1 / 99

4.1 Hvað er að vera Íslendingur

4.1 Hvað er að vera Íslendingur. 4. hluti – Samastaður í heiminum. Hvað er að vera Íslendingur ? ( bls . 142). Hver eru helstu einkenni lands og þjóðar? Náttúra landsins hefur haft sitt að segja við mótun þjóðarsálarinnar.

kenda
Download Presentation

4.1 Hvað er að vera Íslendingur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 4.1 HvaðeraðveraÍslendingur 4. hluti – Samastaður í heiminum

  2. HvaðeraðveraÍslendingur?(bls. 142) • Hver eru helstu einkenni lands og þjóðar? • Náttúra landsins hefur haft sitt að segja við mótun þjóðarsálarinnar. • Golfstraumurinn gerir landið byggilegt – hægt að stunda hér landbúnað.

  3. HvaðeraðveraÍslendingur?(bls. 143) • Veðurfar hefur mikið að segja fyrir búsetu manna og lífsstíl, það mótar sjálfsmynd og þjóðareinkenni. • Í norrænni goðafræði var Valhöll (himnaríki) lýst sem hlýjum og notalegum stað þar sem eldar brunnu stöðugt, en Hel (helvíti) var ískalt. Í heitari löndum var þessu öfugt farið.

  4. HvaðeraðveraÍslendingur?(bls. 144) • Ísland er í braut lægða á mörkum vestan-vindabeltis og kaldara lofts frá heimskauta-slóðum. Loftslag er því afar breytilegt og hefur mikil áhrif á allt samfélagið og líf fólks. • Á suðrænum slóðum eru veturnir oft hlýrri og þar getur fólk eytt frítíma sínum mestmegnis utandyra ólíkt því sem gerist hér á landi.

  5. Skýrslanefndar um ímyndÍslands (bls. 144) • Könnunin gerð árið 2007. • Ímynd Íslands er almennt jákvæð meðal þeirra sem hafa heyrt um landið og byggist fyrst og fremst á upplifun á náttúru en ekki þjóð, menningu og atvinnustarfsemi.

  6. Skýrslanefndar um ímyndÍslands (bls. 144) • Skoðun Íslendinga: • Fólk af báðum kynjum, á öllum aldri og úr ólíkum starfsstéttum var almennt sammála um að kraftur og frelsi einkenndu jafnt fólk, atvinnulíf, menningu sem og náttúru landsins. • Friður og öryggi eru einnig verðmæt einkenni á íslensku samfélagi.

  7. Náttúralandsins (bls. 145) • Veðrátta hefur áhrif á atvinnuvegi hér. • Erfiðara að stunda landbúnað hér en á Ítalíu, samt hefur landbúnaður verið helsta atvinnugreinin mestalla sögu landsins. • Landið er eitt það strjálbýlasta í heimi og stórir hlutar þess óbyggilegir. Hér eru um 3 íbúar á hvern ferkílómetra en í Mónakó búa um 17.000 íbúar að meðaltali á hverjum ferkílómetra.

  8. Skýrslanefndar um ímyndÍslands (bls. 145) • Náttúruöflin eru annað sérkenni landsins. • Eldfjöll og jöklar einkenna Ísland. • Straumharðar jökulár voru mikill farartálmi á öldum áður, um 1870 voru enn allar ár óbrúaðar, hér voru engir bílvegir og engar strandsiglingar.

  9. Lífsskilyrði (bls. 145) • Íslendingar telja sig mikla bókaþjóð – samt var fátt um íslenskar þjóðhetjur í skáldskap og stjórnmálum fyrr en á 19. öld ef undan-skildar eru fornbókmenntirnar á 12. öld. • Myndlist og tónlist voru varla til hér á landi í evrópskum skilningi fyrr en á 19. öld.

  10. Lífsskilyrði (bls. 145) • Fram undir tuttugustu öldina var Ísland eitt vanþróaðasta, fátækasta og afskekktasta landið í Evrópu. • Í lok 19. aldar flutti fjöldi manns til Vestur-heims í leit að betri lífskjörum, fyrst og fremst til Kanada.

  11. Lífsskilyrði (bls. 146) • Um aldamótin 1900 voru Vesturfararnir um 25.000 talsins en heima á Íslandi voru íbúarnir um 85.000. Þeir sem fluttu voru aðallega ungt fólk undir fertugu. • Landþrengsli og erfið lífsskilyrði áttu mikinn þátt í fólksflutningunum. • Mest var flutt frá erfiðustu búskaparsvæðum landsins, svo sem Þingeyjar- og Múlasýslum.

  12. Lífsskilyrði (bls. 146) • Á tuttugustu öldinni breyttust aðstæður – nú á dögum er Ísland meðal ríkustu landa heims og lífsskilyrði almennt góð. • Lífsskilyrði eru meðal annars mæld með því að skoða meðalævilengd, atvinnuþátttöku, lestrarkunnáttu og landsframleiðslu. • Þrátt fyrir almennt góð lífsskilyrði flytja enn margir til útlanda í atvinnuleit eða til að stunda nám.

  13. Lífsskilyrði (bls. 146-147) • Í gegnum tíðina hafa erlendir ríkisborgarar verið fáir hér á landi vegna þess að landið hefur öldum saman verið mjög einangrað. • Breyting hefur orðið á – sífellt fleiri hafa heyrt um land og þjóð og vilja búa hér. • Erfitt fyrir aðra en þá sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu að fá landvistarleyfi hér.

  14. Lífsskilyrði (bls. 146-147) • Talið er að um 60.000 Íslendingar séu búsettir erlendis, líklegast eru þeir þó töluvert fleiri. • Af Norðurlandabúum eru Danir fjölmennastir hér á landi. • Af Evrópska efnahagssvæðinu (utan Norður-landanna) eru Pólverjar og Litháar fjölmennastir hér.

  15. Hvaðerflóttamaður? (bls. 147) • Af þeim sem flytjast hingað hefur orðið mikil fjölgun af hælisleitendum og flóttafólki. • Flóttamaður: Sá sem hefur yfirgefið heimaland sitt og á ekki afturkvæmt af ótta við ofsóknir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, stjórnmálaskoðana eða annars.

  16. Hvaðerflóttamaður? (bls. 147) • Þrjár lausnir á vanda og aðstæðum flóttafólks: • Flóttafólki er snúið til baka til heimalandsins þegar aðstæður þar hafa batnað. • Flóttafólkið nái að aðlagast í dvalar-/hælislandi. • Flóttafólkið flyst til svokallaðs þriðja lands þegar hvorki eru möguleikar á að flytja til upprunalandsins né möguleikar á að setjast að í dvalarlandi að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

  17. Hvaðerflóttamaður? (bls. 147) • Flestir flóttamenn sem hingað koma falla undir lið þrjú (glæran hér á undan). • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur leitað til Íslands og beðið um að hér sé tekið á móti flóttafólki í þessum aðstæðum (lið þrjú).

  18. Hvaðerflóttamaður? (bls. 147) • Þegar flóttamaður sækir um hæli í einhverju landi er hann skilgreindur sem hælisleitandi á meðan stjórnvöld athuga hvort hann telst flóttamaður. • Ef hælisleitandi telst ekki flóttamaður geta yfirvöld annaðhvort sent hann úr landi eða veitt honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. • Flóttafólk hefur ýmis réttindi umfram þá sem fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi.

  19. Flóttafólk á Íslandi (bls. 148) • Stjórnvöld hér hafa veitt flóttafólki móttöku í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, sveitarfélög í landinu og Rauða krossinn frá árinu 1956. • Rauði krossinn heldur utan um og undirbýr stuðningsfjölskyldur. Hann aðstoðar stjórnvöld við val á flóttafólkinu og veitir því margs konar stuðning, þar á meðal sálrænan.

  20. Hælisleitendur (bls. 149) • Hælisumsókn einstaklinga er oftast lögð fram hjá lögregluembætti. Umsækjandi þarf að gera grein fyrir ferðalagi sínu til landsins og ástæðu þess að hann leitar hælis. • Stjórnvöldum hér er bannað að hafa samband við yfirvöld í heimalandi hælisleitanda til að ganga úr skugga um að vitnisburður hans eigi við rök að styðjast því það getur stefnt fjölskyldu hans í voða.

  21. Hælisleitendur (bls. 149) • Dyflinar-reglugerðin (2003) • Á að koma í veg fyrir að flóttafólk sæki um hæli í mörgum löndum. Fyrsta umsókn um hæli gildir. • Ef hælisleitandi hefur ekki sótt um hæli í öðru aðildarríki Dyflinar-reglugerðarinnar og Útlendingastofnun telur umsóknina vel rökstudda er hún tekin til meðferðar.

  22. Hælisleitendur (bls. 150) • Dyflinar-reglugerðin (2003) • Reglugerðin gefur stjórnvöldum hér kost á að senda hælisleitendur aftur til landa þar sem þeir höfðu áður lagt fram umsókn án þess að taka mál þeirra hér á landi til meðferðar. • Reglugerðin dregur talsvert úr straumi flóttamanna hingað. Um 30-40% hælisleitenda eru því sendir burt á grundvelli reglugerðarinnar.

  23. Ungeðagömulþjóð? (bls. 150) • Íslendingar eru ung þjóð með mikið þjóðar-stolt – baráttan fyrir sjálfstæði landsins var löng og ströng og þjóðin lifði af mörg harðæri og náttúruhamfarir. • Íslendingar eru gömul þjóð – saga hennar er yfir 1100 ára gömul og þjóðin sem stofnaði íslenska lýðveldið árið 1944 er sú sama og hóf landnám hér um 930.

  24. EruallirÍslendingareins?(bls. 151) • Er eitthvað til sem er dæmigert fyrir Íslend-inga og íslenskt samfélag? • Fólk hefur margar sameiginlegar hugmyndir um land og þjóð og sömu skoðanir eru almennt útbreiddar meðal landsmanna. • Skoðaðu aftur upptalninguna á bls. 142 og 143. Ertu sammála því sem þar kemur fram?

  25. EruallirÍslendingareins?(bls. 151) • Hvaðan koma hugmyndirnar um hvernig Íslendingar eru? • Stjórnvöld eiga sinn þátt í að dreifa mörgum þeirra hugmynda sem þjóðin hefur um sjálfa sig, ekki hvað minnst í skólakerfinu. Hugmyndirnar, hvort sem þær eru sannar eða ekki, ýta undir samkennd meðal landsmanna.

  26. EruallirÍslendingareins?(bls. 151) • Eru Íslendingar einsleit þjóð? • Einsleit þýðir að íbúarnir eru allir meira eða minna eins. • Við erum ef til vill ekki eins einsleit og við höldum, meðal annars vegna þess að innflytjendur setja svip sinn á mannlífið.

  27. EruallirÍslendingareins?(bls. 152) • Rök fyrir að Íslendingar séu einsleit þjóð: • Flestir Íslendingar hafa sameiginlega trú og svipaðar trúarskoðanir. • Íslendingar tala sama tungumálið og hér eru ekki mállýskur sem torvelda skilning. • Íslendingar hafa allir ákveðin réttindi og skyldur gagnvart ríkinu.

  28. EruallirÍslendingareins?(bls. 152) • Rök fyrir að Íslendingar séu einsleit þjóð: • Í skólanum lærum við nánast það sama, óháð búsetu, svo sem um sjálfstæðisbaráttuna. • Íslendingar hafa sameiginlegt stjórnarfar og fjölmiðlar eru líka sameiginlegir.

  29. EruallirÍslendingareins?(bls. 152) • Rök gegn því að við séum einsleit þjóð: • Í mörgum hitamálum hafa Íslendingar verið mjög ósammála og skipst í tvær fylkingar, svo sem út af virkjunarmálum. • Eftir að einokun Ríkisútvarpsins var rofin árið 1986 hafa verið starfræktar fjölmargar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hér á landi.

  30. EruallirÍslendingareins?(bls. 152) • Rök gegn því að við séum einsleit þjóð: • Lífshættir fara eftir því hvar fólk býr – í stórum þéttbýliskjörnum hafa íbúarnir svipaðan lífsstíl og þekkist í öðrum evrópskum þéttbýliskjörnum. • Mikill munur er á afbrotatíðni, eiturlyfjanotkun og öðrum félagslegum vandamálum í þéttbýli og dreifbýli.

  31. Heimurinnminnkar (bls. 153) • Um leið og við byrjum að alhæfa um hvernig Íslendingar eru þá erum við að búa til staðalmyndir af þeim. • Staðalmyndir:einhæfar og oft fordómafullar lýsingar á hópum eða þjóðum.

  32. Heimurinnminnkar (bls. 153) • Þrjár ástæður fyrir því að allir Íslendingar eru ekki eins: • Nær útilokað að afmarka íslenska menningu og lífshætti. Við höfum svipaðan lífsstíl og aðrir Evrópubúar. • Töluverður munur er á lífsstíl fólks eftir aldri, kyni og búsetu svo dæmi séu nefnd.

  33. Heimurinnminnkar (bls. 153) • Þrjár ástæður fyrir því að allir Íslendingar eru ekki eins: • Menning er síbreytileg. Það sem þér fannst flott í fyrra er hallærislegt nú. • Breytingar sem hafa átt sér stað í íslenskri menningu síðustu áratugina tengjast ekki síst aukinni alþjóðavæðingu.

  34. Heimurinnminnkar (bls. 153) • Alþjóðavæðingin gerir heiminn minni og hann minnkar stöðugt. • Philias Fogg ferðaðist umhverfis jörðina á 80 dögum sem þótti mikið afrek. • Þú getur komist til fjarlægustu heimsálfa á innan við sólarhring.

  35. Heimurinnminnkar (bls. 154) • Alþjóðleg fyrirtæki hafa sett upp útibú á Íslandi – í framtíðinni veistu ekki hvort vinnustaðurinn þinn verður innanlands eða í útlöndum. • Alþjóðleg samskipti hafa leitt til þess að það er sama hvert þú ferð, alls staðar getur þú keypt þér kók og hamborgara.

  36. Kostiroggallar… (bls. 154) • Aukin alþjóðavæðing getur ógnað menningu landsins og sérkennum Íslendinga. Við komumst ekki hjá því að verða fyrir áhrifum, t.d. vegna aukinna ferðalaga, kvikmynda og auglýsinga. • Alþjóðavæðing er af hinu góða því hún auðgar íslenska menningu og gerir okkur mögulegt að velja um mun fjölbreyttari lífsstíl.

  37. Kostiroggallar… (bls. 154) • Alls staðar hafa menn þessar sömu áhyggjur, það er hvort sérkenni menningar verði fyrir skaðlegum áhrifum utan frá. • Hvað er íslenskt og hvað ekki? Er íslenskara að hlusta á rímur en rokk, djass eða teknó?

  38. Kostiroggallar… (bls. 155) • Ef áhrif að utan virka hamlandi þá eru þau óheppileg. • Ef áhrif að utan virka örvandi á landsmenn, þannig að þeir hafi úr meiru að velja, þá eru þau til góðs.

  39. EruÍslendingar… (bls. 155) • Eru Íslendingar sjálfum sér nógir? • Lítið til af hagnýtum jarðefnum (málmum). • Notkun jarðvarma og rafmagnsframleiðsla er með því mesta sem þekkist. • Ein auðugustu fiskimið í heimi umhverfis landið.

  40. Evrópusambandið (bls. 155) • Evrópusambandið er samvinnustofnun Evrópuþjóða stofnað árið 1957. • Markmið sambandsins er að bæta lífskjör og skapa náin tengsl milli aðildarríkjanna með því að mynda sameiginlegan markað og samræma stefnu í efnahagsmálum.

  41. Evrópusambandið – rökmeð (bls. 155) • Með því að ganga ekki í Evrópusambandið hefur Ísland valið að einangra sig frá Evrópusamstarfi. • Við getum ekki tekið fullan þátt í lausn á sameiginlegum vandamálum með öðrum Evrópuþjóðum öðruvísi en að ganga í sambandið. • Flestar þjóðir í Evrópu meðlimir í sambandinu.

  42. Evrópusambandið – rökmeð (bls. 155) • Við getum haft áhrif á það sem sem við viljum innan sambandsins vegna þess að við erum meðlimir í Evrópska efnahagssvæðinu. • Til Evrópska efnahagssvæðisins teljast öll lönd Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Noregi og Lichtenstein.

  43. Í fréttumvarþettahelst(bls. 157) • Efnahagskreppa skall á Íslandi í október 2008 vegna hruns á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. • Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti – en átti sér þó langan aðdraganda. • Margir telja að kreppan hafi verið óumflýjanleg hvort sem heimskreppa hefði skollið á eða ekki.

  44. Í fréttumvarþettahelst(bls. 157) • Í byrjun 20. aldar var landið meðal fátækustu þjóða í Evrópu. • Við upphaf 21. aldar var landið meðal ríkustu þjóða heims. • Flestir eru á því að Ísland sé enn og muni verða áfram í hópi ríkustu þjóða heims – hvað sem kreppunni líður.

  45. Í fréttumvarþettahelst(bls. 157) • Margir hafa notað hugtakið hamfarir til að lýsa efnahagshruninu hér árið 2008. • Fjölmiðlar töluðu um þjóðargjaldþrot – en með því var átt við að ríkið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar.

  46. Í fréttumvarþettahelst(bls. 157) • Þeir fjármunir sem íslenska ríkið verður að greiða vegna bankahrunsins lenda á skattborgurum þessa lands. Þessar greiðslur koma til með að rýra lífsgæði á Íslandi um einhvern tíma. • Margir setja spurningarmerki við hvort þjóðin eigi að greiða skuldir sem stofnað var til af íslenskum einkafyrirtækjum erlendis.

  47. Í fréttumvarþettahelst(bls. 157-158) • Til eru ríki sem hafa neitað að borga skuldir sem stofnað var til. Dæmi: • Rússland eftir byltinguna árið 1917. • Rússland 1998. • Argentína 2001. • Ekvador 2008.

  48. Vanskilogvirðing (bls. 158) • Ríkissjóður getur ekki orðið gjaldþrota á sama hátt og einstaklingar og fyrirtæki, þar eð hann heldur áfram að fá tekjur hvernig sem allt veltur. • Hvorki landslög eða alþjóðalög leyfa ríkissjóði að lýsa sig gjaldþrota.

  49. Vanskilogvirðing (bls. 158) • Vanskilalönd missa lánstraust og virðingu umheimsins og þurfa langan tíma til að endurheimta orðstír sinn. • Ísland beið langvinnan álitshnekki eftir að Íslandsbanki féll árið 1929, og kreppuárin urðu erfiðari fyrir vikið.

  50. Hvaðerefnahagskreppa?(bls. 158) • Efnahagskreppa þýðir að eitthvert ríki eigi í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. • Kreppan kemur einna helst fram í miklum skuldum ríkis og sveitarfélaga, miklum skorti á erlendum gjaldeyri, gengisfalli gjaldmiðils, mikilli verðbólgu og miklu atvinnuleysi.

More Related