1 / 14

Lifandi veröld

Lifandi veröld. 2. kafli, veirur og dreifkjörnungar. 2-1 Veirur (bls.24-27). Menn uppgötvuðu veirur ekki fyrr en fyrir um 60 árum. Ástæðan er smæð þeirra. Veirur eru ekki skipaðar í ríkin fimm því þær hafa einungis sum einkenni lifandi vera

nami
Download Presentation

Lifandi veröld

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lifandi veröld 2. kafli, veirur og dreifkjörnungar

  2. 2-1 Veirur (bls.24-27) • Menn uppgötvuðu veirur ekki fyrr en fyrir um 60 árum. Ástæðan er smæð þeirra. • Veirur eru ekki skipaðar í ríkin fimm því þær hafa einungis sum einkenni lifandi vera • Veirur geta sýkt allar lífverur og allar frumur en hver veirutegund velur ákveðnar frumur

  3. Hvað er veira? • veira er samsett úr tveimur meginhlutum: • uppistöðu úr erfðaefni: notað til fjölgunar • prótínhjúp: verndar veiruna • nærast hvorki né losa úrgang • geta ekki fjölgað sér nema með hjálp lifandi fruma • veirur eru mjög "lífseigar" og lyf hafa lítil áhrif á þær

  4. Fjölgun veira • hver veira (sníkill) velur sér ákveðna frumugerð (hýsil) Veirur Fruma

  5. Fjölgun veira frh. • veiran festir halaþræði sína við ysta hjúp frumunnar • veiran sprautar erfðaefni sínu inn í frumuna (prótínhjúpurinn verður eftir fyrir utan) Veiran fer inní frumuna

  6. Fjölgun veira frh. • erfðaefni veiru tengist erfðaefni hýsilfrumu og tekur stjórn yfir frumunni

  7. Fjölgun veira frh. • hýsilfruman fer að framleiða hráefni í nýjar veirur, bæði erfðaefni og prótín • erfðaefni og prótín raðast saman í nýjar veirur

  8. Fjölgun veira frh. • hýsilfruman fyllist af nýjum veirum, springur og veirur berast um líkamann í leit að nýrri hýsilfrumu

  9. 2-2. Dreifkjörnungar (bls.27-33) • einfrumungar, með erfðaefnið dreift um frumuna • hafa ekki kjarna og vantar ýmis frumulíffæri sem aðrar lífverur hafa • skipt í: blágerla (bláþörunga) og gerla (bakteríur) • elstu lífverur jarðar, komu fram fyrir 3.5 milljörðum ára • fjölmennasti hópur lífvera á jörðinni, mjög fjölbreytilegir en fábrotnir, finnast hvar sem er

  10. Gerð og bygging gerla. • hafa frumuvegg sem verndar frumuna og ræður lögun hennar • margir hafa einnig slímhjúp utan við frumuvegginn • frumuhimnan, innan við frumuvegg, stýrir flutningi efna inn og út úr frumunni • innan frumuhimnu er umfrymið þar sem erfðaefnið er dreift um • margir hreyfa sig með svipum, aðrir berast með vindi, vatni eða öðrum lífverum

  11. Starfsemi gerla. • margir gerlar eru frumbjarga: • - nota orku sólar (ljóstillífun) - fá orku úr ólífrænum efnasamböndum (efnatillífun) • ófrumbjarga gerlar lifa bæði í og á öðrum lífverum, sumir valda sjúkdómum • sundrendur nærast á leifum lífvera, koma mikilvægum næringarefnum til frumbjarga lífvera • sumir gerlar þurfa súrefni, aðrir lifa án þess og enn aðrir drepast ef súrefni kemst að þeim

  12. Fjölgun gerla • fjölga sér með skiptingu • geta skipt sér mjög hratt ef nóg er af næringu (á 20 mín. fresti) • við óhagstæð skilyrði (t.d. þurrk, næringarskort) geta margir gerlar umbreyst í dvalgró sem eru hjúpuð þykkri varnarhimnu • dvalgró þola frost, suðu, sótthreinsunarefni og þurrk • við hagstæð skilyrði breytist dvalgró aftur í virka gerilfrumu

  13. Nytsemi gerla • gerlar eru nýttir við framleiðslu matvæla, mjólkurafurða, eldsneytis og lyfja • gerlar geta eytt ýmsum úrgangsefnum og mengandi efnum úr skolpi • gerlar brjóta niður lífrænan úrgang, plast, olíu • gerlar lifa á rótum sumra plantna og mynda næringarefni (t.d. á lúpínu, lerki og hrísgrjónaplöntum)

  14. Skaðsemi gerla • gerlar valda ýmsum sjúkdómum (t.d. hálsbólgu, berklum, barnaveiki) • gerlar í munni orsaka tannskemmdir og tannholdssjúkdóma • gerlar spilla matvælum, drykkjarvatni og uppgeru • gerilsneyðing drepur flesta skaðlega gerla í mjólk og lengir geymsluþol hennar

More Related