1 / 10

Innleiðing laga um framhaldsskóla Þróunarverkefni í Kvennaskólanum í Reykjavík

Innleiðing laga um framhaldsskóla Þróunarverkefni í Kvennaskólanum í Reykjavík Kynning á fundi FFR og Stofnunar stjórnsýslufræða 25.2.2010 Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari. Ný lög um framhaldsskóla 2008. Aukin ábyrgð skóla á mótun inntaks og uppbyggingu námsframboðsins

keziah
Download Presentation

Innleiðing laga um framhaldsskóla Þróunarverkefni í Kvennaskólanum í Reykjavík

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Innleiðing laga um framhaldsskóla Þróunarverkefni í Kvennaskólanum í Reykjavík Kynning á fundi FFR og Stofnunar stjórnsýslufræða 25.2.2010 Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari

  2. Ný lög um framhaldsskóla 2008 • Aukin ábyrgð skóla á mótun inntaks og uppbyggingu námsframboðsins • Aukið svigrúm til þróunar sérstöðu skóla • Lenging skólaársins um 5 daga • Ný framhaldsskólaeining – 3 daga vinna nem. • Lágmarkskjarni (ísl., ens. og stæ.) er 45 framhaldsskólaeiningar alls • Nýjar áherslur í kennsluháttum • Fræðsluskylda til 18 ára aldurs

  3. Sniðmát – EQF staðall • Í tengslum við nýju lögin er horft til Evrópu og námið flokkað skv. EQF staðli um hæfnimarkmið • Nám á framhaldsskólastigi skiptist á þrjú þrep • Á hverju þrepi þurfa nemendur að sýna • þekkingu • leikni • hæfni • Endurskrifa þarf allar áfangalýsingar með þetta að leiðarljósi ásamt mörgum lykilhæfniþáttum sem ráðuneytið biður skólana að huga að s.s. læsi, tjáningu, sjálfbærni o.m.fl.

  4. Viðbrögð í Kvennaskólanum • Sótt um styrk í Þróunarsjóð • Jákvætt svar fékkst á miðri haustönn 2008 • Verkefnisstjóri ráðinn í 50% starf • Vinnan við þróunarstarfið skipulögð • Verkefnið brotið niður og verkþættir tímasettir • Áhersla lögð á aðkomu sem flestra í skólanum

  5. Mat lagt á skólastarfið • Styrkleikar metnir • Bekkjakerfi • Metnaðarfullt bóknám til stúdentsprófs • Vel menntað starfsfólk • Gróin skólamenning • Lítið brottfall • Öflugt félagslíf • Markmið breytinganna: Að gera góðan skóla betri • Ekki kasta því sem gott er

  6. Gallar gamla kerfisins í skólanum • Höfðum ekki brugðist við því að nemendur eru búnir með framhaldsskólaáfanga þegar þau koma inn. • Margir nemendur kvarta yfir því að of mikið sé um endurtekningar á grunnskólaefni í byrjunaráföngum. • Margir hafa of lítið að gera á 4. ári. • Nemendahópurinn almennt sterkur og margir vilja taka meira en í boði er. Fara í fjarnám.

  7. Meginviðfangsefni þróunarstarfsins • Skólinn setur sér lokamarkmið námsins • Ákveða þarf hvaða brautir skólinn ætlar að bjóða og setja lokamarkmið hverrar brautar • Uppbygging brauta - ákveða þarf: • þrepaskiptingu, þ.e. hve stórt hlutfall námsins á hverri braut á að vera á hverju þrepi • hlutfall kjarna og vals á hverri braut • hvaða greinar á að kenna á hverri braut • Gera þarf áfangalýsingar fyrir allt sem kennt er skv. EQF staðalinum.

  8. Niðurstaða okkar – við viljum: • Bekkjakerfi • Bóknámsbrautir til stúdentsprófs • Auka möguleika nemenda á að ljúka námi á þremur árum • Sömu brautir og verið hafa en breyta þó málabraut í hugvísindabraut og gera námið fjölbreyttara • Styttri brautir þegar aðstæður leyfa • 200 fein stúdentspróf, þar af 155 fein kjarna.

  9. Sparnaður? • Stytting meðalnámstíma til stúdentsprófs um ½ til 2/3 ár er 12-17% tímasparnaður • Þessu til skýringar má minna á að rúm 8% námsins á að færast í grunnskólann • Á móti kemur lenging skólaársins um 5 daga sem er 3% aukning á ári en kostar í raun meira vegna ýmissa breytinga sem gera verður á kjarasamningum • Mitt mat er að breytingin í heild gæti ef vel tekst til sparað um 6% í kostnaði við framhaldsskólann.

  10. Lykilatriði við stjórn á þessu verkefni • Að skólameistarinn sjái til lands og treysti sínu fólki • Að allir kennarar (o.fl) taki þátt í þróunarstarfinu • Að finna réttu verkefnisstjórana • Að skipuleggja vel og tímasetja verkþætti • Að hafa allar upplýsingar, vinnuplögg og fundagerðir aðgengilegar fyrir alla • Að kynna framvindu verkefnisins fyrir starfsmönnum, stéttarfélagi og ráðuneyti reglulega • Að hafa hvatningu og stuðning ráðuneytis • Að halda upp á áfangasigra • Að missa ekki þolinmæðina – þetta er a.m.k. 4 ára verkefni

More Related