1 / 19

Íslenska tvö Kafli 3, bls. 158-167

Íslenska tvö Kafli 3, bls. 158-167. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Þrjú skeið íslenskunnar. Í elstu ritum er tungumál norrænna manna stundum kallað dönsk tunga . Þegar kemur fram á 13. öld er stundum talað um norræna tungu .

penn
Download Presentation

Íslenska tvö Kafli 3, bls. 158-167

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvöKafli 3, bls. 158-167 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Þrjú skeið íslenskunnar • Í elstu ritum er tungumál norrænna manna stundum kallað dönsk tunga. • Þegar kemur fram á 13. öld er stundum talað um norræna tungu. • Hér er átt við mál Norðmanna en síðar er þetta hugtak notað um íslenskuna eina, allt fram á 17. öld.

  3. Þrjú skeið íslenskunnar • Íslenska er mál innflytjenda sem komu til landsins seint á 9. öld. • Flestir komu frá Noregi, einkum V-Noregi. • Einnig komu menn frá víkingabyggðum á: • Bretlandseyjum • Danmörku • Svíþjóð • Flestir landnámsmenn eru taldir hafa verið af bændaættum. • Þeir fluttu með sér vinnufólk og þræla. • Talið er að landsmenn hafi verið um 20.000 talsins um miðja 10. öld.

  4. Þrjú skeið íslenskunnar • Talið er að mál landnámsmanna hafi verið áþekkt en mállýskumunur hafi verið töluverður. • Hugtakið mállýska er notað um tilteknar málvenjur, staðbundnar, tímabundnar eða félagslegar sem greinast í framburði, málfræði og orðaforða frá viðurkenndum málvenjum sem hafðar eru til viðmiðunar. • Eftir stofnun alþingis, um 930, fór að draga úr mállýskumun. • Þegar dregur nær kristnitöku, um 1000, hefur vestur-norræn mállýska verið ríkjandi. • Smám saman þróaðist hún eftir eigin leiðum og fékk sín sérkenni. • Í hinni nýju tungu kom ekki upp nein mállýskuskipting að ráði.

  5. Þrjú skeið íslenskunnar • Venja er að skipta sögu íslenskrar tungu í þrjú skeið: • Fornmál • 9. öld - 1350 • Miðmál • 1350-1550 • Nýmál • 1550-nútímans

  6. Þrjú skeið íslenskunnar • Líklega hafa Íslendingar og Norðmenn skilið hverjir aðra fram að lokum fornmálstímans um 1350. • Smám saman hafa mál þjóðanna tekið að breytast eftir eigin leiðum. • Á tímabili miðmáls urðu miklar breytingar á hljóðkerfinu. • Áhrif annarra tungumála eru nokkuð áberandi á nýmálið: • dönsk áhrif á 16.-19. öld • ensk áhrif í nútímanum auk breytinga í setningagerð og beygingum

  7. Þrjú skeið íslenskunnar • Mismiklar breytingar hafa orðið á hinum ýmsu þáttum íslensks mál í gegnum tíðina: • Hljóðkerfi • hefur tekið miklum breytingum frá fornmáli – þó minni en í nágrannamálunum. • Beygingakerfi • hefur tekið fremur litlum breytingum frá fornmáli. • Setningakerfi • hefur tekið litlum breytingum frá fornmáli. • Orðaforði • Hefur tekið miklum breytingum frá fornmáli líkt og orðaforði annarra lifandi tungumála.

  8. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Sérhljóð í fornmáli • Á frumnorræna tímabilinu (200-800) voru fimm einhljóð og þrjú tvíhljóð í málinu: • Einhljóð: i, e, a, o, u • Tvíhljóð: æ, á, au • Hvert einhljóð var ýmist borið fram langt eða stutt. • Lengdin var föst en ekki háð umhverfi hljóðsins eins og í nútímamáli. • Lengd sérhljóða var því merkingargreinandi í elstu gerð íslensku. • Löngu hljóðin voru ýmist munnkveðin eða nefkveðin.

  9. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Sérhljóð í fornmáli, frh. • Við upphaf Íslandsbyggðar hafði einhljóðum fjölgað um fjögur vegna hljóðvarpa. • Að auki höfðu tvíhljóðin ei og ey bæst við. • Hljóðin voru þar með orðin níu. • Þau voru ýmist stutt eða löng, munnkveðin eða nefkveðin. • Alls voru því 27 mismunandi einhljóð í sérhljóðakerfi elstu íslenskunnar.

  10. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Sérhljóð í fornmáli, frh. • Veigamesta heimildin um hljóðfræði fornmálsins er Fyrsta málfræðiritgerðin. • Hún er varðveitt í einu af meginhandritum Snorra-Eddu, Wormsbók. • Til eru fjórar fornar málfræðiritgerðir en sú fyrsta er langmerkilegust. • Hún er talin rituð einhvern tímann á árunum 1125-1175 (1140). • Markmið höfundar var að búa til hljóðtákn fyrir þau hljóð sem í málinu voru á hans tíð en latneska stafrófið dugði ekki til þess. • Enginn veit hver fyrsti málfræðingurinn var. • Hann hefur þó augljóslega verið mikill lærdómsmaður.

  11. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Sérhljóð í fornmáli, frh. • Fyrsti málfræðingurinn sýnir með dæmum hvort sérhljóð er munn- eða nefkveðið og hvort það er langt eða stutt: • hār vex á kvikindum • Munnkveðið langt a-hljóð • Hãr er fiskur • Nefkveðið langt a-hljóð

  12. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Sérhljóð í fornmáli, frh. • Til að sýna fram á að tákn vanti fyrir tiltekin hljóð setur fyrsti málfræðingurinn fram dæmi þar sem fram kemur að sérhljóðin eru aðgreinandi fyrir merkingu orðanna. • Í þessum tilgangi setur hann fram lágmarkspör þar sem aðeins eitt hljóð sker úr um merkingarmun á orðum: • Sjá kennslubók á bls. 160.

  13. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Sérhljóð í fornmáli, frh. • Seint á forníslenskum tíma (á 11.-13. öld) fækkaði hljóðum í sérhljóðakerfinu. • Nefkveðnu hljóðin runnu saman við hin löngu munnkveðnu og til varð kerfi sem sýnt er á bls. 161 í kennslubók.

  14. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Forníslenska sérhljóðakerfið • Sjá framburð táknanna á bls. 161 í kennslubók

  15. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Sérhljóð í fornmáli, frh. • Ritöld hófst á Íslandi skömmu eftir 1100 en engin handrit eru til sem fara nákvæmlega eftir tillögum fyrsta málfræðingsins. • Nefkveðnu hljóðin eru t.d ekki merkt sérstaklega og önnur tákn eru notuð fyrir ýmsa sérhljóða en fyrsti málfræðingurinn stingur upp á.

  16. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Sérhljóðakerfið við lok 13. aldar

  17. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Sérhljóðakerfi nútímamáls • Einhljóð

  18. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Sérhljóðakerfi nútímamáls • Einnig eru í nútímamáli fimm tvíhljóð sem mynduð eru úr tveimur einhljóðum: • a + í > æ • a + ú > á • ö + í > au • o + ú > ó • e + í > ei

  19. Þrjú skeið íslenskunnarÍslenska til forna • Verkefni í kennslustund! • Nemendur vinna verkefnið á bls. 164 í samvinnu við kennara. • Einnig verkefnið á bls. 165.

More Related