1 / 29

Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum Fiskifræði (FIF1106)

Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum Fiskifræði (FIF1106). Hreiðar Þór Valtýsson MSc . fiskifræðingur hreidar @ unak .is. Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum. Þorskurinn er mikilvægasta fisktegundin í N. Atlantshafi Margir stofnar – helstu eru:. Barentshaf. Grænland. Nýfundnaland. Hlynur. Færeyjar.

mina
Download Presentation

Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum Fiskifræði (FIF1106)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þorskfiskar á öðrum hafsvæðumFiskifræði (FIF1106) Hreiðar Þór Valtýsson MSc. fiskifræðingur hreidar@unak.is

  2. Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum • Þorskurinn er mikilvægasta fisktegundin í N. Atlantshafi • Margir stofnar – helstu eru: Barentshaf Grænland Nýfundnaland • Hlynur Færeyjar Norðursjór Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  3. Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum Atlantshafs- og Kyrrahafsþorskur - heimsafli Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  4. Norðursjór Norðursjór • Umhverfisaðstæður • Fremur lokað hafsvæði. • Mikið landgrunn • Meðaldýpium 210 m. • Vor og hausttoppar í framleiðni á norðursvæðinu, syðri hlutinn blandaður allan ársins hring vegna áhrifa sjávarfalla. • Mikið af næringarefnum berst frá landbúnaðarhéruðum. • Litlar skammtímasveiflur í hitastigi sjávar en langtímaáhrifgeta haft veruleg áhrif á tegundasamsetningu, fer nú hlýnandi. Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  5. Norðursjór • Fiskveiðar í Norðursjó eru að sumu leiti svipaðar og hér við land með nokkrum undantekningum, sem koma aðallega til vegna þess að þar er einnig að finna ýmsar tegundir sem þrífast betur í hlýrri sjó en hér • Algengustu botnfiskategundir eru þorskur, ýsa, lýsa, ufsi, skarkoli og sólflúra. • Megin uppsjávarfiskarnir eru síld, makríll, brynstirtla sem bæði eru veidd til manneldis og bræðslu og sandsíli, spærlingur og brislingur sem fara nánast eingögnu í bræðslu. • Hryggleysingjaveiðar eru ekki miklar en tengjast aðallega leturhumri, rækju (Pandalusborealis) og sandrækju (Crangoncrangon) • Almennt sér hafa botnfiskstofnar í Norðursjó verið í lægð en uppsjávarstofnar í góðu standi. Hinsvegar eru botnfiskstofnar víða að braggast => fylgist vel með • Heildarafli 2 til 3 milljónir tonna á ári frá 1970. Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  6. Norðursjór Norðursjávarþorskur • Ofveiði í langan tíma (fishingmortality yfir Fpa) • Stofn og afli minnkað samfellt, nema aukning á síðustu árum Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  7. Norðursjór Norðursjór • Mjög erfitt hefur verið að stjórna veiðum í Norðursjó, vegna þess hve margir hagsmunahópar og hve mörg lönd koma við sögu. • Af öllum stóru þorskstofnunum er sókn sennilega stífust í Norðursjávarþorskinn, hvers vegna er hann ennþá til ? • Það að góð nýliðun kemur nokkuð reglulega hefur bjargað stofninum.  Norðursjávarþorskurinn verður einnig kynþroska mun fyrr en flestir aðrir stofnar og mikið þarf því að ganga á til að eyða hrygningarstofninum. • Talsverð hlýnun í Norðursjó á síðustu árum hefur veldur einnig áhyggjum, því þorskurinn kann ekki vel vil sig þar sem sjór er að jafnaði hlýrri en 10°C • Horfur eru því ekki sérlega góðar þrátt fyrir aukningu á síðustu árum Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  8. Norðursjór Norðursjór • Ýsa – ok • Ufsi - ok • Lýsa – ok en óvissa Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  9. Færeyjar Færeyjar • Mjög opið hafsvæði, tiltölulega mikið landgrunn, Golfstraumurinn umlykur eyjarnar, þó kaldur djúpsjór norðan eyjanna. Mikil framleiðni, aðallega vegna áhrifa sjávarfalla • Við Færeyjar er að finna svipaða stofna og hér við land • Helstu botnfiskategundir eru þorskur, ufsi og ýsa, einnig veiða þeir löngu, keilu, grálúðu og karfa í dýpri sjó • Ekki staðbundnir uppsjávarstofnar utan spærlings en margar tegundir ganga reglulega inn í lögsögu Færeyinga, s.s. síld, makríll og kolmunni • Lítið af flatfiskum og hryggleysingjum • Árlegur botnfiskafli í kringum 100 þúsund tonn, uppsjávarfiskafli 50 til 150 þús tonn Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  10. Færeyjar Heildarveiðar Færeyjinga • Þorskveiðar upphaflega mikilvægastar – mikilvægi minnkað mikið • Þorskstofninn þar um 10% af þeim íslenska. • Færeyingar hafa ætíð veitt mikið í fjarlægum heimshöfum, og með fullkomnum skipum, sérstaklega til uppsjávarveiða. Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  11. Færeyjar Þorskur við Færeyjar • Þorskur ofveiddur í langan tíma (fishingmortality yfir Fpa) • Mjög góð nýliðun hefur haldið veiðum uppi • Hefur ekki gerst síðan 2001 Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  12. Færeyjar Færeyjar- botnfiskafli allar þjóðir við Færeyjar • Ýsa Ufsi Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  13. Færeyjar • Færeyingar hafa verið mjög tregir til að takmarka veiðar • Sókn minnkaði þó eftir 1990 þar sem afli hafði minnkað mikið og landið fór nánast á hausinn. Margar útgerðir hættu og fjölmargir fluttu úr landi • Eftir það komu nokkur góð ár vegna góðrar nýliðunar, og átti það ásamt mikilli minnkun sóknar þátt í að bjarga Færeyjum frá algjöru efnahagslegu hruni. • Nýliðunþorskstofnsins við Færeyjar er mjög sveiflukennd, en fer þó mjög sjaldan niður fyrir 10 milljón einstaklinga.  Frá 2002 hefur hún hinsvegar verið mun minni, sem jók verulaga á vandann • Ástand botnfiskstofna aftur slæmt núna • Það sem Færeyingar hafa SAMT til góða umfram okkur er: • Færeyski þorskurinn verður kynþroska fyrr en íslenski þorskurinn, því fær hann frekar tækifæri til að hrygna • Færeyski þorskstofninn er lítill stofn umkringdur stórum stofnum. Þannig að ef einungis 5% af íslenska stofninum gengi til Færeyja mundi það þýða verulega aukningu á þorskmagni við eyjarnar, ef 5% af Færeyska stofninum gengi til Íslands mundum við ekki taka eftir því • Nýliðun virðist ekki bresta þó hrygningarstofn minnki verulega, en það gerist með flesta aðra þorskstofna Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  14. Barentshaf Barentshaf • Opið svæði. Svipað svæði og hér að því leiti að Golfstraumurinn kemur úr suðri og vestri en Arktískur sjór úr norðri og austri. Mikið landgrunn, meðaldýpi um 230 m. Miklar sviptingar á hitastigi innan og milli ára • Tegundasamsetning mjög svipuð og hér, þó aðeins meira kaldræn. • Meginbotnfiskar eru þorskur, ýsa og ufsi. Einnig karfi, grálúða, ýmsir flatfiskar, langa og keila. • Uppsjávarstofnareru loðna, síld og ískóð. Kolmunni og makríll ganga upp í Barentshafið í hlýjum árum • Talsverðar rækjuveiðar (sama tegund og hér), stofn talinn í þokkalegu ástandi • Afli að meðaltali um 2,5 milljón tonn • Ýmsar þjóðir komu þá að veiðunum, nú eru það þó aðallega Norðmenn og Rússar sem veiða í Barentshafi Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  15. Barentshaf Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  16. Barentshaf Veiðar, allar tegundir, Barents- og Noregshaf Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  17. Barentshaf Barentshafsþorskur • Veiðar mjög sveiflukenndar, eða frá 500 til 1200 þús. t á ári fram að 1980, en verið í kringum 500 þús tonn eftir það. • Nýliðun þorsk við Noreg er mjög sveiflukennd, miklu sveiflukenndari en t.d. við Ísland. • Að hluta er nýliðun í Barentshafi háð hitastigi (meiri líkur á að góð nýliðun verði í heitum árum), að hluta til má skýra lélega nýliðun í góðum árum með sjálfáti (ef stofn er stór og lítið af loðnu). Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  18. Barentshaf • Veiði hrundi árið 1990, þegar umhverfisaðstæður voru mjög slæmar og leyfilegur afli var stórlega minnkaður, afli aukist mikið eftir það, • Stofninn minnkaði hratt eftir stríði, hefur svo sveiflast neðarlega • Eftir 1990 hefur stofnstærð hinsvegar aukist hratt, vegna góðrar nýliðunar og aukins vaxtar. Ástand nú mjög gott. Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  19. Barentshaf Barentshaf • Ýsa – Aldrei verið betri • Ufsi – ok en hefur minnkað • Loðna – Ástand gott en gríðarlegar sveiflur Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  20. Aðrir Evrópskir þorskstofnar • West of Scotland • Kattegat • Írlandshaf • Eystrasalt Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  21. Erlendir þorskstofnar Samantekt Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  22. Erlendir þorskstofnar Samantekt • Hvað má læra af öllu þessu • Þorskstofnarnir eru mismunandi, það sem gildir um einn, þarf ekki að gilda um annan.  Sveiflur í nýliðun eru mjög mismunandi, hrygningaraldur er mismunandi, vöxtur er mismunandi, aðalfæða er mismunandi. • Förum varlega ef umhverfisaðstæður eru slæmar.  Mun meiri hætta á því að stofnarnir verði ofveiddir ef saman fara miklar veiðar og slæmt tíðarfar • Það getur aldrei verið réttur hvers og eins til að veiða eins og honum listir, fiskveiðitækni er orðin of fullkominn nú til dags. • Tökum öllum gögnum með fyrirvara, hvort sem þau koma frá fiskimönnum eða rannsóknarskipum.  Gögn frá fiskimönnum er nánast alltaf bjöguð, annars væru þeir ekki góðir fiskimenn. Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  23. Erlendir þorskstofnar Samantekt • Látum þorskinn njóta vafans, Íslendingar eru moldríkir, þó við töpum einhverjum peningum vegna óveidds fisks (ef stofn er vanmetinn) þá er það smáræði miðað við það sem getur gerst ef við veiðum og mikið (stofn ofmetinn). • Það hefur ekki verið sýnt fram á að stofnar geti hrunið úr hor vegna þess að stofninn er og stór.  Það þýðir þó ekki að það geti ekki gerst. • Þorskur stundar sjálfát. Áhrif þess eru illa þekkt, þó er talið að í Noregi aukist það mikið ef stofn er stór og lítið er að loðnu. • Íslendingar eru að mörgu leiti heppnir með sinn þorskstofn, sveiflur í nýliðun eru litlar og auðvelt er að útskýra sveiflur í einstaklingsvexti.  Grænlandsgöngur hafa líka oft á tíðum aukið veiðina, slíkar göngur þekkjast ekki hjá öðrum þorskstofnum nema mögulega hjá Færeyingum • Hlýnun sjávar hefur mismunandi áhrif, suðlægir stofnar minnka líklega, norðlægir stækka Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  24. Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum • Erum búin að fjalla þokkalega um þær þorskfiskategundir sem finnast á Íslandsmiðum • Þar sem þorskfiskar eru einkennisfiskar norðurhafa, sérstaklega í N. Atlantshafi eru: • hinar tegundirnar, sem einhverju máli skipta, í raun ekki svo margar. • Helst ber þó að nefna • Alaskaufsa • Lýsingar (hakes) – nokkrar tegundir Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  25. Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum • Þorskfiskar með stærstu ættbálkum í veiðum • Alaskaufsi, Atlantshafsþorskur, lýsingar, kolmunni, ýsa, ufsi, kyrrahafsþorskur • N. Atlantshaf og N. Kyrrahaf, annarsstaðar eru það aðallega lýsingar • Afar lítið í fiskeldi Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  26. Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum Alaskaufsi – Alaska pollock (Theragra chalcogramma) • Er alls ekki ufsi, er náskyldur þorskinum okkar, jafnvel skyldari Atlantshafsþorski en Kyrrahafsþorski, ætti að vera Gaduschalcogramma • Mikilvægasti þorskfiskurinn hvað aflamagn varðar • Næstmesta aflategund í heimi, afli 3-4 milljónir tonna • Unninn að mestu í blokk og frystur, svo áfram-unninn Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  27. Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum Alaskaufsi – Alaska pollock (Theragra chalcogramma) • Er meiri uppsjávarfiskur en botnfiskur, þó blandaður • Veiddur í flottroll • Hefur fundist við N. Noreg • Stofn hefur minnkað talsvert en þó ekki talinn í neinni hættu, Greenpeace þó ósamála Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  28. Þorskfiskar á öðrum hafsvæðum Lýsingar – hakes - merluccidae • Í hlýrri sjó en aðrir þorskfiskar, þó ekki í hitabeltinu • Ránfiskar, stór kjaftur, beittar tennur, ofarlega í fæðukeðjunni • Margar tegundir og misalgengar, þær mikilvægustu eru • Hoki eða bluegrenadier(Macruronusnovaezelandiae) er ein mikilvægasta nytjategundin við Nýja Sjáland • N. kyrrahafslýsingur (Merlucciusproductus), ein mikilvægasta nytjategundin á vestur strönd USA • Höfðalýsingar (Merlucciuscapensisog Merlucciusparadoxus), mikilvægustu nytjategundirnar við S. Afríku • Evrópulýsingur (Merlucciusmerluccius) og fleiri • Hvítfiskur, yfirleitt notaður í tilbúna rétti (McDonald´s ofl.) Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

  29. Vefsíður Upplýsingar um ástand fiskistofna • Fishsource - http://www.fishsource.com • FisheriesResourcesmonitoringsystem - http://firms.fao.org Hreiðar Þór Valtýsson Vorönn 2013 – FIF1106

More Related