1 / 7

Er einhver á línunni?

Er einhver á línunni?. Það skiptir máli hvernig fyrirtæki taka á móti viðskiptavinum sínum. Það sama gildir um það hvernig þeim er svarað þegar þeir hringja inn til fyrirtækisins. Hvað heyrist þegar hringt er í þitt fyrirtæki?

saman
Download Presentation

Er einhver á línunni?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Er einhver á línunni? Það skiptir máli hvernig fyrirtæki taka á móti viðskiptavinum sínum. Það sama gildir um það hvernig þeim er svarað þegar þeir hringja inn til fyrirtækisins. • Hvað heyrist þegar hringt er í þitt fyrirtæki? • Lögin „Yesterday“, EleanorRigby“ og „Hey Jude“ með Bítlunum, spilað í röð aftur og aftur? • Sama lag, en spilað á panflautu? • Rödd sem segir: „Ennþá eru allar línur uppteknar – vinsamlegast bíðið“?

  2. Er einhver á línunni? Í könnun sem gerð var kom eftirfarandi í ljós: • Fólk sem hlustaði á lagið leikið af panflautu beið í 20% lengri tíma að meðaltali en aðrir. (Könnun PRS – www.musicworksforyou.com). • Panflaututónlistin var metin sem sú tónlist flestir sögðust henta best fyrir þá sem eru að bíða. • Fólk sem hlustaði á tónlist beið alltaf lengur en þeir sem fengu skilaboðin um að enn væru allar línur uppteknar. • Mörgum fannst nútímalegt að nota tónlist Bítlanna og líkaði það best.

  3. Er einhver á línunni? Í könnuninni kom ennfremur fram að: • 71% segist helst vilja hlusta á tónlist sem þeim líkar við, þegar þeir bíða á línunni. • 35% færri skelltu á, þegar tónlist heyrist og þeir þurfa að bíða eftir að þeim sé svarað. • 50% vill hlusta á rólega og afslappaða tónlist í símanum

  4. Er einhver á línunni? Ástæða þess að fólki fannst panflaututónlist henta best er sú að fólk er vanast þess konar tónlist (sígildri tónlist) þegar það er á biðlínu. Okkur líkar venjulega vel það sem við erum vön við. Hins vegar getur það verið kostur fyrir ákveðin fyrirtæki að standa aðeins út úr og aðskilja sig frá samkeppnisaðilum sínum – á það einnig við um val á tónlist. Huga þarf að tengslum tónlistar við ímynd og vörumerki fyrirtækisins.

  5. Er einhver á línunni? Á fyrirtækið t.d. að einskorða sig við íslenska tónlist og leggja áherslu á þjóðleg gildi? Á fyrirtækið að leggja áherslu á nýjustu popptónlistina hverju sinni? Þessum spurningum þarf hver og einn að svara fyrir sitt fyrirtæki. Ljóst er að með vali sínu á tónlist á biðlínum er fyrirtækið að senda ákveðin skilaboð til viðskiptavina sinna og því skiptir þetta máli.

  6. Er einhver á línunni? Kostir við að nota tónlist fyrir biðlínur: • Tónlistin heldur lengur í viðskiptavininn. • Tónlistin hjálpar til við að styrkja ímynd fyrirtækisins. • Tónlistin getur haft ofan af fyrir viðskiptavininum meðan hann bíður.

  7. Er einhver á línunni? Nokkur heilræði: Veldu tónlist sem hentar þínum hópi viðskiptavina Veldu tónlist sem að undirstrikar og styrkir ímynd fyrirtækisins Veldu tónlist sem að aðskilur fyrirtækið þitt frá öðrum fyrirtækjum Mundu að tónlistin er oft fyrsti snertiflötur fyrirtækisins við nýja viðskiptavini. Fáðu leyfi fyrir að nota tónlist hjá STEFi og SFH þannig að höfundar, flytjendur og hljómplötuútgefendur fái sanngjarnt endurgjald fyrir að hafa skapað tónlistina fyrir þig.

More Related