1 / 21

4. kafli

4. kafli. Frávik og afbrot. Hvað er frávik?. Hegðun einstaklings eða hóps fylgir ekki viðurkenndum viðmiðum og fær neikvæð viðbrögð samfélagsins. Viðmið eru skráðar og óskráðar reglur samfélagsins sem þú býrð í.

sydnee
Download Presentation

4. kafli

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 4. kafli Frávik og afbrot

  2. Hvað er frávik? • Hegðun einstaklings eða hóps fylgir ekki viðurkenndum viðmiðum og fær neikvæð viðbrögð samfélagsins. • Viðmið eru skráðar og óskráðar reglur samfélagsins sem þú býrð í. • Viðmiðin eru mikilvægur þáttur í menningu hvers samfélags þau segja hvernig þú átt að hegða þér við tilteknar aðstæður. • Viðmið eru ekki náttúrulögmál.

  3. Frávik eru flokkuð eftir því hvers konar viðmið eru brotin. Misjafnt hve hart er tekið á brotunum. Alvarlegustu frávikin kallast afbrot en með þeim er átt við hegðun sem er hættuleg samfélaginu. Dæmi um frávik Þú skalt ekki morð fremja Þú mátt ekki vera drukkinn á almannafæri Kynlíf á aðeins að eiga sér stað innan hjónabandsins Frávik

  4. Skilningur á frávikum er háður... Stað og tíma. Viðmiðunum sem eru ríkjandi í samfélaginu. Þeim sem hefur vald til að stimpla ákveðna hegðun sem frávikshegðun. Frávikshegðun getur verið ákveðin mótmæli gegn því sem okkur finnst vera neikvætt í samfélaginu. Rannsóknir á frávikum flóknar því brot á viðmiðum eru álíka mörg og viðmiðin. Frávik

  5. Viðbrögð við frávikum • Sum frávik eru þess eðlis að við tökum ekki eftir þeim á meðan önnur kalla á skjót og harkaleg viðbrögð. • Sum frávik eru þess eðlis að sá sem ,,brýtur” af sér hefur hugsanlega ekki gert neitt af sér eða ekki haft neitt val.

  6. Líffræðilegar og sálfræðilegar kenningar um afbrot • Líffræðilegar kenningar, mannleg hegðun er sprottin af líffræðilegum eðlishvötum - Útlitseinkenni og líkamsbygging • Sálfræðilegar kenningar, skoða tengsl milli persónuleika og frávikshegðunar. • Kenningarnar líta á frávik sem einstaklingsbundin einkenni en skoða ekki hvernig hugmyndir um rétt og rangt verða til. • Kenningarnar geta ekki svarað af hverju sumir sem brjóta viðmið eru stimplaðiðr en aðrir ekki. • Í kenningarnar vantar umfjöllun um hvernig völd endurspegla og hafa áhrif á félagslegt taumhald.

  7. Félagsfræðilegar kenningar(gamla bókin bls. 194 – 195 / nýja bókin bls. 178 - 179) • Frávik eru breytileg eftir viðmiðum menningar. • Fólk sýnir frávikshegðun af því að aðrir hafa skilgreint það sem skrítið eða afbrigðilegt. • Lagasetning og lögbrot endurspegla félagsleg völd.

  8. Samvirknikenningarfrávik og afbrot • Frávik staðfesta menningarleg viðmið og gildi og eru nauðsynleg til að viðhalda siðareglum samfélagsins. • Viðbrögð við frávikum gera siðferðileg mörk skýrari, við skilgreinum hvað við teljum rétt og rangt. • Viðbrögð við frávikum styrkja félagslega samheldni íbúanna. Viðmið samfélagsins tengja okkur saman. • Frávik stuðla að félagslegum breytingum. Stundum verða frávik gærdagsins siðareglur morgundagsins.

  9. Samskiptakenningar og afbrot • Hegðun lærist í samskiptum við aðra. • Edwin Sutherland setti fram kenningu um menningarlegt arfgengi frávika. • Hegðun fer eftir félagslegum tengslum okkar við einstaklinga sem skapa fordæmi. • Ef við erum í nánum tengslum við fólk sem sýnir frávikshegðun er hætta á að við förum við að hegða okkur á sama hátt. • Sömu lögmál gilda um hlýðni við viðmið

  10. Siðrofskenning Mertons(gamla bókin bls 199 – 201 / nýja bókin 183 – 187) • Merton byggir kenningu sína á hugmyndum Durkheims um siðrof. • Frávik og afbrot eru til öllum samfélögum - í sumum samfélögum er meira um frávikshegðun en í öðrum. • Mikil frávikshegðun á sér skýringar í tilteknum félagslegum aðstæðum. • Umfang og gerð frávika fer eftir því hversu auðvelt fólk á með að nálgast ýmis gæði samfélagsins.

  11. Siðrofskenning Mertons(gamla bókin bls 199 – 201 / nýja bókin 183 – 187) • Nýjung – fólk velur nýjar leiðir til að ná eftirsóttum markmiðum sem það hefði annars ekki aðgang að. • Regludýrkun – fólk gefur öll eftirsótt markmið upp á bátin og verður gagntekið af því að lifa heiðvirðu lífi. • Undanhald – fólk snýr baki við markmiðum samfélagsins og tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu. • Uppreisn – fólk snýr baki við markmiðum samfélagsins og bendir á róttækar leiðir sem svar við hefðbundnu félagslegu skipulagi

  12. Stimplun • Frávik eða hlýðni við viðurkennd viðmið fara ekki svo mikið eftir því sem fólk gerir, heldur hvernig aðrir bregðast við því sem fólk gerir. • Fyrsta stigs frávik – skammvinnir atburðir sem vekja lítil viðbrögð annarra og hafa lítil áhrif á sjálfsímynd þess sem brýtur af sér. • Annars stigs frávik – sjálfsímyndin bíður hnekki og frávikinn fer að margendurtaka frávikshegðunina.

  13. Framabraut frávika Goffman – sá sem hefur verið stimplaður hefur ekkert val lengur. Hann verður að halda áfram á sömu braut, þ.e. framabraut frávikanna. Afturvirk stimplun Fortíðin er túlkuð og útskýrð í ljósi núverandi frávikshegðunar. Stimplunin afskræmir allt lífshlaup frávikans. Stimplun

  14. Stimplun • Við erum alltaf að stimpla fólk. • Sumir fá væga stimpla á sig eins og t.d. að vera feitur, leiðinlegur, frekur osfrv. • Öll stimplun er hættuleg því hún getur leitt til einangrunar þess sem fyrir verður. • Hvenær beittir þú stimplun síðast?

  15. Læknisfræðin og frávik • Lögsaga lækninga nær yfir fleiri og fleiri svið. • Læknisfræðin er farin að skilgreina frávik sem sjúkdóma. Ofvirkni, alkohólismi, spilafíkn, offita ofl. • Læknisfræðileg eða siðferðisleg stimplun • Skilgreiningarnar hafa áhrif á hverjir bregðast við frávikum. • Mismunandi hvernig brugðist er við frávikunum. • Mismunandi hvar ábyrgðin liggur.

  16. Átakakenningar um frávik og afbrot • Frávik endurspegla ójafnræði og valdabaráttu. • Afbrot má rekja til ójafnræðis milli stétta, kynþátta og kynja. • Þeir sem hafa áhrif og völd í samfélaginu skilgreina hverjir eru afbrigðilegir og hvaða hegðun er álitin óæskilegt.

  17. Skilgreining á afbrotum út frá sjónarhorni samvirkni-, átaka og samskiptakenninga. • Samvirknikenningar Lögin skilgreina afbrot. Allir eru jafnir fyrir lögum. Fólk er almennt sammála um hvað telst lögbrot. • Átakakenningar Lögin eru verkfæri ráðandi stétta. Skilgreining á afbrotum er pólitísk. • Samskiptakenningar Siðferðilegir áhrifavaldar skilgreina afbrot Afbrot eru ólögleg vegna þess að samfélagið ákveður það. Afbrotastimpill breytir lífsmynstri viðkomandi.

  18. Tegundir afbrota • Algengustu tegundir afbrota eru auðgunar, efnahags- og umferðalagabrot. • Mun fleiri karlar eru kærðir fyrir líkamsárásir, ástæðan ólík félagsmótun kynjanna. • Alvarlegum líkamsárásum hefur fjölgað en minniháttar líkamsmeiðingum fækkað. • Kærum vegna kynferðisafbrota hefur fjölgað

  19. Formlegt og óformlegtfélagslegt taumhald • Félagslegt taumhald á að tryggja að fólk hegði sér á viðunandi hátt. • Óformlegt taumhald stýrir að stórum hluta hegðun okkar – við beitum hvert annað og okkur sjálf óformlegu taumhaldi. • Formlegt taumhald viðbrögð við frávikum eru skipulögð og fyrirfram ákveðin. Réttarkerfið er dæmi um formlegt taumhald samfélagsins, eftirlitsmynda-vélar, óeinkennisklæddir lögregluþjónar.

  20. Skilgreindu hugtökin • Frávik • Afbrot • Fyrsta stigs frávik • Annars stigs frávik • Lögsaga lækninga. • Óformlegt félagslegt taumhald. • Formlegt félagslegt taumhald. • Hvítflibbabrot

  21. Svaraðu spurningunum • Félagsfræðin hefur sett fram þrjár meginskýringar á frávikum og frávikshegðun. Lýstu þeim nánar. • Gerðu grein fyrir kenningunni um stimplun. Að hvaða leyti hafa félagsleg völd áhrif á fráviksstimplun? Hvaða áhrif telur þú að kyn, aldur og stétt hafi á þetta ferli? • Út á hvað gekk siðrofskenning Mertons? Útskýrðu hvað Merton átti við með - nýjung, ný leið valin, regludýrkun og undanhald og nefndu dæmi um alla þessa þætti. • Hvaða máli skiptir hvort við skilgreinum frávik sem siðferðileg eða læknisfræðileg málefni? • Hvaða skoðun hafa átakakenningamenn á frávikum? • Gerðu samanburð á samvirkni,- samskipta- og átakakenningum um frávik.

More Related