1 / 15

2. Félagshreyfingar og menntamál

2. Félagshreyfingar og menntamál. Íslendingar höfðu ekki mikla reynslu af félagsstörfum þegar 20. öldin gekk í garð. Einstakir stjórnmálaklúbbar og lestrarfélög höfðu þó verið starfrækt. Þetta breyttist allt með aukinni þéttbýlismyndun. . 2.1 Bindindishreyfing og áfengisbann.

porsche
Download Presentation

2. Félagshreyfingar og menntamál

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 2. Félagshreyfingar og menntamál • Íslendingar höfðu ekki mikla reynslu af félagsstörfum þegar 20. öldin gekk í garð. Einstakir stjórnmálaklúbbar og lestrarfélög höfðu þó verið starfrækt. Þetta breyttist allt með aukinni þéttbýlismyndun.

  2. 2.1Bindindishreyfing og áfengisbann • Góðtemplarahreyfingin: alþjóðlegur félagsskapur um bindindi á áfengi og um bræðralag manna (skammstafað I.O.G.T). Var stofnuð 1886. Var öllum opin óháð stjórnmálaskoðunum, kynferði eða þjóðernis.

  3. Bindindishreyfing og áfengisbann • Áfengisbannið: bann við innflutningi og sölu áfengis á Íslandi, samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 1908. Lögin tóku gildi 1912 en algjört bann komst ekki á fyrr en 1915. Undanþágur voru samþykktar 1922 (aðallega vegna þess að Spánverjar kröfðust þess að Íslendingar keyptu vín ef þeir keyptu fisk) og var bannið afnumið 1935 að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Á meðan bannið varði var læknum heimilt að skrifa út lyfseðla fyrir áfengi.

  4. 2.2 Fram þjáðir menn … • Verkalýðsfélag: samtök launþega á almennum vinnumarkaði sem eiga að gæta hagsmuna félaga sinna við gerð kjarasamninga við atvinnurekendur. • Fyrsta íslenska verkalýðsfélagið sem stofnað voru Bárufélög sjómanna, hið íslenska prentarafélag var stofnað 1897. • Með stækkun þéttbýlisstaða komu fleiri verkalýðsfélög fram, Dagsbrún 1906, Framsókn 1914.

  5. Fram þjáðir menn … • Verkfall: skipulögð vinnustöðvun samtaka launþega til að knýja vinnuveitendur til samninga. • Verkbann: skipulögð vinnustöðvun af hálfu atvinnurekanda, eins eða fleiri til að knýja launþega til samninga, oftast beitt sem mótleik gegn verkfalli. • Fyrsta langa verkfallið á Ísland varð meðal verkamanna í Reykjavíkur höfn 1913 og entist í 2 mánuði.

  6. Fram þjáðir menn … • Árið 1916 var svo Alþýðusamband Íslands stofnað af nokkrum verkalýðsfélögum. Sambandið var bæði verkalýðssamband og stjórnmálaflokkur. Stjórnmálaarmur þess fékk heitið Alþýðuflokkurinn og átti hann að vinna í anda jafnaðarstefnu að hagsmunum verkalýðsstéttarinnar. • Árið 1934 stofnuðu atvinnurekendur sitt eigið samband Vinnuveitandafélag Íslands, seinna breytt í Vinnuveitandasamband Íslands, heitir í dag Samtök atvinnulífisns.

  7. Fram þjáðir menn … • Vökulögin: lög frá 1921 um takmörkun á vinnutíma togarasjómanna. Var kveðið á um lámarks hvíldartíma handa sjómönnum. • Lög um stéttarfélög og vinnudeilur: voru sett árið 1938 og festi verkfalls- og verkbannsréttinn í sessi sem tæki sem mætti nota í kjarabaráttu. • Í dag hafa verkalýðsfélögin verið að sameinast.

  8. 2.3 Ungmennafélögin • Ungmennafélög: þjóðernissinnuð félög ætluð ungu fólki. Boðuðu framarlega afturhvarf til þjóðlegra gilda. Þau áttu að stuðla að heilbrigði og reyna að halda fólki heima í sveitum landsins og gera lífið skemmtilegra og betra. Félögin stóðu fyrir málfundum, æfðu glímu, frjálsar íþróttir og sund, stunduðu skógrækt og börðust fyrir bindindi á áfengi. • Ungmennafélag Íslands var svo stofnað 1907.

  9. 2.4 Jafnréttisbarátta kvenna • Kosningaréttur var fram til 1904 og lengra í höndum efnaðra karlmanna. Vinnumenn og eignalausir verkamenn í bæjum höfðu ekki kosningarétt. Hvað þá konur. • Ein helsta baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna var Briet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940). • Konur voru ekki alveg réttindalausar á Íslandi. 1881 höfðu ekkjur og ógiftar konur sem fóru með eignaforræði hafa kosningarétt í hreppsnefndir. Giftar konur og vinnukonur fengu þetta ekki.

  10. Jafnréttisbarátta kvenna • 1895 – var Hítabandið stofnað (góðgerðarsamtök) • 1900 – var stofnuð kvennréttindahreyfing á Íslandi. Var þetta gert í beinu framhaldi af stofnun Hins íslenska kvenfélags (1894),markmið samtakana var að styrkja efnilega kvenstúdenta til frekari náms. Kvenréttindafélag Íslands var svo formlega stofnað 1907. • 1911 – voru samþykkt lög um jafnrétti til náms og embætta

  11. Jafnréttisbarátta kvenna • 1915 – 19. júní var svo samþykkt að konur fengu kosningarétt. Þó var þetta takmarkað við þæ sem höfðu náð 40 ára aldri. Lögin fólu einnig í sér að að eignalausir verkamenn og vinnumenn í sveitum fengu kjörgengi með sömu annmörkum. Síðan áttu þessi aldursákvæði að lækka á næstu árum. • Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kjörin var á þing árið 1922, fyrir Kvennalistann hinn fyrri.

  12. Jafnréttisbarátta kvenna • Árið 1900 fengu giftar konur rétt til að ráða yfir tekjum sínum og séreignum. Fram að því höfðu þær sömu réttindi og börn. Það var ekki fyrr en 1923 að hjón fengu jafnan rétt til að ráðstafa eignum bús síns. • Á 8. áratugnum kom Rauðsokkahreyfingin fram. Þær börðust gegn ríkjandi kynhlutverki kvenna, konur úr móðurhlutverki og út af heimilum. Á Íslandi sögðu konur sig vera í stéttabaráttu. Hreyfingin þróaðist síðan í Samtök um kvennalista og bauð sig fram til Alþingis.

  13. 2.5 Í skólanum, í skólanum … • Framan af 19. öld var öll kennsla barna gerð á heimilum. Um miðja öldina var þó farið að stofna skóla til að taka við af heimafræðslunni. • 1903-4 var gerð skýrsla þar sem segir að helmingur allra barna á aldrinum 7-14 ára gangi í skóla. • Í kaupstöðum og þorpum voru komnir fastir skólar. Í sveitum var víða farkennsla.

  14. Í skólanum, í skólanum … • Farkennsla: kennsla án skólahúss en fer fram til skiptis á heimilum í fræðsluhéraðinu. • Árið 1907 var fræðsluskylda leidd í lög, þ.e. skylda ríkis og sveitarfélags að halda uppi lögboðinni fræðslu fyrir skólaskyld börn og ungmenni. • Stofnaður var kennaraskóli árið 1908. Einnig voru settir upp sérskólar fyrir iðnarmenn, bændaskóla, kvennaskólar.

  15. Í skólanum, í skólanum … • Til voru sérstakir embættismanna skólar sem stofnaðir voru á 19. öld svo árið 1911 voru þeir felldir inn í stofnun Háskóla Íslands. • Grunnskólinn og íslenska skólakerfið hefur síðan verið í þróun og endurmótun alla 20. öldina. • Skólakerfið hefur tekið að sér hluta af uppeldi barna í sífellt meira mæli eftir að konur tóku að leita meira út vinnumarkaðinn.

More Related