1 / 94

II. Tauga- og geðlyf

II. Tauga- og geðlyf. LHF 213. II. Tauga- og geðlyf. 1. Geðsjúkdómar – frekar lauslega... 2. Flogaveikilyf 3. Geðrofslyf (sefandi lyf) 4. Róandi lyf og svefnlyf 5. Þunglyndislyf. Taugakerfið. Skipting taugakerfisins Taugakerfið skiptist í miðtauga- og úttaugakerfi

monifa
Download Presentation

II. Tauga- og geðlyf

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. II. Tauga- og geðlyf LHF 213 © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  2. II. Tauga- og geðlyf 1. Geðsjúkdómar – frekar lauslega... 2. Flogaveikilyf 3. Geðrofslyf (sefandi lyf) 4. Róandi lyf og svefnlyf 5. Þunglyndislyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  3. Taugakerfið Skipting taugakerfisins • Taugakerfið skiptist í miðtauga- og úttaugakerfi • Miðtaugakerfið (MTK) samanstendur af heila og mænu • Úttaugakerfið tengir líffæri við miðtaugakerfið • Taugakerfið er afar flókið; • fjöldi taugafruma ca. 1010 • hver taugafruma tengist 1000 til 5000 öðrum • vissar frumur í litla heila tengjast 200.000 öðrum tauga-frumum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  4. Taugakerfið • Úttaugakerfið skiptist í sjálfvirka og viljastýrða taugakerfið • Sjálfvirka taugakerfið skiptist í sympatíska og para-sympatíska taugakerfið • Sympatíska taugakerfið er semjuhlutinn (brjósthols- og lendahluti) • Starfsemin tengist eyðslu orku úr líkamanum • Boðefni: Noradrenalín (NA) – hömlun í heila • Para-sympatíska taugakerfið er heila- og spjald-taugahlutinn • Starfsemin tengist aukningu á orkuforða líkamans • Boðefni: Acetýlkólín (ACh) – örvun í heila © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  5. 1. Geðsjúkdómar • Að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði er ekki einfalt • Andlegt heilbrigði er e.t.v. fólgið í; • vellíðan • að vera normal • aðlögunarhæfni • sjálfstæði • sköpunarhæfileika • “Það er ekki normalt að vera við fullkomna andlega heilsu” © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  6. Geðrænir kvillar • Geðsjúkdómar eru sjúkdómar sem einkennast af truflunum á geðhöfn einstaklings sem ýmist er tímabundin eða varanleg • Orsakir má rekja til fjölmargra þátta s.s. erfða, alvarlegra veikinda, áfalla og mótun persónuleikans í bernsku • Hugtakið geðveiki á oftast við um geðklofa og geðhvarfasýki • Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveru-leikaskyn © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  7. Helstu flokkar geðsjúkdóma • 1. Persónuleikatruflanir • 2. Kvíðaraskanir • 3. Lyndissjúkdómar • 4. Geðklofi • Sjá glærur 34-49 © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  8. 1. Persónuleikatruflanir • Oftast er hér um að ræða einkenni sem eru til staðar í einhverjum mæli hjá flestu fólki • Stundum eru þau þó svo yfir- drifin að þau valda viðkomandi erfiðleikum, s.s. áráttu-þráhyggju, ofskynjunarhugmyndum, andfélagslegri hegðun o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  9. 2. Kvíðaraskanir • Dæmi: víðáttubrjálæði, ofsakvíðaköst, fælni o.fl. Fælni(fóbía) • Einkenni: • Stöðugur og óraunhæfur ótti við ákveðinn hlut, ákveðnar gerðir eða aðstæður • Að lokum fer fælnin að stjórna lífi hins fælna • Líkamleg einkenni: sviti, hitakóf eða hrollkuldi, einkenni frá hjarta, andnauð, andþrengsli, yfirliðs-tilfinning og almenn vanlíðan © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  10. Fælni (fóbía) • Algengi: • Íslensk rannsókn: 18.500 Íslendingar eru haldnir fælni • Konur (8,8%) en karlar (5,3%) • Fælni er næst algengust sálrænna vandkvæðna (næst á eftir ofdrykkju) • Orsök:(Ýmsar tilgátur...) • Skilyrðing – Maður sem lokast inn í lyftu... (60% fælinna) • Herminám - Fælnin lærist. T.d. ef móðir fælist hunda... (Um 17%) • Fælni lærist - Maður horfir t.d. á sjónvarp, bíó o.s.frv. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  11. 3. Lyndissjúkdómar a) Alvarlegt þunglyndi (major depression) (sjá glærur 75-94) b) Geðhvarfa sjúkdómur (manic depressive psycosis eða oflætis-þunglyndissjúkdómur) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  12. b) Geðhvarfa sjúkdómur • Geðhvörf einkennast ýmist af geðhæðar- eða geðlægðartímabilum (oflæti og þunglyndi) • Sjúkdómurinn hamlar getu til eðlilegra athafna í daglegu lífi, truflar dómgreind eða leiðir til ranghugmynda • Sjúkdómurinn er algengur meðal þeirra sem búa yfir frjóu og kraftmiklu ímyndunarafli, t.d. meðal framkvæmda- og listafólks • Sjálfsvígshlutfall einstaklinga með geðhvörf er hátt, eða um 18% © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  13. Geðhvörf • Orsök: • Flókið samspili erfða og umhverfis • Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumuhimnur í heila • Ekki er óalgengt að atburðir sem valda mikilli streitu komi sveiflum af stað, eða hjálpi til með að framkalla þær © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  14. Geðhvörf • Meðferð: • Markmið meðferðar er að kyrra geð og halda sjúkdómseinkennum niðri • Þegar sjúklingurinn hefur náð jafnvægi er leitast við að fyrirbyggja með lyfjum og félagslegum úrbótum að sjúkdómurinn taki sig upp aftur • Fyrirbyggjandi meðferð: • Litíum – geðrofslyf, í bráðaveikindum (Litarex®) • Karbamazepín – flogaveikilyf (Tegretol®) • Raflost • Þríhringlaga geðdeyfðarlyf (TCA) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  15. 2. Flogaveikilyf(antiepileptica) • Flogaveiki er algengur sjúkdómur • Talið er að um 1% mannkyns þjáist af flogaveiki • Ætla má að um 2500 Íslendingar séu með flogaveiki • Ætla má að 1500-2000 Íslendingar taki inn lyf að staðaldri við flogaveiki • Oftast er um tiltölulega vægan sjúkdóm að ræða, þar sem lyf halda einkennum í skefjum • Venjan er að greina ekki flogaveiki fyrr en viðkomandi hefur fengið a.m.k. 2 flog • Heilarit er gagnlegasta rannsóknin við greiningu á flogaveiki • Mikilvægt er að útiloka sjúkdóma í miðtaugakerfinu © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  16. Flogaveiki Skilgreining: • Flogaveiki er skilgreind sem aukin tilhneiging til þess að fá endurtekin flog af mismunandi tegundum með eða án truflaðrar meðvitundar • Ekki er endilega um eiginlegan sjúkdóm að ræða, heldur einkenni sem geta haft margar orsakir • Flogaköst einkennast af röskun á hreyfingum, skynjunum, atferli, tilfinningum eða meðvitund • Landssamtök áhugafólks um flogaveiki © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  17. Orsakir flogaveiki • Orsakir eru margvíslegar • Oft er aðalorsökin að því er virðist ör eða skemmdir í heilaberki, vegna; • meiðsla (áverka) • áverka við fæðingu • sýkinga • æxla • vansköpunar • skemmda eftir heilablóðfall • afleiðingar heilahimnubólgu o.fl. • Flogaveiki getur verið arfgeng © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  18. Orsakir flogaveiki • Flog stafa af því að hópar taugafruma fara að senda samtímis boð með hærri tíðni en eðlilega • Um er að ræða tímabundnar, kröftugar og óeðlilegar rafboðstruflanir í heila, eða heilaberki • Margt getur komið flogum af stað, t.d.; • flöktandi ljós, diskóljós, • mynstur (t.d. taflborð, köflóttur dúkur), • þegar leysa á erfið verkefni o.fl. • Í flestum tilvikum er þó ekki vitað hvað kemur floginu af stað © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  19. Orsakir krampa • Flogaveiki er einungis ein af mörgum mögulegum orsökum krampa • Aðrar algengar orsakir krampa: • Höfuðáverkar • Heilablæðingar • Heilaæxli • Hitakrampar í börnum • Sýkingar • O.fl. • Um 2% einstaklinga fá krampakast einhvern tíma ævinnar © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  20. Tegundir flogakasta • Einkenni flogaveiki fara eftir því hvar í heilaberkinum þau verða, og því hlutverki sem sá hluti heila-barkarins gegnir • Einkennin geta verið allt frá doða til krampakasta • Flogum er skipt í tvo meginflokka; • Hlutaflog, staðflog (focal eða partial seizures, petit mal) • Flog sem verða á afmörkuðu svæði í heilaberkinum • Alflog (primary generalised seizures, grand mal) • Flog sem ná yfir allan heilabörkinn • Enginn ákveðinn staður • Eru um 40% flogatilfella © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  21. Tegundir flogakasta (undirflokkar) • Flogaveiki nær yfir meira en 20 teg. floga • Sem dæmi má nefna: • Krampaflog - flogafár • Störuflog • Ráðvilluflog • Hreyfiflog • Skynflog (krampaflog, störuflog og ráðvilluflog eru algengust) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  22. Krampaflog • Er algengasta tegund floga • Er alflog – rafboð í öllum heilanum raskast • Viðkomandi verður skyndilega stífur, missir með-vitund og fellur til jarðar • Öndun skerðist, blár húðlitur, slef og korr • Viðkomandi getur misst þvag, en sjaldan saur • Eftir að samdráttur stöðvast, taka við taktfastir krampakippir í útlimum og búk í allt að 2 mín. • Þá tekur við meðvitundarleysi í um 5 mín. • Sjúklingur getur verið ruglaður eftir kastið • Oftast fylgir höfuðverkur og þreyta og þörf á hvíld © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  23. Flogafár (status epilepticus) • Endurtekin krampaflog án þess að sjúklingur komist til meðvitundar • Getur staðið yfir í 30 mín. • Mjög alvarlegt ástand • Talið er að 5% fullorðinna sjúklinga með flogaveiki fái flogafár einhvern tíma á lífsleiðinni • Flogafár getur orsakað súrefnisskort, hjartsláttar-truflanir, efnaskiptatruflanir og blóðþrýstingslækkun => e.t.v. heilasköddun eða dauði © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  24. Lyfjameðferð við flogaveiki • Flogaveikilyf eru oft talin vera undirflokkur róandi lyfja og svefnlyfja • Flogaveikilyf hafa sérhæfða krampastillandi verkun, þ.e.a.s. þau halda krömpunum niðri án þess að valda óhóflegri syfju • Æskilegt er að nota bara eitt lyf til að koma í veg fyrir flog => einfaldari meðferð og minni hætta á aukaverkunum • Stundum þarf þó að nota fleiri en eitt lyf saman • Hægt er að nota róandi lyf (benzódíazepín) í floga-köstum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  25. Lyfjameðferð við flogaveiki • Lyfið fenóbarbital við flogaveiki kom á markað 1912 • Öflugt lyf, ennþá eitthvað notað • Lyfið fenýtóín kom á markað 1938 • Á sjötta áratugnum kom karbamazepín fram og er það mikið notað • Undanfarin ár hafa mörg ný lyf verið skráð við flogaveiki • Sérhæfðari verkun og minna slævandi... • Meðferð við flogaveiki er ekki endilega ævilöng • Allt að 80% barna sem þarfnast meðferðar geta hætt lyfjatöku eftir tvö ár ef vel gengur... © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  26. Lyfjameðferð við flogaveiki • Flogaveikilyf valda ekki ávana og fíkn • Þol myndast ekki gegn krampastillandi verkun floga-veikilyfja • Fráhvarfseinkenni þekkjast þó og þar á meðal geta verið flogafár • Flest flogaveikilyf eru merkt ∆ • Öll flogaveikilyf geta valdið fósturskemmdum • Megináhyggjuefnið er klofinn hryggur • Hættan eykst ef notuð eru fleiri en 1 lyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  27. Aukaverkanir flogaveikilyfja • Flogaveikilyf hafa nokkuð miklar aukaverkanir • Aukaverkanirnar eru misalvarlegar... • Öll flogaveikilyf valda slævingu sem kemur fram sem þreyta, úthalds- og einbeitingarleysi og mikil svefnþörf • Mismunandi mikil eftir lyfjum og einstaklingsbundin • Aukaverkanirnar eru oft skammtaháðar • Aðrar algengar aukaverkanir: • Ógleði, höfuðverkur, niðurgangur, uppköst, lystarleysi, hægðatregða, svimi, skjálfti, tvísýni o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  28. Flogaveikilyf – skráð lyf • Barbitúrsýrusambönd, benzódíazepínafleiður o.fl. • Margir mismunandi flokkar... • Dæmi um lyf: • Fenóbarbital (Fenemal Recip®) • Fenýtóín (Fenantoin Recip®) • Klónazepam (Rivotril®) • Karbamazepín (Tegretol®) • Oxkarbazepín (Trileptal®) • Valpróínsýra (Orfiril®) • Lamótrigín (Lamictal®) • O.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  29. Fenantoin Recip®(fenýtóín) • Skylt lyf: Fosfenýtóín (Pro-Epanutin®) • Fenýtóín var mjög mikið notað við flogaveiki áður fyrr Minna notað á seinni árum.... • Erfitt að stilla skammta • Ábendingar: Alflog og hlutaflog • Aukaverkanir: • Slappleiki, ógleði, truflaðar hreyfingar, höfuðverkur, skjálfti • Langtímaaukaverkanir: truflanir á starfsemi litla heila og ofholdgun á tannholdi, aukinn hárvöxtur, fækkun á hvítum blóðkornum, truflun á kölkun beina og storknun blóðs o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  30. Rivotril®(klónazepam) • Er notað við staðflogi - Viðbótarlyf • Benzódíazepín samband • Notað í fyrirbyggjandi meðferð og bráðameðferð • Kvíðastillandi og ávanabindandi • Ábendingar: • Kippaflog, flogafár • Þegar hætt er á lyfinu er tilhneiging til fráhvarfsfloga • Skammtastærðir: • Gefið í 2-3 skömmtum, heildarskammtur 1-6 mg © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  31. Tegretol®(karbamazepín) • Er eitt mest notaða flogaveikilyfið • Ábendingar: Alflog og hlutaflog • Einnig: Þvaghlaup (diabetes insipidus), fráhvarfseinkenni drykkjusýki, taugaskemmdir vegna sykursýki, manía eða fyrirbyggjandi meðferð við geðhvarfasýki • Skammtar: • Einstaklingsbundnir • Skammta skal lyfið með varúð hjá öldruðum • Aukaverkanir: • Lyfið þolist vel og hefur tiltölulega sjaldan aukaverkanir • Aukaverkanir frá MTK: Svimi, höfuðverkur, ósamræming vöðva-hreyfinga, syfja, þreyta, tvísýni (algengari hjá öldruðum) • Truflanir frá meltingarvegi (ógleði, uppköst) og ofnæmisviðbrögð á húð (útbrot) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  32. Orfiril®(valpróínsýra) • Ábendingar: Er notuð við öllum tegundum floga, en þó sérstaklega á alflog • Aukaverkanir: • Skjálfti, fækkun blóðflaga, hárlos, breyttur hárlitur, þreyta, niðurgangur, uppköst, lystarleysi, þyngdaraukning – þyngdartap o.fl. • Lifrarskemmdir, stundum lífshættulegar (obs. börn < 3ja) • Skammtar: • Stundum er skammtað samkvæmt blóðmælingum • Annars er stuðst við klíníska svörun © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  33. Lamictal®(lamótrigín) • Er nýlegt flogaveikilyf sem hefur reynst ágætlega • Notað eitt sér eða sem viðbótarlyf • Ábendingar: Hlutaflog og alflog • Einnig notað til að fyrirbyggja geðsveiflur hjá þeim sem eru með geðhvarfasjúkdóm • Skammtar: • Einstaklingsbundnir • Aldraðir þurfa ekki sérstaka skammta • Aukaverkanir: • Húðútbrot, pirringur, höfuðverkur, svimi, þreyta, syfja, svefnleysi, óstyrkur, tvísýni, ógleði, uppköst, niðurgangur, hegðunartruflanir o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  34. 3. Geðrofslyf (Sefandi lyf) Notkun geðrofslyfja (ábendingar): • Geðklofi • Oflæti (manía) • Óráð eftir aðgerðir • Amfetamíneitranir • Fráhvarfsmeðferðir vímuefna • Ofsóknaræði, sturlun • Geðrænar truflanir tengdar heilabilun • Alvarlegt þunglyndi (ekki langtímanotkun) • Mikill kvíði eða órói (ekki langtímanotkun) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  35. Geðklofi (schizophrenia) • Er alvarlegasti geðsjúkdómurinn • Algengi: 0,6-0,7% (hérlendis veikjast ca. 120 á ári) • Þetta er langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni • Sum fíknilyf og lyf orsaka svipuð einkenni og geðklofi (t.d. hass og LSD) • Þessi sjúkdómur greinist yfirleitt snemma (15-30 ára) og er algengari hjá körlum en konum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  36. Geðklofi • Ekkert augljóst samband er á milli ofbeldishneigðar og geðklofa • Geðklofi er ekki klofinn persónuleiki • Nikótínfíkn er 3svar sinnum algengari meðal geðklofasjúklinga • Flókið samband er milli reykinga og geðklofa • Reykingar draga úr áhrifum lyfjanna © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  37. Orsakir geðklofa • Líklega er um flókið samspil erfða, umhverfis, atferlis og annarra þátta að ræða • Rannsóknir benda til þess að áföll á meðgöngu, t.d. næringarskortur fósturs, veirusýkingar, erfiðleikar við fæðingu og ýmiss konar annað álag, auka líkur á geðklofa hjá barninu síðar meir • Talið er að geðklofi tengist afbrigðileika á magni og virkni boðefna eða viðtaka í heila • Heilabygging geðklofasjúklinga er ekki eðlileg © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  38. Einkenni geðklofa • Til eru margskonar undirflokkar geðklofa, eins og ofsóknargeðklofi, stjarfageðklofi o.fl. • Ofskynjanir, ranghugmyndir, skipulagslaust tal, mjög rugluð hegðun eða frosin stelling, neikvæð einkenni • Truflun á hugsun, skynjun (ofheyrnir o.fl.), tilfinningum, sjálfsmati, hreyf- ingum... • Mikil truflun á atvinnu, samskiptum eða sjálfshirðu © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  39. Meðferð geðklofa • Miðar að því að draga úr einkennum og halda sjúkdómnum í skefjum • Lyfjameðferð er áhrifaríkust • Geðlyf sem halda geðrofseinkennum niðri hafa verið fáanleg síðan á miðjum sjötta áratugnum • Lyfin lækna ekki sjúkdóminn né tryggja að viðkomandi fái ekki fleiri geðrofaköst • Einstaklingsbundin meðferð • Velja þar skammtastærðir af mikilli kostgæfni © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  40. Meðferð geðklofa • Geðrofslyfjum fylgja oft óþægilegar aukaverkanir, einkum í byrjun meðferðar • Má þar nefna syfju, eirðarleysi, vöðvakippi, skjálfta, munnþurrk eða sjóntruflanir • Einnig getur verið um langvarandi aukaverkanir að ræða, s.s. síðkomin hreyfitruflun, sem einkennist af ósjálfráðum hreyfingum • Önnur meðferðarúræði: • Endurhæfing, einstaklingsmeðferðir, fjölskyldufræðsla, sjálfs-hjálparhópar © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  41. Horfur geðklofasjúklinga • Ef sjúkdómurinn er greindur snemma, má halda einkennum hans niðri en ef köstin endurtaka sig oft þá verður sjúkdómurinn gjarnan langvinnur og leiðir til varanlegrar fötlunar • 15% fá fullan bata • 25% geta lifað eðlilegu lífi • 45% bera ávallt einhver einkenni • 15% eru varanlega skertir © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  42. Lyfhrif geðrofslyfja • Verkun geðrofslyfja á geðklofa tengist hömlun á viðtökum boðefnisins dópamíns • Sum þeirra hafa einnig áhrif á aðra viðtaka, í meira eða minna mæli.... • Lyfin hafa einnig uppsöluhemjandi og andhistamín-áhrif • Lyfin bæla lært atferli og flókna hegðun • Lyfin minnka áhuga á umhverfi, draga úr tilfinningum og geðhrifum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  43. Aukaverkanir geðrofslyfja • Fara eftir því hvar í heilanum lyfin verka… • Róandi áhrif (syfja og slen) • Áhrif á blóðrásarkerfið • Blóðþrýstingsfall í uppréttri stöðu, hraðsláttur o.fl. • Algengari hjá öldruðum • Áhrif á innkirtlastarfsemi • Þyngdaraukning, glúkósaóþol, breytingar á líkamshita • Tíðatruflanir o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  44. Aukaverkanir geðrofslyfja • Aukaverkanir frá MTK, s.s. Parkinsonseinkenni • Um er að ræða hreyfitruflanir (extrapýramídal) • Síðkomnar hreyfitruflanir geta verið óafturkræfar • Aðrar aukaverkanir: • Ljósnæmni, hægðatregða, aukin myndun litarefnis í húð, blóðbreytingar o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  45. Nýrri geðrofslyf (óhefðbundin) • Klózapín, olansapín, quetíapín, risperídón • “Atypical antipsychotics” • Að mestu laus við hreyfitruflanir (Parkinsons-einkenni, extrapýramídal áhrif) • Minni tíðni bakslags • Mun dýrari lyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  46. Geðrofslyf – skráð lyf • Um er að ræða 10 flokka.... • Dæmi um lyf: • Levómeprómazín (Nozinan®) • Perfenazín (Trilafon®) • Klózapín (Leponex®) • Olanzapín (Zyprexa®) • Quetíapín (Seroquil®) • Litíum (Litarex®, Litíumsítrat Actavis®) • O.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  47. Trilafon®(perfenazín) • Til sem töflur,dropar og stungulyf • Ábendingar: • Geðklofi og aðrar psykósur, elliórói, manía • Skammtar: • Mjög einstaklingsbundnir, á bilinu 4-64 mg á sólarhring • Trilafon dekanoat® er gefið á 3-4 vikna fresti í vöðva • Aukaverkanir: • Extrapýramídal einkenni, einkum við stóra skammta • Síðkomnar hreyfitruflanir eftir langtíma notkun • Þyngdaraukning, ljósnæmni, munnþurrkur o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  48. Leponex®(klózapín) • Er fyrsta lyfið í flokki “atypical antipsychotics”, eða nýrri geðrofslyfja • Nýrri lyfin í þessum flokki, svo sem risperídón, olanzapín og quetíapín, eru öruggari og þeim fylgja færri aukaverkanir... • Klózapín er eingöngu notað ef engin meðferð dugar... • Lyfið getur valdið alvarlegri fækkun hvítra blóðkorna, hjartavöðva- kvilla, hjartsláttartruflunum o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  49. Zyprexa®(olanzapín) • Hefur meiri áhrif á 5-HT2 viðtaka en D2 viðtaka • Dregur úr kvíða • Ábendingar: Geðklofi • Aukaverkanir: • Þyngdaraukning og syfja eru algengastar (> 10%) • Aðrar algengar (1-10%); svimi, aukin matarlyst, bjúgur á útlimum, réttstöðu blóðþrýstingslækkun og tímabundin mild andkólínvirk áhrif (hægðatregða, munnþurrkur...) • Getur valdið extrapýramídal aukaverkunum... © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  50. 4. Róandi lyf og svefnlyf • Þessi lyf valda róun í litlum skömmtum, en svefni í stærri skömmtum • Róun; viðkomandi hreyfir sig minna en ella, hefur minni drift til athafna og vökuvitund slævist Róun er forstig svefns, viðkomandi er þó vakandi og skynjar umhverfi sitt • Svefn; missir vökuvitundar að því marki að menn vakna við hæfilegt áreiti • Öll þessi lyf hafa krampastillandi áhrif í stórum skömmtum og eru sum þeirra notuð sem flogaveikilyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

More Related