1 / 20

Max Weber

Max Weber. Starf fræðimannsins. Gagnrýni á hlutleysiskenninguna. Óraunhæft (lítill skilningur á samfélagi fræðanna og pólitík rannsókna) Vanmat á ástríðum (enginn er hlutlaus/ástríðulaus) Ekki hægt að gagnrýna gildismat og siðferði Vísindin veiti enga leiðsögn. Stjórnmálasjónarmið.

rowena
Download Presentation

Max Weber

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Max Weber Starf fræðimannsins

  2. Gagnrýni á hlutleysiskenninguna • Óraunhæft (lítill skilningur á samfélagi fræðanna og pólitík rannsókna) • Vanmat á ástríðum (enginn er hlutlaus/ástríðulaus) • Ekki hægt að gagnrýna gildismat og siðferði • Vísindin veiti enga leiðsögn

  3. Stjórnmálasjónarmið • „Þá fyrst komast framagosar og meinlausir meðalmenn í feitt, þegar stjórnmálasjónarmið fara að ráða, hvort sem það er fyrir íhlutun þjóðþingsins, eins og sums staðar þekkist, eða þjóðhöfðingjans, eins og við áttum að venjast [...] eða byltingarmanna, eins og nú sitja hér að völdum.“ (77)

  4. Kennsla - rannsóknir • „Þegar aukafyrirlesari er talinn slakur kennari, sér hann þar með sína sæng upp reidda, og má þá einu gilda, þótt hann sé heimsins mesti fræðimaður.“ (78)

  5. Meirihlutinn • „Á sumum sviðum hentar vel, að meirihlutinn ráði. En þegar um er að ræða fræðilega þjálfun í anda þýzkrar háskólahefðar, þá er það ekki höfuðtalan, sem máli skiptir, heldur hinir fáu verðugu; þess skulum við ekki dyljast.“ (78)

  6. „Treystið þér yður til að sjá hvern miðlungsmanninn af öðrum tekinn fram yfir yður, ár eftir ár, án þess að fyllast beiskju og bíða tjón á sálu yðar? Að sjálfsögðu svara allir: Auðvitað, eg lifi aðeins fyrir „köllun“ mína. En fáa hef ég séð standa jafnréttháa eftir slíka reynslu.“ (79)

  7. Starf án ástríðu • „Því starf án ástríðu er ekki samboðið mannlegri reisn.“ (81) • „[...] ástríðufull þrá eftir lausn vandamálanna.“ (82)

  8. Innblástur • „Og á hinn bóginn er það líka algengur misskilningur, að innblástur skipti meira máli í listum en vísindum.“ (83)

  9. „Nú er sú skoðun reyndar í tízku hjá ungu fólki, að vísindarannsóknir séu orðnar að eintómri reiknislist, sem beitt sé við úrvinnslu úr tilraunaniðurstöðum eða staðtölusöfnum „rétt eins og í verksmiðju“, svo að köld skynsemin komi þar ein að haldi, en ekki öll „sál“ vísindamannsins. Þótt ekki væri annað, lýsir slíkt viðhorf álíka miklum misskilningi á því, sem gerist í verksmiðju og rannsóknarstofu. Á báðum stöðunum verða menn að fá hugmynd, og hana rétta, til þess að gera eitthvað að gagni. Og hugmyndin verður ekki knúin fram. Hún á ekkert skylt við yfirvegaða útreikninga. Þeir eru að vísu, eins og ástríðan, forsenda hennar.“ (81)

  10. „En hvenær henni [hugmyndinni] skýtur upp, því ræður hún, en ekki við. Raunar er það rétt, að beztu hugmyndirnar fá menn ekki, þegar þeir sitja við skrifborðið og brjóta heilann sem ákafast, heldur þar sem þeir eiga síst von á, uppi á legubekk með vindil í munninum, eins og Jhering hefur lýst, eða, eins og Helmholtz hefur sagt af vísindalegri nákvæmni um sínar eigin hugmyndir: þegar hann er á gangi og gata lítið eitt á fótinn.“ (82)

  11. Frumleiki • „Og þá höfðu menn líka hugmyndir um það, hvernig menn verði miklir af sjálfum sér, sem ég tek fram yfir frumleikadýrkunina.“ (84)

  12. Hið sanna • „Að vísindin opni mönnum leið til náttúrunnar, myndi hljóma sem guðlast í eyrum æskufólksins.“ (92) • Vísa ekki leiðina að hinni sönnu list. • Vísa ekki leiðina til guðs. • Vísindin fræða okkur ekki um tilgang veraldarinnar. • Vísindin vísa ekki leiðina til hamingjunnar.

  13. „Eg er reiðubúinn að taka dæmi af verkum þýzkra sagnfræðinga til að sýna, hvernig fræðimenn missa ávallt að einhverju leyti sjónar á staðreyndunum, þegar þeir fara að kveða upp gildisdóma um viðfangsefni sitt.“ (99)

  14. Fordómalaus fræði? • „Nú er oft talað um „fordómalaus“ fræði. Er eitthvað slíkt til? Það er undir því komið, hvaða merking er lögð í orðið.“ (94)

  15. Markmiðið • „Markmiðið er að búa áheyrandann í stakk til að mynda sér sjálfur skoðun út frá sínum grundvallarsjónarmiðum.“ (98) • „[...] því að af kennarans hálfu er engin aðferð jafnóheiðarleg og að láta „staðreyndirnar tala“.“ (98)

  16. Kennari, sem einhvers er nýtur, á þá skyldu æðsta, að kenna nemendum sínum að viðurkenna óþægilegar staðreyndir. Eg á við, að þær komi sér illa fyrir þá stjórnmálastefnu, sem viðkomandi aðhyllist. Sérhver stefna – mín líka – á nefnilega við einhverjar mjög óþægilegar staðreyndir að glíma. Knýi háskólakennarinn nemendur sína til að venja sig við þetta, þá er starf hans að mínu mati ekki einungis upplýsand, heldur vil eg taka svo mikið upp í mig að kalla það göfugt. Kann mönnum þó að þykja það fast að orði kveðið um svo sjálfsagðan hlut. (101, leturbreyting mín)

  17. „Séu þér sjálfum yður trú, komizt þér ekki hjá því að hafa þetta tiltekna samræmi í skoðunum yðar.“ (107) • „[...] aðstoðað hann til að standa sjálfum sér skil á endanlegum tilgangi athafna sinna.“ (108) • „[...] þeirri einföldu skyldu að vera heiðarlegur við sjálfan sig.“ (114)

  18. „Aðeins er hægt að gera sér grein fyrir, hvaða goð er tilbeðið af, eða býr í, hverju gildissviði. Þegar þeim skilningi er náð, hefur háskólakennarinn lokið hlutverki sínu hlutverki, þótt hann hafi ekki leyst þann meginvanda mannlífsins að velja á milli goðanna.“ (102)

  19. „Valið stendur um guð og djöfulinn, en hvort er hvor, það er háð endanlegri afstöðu þess, sem í hlut á; hver maður verður að velja, hvort er hans guð og hvort er hans djöfull.“ (103)

  20. Hlutleysiskrafan • Stjórnmál eiga ekkert erindi í kennslusali háskóla. • Háskólakennara ber að stuðla að sjálfstæðri, yfirvegaðri hugsun nemandans. • Fræðimaður rugli ekki saman hugmyndafræði eða heimsskoðun (Weltanschauung) sinni og vísindum.

More Related