1 / 27

Aflfræði snúnings

Aflfræði snúnings. Aflfræði snúnings. Snúningsorka og hverfitregða Stífur hlutur sem snýst hefur hreyfiorku. Hraði einstakra parta hlutarins er háður hornhraðanum og fjarlægðinni frá snúningsásnum.

kineta
Download Presentation

Aflfræði snúnings

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Aflfræði snúnings

  2. Aflfræði snúnings • Snúningsorka og hverfitregða • Stífur hlutur sem snýst hefur hreyfiorku. Hraði einstakra parta hlutarins er háður hornhraðanum og fjarlægðinni frá snúningsásnum. • Ef hluturinn er hugsaður samsettur úr mörgum massaögnum með massa mi og hornhraðinn er  er hraði agnar i: • Þá er hægt að rita snúningsorkuna sem

  3. Aflfræði snúnings • Summan í síðustu jöfnu er kölluð • hverfitregða hlutarins. Hverfitregðan er mælikvarði á tregðu hlutarins til að breyta snúningsástandi sínu. Það er hefur svipað hlutverk hér og massinn í línulegri aflfræði. • Snúningsorkuna má þá rita sem

  4. Aflfræði snúnings • Hverfitregða ýmissa forma • Ef finna á hverfitregðu stífs hlutar þarf almennt að heilda massadreifinguna í honum yfir allt rúmmál hans: • dm er massadreifingin

  5. Aflfræði snúnings • Hverfitregða mjórrar stangar um enda • Mjó stöng með lengd L og massa M og massinn er jafndreifður hefur hverfitregðu um enda sem er fundinn svona: • því dm= M/L∙dx • Útleðslan gildir eingöngu ef þvermál stangarinnar er lítið miðað við lengd hennar.

  6. Aflfræði snúnings • Hverfitregða massífs sívalnings um miðás • Til að skoða þetta þarf að hugsa sér að taka rúmmál örþunns sívalnings með radíus r og þykkt dr. Massadreifingin er dm og hverfitregða slíks sívalnings er þá dI = r2∙dm og massadreifindin er fall af r og dr. Eðlismassi efnisins er  og rúmmál örsívalningsins er dV og þá fæst

  7. Aflfræði snúnings • Þetta þarf að heilda yfir allan sívalninginn

  8. Aflfræði snúnings • Hverfitregða massífrar kúlu • Massíf kúla með radíus R og massa M hefur hverfitregðu um ás sem gengur gegnum miðju hennar hverfitregðu sem finn má svona: Ef kúlan væri skorin í örsneiðar af þykkt dx þannig að sneiðarnar eru sívalningar með miðju á snúningsásnum fæst: Ef x er fjarlægð sneiðarinnar frá miðju kúlunnar er radíus sneiðarinnar r. Hverfitregða örsívalningsins er dI = 1/2∙r2∙dm

  9. Aflfræði snúnings • dm er massi sneiðarinnar, það er margfeldi eðlismassans og rúmmáls sneiðarinnar. dm er því • Þá er eftir að heilda yfir alla kúluna með það í huga að radíus örsívalninganna er og hverfitregðan er

  10. Aflfræði snúnings • Veltiorka • Þegar hlutur veltur er hann bæði með skriðorku og snúningsorku. Hreyfiorka hans er því • IC stendur fyrir hverfitregðuna um massamiðju hlutarins. • Fyrir hlut með hringlaga þversnið er hraðinn einfaldlega ef hann rennur ekki eða spólar á undirlaginu • Hraði snertipunktsins á hverju augnabliki er þvi hverfandi.

  11. Aflfræði snúnings • Regla Steiners • Fyrr var sýnt að hreyfiorku hlutar megi skrifa sem summu af hreyfiorku massamiðjunnar og hreyfiorku sem kemur frá afstæðri hreyfingu miðað við massamiðjuna. • Ef þetta er skoðað og haft í huga að vC = a∙, a er fjarlægð massamiðjunnar frá snúningspunkinum, fæst

  12. Aflfræði snúnings • Þetta gefur þá reglu Steiner að hverfitregða hlutar um hvaða punkt sem er megi rita sem

  13. Aflfræði snúnings • Vægi sem vigurstærð • Vægi má rita sem vigur • Stefna vægisins er hornrétt á flötinn sem staðarvigurinn og kraftvigurinn mynda. Snúningsstefna vægisins er fundin þannig að ef þumall hægrihandar vísar í stefnu vægisins og hinir fingurnir eru kreftir eru fingurgómar þeirra í stefnu snúningsins.

  14. Aflfræði snúnings • Hverfiþungi • Hverfiþungi agnar er vægi skriðþunga hennar um valinn punkt. • Hverfiþunginn er því vigurstærð sem er skilgreind svona • Stefna hverfiþungavigursins er þvert á flötinn sem stöðuvigurinn og skriðþunginn spanna.

  15. Aflfræði snúnings • Hverfiþungi stífs hlutar • Stífur hlutur sem snýst um fastan á hefur hvefiþunga sem finna má svona þegar haft er í huga að hornhraði allra agna í honum er sá sami: • vi = ∙ri og stærð hverfiþungans er • Þett má þá rita sem

  16. Aflfræði snúnings • Hverfiþungalögmálið • Ef hverfiþunginn er diffraður með tilliti til tímans fæst • Fyrri liðurinn er 0 þar sem hraðinn og skriðþunginn eu samstefna og því fæst

  17. Aflfræði snúnings • Það er tímaafleiðan af hverfiþunganum er vægið. • Breytingin á hverfiþunganum með tíma er því

  18. Aflfræði snúnings • Heildarhverfiþungi kerfis með mörgum ögnum er vigursumma hverfiþunga einstakra agna. Ef heildarhverfiþunginn er diffraður með tilliti til tíma fæst að afleiðan er summa alls vægis sem verkar á agnirnar í kerfinu. Það vægi sem stafar af innri kröftum í kerfinu hlýtur að verða hverfandi þegar summað er yfir það. Þetta er samkvæmt gagnkraftlögmáli Newtons sem segir að kraftur og gagnkraftur hafi sömu átakslínu.

  19. Aflfræði snúnings • Afleiðngin er að breyting á heildarhverfiþunga kerfisins er eingöngu vegna ytra vægis. Það er

  20. Aflfræði snúnings • Fyrir stífan hlut er hverfiþunginn • Þetta gefur þá að • Þetta er samsvarandi kraftlögmáli Newtons og hér samsvarar hverfitregðan massanum og hornhröðunin línulegu hröðuninni.

  21. Aflfræði snúnings • Varðveisla hverfiþungans • Ef ekkert ytra vægi verka á kerfi er hverfiþungi þess varðveittur. • Þetta þýðir fyrir stífan hlut að hann snýst með föstum hornhraða og snúningsásinn heldur stefnu sinni.

  22. Aflfræði snúnings • Eðlisfræðilegur pendúll • Eðlisfræðilegur pendúll er stífur hlutur sem getur snúist um fastan punkt um láréttan ás. • Ef snúningspunkturinn er O og massamiðjan er í C er fjarlægð hennar frá O, a og hornið sem myndast milli lóðlínu gegnum O og tengilinu O og C kallað . Hverfitregða pendúlsins er I. • Þyngdarkrafturinn stefnir alltaf inn að miðstöðunni og er því í gagnstæða stefnu við útslagshornið .

  23. Aflfræði snúnings • Vægi kraftsins er • og því er hægt að rita hreyfijöfnuna • hér verður notuð sú nálgun að þegar hornið er lítið er það um það bil jafnt sínus af því ef mælt er í radíönum

  24. Aflfræði snúnings • Lausnir á þessu eru þekktar því þetta er sveiflujafnan og því er sveiflutíminn

  25. Aflfræði snúnings • Snúða eða gíróskóp • Snúða er hlutur með sívalningssamhverfu sem snýst um miðás sinn. • Hvefiþungavigurinn er þá eftir miðásnum. • Ef ytra kraftvægi verkar á snúðu er hegðunin all sékennileg við fyrstu sýn. • Ef undirstaðan er tekin undan ásnum öðru megin fer snúðan að snúast um hina upphengjuna án þess að falla niður.

  26. Aflfræði snúnings • Þessi lýsing er einföldun því í raun fellur lausi endinn fyrst örlítið niður en rís síðan aftur og fellur síðan enn á ný og svo framvegis. • Hvaða kraftar og hvaða vægi verka á snúðuna? • Þyngdin verka niður á við og kraftur frá upphengjunni upp á við. Breytinguna á hverfiþunganum má rekja til þess að þyngdin hefur vægi um upphengjuna. Breytingin er á hverju augnabliki hornrétt á hveriþungan og því breytist stærð hans ekki aðeins stefnan.

  27. Aflfræði snúnings • Þessi hegðun er kölluð rásun og tíðni hennar er hægt að reikna svona: • eða fyrir horntíðni rásunarinnar

More Related