1 / 21

Sjálfbær skotveiðitengd ferðaþjónusta Viðskiptatækifæri á norðurslóðum

Sjálfbær skotveiðitengd ferðaþjónusta Viðskiptatækifæri á norðurslóðum. North Hunt. Verkefni sem miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum í Norður Evrópu. Rannsóknarsvæðin eru jaðarsvæði Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Kanada . Ásamt Íslandi öllu.

yardan
Download Presentation

Sjálfbær skotveiðitengd ferðaþjónusta Viðskiptatækifæri á norðurslóðum

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sjálfbær skotveiðitengd ferðaþjónusta Viðskiptatækifæri á norðurslóðum

  2. North Hunt • Verkefni sem miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum í Norður Evrópu. • Rannsóknarsvæðin eru jaðarsvæði Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Kanada. Ásamt Íslandi öllu. • Verkefnið er unnið í samvinnu við frumkvöðla og aðra hagsmunaaðila.

  3. Tilgangur verkefnisins • Megintilgangur verkefnisins er að efla starfsumhverfi frumkvöðla í skotveiðitengdri ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum alþjóðlega samvinnu. • Jafnframt að draga úr hindrunum sem þeir standa frammi fyrir án þess að draga úr kröfum um sjálfbærni og umhverfisvænar skotveiðar.

  4. North Hunt er ætlað að stuðla að: • Bættri þekkingu á núverandi stöðu skotveiðitengdrar ferðaþjónustu í þátttökulöndunum • Þróun nýrra vara og nýsköpun því sviði • Bættu aðgengi að hagnýtum upplýsingum og fræðsluefni sem nýtist þeim sem vilja efla rekstur í starfsgreininni

  5. ...að stuðla að: • Markvissri markaðssetningu á skotveiðitengdri ferðaþjónustu. • Eflingu tengsla milli aðila sem koma að slíkri starfsemi á landsvísu sem og milli aðila í þátttökulöndunum fimm. • Bættum grundvelli til eflingar ferðaþjónustu og þar með atvinnulífs í þátttökulöndunum með áherslu á eflingu tækifæra til atvinnusköpunar á dreifbýlissvæðum.

  6. Fjármögnun North Hunt • Heildarkostnaður verkefnisins er 1.1 milljón evra. • Fjárstyrkur upp á 519 þús. evra úr Norðurslóðaráætlun Evrópusambandsins á tímabilinu 2008-2010. (46%) • Afla þarf mótframlags frá heima-mönnum, sérstaklega frá atvinnulífinu en ekki akademískum stofnunum til að tryggja aðild frumkvöðla og starfandi fyrirtækja að verkefninu.

  7. Íslenski hlutinn • Áætlaður heildarkostnaður við íslenska hluta verkefnisins er upp á 280.924 evrur. • 140.462 evrur koma frá NPP • 140.462 evrur þurfa að koma frá Íslandi, ekki úr rannsóknastyrkjum háskóla. • Leitað verður til styrktarsjóða og annarra eftir fjármagni – vinna við það er þegar hafin.

  8. Í hvað fara peningarnir • 54,2% fara í laun og launatengd gjöld þeirra stofnana sem eru aðalumsækjendur í verkefninu • 11% vegna þátttöku á sameiginlegum verkefnafundum og ráðstefnum með þátttakendum í verkefninu • 2% í aðkeypta sérfræðiaðstoð, annarra en eiga aðild að verkefninu

  9. Í hvað fara peningarnir...... • 14% í leigu á skrifstofuhúsnæði og tölvubúnaði fyrir starfsmenn verkefnisins • 14% fara í annan skrifstofukostnað eins og bókhald, umsýslu, síma..... • 2% fara í kostnað við vinnufundi hérlendis • 3% fara í sameiginlegan kostnað þátttökulandanna • 1% ófyrirséð

  10. Íslensku umsækjendurnir • RHA – Rannsókna- og þróunarmiðstöð háskólans á Akureyri • 49% af fjármagninu • 2 starfsmenn: • Hjördís Sigursteinsdóttir, verkefnisstjóri á Íslandi • Lára Guðmundsdóttir • www.rha.is

  11. Íslensku umsækjendurnir..... • Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) • 44% af fjármagninu • 2 starfsmenn: • Edward H. Huijbens • Eyrún Jenný Bjarnadóttir, aðalstarfsmaður RMF í verkefninu • www.fmsi.is

  12. Íslensku umsækjendurnir.... • Umhverfisstofnun (UST) • 7% af fjármagninu • 1 starfsmaður: • Bjarni Pálsson, deildarstjóri lífríkis og veiðistjórnunar • www.ust.is/veidistjornun • Auk þess er félag leiðsögumanna við hreindýraveiðar (FLH) aðilar að verkefninu

  13. Erlendir samstarfsaðilar

  14. Hverjir geta tekið þátt? • Öllum frumkvöðlum og starfandi ferðaþjónustuaðilum sem hafa hug á að stunda skotveiðitengda ferðaþjónustu stendur til boða að taka þátt í verkefninu með okkur. • Eina skilyrðið er að viðkomandi hafi vilja til að stunda sína starfsemi eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar

  15. Hugmyndafræði verkefnisins • Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem: • Þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum • Í þessu felst: • Samþætting félagslegra, vistfræðilegra og efnahagslegra þátta og leitast við að hámarka efnahagslega og félagslega velferð án þess að skaða umhverfið

  16. Þríþætt sjálfbærni

  17. Markmið verkefnisins • Þróa sjálfbæra og samkeppnishæfa viðskiptahugmynd sem byggir á veiðihefðum norðurslóða. • Þróa starfsumhverfi fyrirtækja til að draga úr hindrunum sem mæta frumkvöðlum í þessari grein án þess að minnka kröfur um sjálfbærni og umhverfisvænar veiðar. • Efla samvinnu ólíkra hagsmunaaðila innanlands sem og milli landa um þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu, s.s. landeigenda, veiðimanna, stofnana og ferðaþjónustuaðila. • Þróa norrænt vörumerki fyrir veiðar á norðurslóðum. • Útbúa þjálfunar- og námsefni sem mun nýtast til framtíðar um þróun og uppbyggingu skotveiðitengdrar ferðaþjónustu.

  18. Hvað á að gera? • Verkefnið samanstendur af fimm verkpökkum sem hver um sig hefur skilgreint markmið og afrakstur • Meðal þess sem á að framkvæma er: • Könnun á félagslegu umhverfi • Könnun meðal sölu- og markaðsfyrirtækja sem selja skotveiðitengdar ferðir • Skoða veiðistjórnunarkerfi og upplýsingar sem aflað er um villtar dýrategundir á Íslandi • Úttekt á hagrænum möguleikum starfsgreinarinnar • Þróa með frumkvöðlum og fyrirtækjum vænlega starfsgrein byggða á hugmyndafræði um sjálfbærni • Hafa markvisst áhrif á starfsumhverfi þeirra • Útbúa leiðbeininga og kynningarefni fyrir þá sem vilja stunda skotveiðitengda ferðaþjónustu byggða á hugmyndafræði um sjálfbærni

  19. Af hverju North Hunt • Skotveiðitengd ferðaþjónusta er lítið þekktur og óþróaður hluti ferðamennsku í flestum löndum í Norður Evrópu. • Mikilvægt þykir að innleiða hugmyndafræði um sjálfbæra þróun í vaxandi atvinnugrein • Megin hindranir fyrir þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu eru: • Skortur á upplýsingum • Skortur á sjálfbærum viðskiptalíkönum • Skortur á samvinnu í ferðaþjónustugeiranum • Gefur tækifæri til að mynda tengslanet bæði innanlands og í þátttökulöndunum • Koma á markaðssamböndum

  20. Hvers vegna ætti að efla skotveiðitengda ferðaþjónustu? • Aukin þörf á þróun nýrra sjálfbærra og samkeppnishæfra fyrirtækja á Norðurslóðum • Í ferðaþjónustu er þörf á þróun nýrra leiða til að lengja ferðaþjónustu tímabilið, til þess að styrkja og tryggja sjálfbærni þessara fyrirtækja • Skotveiðitengd ferðaþjónusta er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að auka fjölbreytni atvinnulífsins í dreifbýli • Þetta er ferðaþjónusta sem byggð er á náttúrulegum styrkleikum og menningu svæðanna

  21. www.north-hunt.org Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins

More Related