1 / 24

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Upplýsing, bls. 63-68

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Upplýsing, bls. 63-68. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Upplýsing. Tímabilið frá 1770-1830 er í íslenskri sögu nefnt upplýsingaröld . Áhersla er lögð á uppfræðslu og menntun almennings .

meryle
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Upplýsing, bls. 63-68

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir 1550-1900Upplýsing, bls. 63-68 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Upplýsing • Tímabilið frá 1770-1830 er í íslenskri sögu nefnt upplýsingaröld. • Áhersla er lögð á uppfræðslu og menntun almennings. • Skáldin fara að yrkja um veraldlegri efni en áður. • Í bókmenntum nær stefnan yfir lengri tíma eða frá því um miðja 18. öldina þegar Eggert Ólafsson kom fram með ættjarðar- og fræðikvæði sín.

  3. Hvað er upplýsing? • Átjánda öldin er tími upplýsingarinnar í Vestur-Evrópu. • Meiri áhersla var lögð á veraldleg mál en áður hafði verið. • Gömul viðhorf til trúarinnar voru endurskoðuð. • Mikil áhersla var lögð á skynsemi mannsins, þekkingu og fræðslu.

  4. Hvað er upplýsing?, frh. • Upplýsingin í V-Evrópu kom í kjölfar mikilla samfélagsbreytinga. • Borgir fóru stækkandi. • Fólki fjölgaði. • Miðstéttin efldist og fór að gera meiri kröfur um rétt sinn. • Í sumum löndum, t.d. Frakklandi, voru uppi mjög róttækar hugmyndir um þjóðfélagsbreytingar. • Í öðrum löndum, t.d. Danmörku og N-Þýskalandi, gætti meiri íhaldssemi. Áhuginn beindist aðallega að umbótum innan ríkjandi kerfis.

  5. Hvað er upplýsing?, frh. • Íslenska upplýsingin var hófsöm. • Hún barst hingað með embættis- og menntamönnum sem höfðu kynnst henni í Danmörku. • Stefnunnar gætti í tilraunum til aukinnar fræðslu almennings um hagnýt efni og viðleitni til endurbóta í atvinnulífi.

  6. Hvað er upplýsing?, frh. • Upplýsingarmönnum hér á landi gekk misvel að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. • Erfiðir tímar voru í landinu, sbr. Skaftárelda og Móðuharðindin 1783-85. • Hér ríkti kyrrstætt bændaþjóðfélag.

  7. Hvernig byrjaði upplýsingin á Íslandi? • Upplýsingin á Íslandi hófst um miðja 18. öld og náði fram undir 1780. • Birtingarform hennar voru einkum aðgerðir danskra stjórnvalda sem fólust í ýmsum tilskipunum varðandi trúmál og fræðslumál.

  8. Hvað kemur þetta okkur við? • Menn voru sendir í rannsóknarferðir þar sem náttúra landsins var könnuð. • Náttúrufræðirannsóknirnar eru athyglisverðar í bómenntafræðilegum skilningi því í kjölfar þeirra fara menn að yrkja í anda upplýsingar. • Eggert Ólafsson (1726-68) var bæði náttúrufræðingur og skáld. • Árin 1750-57 stundaði hann ásamt Bjarna Pálssyni, síðar landlækni, rannsóknir náttúru Íslands. • Niðurstöður rannsóknanna birtust á dönsku í Ferðabók Eggerts og Bjarna 1772 en á íslensku 1943 og 1974.

  9. Hvað kemur þetta okkur við?, frh. • Í Ferðabókinni er í fyrsta sinn fjallað um alla þætti náttúru Íslands. • Ritið veitir miklar upplýsingar um þjóðlíf á þessum tíma. • Eggert og Bjarni klifu Heklu fyrstir manna 1750. • Þeir ætluðu að rannsaka gos sem stóð yfir í Kötlu 1755-56 en urðu frá að hverfa vegna veðurs.

  10. Hvernig orti Eggert? • Eggert Ólafsson orti einna fyrstur í anda upplýsingar. • Merkasta kvæði hans, og höfuðkvæði upplýsingartímans, er Búnaðarbálkur sem kom fyrst út í Hrappsey 1783. • Kvæðið fjallar um hvernig best sé fyrir bændur að búa á Íslandi. • Kvæðið skiptist í 3 hluta: • Eymdaróður: Fjallar um ástandið eins og það er á Íslandi. Dregin upp ófögur mynd. • Náttúrulyst: Segir ungum bónda sem langar að hefja búskap en er ekkert of bjartsýnn á að það muni takast. • Munaðardæla eður bóndalíf og landselska: Fjallar um það þegar bóndinn hefur hafið búskap. Hjá honum er allt til fyrirmyndar.

  11. Hvað með nytjajurtir? • Eggert hafði mikinn áhuga á að garðjurtir og nytjagrös væru nýtt betur. • Munaðardæla og Sælgætið í þessu landi fjalla um þetta. • Björn Halldórsson, prestur í Sauðlauksdal, var mágur Eggerts en Björn gerði tilraunir með ræktun og vann að jarðarbótum. • Eggert dvaldi lengi í Sauðlauksdal og virðist hafa hrifist af hugmyndum mágs síns.

  12. Hvað með náttúruna? • Í miðhluta Búnaðarbálks má sjá að náttúran er Eggerti hugleikin. • Hann yrkir um fegurð hennar en mesta áherslan er þó á því hagnýta. • Sjá dæmi á bls. 65 í kennslubók.

  13. Hvernig átti skáldskapur að vera? • Margir upplýsingarmenn töldu bókmenntasmekk landans vera á lágu stigi. • Þeir ömuðust við hefðbundnu skemmtiefni á borð við þjóðsögur, ævintýri og rímur. • Að þeirra mati átti hlutverk skáldskapar að vera að uppfræða fólk.

  14. Hvernig átti skáldskapur að vera?, frh. • Þetta hlutverk bókmennta birtist augljóslega hjá Landsuppfræðingafélaginu sem gaf út samtíning af innlendu og erlendu efni. • Upplýsingarmenn höfðu mikinn áhuga á uppeldi og beindu því efni sínu oft að börnum. • Fyrsta ritið sem gefið var út í prentsmiðjunni í Leirárgörðum var Sumargjöf handa börnum. • Ritið kom út 1795. • Bókin var ætluð 5-10 ára börnum og innihélt dæmisögur um góða siði, hlýðni, iðjusemi, hófsemi, heilbrigt líferni og skyldur við foreldra.

  15. Og ættjarðarljóð? • Eggert Ólafsson var þjóðlegur í hugsun samanborið við marga aðra upplýsingarmenn. • Hann amaðist ekki við rímum og fornöld Íslendinga var honum hugleikin. • Hann orti ættjarðarljóð • t.d. Ísland ögrum skorið. • Eggert var fyrsta íslenska skáldið til að nota konu sem tákn fyrir Ísland.

  16. Og ættjarðarljóð?, frh. • Margt er líkt með ættjarðarljóðum Eggerts Ólafssonar og rómantísku skáldanna á 19. öld, t.d. viðhorfið til sögualdarinnar. • En á ljóðunum er mikilvægur munur: • Ættjarðarljóð rómantísku skáldanna voru nátengd þjóðfrelsisbaráttunni og ákveðinni náttúruheimspeki. • Hugmyndir Eggerts voru hins vegar bundnar við endurreisn landsins og trú á að hægt væri að rækta og nýta landið betur. • Eggert studdi kónginn og taldi að upplýst einveldi væri málið.

  17. Og ættjarðarljóð?, frh. • Eggert Ólafsson drukknaði í Breiðafirði 1768 þegar hann var að flytja búferlum ásamt konu sinni. • Sbr. „Þrútið var loft og þungur sjór“ e. Matthías Jochumsson • Nemendur lesa „Munaðardælu eður bóndalíf og landselsku“úr Búnaðarbálki, bls. 156-162 í Rótum.

  18. Jón Steingrímsson • Móðuharðindin 1783-85 hófust með Skaftáreldum í júní 1783. • Eitt mesta hraungos mannkynssögunnar. • Mikil móða eða mistur fylgdi gosinu. Hennar varð vart um allt land en mest voru áhrifin á Norðurlandi. • Auk náttúruhamfaranna urðu mikil harðindi; harður vetur og kalt sumar. Heyfengur því lélegur. • Bólusótt geysaði 1785-87. • Á þessum árum fækkaði Íslendingum mjög mikið: • 1873: 48.810 manns • 1786: 38.973

  19. Jón Steingrímsson, frh. • Jón Steingrímsson eldklerkur (1728-1791). • Var prestur að Kirkjubæjarklaustri meðan á Skaftáreldum stóð. • Var allan tímann í miðju eldanna og flýði aldrei eins og margir aðrir bændur. • Skrifaði strax skýrslur og styttri rit um ástand mála og síðar (1788) yfirlitsritið Fullkomið skrif um Síðueld, oftast kallað Eldritið.

  20. Jón Steingrímsson, frh. • Jón var prestlærður en sjálfmenntaður í náttúrufræðum og læknisfræði. • Fæddist og ólst upp í Skagafirði. • Fluttist svo suður á land 1755. • 1755-56 gaus Katla mesta gosi á sögulegum tíma. Þetta virðist hafa vakið áhuga Jóns á eldgosum. • Hann skráði sögu Kötlugosa frá upphafi landnáms fram til 1311. • Mikill munur var hins vegar á Kötlugosum og Skaftáreldum, m.a. hvað varðar ösku, hlaup í ám og hraunrennsli. • Jón var meðal fyrstu manna til að lýsa hraunrennsli á greinargóðan hátt.

  21. Jón Steingrímsson, frh. • Í Eldriti Jóns fer saman náttúrufræðilegur áhugi og guðfræðilegar skýringar. • Annars vegar er ritið merkileg heimild um gosið sjálft og hegðun þess. • Hins vegar er orsök gossins fyrst og fremst talin vera syndugt líferni manna. • Eldmessan, sem Jón hélt 20. júlí 1873, er eitt merkilegasta dæmið um þetta tvennt.

  22. Jón Steingrímsson, frh. • Jón skrifaði ævisögu sína. • Hún var ætluð dætrum hans og afkomendum þeirra. • Þar lýsir hann sjálfum sér og öðrum mönnum á opinskáan hátt. • Ritið er í aðra röndina varnarrit því Jón átti í deilum við ýmsa menn á ævi sinni.

  23. Jón Steingrímsson, frh. • Litlu munaði að ævisaga hans glataðist. Systursonur hans fékk ritið lánað með því skilyrði að hann brenndi það að lestri loknum. Sem betur fer braut hann það loforð. • Sjá brot úr Eldritinu á bls. 192-194 í Rótum.

  24. Þýðingar • Jón Þorláksson (1744-1819) er einn kunnasti þýðandi Íslendinga á upplýsingartímanum. • Hann var prestur á Bægisá í Öxnadal en missti hempuna tvisvar. • Um tíma varð Jón að leita sér að annarri vinnu og fékk hana við nýstofnaða prentsmiðju í Hrappsey. • Þar átti hann að sjá um prófarkalestur auk þess sem hann átti að skrifa eitthvað sjálfur. • Meðal kunnustu þýðinga Jóns eru: • Tilraun um manninn e. Alexander Pope. • Paradísarmissir e. John Milton, þýddur undir fornyrðislagi. • Mörg smákvæði eftir erlenda upplýsingafrömuði

More Related