1 / 13

Réttlæti og sannleikur

Réttlæti og sannleikur. Tilkall til gæða, tjón og almannaheill. Fyrirlestur við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri 24. og 25. apríl 2010. Heimsljós.

naasir
Download Presentation

Réttlæti og sannleikur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Réttlæti og sannleikur Tilkall til gæða, tjón og almannaheill. Fyrirlestur við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri 24. og 25. apríl 2010.

  2. Heimsljós „Vitund hans var í myrkva, það var sú tegund sálarástands þegar sérhvert huggunarorð er einsog skaddað lík sem skolar upp, eingin minning leingur fögur, heldur sár og blæðandi, sérhver upprifjun eins og að klóra í kviku. Utan úr heljarmyrkri framtíðarinnar lýsti ekki hin veikasta stjarna. Á slíkri stund gerir maðurinn ekki reikningsskil undangeinginnar ævi eins og á rólegum banabeði: hvað var gott, hvað ílt, hvað fagurt, hvað ljótt. Á þeirri stundu á hann aðeins einn óvin, og hann veit ekkert annað. Þessi óvinur er líf hans sjálfs. Hann setti flöskuna á munn sér og drakk.” (Halldór Kiljan Laxness. 1967. Heimsljós Iþriðjaútgáfa. Reykjavík, Helgafell. Bls. 311.)

  3. Sannleiksþrá Það er hluti af sjálfræði einstaklinga að hneigjast til að leita sannleikans og það er krafa til þeirra líka. Sannleikskrafan getur verið mjög erfið en byggist á: a) það er farsælla að lifa í sannleika en blekkingum; b) það virðist vera hluti eðlilegs og góðs lífs að tengjast veruleikanum. Samfélög virðast líka þurfa á sannleikanum að halda: Hann virðist vera forsenda fyrir skynsamlegum ákvörðunum.

  4. Sannleiksþrá • En sannleikurinn er ekki ótvíræð gæði: • "Trúin á styrk og sigur sannleikans, náð hans og lækningamátt - á þeirri stundu var sem hún fjaraði úr æðum mér. Sannleikur! ... Var ekki sannleiksþráin og þörfin einn af hinum blóðstokknu varúlfum mannshugans? Var ekki lögmál hans hið sama og lífsins yfirleitt: tímgun og tortíming? ..." (Gunnar Gunnarsson: Svartfugl, AB, 1982, bls. 162) • Maður gæti sagt að samfélagið þyldi ekki sannleikann. Til þess virðast geta legið tvær ástæður: a) hagnýt, almenningur þolir ekki sannleikann, b) fræðileg, hann er ómögulegur í markaðsþjóðfélagi (marxismi), hann er ómögulegur fyrir almenning af því að hann er óþolandi (íhaldsstefna, Platon).

  5. Þörfin fyrir sannleikann • Almennt virðist gilda um samfélagsákvarðanir: • Það þurfa að liggja fyrir upplýsingar sem gefa vísbendingar um réttar ákvarðanir • Það er ábyrgðarleysi að taka mikilvægar ákvarðanir nema afla þeirra upplýsinga sem mögulegt er • Það krefst fyrirhafnar og sérþekkingar að afla upplýsinga um samfélagið. • Þegar þekking á samfélaginu er lítilsvirt og hennar ekki aflað skipulega geta ákvarðanir ekki orðið annað en rangar. • Þekking er rökstudd sannindi. Sannleikur er samfélaginu nauðsynlegur.

  6. Réttlæti • Sannleikur er forsenda réttlætis. • Réttlæti er samsett úr nokkrum þáttum: • Verðleikum, menn eiga að fá það sem þeim ber • Jöfnuði : jöfn tækifæri • Jöfnuði í dreifingu gæða • Réttlæti sem dygð: sanngirni, óhlutdrægni • Refsingum fyrir misgerðir

  7. Prófsteinn: Laun bankastjóra • Launakjör bankastjóra geta verið prófsteinn á réttlæti: • A 2003: 42.089.283; 2007: 234.332.638 • B 2003: 141.786.672; 2007: 811.961.856 • Neðri launin kannski 200 föld lægstu laun. • Á þessu tímabili jókst launamunur.

  8. Prófsteinn • Launamunur eins og hann er 2007 er dæmi um óeðlilega ójafna dreifingu í íslensku samhengi. • Það liggur fyrir að ójöfnuður jókst á tímabilinu fram að falli bankanna. • Með örfáum undantekningum sætti samfélagið sig við það. • Það virðist mega skýra það með smæð samfélagsins. • Það er eðlileg réttlætiskrafa til samfélagsins að það tryggi: • að frelsið fái notið sín og önnur gæði. • jöfn tækifæri, ekki bara að lögum heldur með aðgerðum • að ójöfnuður fari ekki úr böndunum

  9. Prófsteinn • Rökin fyrir launakjörunum voru: • Ábyrgð stjórnenda • Hæfni stjórnenda • Samningur við bankastjórn • Samanburður við bankamenn í öðrum löndum. • Almennt virðumst við líta svo á í verðleikaþjóðfélagi að velgengni fari saman við verðleika. Var það svo um stjórnendur íslensku bankanna? • Fóru saman ábyrgð og kjör? • Fóru saman hæfni og árangur? • Voru samningar bankastjórnanna eðlilegir? • Af hverju fóru þeir ekki á alþjóðlegan bankamarkað?

  10. Almannaheill Frjáls markaður stendur sig því betur sem hann stuðlar að meiri hagvexti. Almannaheillin er flóknari: Hún krefst réttlætis, að samfélagshagsmunirnir séu virtir, lögum sé framfylgt, markaði settar reglur. Við gleymdum því að aukinn hagvöxtur eða aukinn ágóði er ekki sjálfkrafa góður. Við þurfum alltaf að spyrja: Er hann eftirsóknarverður, ákjósanlegur? Svona eigum við að spyrja á hinu pólitíska sviði. Það svið spilltist með uppgangi bankanna. Æðsta yfirstjórn ríkisins kannast ekki við að hún beri ábyrgð á nokkrum hlut í hruninu.

  11. Ranglæti • Meginefni skýrslunnar er frásögn af ranglæti: • Eigendur/stjórnendur tóku ófrjálsri hendi drjúgan hluta af eigin fé bankanna, sem hrundu. Hrunið olli því að ríkið varð að draga saman, skera niður í velferðarkerfi og lífeyrissjóðir verða að lækka greiðslur. Lán og allt verðlag hafa hækkað. Við, almenningur, verðum að þola þetta og í ofanálag að leggja stórfé í bankana til að halda þeim á floti. • Æðsta yfirstjórn ríkisins gerði ekkert af skynsamlegu viti til að koma í veg fyrir hrunið eða draga úr skaða þess og virðist ekki hafa skilið að henni bar að hafa hemil á bönkunum.

  12. Samfélagið og Heimsljós • Af hverju hefur eigið líf þessa samfélags verið helsti óvinur þess sl. eitt og hálft ár? • Það trúði öllum þjóðsögunum um sjálft sig, það sóttist eftir þeim gæðum sem í boði voru á veltiárunum. • Stjórnmálamennirnir trúðu að ekki ætti að setja hömlur á bankana. • Bankamennirnir töldu sér alla vegi færa. • Nú er von til að hin miskunnarlausa sannleiksþrá geti notið sín, klórað verði í kviku samfélagsins. Allir verða að vera reiðubúnir að skoða og endurskoða eigin hugmyndir og annarra. • Það er líka von til þess að skilningur aukist á réttlæti og almannaheill.

  13. Hver mun frelsa oss af skýrslu? „Óleysandi skuldbindíng er í því falin að sjá og hafa séð. Skýrslunni hefur ekki aðeins slegið inn í blóð sjálfs mín heldur er kvikan í lífi mínu runnin í einn þráð með skýrslunni. Óforvarandis hafði ég verið ekki aðeins sjónarvottur heldur einnig smiðvél ókunnra hluta. Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunnanum, var eitt sinn spurt. Hver mun frelsa oss af skýrslu?“ (Halldór Kiljan Laxness: Kristnihald undir jökli, 1968, bls. 318)

More Related