1 / 29

Afríka

Afríka. Afríka er næststærsta heimsálfan. Þar eru bæði víðáttumikið láglendi og hásléttur. Hæstu fjöll eru Kilimanjaro og Kenýafjall . Tanganyikavatn og Malavívatn eru í S igdalnum mikla. Helstu fljót eru: Níl,Níger,Kongófljót og Sambesífljót. Afríka (2).

nita
Download Presentation

Afríka

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Afríka • Afríka er næststærsta heimsálfan. • Þar eru bæði víðáttumikið láglendi og hásléttur. • Hæstu fjöll eru Kilimanjaro og Kenýafjall. • Tanganyikavatn og Malavívatn eru í Sigdalnum mikla. • Helstu fljót eru: Níl,Níger,Kongófljót og Sambesífljót.

  2. Afríka (2) • Stærsta eyðimörk heims er í Afríku; Sahara. • Aðrar stærstu eyðimerkur eru Kalaharí og Namib. • Stærsta eyja Afríku er Madagaskar. • Nánast öll Afríka er í hitabeltinu og heittempraða beltinu • Hitabeltisregnskógur er næst miðbaug • Sunnan og norðan hitabeltisins eru Savannar; stórar opnar gresjur,með trjám á stangli.

  3. Afríka (3) • Steppur og eyðimerkur taka við sunnan og norðan savannanna. • Nyrðst og syðst er miðjarðarhafsloftslag með sígrænu makkíkjarri. • Sahara teygir sig 5000 km frá Atlantshafi til Rauðahafs. • Hitinn í Sahara getur farið í 50 stig yfir daginn en fellur niður fyrir frostmark að nóttu til. • Fáir búa í Eyðimörkum,nema við „vinjar“.

  4. Afríka (4) • Svæðið sunnan Sahara nefnist Sahel. • Ef regntími bregst er hætt við þurrki og hungursneyð. • Svæðið á mörkum þess að teljast byggilegt. • Fólksfjölgun á Sahel svæðinu er mikil. • Síðustu áratugi hefur lofthiti hækkað og dregið úr úrkomu á svæðinu

  5. Afríka (5) • Efnahagur margra Afríkuríkja byggist á „sjálfsþurftarbúskap“. • Yfir helmingur íbúa álfunnar starfar við landbúnað. • Þróun í landbúnaði nánast enginn og áhöld frumstæð. • Á harðbýlustu stöðunum er „hirðingjabúskapur“;menn flakka með hjörðinni milli vatnsbóla. • Í S-Afríku,Kenýa og Simbabve er stunduð ræktun með vélum,enda jarðvegur þar góður.

  6. Afríka (6) • Helstu iðnaðarsvæði eru í S-Afríku og í arabasvæðunum í norðri. • Iðnaðurinn er helst „hráefnaiðnaður“. • Helstu greinar eru olíuiðnaður,námagröftur og vefnaður. • Ferðamannaiðnaður fer vaxandi í A-Afríku við dýraskoðun.

  7. Afríka (7) • Pygmyar eru dvergþjóðir,sem einkum er að finna í regnskógum. • Pygmyar nota spjót,net boga og örvar við veiðar. • Pygmear skipta bráðinni bróðurlega milli allra íbúanna burt séð frá því hverjir veiddu. • Aukið skógarhögg ógnar tilveru þeirra.

  8. Afríka (8) • Þjóðgarðar hafa verið í Afríku frá seinni hluta 19.aldar. • Með fækkun villidýra óx áhugi á verndun þeirra. • Mikil ógn steðjar að villidýrum vegna veiðiþjófnaða. • Nashyrningshorn,fílabein og skinn eru eftirsótt

  9. Afríka (9) • Menn hafa búið í Afríku lengur en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. • Margar þjóðir og ólíkar búa í álfunni. • Arabar í norðri,þeldökkir sunnar. • Í álfunni er kristin trú,Islam og andatrú. • „Nýlendustefna“ hefur sett mark sitt á álfuna og hamlað uppbyggingu og framförum

  10. Afríka (10) • Í frjósamasta hluta A-Afríku er ræktað te og kaffi. • Í S-Afríku hafa fundist námur með eðalsteinum og dýrum málmum í meira magni en annars staðar á jörðinni. • Olía er unnin í Alsír,Líbíu og Nígeríu • Í Marokku er stærsta fosfatnáma heims. • Í Sambíu eru koparnámur og stórar kolanámur.

  11. Afríka (11) • „Nýlendustefna“ kallast það er stærra ríki og öflugra reynir að ná vanburðugu ríki undir sig. • Nýlendustefna er einnig nefnd „heimsvaldastefna“. • Flest ríki Afríku eru fyrrverandi nýlendur Evrópuríkja. • Flest ríki Afríku voru komin með sjálfstæði um 1960.

  12. Afríka (12) • 15 milljónir þræla voru seldir frá Afríku á árunum frá 1450-1850. • Flestir voru seldir til Ameríku. • Þegar leið á 19. öldina lagðist þrælaverslunin af.

  13. Afríka II bls.70-79 • Níl er lengsta fljót í heimi 6650 km að lengd. • Vatnasvæði Nílar nær yfir 11 lönd,frá miðbaug að Miðjarðarhafi. • Nílardalur í Egyptalandi er 10-20 km breið slétta sem framburður Nílar hefur borið þangað og myndað óvenju frjósaman jarðveg. • Slíkar sléttur eru nefndar „flæðisléttur“

  14. Afríka II (2) • Nær allir íbúar Egyptalands búa á flæðisléttumNílar og óshólmum hennar. • Til að nýta betur vatn Nílar reistu Egyptar Aswan stífluna. • Tilkoma stíflunnar breytti rennsli árinnar mikið og ofan hennar myndaðist stærsta uppistöðulón heims en neðan stíflunnar hætti áin að renna yfir bakka sína.

  15. Afríka II (3) • Kostir stíflunnar voru;a) stærra ræktarland sem gáfu þrjár árlegar uppskerur í stað einnar, b)vaxandi iðnaður og c) rafvæðing með tilkomu orkuvers í Aswan stíflunni. • Ókostir eru þeir að nú rennur framburður árinnar ekki lengur á akra neðan stíflunnar. Því verða bændur nú að a)kaupa áburð sem leiðir af sér b)minnkandi tekjur og c) áburðarnotkun leiðir til mengunar. • Óshólmar stækka ekki lengur og fiskveiðar minnka

  16. Afríka II (4) • Fjöldi ferðamanna sækir Egyptaland heim. • Helsta aðdráttarafl ferðamanna eru píramídarnir. • Saga Nílar og píramídanna er órjúfanleg • Fjöldi ferðamanna koma gagngert til að sigla á Níl,sem Egyptar kalla „móður sína“,enda lífæð þeirra.

  17. Afríka II (5) • Siðmenningin þróaðist á bökkum Nílarfljóts og stóð sem hæst fyrir u.þ.b. 3000 árum. • Því til vitnis eru margar heimsþekktar fornminjar. • Þekktust fornminjar eru vafalaust píramídarnir,SfinxinnGísa og rústir hinnar fornu höfuðborgar Þebu.

  18. Afríka II (6) • Um regnskóga „Kongólægðar“ rennur Kongófljót til Atlantshafs. • Kongófljót er næst vatnsmesta fljót jarðar,en aðeins Amazonfljót er vatnsmeira. • Kinshasa er höfuðborg Kongó,liggur 300 km frá strönd atlantshafs við Kongófljót. • Ekki er skipgengt frá Atlantshafi til Kinshasa.

  19. Afríka II (7) • Í Kongófljóti eru tveir þekktir fossar; Livingstonefossar og Stanleyfossar. • Frá Livingstonefossum er skipgengt 1650 km að Stanleyfossum • Kongófljót og þverár þess eru mesta og besta samgönguæð landsins og þar með lífæð þess.

  20. Afríka II (8) • Í austurhluta Kongó eru hálendur. Landamæri nágrannaríkja liggja við „Sigdalinn mikla“. • Í Sigdalnum mikla eru títt jarðhræringar og eldgos. • Á landamærunum er stærsta og dýpsta vatnið af mörgum „Tanganyikavatn“. • Í regnskógunum eru dýrmætar trjátegundir.

  21. Afríka II (9) • Um tveir þriðju hlutar A-Kongóbúa lifa af frumstæðum „sjálfsþurftarbúskap“. • Eftir sjálfstæði frá Belgum,hefur nánast ríkt stöðnun í landbúnaði. • Samgöngur landsins eru afar lélegar og hafa staðið í vegi fyrir almennri þróun í landinu.

  22. Afríka II (10) • Helstu náttúruauðlindir A-Kongó eru demantar,silfur og gull. • Stærstu námurnar eru í Shaba héraði en þar er iðnaður einnig mestur. • Iðnaðurinn byggir á vinnslu jarðefnanna. • Orkuauðlindir eru miklar,byggðar á vatnsorku.

  23. Afríka II (11) • Yngsta sjálfstæða land Afríku er Suður Súdan.Það hlaut sjálfstæði sitt 2011. • S-Súdan er eitt fátækasta land heims og yfir helmingur lifir undir fátækramörkum. • Fátækramörk miðast við einn Bandaríkjadal á mann á dag, til framfærslu.

  24. Afríka II (12) • „Frumbyggjar“ eru upphaflegir íbúar svæða eða landa. • „Leysingi“ er þræll,sem gefið hefur verið frelsi og leystur undan ánauð • Eftir að Afríkuríki endurheimtu sjálfstæði sitt hefur efnahagsuppbygging verið afar hæg. • Aðgangur að heilsugæslu og menntun er afleitur.

  25. Afríka II (13) • Suður Afríka er syðsta land Afríku. • Lesótó er umlukt S-Afríku á alla vegu. • S-Afríka er að mestu háslétta í 1200-1800 m hæð. • Syðsti hluti landsins,og þar með álfunnar er Agulhashöfði,en litlu vestar Góðrarvonarhöfði.

  26. Afríka II (14) • Loftslag S-Afríku er heittemprað.Á austurströndinni er rakt loft en þurrt á vesturströndinni. • Nambib eyðimörkin er á vesturströndinni og teygir sig norður eftir allri strönd Naibíu. • Uppi á hásléttunni er Kalaharí eyðimörkin. • Dýra og plöntulíf er mjög fjölbreytt í S-Afríku.

  27. Afríka II (15) • S-Afríka er iðnvæddasta land álfunnar. • Námavinnsla er stærsta atvinnugreinin. • Helstu náttúruauðlindir eru gull og demantar. • Stál og vélaiðnaður er mikill,m.a. Skipasmíðar. • Eitt besta járnbrautarnet álfunnar er í S-Afríku.

  28. Afríka II (16) • Miðað við önnur Afríkulönd lifa fáir af landbúnaði í S-Afríku. • Á stórum og vélvæddum jörðum er mikil ræktun á m.a. Maís,hveiti og sykurreyr. • Kvikfjárrækt er talsverð og helst afurðir eru nautakjöt,mjólkurafurðir og ull.

  29. Afríka II (17) • Ferðaþjónusta hefur aukist mikið undanfarin ár í S-Afríku. • Mikill vöxtur í efnahagslífinu hefur samt ekki nægt til að bæta lífsskilyrði hinna fátæku. • Höfuðborgir S-Afríku eru þrjár; Pretoría (framkvæmdavald),Höfðaborg (löggjafarvald) og Bloemfontein (dómsvald.

More Related