikið við boltaíþróttir. • Finnst opin leiksvæði ekki góð. Vantar t.a.m bekki á flesta leikvelli þar sem hægt er að tylla sig niður. Mætti líka fara í endurbætur á marga leikvelli. • Allt of einhæft framboð af íþróttum í Gróttu, tónlistarnám byrjar of seint, suzuki kennsla myndi styrkja nemendur tónlistarskólans mikið (þau gætu byrjað yngri og þetta orðið eðlilegri hluti af lífi þeirra) Opna kaffihús á Eiðistorgi Mikil afturför að taka skólasálfræðiþjónustu úr bæjarfélaginu og setja á verktaka utan úr bæ. Mig langar að koma á fót útileikjum á ný og fá bæjarfélagið með í lið með að leyfa börnunum okkar að leika sér í þessum fallegu grónu görðum (fallin spýta og allt það). Bærinn ætti að bjóða nýjum foreldrum frí/ódýr uppeldisnámskeið og foreldrar í grunnskóla ætti að vera boðið upprifjunarnámskeið um börn og agamál.

  38. Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu? • Lægri leikskólagjöld • Vantar meira úti-activities fyrir utan fótbóltamörk, t.d. leiktæki hjá göngustígnum við gróttuvita. • Lækka leikskólagjöldin aftur og lengja max dvalartíma í 9klst. • Húsnæði á viðráðanlegu verði. • Lækka leikskólagjöld og einnig lækka verð á tómstundum... ekki eðlilegt að verið sé að hækka gjöld og á sama tíma er verið að skerða þjónustu t.d. með að segja fólki upp. • Varast hækkanir á leikskólagjöldum • Ekki setja frekari álögur á barnafjölskyldur. Ekki hækka leikskólagjöld og þjónustu. • Það virðist ekki vera gert ráð fyrir fólki með lægri laun eða meðaltekjur í sambandi við allan kostnað s.s leikskóla, íþróttastarf o.sfrv. • Lækka álögur á Fjöldskyldur • Hugsa betur um útileiksvæði • Opin leiksvæði eru flest til skammar, þá er ég að tala um leikaðstöðu fyrir þau minnstu. Síðustu ár hefur vantað herslu mun upp á snjómokstur og slíkt þ.a. gönguleiðir séu færar barnavögnum og minnstu Nes-búunum. Þrátt fyrir lágt útsvar þá vinnur óhagstæð gjaldskrárstefna á þjónustu við barnafólk gegn því að barnafólk horfi yfirleitt á Nesið sem valkost.

  39. Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu? • Lítið í boði fyrir börn annað en íþróttir, hækkun leikskólagjalda kom illa við okkur, leikvellir í námunda við okkur eru subbulegir (morandi í pöddum), erfitt að fá eitthvað að gera fyrir börnin þegar það eru lokanir í skóla/leikskóla t.d. Skólaskjólið alltaf lokað. • Slagorðin "lægsta útsvarið" og "fjölskylduvænt Seltjarnarnes" fara ekki saman. Ég vil að bæjaryfirvöld komi meira til móts við fjölskyldufólk jafnvel þó það þýði að hækka þurfi útsvar. Seltjarnarnes er engan veginn samkeppnishæft við Reykjavík þegar t.d. kemur að leikskólagjöldum, systkinaafslætti, heimagreiðslum. Þá er Seltjarnarnes með hærri gjaldskrá í leikskóla en öll önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Mér skilst að skólaskjól í grunnskólum og matur í grunnskólum séu líka dýrari en í nágrannasveitarfélögum en þekki það ekki persónulega þar sem mín börn eru á leikskólaaldri.

  40. Hvað finnst þér að mætti bæta úr fyrir fjölskyldufólk á Nesinu? • Seltjarnarnes er lítið samfélag þar sem hlutur af grunninum samanstendur af fjárhagslega stabílu fólki. Má hann horfa til þess að fjárfesta meira í aðbúnaði fyrir yngri fjölskyldur. Enda munu þær, þegar fram í sækir, mynda kjarnann. • Hér mætti koma fjölskylduvænn veitingastaður • Fleiri græn svæði (t.d. á horni Skerjabrautar og Nesvegar) og kaffihús. • Lækka gjöld fyrir þjónustu, leikskólann allavega, breyta hámarks vistunartíma og breyta sumarleifislokun leikskóla • Lækka álögur á barnafólk • Lengri vistunartími á leikskóla valmöguleiki. • Okkur vantar stærri íbúð v. þess að fjölskyldan hefur stækkað, því miður búumst við að þurfa að flytja v. skorts á ákjósanlegu húsnæði. Hefði vilja sjá fjölskyldubyggð frekar en lúxusíbúðirnar sem voru byggðar og ekki byggðar. Mér finnst að allir íbúar eigi að taka á sig hækkanir en ekki afmarkaðir hópar s.s. barnafólk. • Lækkun á húsnæðisverði held ég að verði hvatning til barnafólks að vera um kyrrt. • Endurskoða leikskólagjöld

  41. Fjölskyldumál á Nesinu Börnum hefur fækkað á Nesinu undanfarin ár, hvernig telur þú að bregðast megi við því?

  42. Börnum hefur fækkað á Nesinu undanfarin ár, hvernig telur þú að bregðast megi við því? • Ódýrara húsnæði • Elliheimilli..eða íbúðir fyrir aldraða. • Hækka niðurgreiðslur vegna dagforeldra og leikskóla. Einkareknir leikskólar eins og á vegum Félagsstofnunar stúdenta eru of dýrir fyrir námsmenn sem búa á Seltjarnarnesi - þetta er hrein og klár mismunun!!! Efla leikskólastarfið á ný í stað þess að minnka þjónustuna (t.d. listaskáli). • Lækka leikskólagjöld sjá Rvk. Húsakostur... • Með því að gera gjaldskrár samkeppnishæfar öðrum sveitafélögum og þjónustu (dvalartíma) þannig að fólk geti skilað 8 stunda vinnudegi. • Bæta úr úrlausnum fyrir eldri borgara svo þeir sjái hag sinn í því að fara úr eignum sínum og selja þannig að það yngist upp. Reyndar erfitt að fá húsnæði á nesinu fyrir yngra fólk með börn og ómögulegt að leigja. Ekki mæla með því þó að byggt verði meira. • Eflaust er nauðsynlegt að hagræða en ég er ekki sannfærður um að verið sé að grípa til réttra aðgerða og spyr t.a.m. hvar á að spara í stjórnkerfinu • Tel að verið sé að markaðssetja Nesið sem eldriborgarabyggð. Dýrt húsnæði og álögur á barnafólk. • Reyna að hafa þjónustu við börn á samkeppnishæfu verði miðað við Reykjavík. En svo er annað sem sveitarfélagið getur ekki gert, en það er að lækka húsnæðisverð á Nesinu. Það spilar líka stóran þátt.

  43. Börnum hefur fækkað á Nesinu undanfarin ár, hvernig telur þú að bregðast megi við því? • Fyrir misskilning er skipulagsmálum oft blandað inn í umræðuna um fækkun barna á Nesinu, eins og það þurfi að byggja meira af fjölskylduvænu húsnæði. Bendi á að fjölskylduvænu húsnæði hefur ekki fækkað á Nesinu undanfarin ár þó börnum hafi vissulega fækka. Það er skattastefnan (há þjónustugjöld) sem hvetur barnafólk til þess að leita húsnæðis utan Seltjarnarness. Það er skattastefnan (lágt útsvar) sem hyglir þeim sem eru barnlausir og letur eldra fólk í því að selja og minnka við sig. Skattastefnan dregur því bæði úr eftirspurn og framboði á fjölskylduvænu húsnæði á Seltjarnarnesi. Ef áherslan er í raun og veru á fjölgun barnafjölskyldna, þá þarf að endurskoða skattastefnuna. • Með lægra verði • Selja þær íbúðir sem eru lausar og opna fyrir barnafólk að stækka við sig, takmarkað framboð húsnæðis er til staðar • Annahvort að lækka leikskjolagjold aftur eða halda þeim svona og passa að skerða ekki alla þjónustu við börninn, það vantar ódyrar leiguibuðir. • Lækka leikskólagjöld, gera bæinn fjölskylduvænni en ekki að elliheimili. • A.m.k. ekki með hækkunum leikskólagjalda og afnámi afslátta. • Sjá 3. Mikilvægt er að afsláttarkerfi sé í samræmi við Rvk þar sem mest fjölgun verður við að fá sem flestar barnmargar fjölskyldur inn í bæinn. Húsnæði er einnig stór þáttur. Væri hægt að lappa eitthvað uppá glæsihýsin á Bónuslóðinni og gera þær aðgengilegar barnafjölskyldum? • Hætta að einblína á hagsmuni eldra eignafólks og sýna viljan í verki með góðri þjónustu á viðráðanlegu verði.

  44. Börnum hefur fækkað á Nesinu undanfarin ár, hvernig telur þú að bregðast megi við því? • Með byggingu húsnæðis fyrir eldri borgara. • E.t.v. hægt að taka við börnum frá vesturbæ Reykjavíkur í skóla/leikskóla (með einhvernskonar samkomulagi við Rvk) • Það vantar hringrás á íbúðum, vantar úrræði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem vilja minnka við sig. • Umbuna fólki fyrir að eiga börn með lægri leikskólagjöldum og yfir höfuð lægri gjöldum fyrir tómstundir, tónlist og íþróttir. • Ég gæti trúað að aðgengi að ódýrara húsnæði þyrfti að vera í boði fyrir ung fólk sem er að hefja búskap. • Lækka álögur á barnafólk, T.d eru leikskólagjöld á Nesinu eru langt um hærri en t.d. í Reykjavík, það hefur að sjálfsögðu áhrif þegar fólk velur sér húsnæði. • Leikskólagjöld þurfa að vera sambærileg og annarsstaðar. Lítið framboð af minni íbúðum fyrir litlar fjölskyldur er ekki til staðar. Markaðssetja þarf Nesið sem fjölskyldubæ eða samfélag. • Húsnæðisverð verður að lækka en erfitt er að eiga við það og því lítið sem hægt er að gera. Hægt væri að lækka leikskólagjöld en foreldrar eru þó í dag einungis að greiða 25% af raunkostnaði og er það mjög lágt hlutfall. • Auka framboð á íbúðarhúsnæði fyrir ungt fólk og auka ekki álögur á fjölskyldufólk • Húsnæðisverð út úr korti fyrir venjulegar fjölskyldur, væntanlega erfitt að eiga við það. Skortur á öðrum valkostum en eignarhúsnæði sem geta hentað fjölskyldufólki betur s.s. Búseta- og leiguíbúðir • Sjá lið 3.

  45. Börnum hefur fækkað á Nesinu undanfarin ár, hvernig telur þú að bregðast megi við því? • Seltjarnarnes verður að vera samkeppnishæft í gjöldum. Með því að hafa sambærileg gjöld við önnur sveitarfélög vegna þeirra málefna sem tengjast börnum þá verður þetta ekki hindrun. • Tel þetta vera fyrst og fremst vegna verðlags húsnæðis í bænum. Hinsvega til að styðja við foreldra þarf að koma upp samræmt afsláttarkerfi sé fleiri en eitt barn í skóla, leikskóla, íþróttum og tómstundum almennt. • Taka við börnum í skólana í frá næsta nágrenni, kanna áhuga á samstarfssamning við Reykjavíkurborg? • Hækka útsvar og lækka leikskólagjöldin • Gera könnun meðal eldra fólks hvernig það vill búa, til að það flytji úr húsunum sínum, þarf að komast hreyfing á húsnæði. T.d. eins og litlu einbýlishúsin við Kirkjubrautina, klára að byggja út götuna. • að reyna að byggja eitthvernstaðar svo að unga fólkið geti flutt í bæinn • Með aukinni þjónustu við barnafólk • Ódýrari húsnæði • Það er erfitt fyrir ungt fólk að flytja hingað sökum þess að húsnæði er mjög dýrt hérna. Það tel ég vera mestu hindrunina fyrir að barnafólk geti flutt hingað, en eflaust lítið hægt að gera í því !! • T.d að lækka gjaldskrá, bæta þjónustu með því að gera hana faglegri eins og t.d. að breyta heildagsskóla í frístundaheimili með klúbbum, smiðjum og spennandi valkostum í líkingu við það sem ÍTR gerir. • Ég tel að hátt fasteignaverð á Nesinu sé helsta orsök fækkunar barnafólks. Veit ekki hvernig bæjarfélagið getur brugðist við því... nema að hreinlega borga aðfluttum per barn (sem ég tel nota bene ekki raunhæfan möguleika!) • Lækka álögur á barnafólk. Greiða frekar niður skólamáltíðir/leikskólagjöld en að halda úti fokdýrum fótboltavelli/golfvelli.

  46. Börnum hefur fækkað á Nesinu undanfarin ár, hvernig telur þú að bregðast megi við því? • Erfitt að bregðast við nema vegna þess hve íbúðarverð er hátt. • Það sem kemur sér fyrst og fremst vel fyrir barnafjölskyldur er að hækka útsvar en niðurgreiða ýmsa þjónustu. Útsvarið er fáránlega lágt á Nesinu á sama tíma og verið er að spara aura í öllu kerfinu. Ég er hátekjumanneskja og myndi glöð greiða hærri skatta og fá í staðin betra samfélag. • Lækka álögur á fjölskyldufólk • Með því að hækka útsvarsprósentu og nýta til að laða að framúrskarandi starfsfólk í skóla og leikskóla. Við eigum að bjóða upp á bestu skólana! • Það er eðli alla "hverfa" að þau eldast með jöfnu millibili. Hefur gerst allsstaðar. Eðli málisins samkvæmt mun börnum fjölga aftur þegar eldra fólk flyst í þjónustuíbúðir eða deyr. Hins vegar vantar ódýrt húsnæði á Nesið til að ýta undir þessa hringrás. • Ekki endilega slæmt, getur líka falið í sér tækifæri • Leikskólagjöld eru t.d. mun dýrari en í Reykjavík, það getur orðið til þess að yngri foreldrar kjósi að búa frekar í Reykjavík. • Sjá svar 3 • Breyttar stefnur í álögum á barnafjölskyldur. • Auglýsa þá góðu umgjörð sem til staðar er fyrir börnin upp að menntaskólaaldri. Þarf að fá ungt fólk til að kaupa hér húsnæði með því að koma hreyfingu á fasteignamarkaðinn. • Byggja þarf íbúðir sem henta barnafólki. Hlúa þarf að hverjum og einum nemanda í grunnskólanum. • Bærinn verður sennilega að ákveða að vera með fjölskylduvæna stefnu og standa svo vörð um hana. Þar með talið dagvistargjöld, inntökualdur á leikskóla og annað. Svo þarf að markaðssetja þessa stefnu. Dýru blokkirnar við Hrólfskálamel voru mistök - vantar ódýrara húsnæði svo fólk sem er að hefja búskap hafi efni á því að flytja á nesið.

  47. Börnum hefur fækkað á Nesinu undanfarin ár, hvernig telur þú að bregðast megi við því? • Lækka húsnæðisverð og lækka leikskólagjöld • Láta ekki allar hækkanir bitna á fjölskyldufólki til þess að spara hækkanir útsvars. Byggja e-ð annað en 50-90 milljkr íbúðir...? • Lækka álögur á barnafólk • Þetta er bara plús = færri börn í bekk í skólakerfinu og fá þá meira út úr skólagöngunni. • sjá svar nr. 3. Manni virðist sem að bæjarfélagið sé vænna fyrir eldra fólk en barnafólk. Þessi stytting á dvalartíma undir því yfirskini að það sé fjölskylduvænna finnst mér út í hött og þessi hækkun á leikskólagjöldum í algjörri þversögn við allt sem kallast "fjölskylduvænt bæjarfélag" ég tel að það hefði átt að skera niður annarsstaðar eða hækka útsvar. • Bjóða húsnæði á viðráðanlegu verði. • Með að lækka gjöld á fjölskyldufólk í staðin fyrir að hækka eins og gert hefur verið, mjög neikvætt, þetta er ekki hvetjandi fyrir fólk að flytja á Nesið. • Að hafa sanngjarnt verð fyrir leikskóla og frístundir sem taka mið af barnmörgu fólki • Hafa álögur sem lægstar. • Það virðist ekki vera vært fyrir ungt meðallaunað fólk. Nesið virðist miðast við fólk með miklar tekjur. • Skykka hjón á Nesinu til að að eiga 3. • Það vantar húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fjölskyldufólk, leggja meiri áherslu á virk svæði fyrir börn (útileiksvæði) opin öllum börnum.

  48. Börnum hefur fækkað á Nesinu undanfarin ár, hvernig telur þú að bregðast megi við því? • Þetta er fyrst og fremst ímyndarvandi. Fólk utan Nessins telur það dýrt og "langt í burtu". Lítið sem ekkert hefur verið gert með beinum hætti til að draga ungt fjölskyldufólk inn á Nesið og almennt er Nesið ekki á kortinu hjá fólki sem er að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Fyrir vikið minnkar kaupendahópurinn á stærri eignum til framtíðar og það gæti haft neikvæð áhrif á fasteignaverð. Brýnt að setja fram aðgerðarplan sem miðar að því að tryggja Nesinu öfluga útsvarsgreiðendur til framtíðar. • Þjónustan á Nesinu er framúrskarandi. Ég hef aldrei heyrt neinn segja annað en þjónustuna verður að bjóða á verði sem er samkeppnishæft við önnur sveitarfélög. • Þetta eru að hluta til eðlilegar demografískar sveifur. Hlutfall barna og barnafólks á eftir að hækka þegar gamla liðið fellur frá. • Ég er ekki viss um að það þurfi að bregðast við því. Stórir árgangar hafa nú vaxið upp (t.d ´90 árgangurinn) og lýðfræðilegar breytingar eru eðlilegar. Ég tel ekki þörf á sérstökum aðgerðum. • Stunda tekjuöflun með skatttekjum, ekki þjónustugjöldum. • lækka álögur • Þarf að bregðast við því ? • Vantar húsnæði sem fólk hefur ráð á. Hækka ekki gjöld sem beinist eingöngu að barnafólki. Ekki fella niður afslætti s.s. systkina og námsmanna. • of hátt húsnæðisverð • Nýtt framboð húsnæðis Auðvelda eldrafólki að minnka við sig

  49. Að lokum Annað sem þú vilt koma á framfæri

  50. Annað sem þú vilt koma á framfæri • Endurvekja listastarf í leikskólanum. Uppfæra vefsíðu leikskólans reglulega, t.d. setja inn myndir af börnunum. • nei • Mörg af opnu svæðunum eru bænum til skammar, kostar örugglega ekki mikið að kippa þessu í liðinn miðað við peningana sem bærinn styður og leggur til Gróttu. • Við höfum notið mjög góðs af því með fyrri börn hvað stuðningsþjónusta var góð á Mánabrekku sem og að boðið var uppá listaskála. Í fyrra var eitt barnið okkar á Bláhömrum og var þar frábær leikskólastjóri sem og starfsfólk og vinna á heimsmælikvarða hvorki meira né minna. Ég hef áhyggjur að því að fyrirhugaðar breytingar bitni á gæðum vinnunnar. • Til umhugsunar: Þegar blokkirnar í Tjarnarmýri voru nýjar bjó þar mikið af eldra fólki sem hafði minnkað við sig húsnæði . Íbúðirnar voru of dýrar fyrir ungt fólk í upphafi búskapar og of litlar fyrir betur stætt barnafólk. Blokkirnar fylltust því ekki af barnafólki í fyrstu, en barnafólk fluttist inn í raðhúsin og hæðirnar sem eldra fólkið hafði yfirgefið. Ef barnafólk sækir í það að búa á Nesinu mun sagan endurtaka sig, eldra fólki mun selja húsin sín og hæðirnar og flytjast í huggulegar blokkir á Hrólfsskálamel. Þangað til munu þessar íbúðir standa auðar því þær eru ekki kostur fyrir lágtekjufólk og betur efnað barnafólk. • Starfsfólk Sólbrekku verið til fyrirmyndar á flestan hátt • Nei

More Related