1 / 25

Kristni og kirkja

Kristni og kirkja. Frá Krists burði til falls Vestrómverska ríkisins. Trúarlíf á keisaraöld. Helsta einkenni trúarlífs Rómverja við upphaf keisaraaldar var fjölbreytnin enda hefur það verið nefnt trúblendingur ( syncretismi )

vanna
Download Presentation

Kristni og kirkja

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kristni og kirkja Frá Krists burði til falls Vestrómverska ríkisins

  2. Trúarlíf á keisaraöld • Helsta einkenni trúarlífs Rómverja við upphaf keisaraaldar var fjölbreytnin enda hefur það verið nefnt trúblendingur (syncretismi) • Hellenisminn hafði fært Rómarveldi deiglu ýmissa trúarbragða, s. s. grískra, egypskra, persneskra, indverskra og fleiri austrænna trúarbragða • Úr þessum hrærigraut völdu síðan Rómverjar það sem þeim sýndist henta þeim best og bættu við hinn forna átrúnað sinn Valdimar Stefánsson

  3. Viðnám keisaranna • Er Ágústus tók við völdum blés hann til sóknar fyrir hinn forna átrúnað enda annálaður íhaldsmaður • Hin fornu goð Rómverja höfðu um skeið átt undir högg að sækja á því nægtarborði sem trúarlíf heimsveldisins var orðið • Þrátt fyrir viðleitni Ágústusar og eftirmanna hans fór tilbeiðsla nýrra guða síst minnkandi og andóf keisaranna varð í besta falli aðeins til að lengja dauðastríð hinna innfæddu guða Valdimar Stefánsson

  4. Forn átrúnaður Rómverja • Æðstur hinna upprunalegu guða Rómverja var himinguðinn Júpíter en, ásamt gyjunum Minervu og Júnó, myndaði hann þríeyki sem kennt var við Kapítólhæð í Róm • Stríðsguðinn Mars gekk næstur Júpíter að mikilvægi og á dögum Ágústusar myndaðist sú hefð að hann væri sérstakur verndari keisarans • Einnig hafði frá ómunatíð hvert heimili sína heimilis- og aringuði Valdimar Stefánsson

  5. Nýir guðir – launhelgar • Strax eftir fráfall Ágústusar komst á sú hefð að látnir keisarar voru teknir í guðatölu og var ríkinu játuð hollusta með því að færa fórn frammi fyrir líkneski af keisaranum • Rómverjar tóku einnig upp Dýónísusardýrkun Grikkja og nefndu þeir guðinn Bakkus; komu fljótt upp þær sögur að helgiathafnir Bakkynja væri lítið annað en örgustu svallveislur og drógu slík ummæli síst úr vinsældum þeirra Valdimar Stefánsson

  6. Nýir guðir – launhelgar • Dýrkun egypsku frjósemisguðanna Ósírisar og Ísisar var mjög útbreidd í Róm en þau voru tengd náttúrunni, hringrás lífsins; dauða og upprisu • Einkum naut Ísis vinsælda sem ástargyðja og rann þar saman við Afródítu hina grísku; Ísis var einnig sérstakur verndari vændiskvenna • Frá Litlu-Asíu fengu Rómverjar frjósemisgyðjuna Cybele og nefndu hana móðurina miklu; hún varð síðar ein vinsælasta gyðja Rómverja og rann svo saman við Maríu mey Valdimar Stefánsson

  7. Nýir guðir – launhelgar • Míþras var ævaforn persneskur frjósemisguð sem Rómverjar kynntust á 1. öld e. Kr. og varð hann fljótt vinsæll meðal hermanna • Míþras var talinn borinn í heiminn 25. desember • Á 3. öld e. Kr. tók að bera á sólardýrkun sem keisarar ýttu undir og náði hún skjótt mikilli útbreiðslu en hún rann síðan saman við Míþras og þaðan inn í kristni • Árið 380 e. Kr. varð kristnin svo ríkistrú í Róm og heiðinn dómur blandaðist ýmist inn í hana eða dó út á næstu öldum Valdimar Stefánsson

  8. Heimspeki • Auk epíkúrisma og stóuspeki voru aðrar heimspekistefnur helstar gnostíkismi og nýplatónska • Báðar þessar stefnur voru á mörkum trúar og heimspeki enda var menningarheimurinn í heild sinni að sveigjast æ meir frá vísindahyggju Forn-Grikkjanna til trúarhyggju Austurlanda Valdimar Stefánsson

  9. Heimspeki: Gnostíkismi • Kjarninn í heimspeki gnostíkisma var sú að sál mannsins væri guðlegrar ættar og henni væri nauðsynlegt að losna úr viðjum líkamans því allur efnisheimurinn væri af hinu illa • Forsenda frelsunarinnar væri að meðtaka hina æðstu þekkingu (gnosis) en einungis sumir væru til þess færir • Gnostíkismi hafði mikið aðdráttaraft fyrir marga menntamenn Valdimar Stefánsson

  10. Heimspeki: Nýplatónismi • Egyptinn Plótínos (205-270 e. Kr.) kom fram með nýplatónskuna á 3. öld en nafngiftin varð ekki til fyrr en á 19. öld • Grundvöllur kenningarinnar er frá Platóni kominn en Plótínos vék í veigamiklum atriðum frá áherslum Platóns • Nýplatónisminn hafði mikil áhrif á mótun kristinnar kenningar og þannig urðu áhrif Platóns á miðöldum jafnvel enn meiri en í fornöld Valdimar Stefánsson

  11. Heimspeki: Nýplatónismi • Þar sem heimspeki Platóns er um margt siðfræðileg og leggur áherslu á hvernig eigi að lifa og starfa í heiminum leggur speki Plótínosar áherslu á hvernig maðurinn fær komist handan þessa heims og er það í anda Austurlandaspekinnar • Leiðin er þó platónsk þar sem hún felst, að mati Plótínosar, í rökhugsun og reyndar einnig með innlifun Valdimar Stefánsson

  12. Heimspeki: Nýplatónismi • Platón hafði aðhyllst þá kenningu að sálin ætti sér fortilveru og framhaldslíf en væri fangi líkamans í þessu lífi • Þetta nýtti Plótínos sér í heimsmynd sína; hina svokölluðu útstreymiskenningu • Frá hinu eina (þ. e. guði) streymir frummyndaheimurinn sem hann kallaði nús og þaðan heimssálin eða logos en frá henni kæmu einstakar sálir • Neðst var svo efnisheimurinn, fangelsi sálarinnar sem hún þráði að losna úr Valdimar Stefánsson

  13. Upphaf kristni • Engin þeirra andlegu stefna sem urðu til í Rómarveldi hefur markað jafn djúp spor í menningarsögunni og kristin trú • Kristin trú á upphaf sitt í gyðingdómi og tók að breiðast þaðan út til annarra menninga á fimmta og sjötta áratug fyrstu aldar • Hún skaut fyrst rótum í borgum við Miðjarðarhaf, einkum í Litlu-Asíu og löndum í kringum Palestínu Valdimar Stefánsson

  14. Heimildir um frumkristni • Helstu heimildir um upphafsár kristninnar um miðja fyrstu öld eru bækur Nýja testamentsins • Guðspjöllin fjögur fjalla um starf Jesús Krists, dauða hans og upprisu (líklega í kringum árið 30) og eru rituð á árabilinu 60-90 • Postulasagan (líklegur rituð á árabilinu 62 – 100) rekur starf postulanna, fyrst einkum Péturs en síðan Páls eftir að hann kemur til sögunnar, allt fram til áranna 62 – 64 • Önnur rit Nýja testamentisins eru síðan bréf postulanna, einkum Páls, líklega rituð á tímabilinu um 50 - 70 Valdimar Stefánsson

  15. Heimildir um frumkristni • Aðrar heimildir um frumkristnina en Nýja testamentið (einkum Tacitus, Jósefus) eru hvorki miklar né nákvæmar þannig að erfitt er að meta heimildagildi hinna kristnu trúarrita • Rétt er þó að nefna að þar sem óháðar heimildir geta um kristnina, þótt i litlu sé, eru þær í engu ósamhljóða Nýja testamentinu Valdimar Stefánsson

  16. Fyrsti áratugur kristninnar • Á fyrstu árunum eftir dauða Jesús boðuðu lærisveinar hans upprisuna og komandi dóm í Jerúsalem, kenndu í musterinu þar og lutu forystu Péturs postula • Talsverður fjöldi tók hina nýju trú og fljótlega brugðust gyðingar við með því að hefja ofsóknir gegn kristna söfnuðinum þar • Þetta varð til þess að hinir kristnu tóku að dreifast til nágrannalanda og þannig mynduðust nýir söfnuðir þar Valdimar Stefánsson

  17. Fyrsti áratugur kristninnar • Á þessum árum boðuðu lærisveinarnir upprisuna einungis meðal gyðinga og þeirra útlendinga sem tekið höfðu gyðingatrú • Söfnuðir sem spruttu upp utan Palestínu, s. s. í Sýrlandi og Egyptalandi, urðu þannig til innan gyðingasamfélaga þar • Engar heimildir eru um skipulagðar ofsóknir á hendur kristnu söfnuðunum á þessu tímabili; nema í Jerúsalem Valdimar Stefánsson

  18. Sál verður Páll postuli • Einn þeirra sem gekk hart fram í ofsóknum á hendur kristna söfnuðinum í Jerúsalem var ungur faríseii, Sál að nafni • Sál var frá borginni Tarsus í Litlu-Asíu, rómverskur borgari, grískumælandi og vel menntaður, bæði í gyðingdómi og í heimsmenningu hellenismans • Á leið til Damaskus í Sýrlandi, til að ofsækja hina kristnu þar, varð Sál fyrir voldugri opinberun sem gjörbreytti honum og snerist hann þegar til kristni og tók upp nafnið Páll Valdimar Stefánsson

  19. Páll postuli • Að frátöldum Jesús sjálfum á enginn maður jafnstóran þátt í að móta þróun kristninnar og tryggja þannig framgang hennar en Páll postuli • Hann var ötull trúboði sem ferðaðist um alla Litlu-Asíu og Grikkland og lauk síðan trúboði sínu í Rómarborg • Allt bendir til þess að þar hafi hann verið líflátinn í fyrstu ofsóknum gegn kristnum þar á valdatíma Nerós keisara, árið 64 Valdimar Stefánsson

  20. Trúboðsaðferð Páls • Er Páll fer í sína fyrstu trúboðsferð tekur hann til við að boða trúnna á meðal heiðingja, án þess að leggja á það áherslu að þeir þyrftu að gangast undir lögmál gyðinga • Þetta olli deilum meðal kristnu safnaðanna og lagðist söfnuðurinn í Jerúsalem gegn þessu háttalagi • Á fundi sem Páll sótti í Jerúsalem náðist síðan samstaða þar sem Páll hafði sitt fram að mestu Valdimar Stefánsson

  21. Kristin kenning Páls • Frá Páli höfum við elstu mynd kristinnar kenningar en hún birtist hvað skýrast í Rómverjabréfinu: • Drottinn Guð gerðist maður og gaf líf sitt sem hina endanlegu fórn fyrir syndir mannkyns • Með því að meðtaka þennan sannleika og trúa því að maður sé hólpinn hreinsast maður af allri synd og öðlast hlutdeild í Jesús Kristi • Innan skamms mun Kristur koma aftur og dæma lifandi og dauða Valdimar Stefánsson

  22. Safnaðarlíf í frumkristni • Svo virðist sem söfnuðirnir hafi að jafnaði hist í heimahúsum á fyrstu áratugum kristninnar • Safnaðarfundir voru látlausir; söngur, fræðsla og umræður • Flestir safnaðanna fylgdu hinni gyðinglegu hefð þar sem skipaðir voru öldungar (presbyteros) er stýrðu söfnuðunum • Fljótlega komst sú hefð á að útnefna einn biskup (episkopos) sem vera skyldi fremstur meðal jafninga Valdimar Stefánsson

  23. Stéttastaða kristinna • Nær fullvíst má telja að kristnin hafði framan af mun meira aðdráttarafl fyrir lágstéttafólk en þá sem betur voru stæðir en þó voru frá upphafi alltaf einhverjir vel stæðir borgarar á meðal safnaðarmeðlima • Mikil samhjálp ríkti í söfnuðunum, séð var fyrir nauðþurftum ekkna, munaðarleysingja og bágstaddra almennt, úr sameiginlegum sjóði og með sérstökum söfnunum var sent fé frá velstæðum söfnuðum til hinna bágstaddari Valdimar Stefánsson

  24. Frumkristnin og Róm • Frá gyðingdómi tóku hinir frumkristnu í arf þá tilhneigingu að greina sig frá samfélagi heiðingjanna • Róm, á hinn bóginn, krafðist þess að sérhver meðlimur ríkisins færði fram fórn við mynd eða líkneski keisarans • Hvorki gyðingar né hinir kristnu töldu sér fært að verða við því en jafnan litu fulltrúar Rómar framhjá því, þótt öðru hverju kæmi til ofsókna Valdimar Stefánsson

  25. Frumkristnin og Róm • Nær allir rómverskir sagnaritarar frá upphafsöldum krisninnar gefa kristnum mönnum slæma einkunn • Ástæðan liggur ekki í augum uppi þar sem þeir eru ekki að gagnrýna siðsemi þeirra • Liklegast er að sú afstaða hinna kristnu að vilja sem minnst hafa við hina heiðnu að sælda hafi valdið sömu kennd meðal Rómverja gagnvart þeim kristnu Valdimar Stefánsson

More Related