1 / 21

Austurlönd nær II

Austurlönd nær II. Íran og Írak Bls. 154 – 165. Bretar stofna Írak eftir fyrra stríð. Samkvæmt Sykes-Picot-samkomulaginu tóku Bretar við stjórn þess svæðis þar sem Jórdanía og Írak eru í dag, auk Palestínu, eftir stríðslokin

shada
Download Presentation

Austurlönd nær II

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Austurlönd nær II Íran og Írak Bls. 154 – 165

  2. Bretar stofna Írak eftir fyrra stríð • Samkvæmt Sykes-Picot-samkomulaginu tóku Bretar við stjórn þess svæðis þar sem Jórdanía og Írak eru í dag, auk Palestínu, eftir stríðslokin • Þeir ákváðu að búa til nýtt ríki, Írak, úr þremur stjórnunareiningum Tyrkjaveldis en að baki þeirrar ákvörðunar lágu ýmsar hagkvæmis- og efnahagslegar forsendur Breta • Ákvörðunin var ekki borin undir íbúanna, enda var ekki til ríkisins stofnað með hagsmuni þeirra í huga, heldur voru Bretar m. a. að tryggja hagsmuni sína gagnvart olíu, svo og Indlandi • Stjórn Breta í Írak gekk mjög brösulega og fljótlega var vopnuð uppreisn hafin gegn þeim sem barinn var niður af mikilli hörku Valdimar Stefánsson 2007

  3. Feysal gerður að konungi Íraks • Árið 1921 héldu Bretar fund í Kaíró til að leita nýrra leiða við stjórn Miðausturlanda og var uppreisnin í Írak þar efst á blaði • Niðurstaðan varð sú að betra væri að stýra Írak óbeint í gegnum leiðtoga sem væri hollur hagsmunum Breta • En erfiðlega gekk að ná sátt á fundinum um íraskan leiðtoga og varð niðurstaðan sú að fá útlendum manni völdin í hendur • Fyrir valinu varð Feysal ibn Hussein, sonur Husseins, emirs af Mekka, en Feysal hafði barist með Bretum í stríðinu við Tyrki Valdimar Stefánsson 2007

  4. Konungstíð Feysals í Írak • Þrátt fyrir að Faysal hefði aldrei komið til Íraks fyrr en hann var settur sem konungur ríkisins tókst honum vonum framar upp í embættinu • Hann hafði getið sér gott orð sem stríðshetja araba og var að auki Hashamíti eða afkomandi spámannsins, sem jók enn virðingu hans • Þótt hann hafi látist langt fyrir aldur fram árið 1933, ári eftir að Írak hlaut formlegt sjálfstæði, náði hann að reisa þann grundvöll í ríkinu sem dugði því til að lifa áfram sem ein heild • Eftir daga Faysals tóku við viðsjárverðir tímar í Írak þar sem Bretar og síðar Bandaríkjamenn áttu fullt í fangi með að stýra þróun mála en þó tókst að varðveita einingu ríkisins Valdimar Stefánsson 2007

  5. Íran í upphafi 20. aldar • Íran (hin forna Persía), öfugt við Írak, hafði aldrei tilheyrt Tyrkjaveldi formlega en strax um miðja 19. öld tók það að vera bitbein stórveldanna tveggja, Englands og Rússlands, sem efldu þar áhrif sín sem mest þau máttu • Á tímum fyrri heimsstyrjaldar hernámu þessi stórveldi síðan landið en eftir að Rússar drógu sig út úr styrjöldinni var gatan greið fyrir Englendinga sem fóru þá í raun með stjórn landsins • Árið 1921 komst metnaðarfullur íranskur herforingi, Reza Kahn, til valda sem varnarmálaráðherra í stjórn landsins og fjórum árum síðar var hann krýndur sem keisari landsins Valdimar Stefánsson 2007

  6. Nútímavæðing keisarans • Fram að síðari heimsstyrjöld vann Reza Pahlavi keisari að því að nútímavæða Íran • Hann lagði mikla áherslu á að minnka áhrif trúarinnar í samfélaginu, afnam íslömsk lög og setti önnur að vestrænni fyrirmynd í staðinn og fyrirskipaði vestrænan klæðnað þegnanna • Keisarinn lét byggja upp öflugt menntakerfi frá grunni þar sem hamrað var á þjóðernisstefnu og fornri persnesku menningu gert hátt undir höfði • Til að fjármagna nútímavæðinguna hallaði keisarinn sér að Þýskalandi nasismans og varð það til þess að Bretar neyddu hann til að afhenda syni sínum titilinn er þeir hernámu landið ásamt Sovétmönnum árið 1941 Valdimar Stefánsson 2007

  7. Mossadiq steypt af stóli • Völd íranska þingsins jukust mjög við keisaraskiptin en nýi keisarinn, Muhammad Reza Pahlavi, skipti sér lítt af stjórnmálum í upphafi ferils síns • Árið 1950 ákvað þingið og Muhammad Mossadiq, forsætisráðherra Írans, að þjóðnýta ensk-íranska olíufélagið sem Bretar höfðu starfrækt í um 50 ár án þess að Íranir hefðu haft þar nokkuð gagn af • Bretar brugðust ókvæða við og í samvinnu við CIA og innlenda aðila var Mossadiq steypt af stóli árið 1953 en keisaranum var í kjölfarið veitt stóraukin völd gegn því að hann léti þjóðnýtinguna ganga til baka Valdimar Stefánsson 2007

  8. Einræði Íranskeisara • Reza Pahlavi yngri stýrði síðan Íran í aldarfjórðung með harðri hendi • Segja má að stjórn hans hafi einkennst af tvennu, þjónkun við Vesturlönd og kúgun á eigin þegnum en jafnframt stóð hann fyrir mikilli nútímavæðingu landsins • Vegna gífurlegrar spillingar í stjórnuninni voru það þó einungis undirsátar keisarans og erlend fjölþjóðafyrirtæki sem hirtu allan ágóðann af breytingunum á meðan alþýðan, sérstaklega til sveita, liðu skort • Keisarinn var alla tíð í miklu og góðu vinfengi við Bandaríkjamenn sem tóku fljótt stöðu Breta sem helstu afætur olíuauðs landsins Valdimar Stefánsson 2007

  9. Byltingin í Íran 1979 • Öflugustu andstæðingar keisarans voru annars vegar vinstrimenn og hins vegar trúarleiðtogar en allflestir forystumenn andófsaflanna voru í útlegð • Almenn uppreisn gegn keisaranum hófst í desember 1978 og kom það mjög á óvart á Vesturlöndum þegar keisarinn neyddist til að flýja land aðeins mánuði síðar • Við tók harðvítug valdabarátta innan uppreisnarhreyfingarinnar en brátt urðu trúarleiðtogarnir, undir forystu Ruhollahs Khomeinis, ofan á og komu á íslömsku lýðveldi Valdimar Stefánsson 2007

  10. Bandaríska sendiráðið hertekið • Eitt megineinkenni hinnar íslömsku stjórnar frá upphafi var áköf andúð hennar á vestrænni menningu yfirleytt og Bandaríkjunum sérstaklega • Í nóvember 1979 réðust stuðningsmenn Khomeinis inn í bandaríska sendiráðið í Theheran og tóku 57 bandaríska sendiráðsstarfsmenn í gíslingu • Gíslatakan þótti afar auðmýkjandi fyrir Bandaríkin og varð misheppnuð björgunarför ekki til að draga þar úr • Eftir eitt og hálft ár tókst loks að semja um lausn gíslanna en Bandaríkjamenn þurftu að greiða Íranstjórn stórfé fyrir lausn málsins Valdimar Stefánsson 2007

  11. Saddam Hussein nær völdum í Írak • Saddam Hussein komst til valda í hallarbyltingu Bath-flokksins árið 1968 og þremur árum síðar varð hann forseti landsins og stýrði því síðan sem einvaldur til ársins 2003 • Bath-flokkurinn var uppruninn í Sýrlandi og fylgdi einkennilegri blöndu af þjóðernisstefnu og veraldarhyggju ásamt vægum skammti af sósíalisma þótt andkommúnískur væri • Stefna Husseins var þó fyrst og fremst hefðbundin einræðisstefna með áherslu á sterkan her og stöðugt efnahagslíf auk valdamikillar öryggislögreglu sem vakti yfir öllum þegnum landsins Valdimar Stefánsson 2007

  12. Innrás Íraka í Íran • Olíuverðshækkanirnar á áttunda áratugnum urðu til að bæta mjög stöðu efnahagsmála í Írak, eins og öðrum olíuframleiðsluríkjum, og nýtti Saddam Hussein hluta gróðans til að koma á ýmsum efnahagsumbótum meðal almennings • Jafnframt tók hann að leita til Vesturlanda eftir viðskiptasamböndum og voru Frakkar honum mjög innan handar í hernaðaruppbyggingu • Eftir byltinguna í Íran sá Hussein sér færi á að nýta sér upplausnina þar og breytt viðhorf Vesturlanda til ríkisins og í septembermánuði árið 1980 réðist íraskur her inn í Íran Valdimar Stefánsson 2007

  13. Íranir stöðva innrásarherinn • Markmið innrásarinnar var að hernema Shatt al-'Arab flóann og Khuzistan sem er Suðvesturhluti Írans og í fyrstu leit út fyrir að það tækist nokkuð auðveldlega • En Íranar veittu Írökum fljótt öfluga mótspyrnu og stöðvuðu framsókn Íraka og í ljós kom að Hussein hafði bæði ofmetið eigin hernaðarstyrk og vanmetið baráttuvilja írönsku þjóðarinnar • Innrásin þjappaði þjóðinni að baki trúarleiðtoganna og styrktu þá og íslömsku byltinguna mjög í sessi • Saddam Hussein naut hins vegar bæði stuðnings nágrannaþjóðanna og beggja risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna Valdimar Stefánsson 2007

  14. Stuðningur Bandaríkjanna við Írak • Bandaríkin höfðu í upphafi lýst yfir hlutleysi sínu í þessu stríði en þó var ljóst að óopinberlega studdu þeir Íraka enda var íslamska lýðveldið orðið erkióvinur risaveldisins • Þegar fór að halla á innrásarherinn skiptu Bandaríkjamenn þó um skoðun og tóku að selja Írökum vopn í stórum stíl auk þess að veita þeim ýmis konar tækniaðstoð • Þrátt fyrir að Írakar beittu efnavopnum óspart í bardögum við Írani þrjóskuðust Bandaríkjamenn þó lengi vel við að fordæma notkunina • Efnavopnanotkunin var Bandaríkjamönnum mjög óþægileg og svo fór að lokum að þeir fordæmdu hana opinberlega og Írakar lögðu hana þá af í bili Valdimar Stefánsson 2007

  15. Vopnahlé 1988 • Stríðið stóð í átta ár og afar illa gekk að fá bæði ríkin til að samþykkja vopnahlé á sama tíma, ef Írökum gekk illa neituðu Íranar vopnahléi og öfugt • Að lokum var þó orðið augljóst að hvorugu ríkinu tækist að sigra hitt og vopnahlé var samið í ágúst 1988 • Bæði ríkin lýstu yfir sigri og hátíðarhöld voru í þeim báðum til að fagna sigurvegurunum • Raunin varð sú að landamæri ríkjanna stóðu óbreytt eftir en yfir hálf milljón manna hafði látið lífið í stríðsátökunum Valdimar Stefánsson 2007

  16. Kúveit • Kúveit er smáríki (18.000 km2) við botn Persaflóa, með landamæri að Saudi-Arabíu og Írak og er eitt olíuauðugasta ríki heims • Bretar bjuggu ríkið til á svipuðum tíma og þeir teiknuðu Írak á landakortið en Írakar kröfðust yfirráða yfir Kúveit af og til á síðustu öld enda hafði ríkið verið hluti af Basra-stjórnunareiningunni í Tyrkjaveldi • Kúveit fékk sjálfstæði árið 1961 og mótmæltu Írakar því í fyrstu og hótuðu öllu illu en viðurkenndu síðan sjálfstæði þess árið 1963 Valdimar Stefánsson 2007

  17. Árekstrar Íraks og Kúveit • Eftir Íran-Írak stríðið árið 1988, skuldaði Írak Saudi-Arabíu og Kúveit milljarða dollara en þessi ríki höfðu í raun fjármagnað stríðsrekstur Íraka • Saddam Hussein hafði vonast til að fá eftirgjöf á skuldunum en hlaut ekki hljómgrunn fyrir þá hugmynd sína • Þegar verðlækkun varð á olíu kenndu Írakar Kúveitum um offramleiðslu sem valdið hefði verðlækkuninni og tóku nú að rifja upp kröfður sínar um yfirráð yfir Kúveit • Með yfirráðum yfir Kúveit myndi strandlengja Íraks vaxa mikið og olíuframleiðsla þeirra margfaldast, en að auki stæðu þeir betur að vígi í samningum við Sáda um greiðslu á stríðsskuldum Valdimar Stefánsson 2007

  18. Flóabardaginn fyrri 1990 – 1991 • Þann 20. ágúst 1990 réðust Írakar inn í Kúveit • Bæði Arababandalagið og Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu innrásina og kröfðust þess að innrásarherinn sneri strax til baka • En Saddam Hussein stóð fastur á sínu, þrátt fyrir að njóta eingöngu opinbers stuðnings Jassers Arafats og Palestínuaraba • Að lokum var Bandaríkjunum gefið umboð Sameinuðu þjóðanna til að stýra hernaði gegn Írökum • Fjölþjóðlegt herlið hóf síðan hernaðaraðgerðir um miðjan janúar 1991 og nokkrum vikum síðar höfðu Írakar gefist upp og Kúveit varð sjálfstætt ríki á nýjan leik Valdimar Stefánsson 2007

  19. Uppreisn Íraka • Í miðjum stríðinu hvatti Bush Bandaríkjaforseti Íraka til að rísa upp og steypa Saddam Hussein af stóli • Margir urðu til að bregðast við hvatningunni, einkum Shítar í Suður-Írak og Kúrdar í Norður-Írak og hafin var skipulagslítil uppreisn í fjölda bæja og borga • Eftir að ljóst var að fjölþjóðaherinn myndi halda sig við hið yfirlýsta markmið að frelsa Kúveit tók Saddam Hussein að endurskipuleggja her sinn og beita sér gegn uppreisnarmönnum • Talið er að þúsundir Íraka hafi verið teknir af lífi í aðgerðum hersins og eftir það var alveg ljóst að Saddam Hussein var óumdeildur leiðtogi landsins Valdimar Stefánsson 2007

  20. Refsiaðgerðir gegn Írak • Í kjölfar stríðsins samþykktu Sameinuðu þjóðirnar harðar alþjóðlegar refsiaðgerðir og efnahagsþvinganir á Írak • Markmið þeirra var í fyrsta lagi að einfaldlega refsa Írökum fyrir innrásina í Kúveit • Í öðru lagi áttu þær að tryggja það að Írökum tækist ekki að hervæðast í svo miklum mæli að þeir gætu ógnað nágrannaríkjum sínum á nýjan leik • Í þriðja lagi var vonast til þess að þvinganirnar myndu grafa svo undan völdum Saddams Husseins að hann yrði að láta af völdum en þær vonir rættust ekki Valdimar Stefánsson 2007

  21. Refsiaðgerðir gegn Írak • Refsiaðgerðirnar stóðu í þrettán ár án þess að stjórn Saddams Husseins veiktist nokkuð að því er best verður séð • Þær bitnuðu hins vegar illilega á almenningi og allri opinberri þjónustu í landinu og sem dæmi um áhrif refsiaðgerðanna tvöfaldaðist ungbarnadauði í landinu á einum áratug • Auk þessara aðgerða var einnig alþjóðlegt vopnaeftirlit haft með landinu og vel fylgst með því hvort Írakar reyndu að vígvæðast á nýjan leik • Þrátt fyrir að aðgerðirnar dygðu ekki til að hrekja Saddam Hussein frá völdum veiktu þær Írak mjög mikið og komu tvímælalaust í veg fyrir endurvígvæðingu landsins Valdimar Stefánsson 2007

More Related