1 / 15

Virðisaukaskattur og bókhald

Virðisaukaskattur og bókhald. REF 101 Erna Jóhannsdóttir Viðskiptafræðingur. Lög um bókhald. Hverjir eru bókhaldsskyldir Allir sem stunda atvinnurekstur eru skyldugir til þess að halda tvíhliða bókhald

roch
Download Presentation

Virðisaukaskattur og bókhald

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Virðisaukaskattur og bókhald REF 101 Erna Jóhannsdóttir Viðskiptafræðingur

  2. Lög um bókhald • Hverjir eru bókhaldsskyldir • Allir sem stunda atvinnurekstur eru skyldugir til þess að halda tvíhliða bókhald • Undantekning frá þessu eru þeir sem nota ekki meira aðkeypt vinnuafl en sem nemur einum starfsmanni og stunda: Iðnað, útgerð, landbúnað, fólks- og vöruflutninga, veitingahúsarekstur, læknar og þjónustustarfsemi s.s. nuddarar, verkfræðingar, endurskoðendur, snyrtistofur o.fl.

  3. Bókhald • Tvíhliða bókhald: • Sjóðbók, dagbók, viðskiptamannabók, aðalbók (höfuðbók), efnahagsbók (efnahags- og rekstrarreikningur) • Einfalt bókhald: • Sjóðbók fyrir inn og útborganir, viðskiptamannabók, sundurliðunar og efnahagsbók.

  4. Færsla bókhalds • Bókhaldið á að veita sundurliðaðar upplýsingar um rekstur og efnahag eins og þarfir eiganda, lánardrottna og hins opinbera krefjast. • Skrá viðskipti jafnskjótt og þau fara fram • Færslur skulu vera í skipulegri númeraröð • Endurspegla rétta tímaröð viðskipta • Fylgiskjöl skal geyma í samfelldri töluröð

  5. Varðveisla bókhaldsgagna • Geyma bókhaldsgögn á öruggan hátt í sjö ár. Efnahags og rekstrarreikning skal geyma í 25 ár • Óheimilt er að skrifa í bókhaldsbækur með blýanti • Ef gera þarf leiðréttingar eru þær gerðar með annarri færslu eða strikað yfir ranga færslu þannig að breytingar verðir sýnilegar • Ekki má rífa blöð úr bókhaldsbókum

  6. Ársreikningur • Rekstrarreikningur • sýnir heildargjöld og heildartekjur rekstrarársins og er niðurstaða hans annað hvort hagnaður eða tap • Rekstrartekjur: Færa skal allar tekjur á því ári sem þær verða til (ef nuddari nuddar mann og skrifar hjá honum þá eru það tekjur þess árs sem nuddið átti sér stað) • Rekstarargjöld: Færa gjöldin á því ári sem þau verða til

  7. Reikningaútgáfa • Smásöluaðilar og þjónustusalar sem selja vörur sína að mestu leyti til neytenda eiga að gefa út sölureikninga eða skrá alla sölu í sjóðvél. • Sölureikningar eiga að vera áprentaðir með nafni, kennitölu og vsk númeri og vera tölusettir • Þeir eiga að vera í þríriti. Frumrit fer til kaupanda, eitt afrit í bókhald og eitt í möppu í númeraðri röð.

  8. Greiðsla reikninga • Greiða með ávísun, debetkorti, kreditkorti eða bankalínu - ekki greiða með reiðufé nema smáviðskipti • Safna má reikningum saman og greiða í einu lagi í banka • Skrifa númer ávísana á reikningana • Merkja fylgiskjölin - reikningar sem greiddir eru saman hafa sama númer • Bóka fylgiskjölin

  9. Virðisaukaskattur • Hvað er virðisaukaskattur • Neysluskattur þ.e. leggst á vöruverð • leggst ofan á hvert þrep • Dæmi: • Ull frá bónda til ullarstöðvar • ullin unnin í band og seld til heildverslunar • heildverslunin selur til verslunar • neytandinn kaupir bandið

  10. Inn- og útskattur • Innskattur = skattur sem greidur er vegna kaupa á vöru og þjónustu • 2 skattþrep • 24.5% • 14% • Útskattur = skattur sem lagður er á selda vöru/þjónustu og söluaðili innheimtir fyrir ríkissjóð • 2 skattþrep • 24.5% • 14%

  11. Ullardæmið • Bóndinn selur ullinna á kr. 1.000 og bætir við vsk. 24.5% • Ullarþvottastöðin selur bandið til heildverslunar á kr. 2.000 og bætir vsk 24.5% við • Heildverslunin selur bandið á kr. 2.500 og bætir við 24.5% vsk. • Smásalinn selur bandið á kr. 3.000 og bætir við 24.5% vsk. • Hver er innskattur og útskattur hjá hverjum aðila fyrir sig?

  12. Hvaða vörur og þjónusta eru skattskyldar? • Öll vara og þjónusta sem ekki er sérstaklega undanþegin • undanþegin þjónusta: heilbrigðisþjónusta, félagsleg þjónusta, rekstur skóla og menntastofnana sem unnið hafa sér fastan sess í skólakerfinu, starfsemi safna, tónleikar, íslenskar kvikmyndir, leiksýningar ef þær tengjast ekki skemmtanahaldi eða veitingastarfsemi., íþróttastarfsemi, heilsurækt. Aðgangseyrir að gufubaðstofum og nuddstofum (nema sjúkranudd) er skattskyldur), fasteignaleiga er skattfrjáls, en ef samkomuhús eða veitingahús er leigt til skemmri tíma en eins mánaðar er þá skattskylt. vátryggingastarfsemi, bankastarfsemi, starfsemi rithöfunda, listastarfsemi, happdrætti, þjónusta ferðaskrifstofu, útfarar- og prestþjónusta

  13. Hvaða aðilar eru skattskyldir • Einstaklingar með sjálfstæðan rekstur • Lögaðilar sem stunda viðskipti með skattskyldar vörur eða þjónustu • Undanþágur: • Þeir sem selja fyrir minna en u.þ.b kr. 200.000 á ári. • Þeir sem njóta undanþágu mega ekki draga frá vsk. af aðföngum.

  14. Skil á virðisaukaskatti • Í síðasta lagi á gjalddaga • Gjalddagi er einum mánuði og fimm dögum eftir uppgjörstímabil • Uppgjör fyrir janúar og febrúar er 5. apríl. • Ef greitt er eftir gjalddaga reiknast 1% álag fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, en þó aldrei hærra en 10% • Þeir sem selja vöru og þjónustu fyrir minna en u.þ.b. 700.000 gera skil einu sinni á ári • Ef innskattur er hærri en útskattur • Fáum greiddan mismuninn

  15. Bókhald og vsk • Bókhald fyrir hvert uppgjörstímabil vsk skal færa áður en vsk skýrsla er send • Teknareikningar • Færa á sérstakan teknareikning vöru og þjónustu í 24,5% skattþrepi • Færa á sérstakan teknareikning vöru og þjónustu í 14% skattþrepi • Gjaldareikningar • Færa skal á sérstaka gjaldareikninga kaup á vöru og þjónustu í 24,5% skattþrepi • Færa skal á sérstaka gjaldareikninga kaup á vöru og þjónusti í 14% skattþrepi.

More Related