1 / 34

Námskrárþróun á Íslandi á 20. öld og við upphaf 21. aldar.

Námskrárþróun á Íslandi á 20. öld og við upphaf 21. aldar. Námskrárfræði og námsmat Gunnar E. Finnbogason 13. febrúar 2006. Viðfangsefni fyrirlestrar.

keely
Download Presentation

Námskrárþróun á Íslandi á 20. öld og við upphaf 21. aldar.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Námskrárþróun á Íslandi á 20. öld og við upphaf 21. aldar. Námskrárfræði og námsmat Gunnar E. Finnbogason 13. febrúar 2006

  2. Viðfangsefni fyrirlestrar Skoðað verður hvaða grundvallasjónarmið og stefnur hafa helst ráðið ferðinni í námskrárþróun hérlendis á 20. öld og hvað er helst uppi á teningnum nú við upphaf nýs árþúsunds.

  3. Barnafræðsla á Íslandi 1880 -1907 uppfræðsla skólun Heima- Heimilis- Far- ,,Fastur- fræðsla fræðsla kennsla skóli” (55,0) (einka- (31,5) (13,%) kennari) (?) Óformlegt námFormlegt nám

  4. Námskrár á Íslandi á 20. öld. • Lýðmenntun Guðmundar Finnbogasonar 1903 • Námskrá fyrir barnaskóla. 1929 • Drög að námskrá fyrir barnaskóla og gagnfræða-skóla.1948 • Námskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri. 1960 • Aðalnámskrá grunnskóla. 1976 • Aðalnámskrá grunnskóla. 1989 • Aðalnámskrá grunnskóla. 1999

  5. Samfélagsþróun og námskrárþróun á Íslandi Þjóðernishyggja Alþjóðavæðing Hnattvæðing • 1940 1980 2006 Námskrá fyrir nem. Aðalnámskrá Námskrá fyrir á fræðsluskyldualdri grunnskóla 1989 barnaskóla 1926 1960 Aðalnámskrá Lýðmenntun grunnskóla 1976 1903 Drög að námskrá fyrir Aðalnámskrá barna- og gagnfræðaskóla grunnskóla 1999 1948

  6. Lýðmenntun – Guðmundur Finnbogason. - ,,Menntun er samstofna við ,,maður”, og að menntast er því að ,,verða að manni” verða þannig að allar eigindir mannsins nái hæfilegum þroska.” - Hvers vegna á að kenna ákveðnar námsgreinar? Réttlæting námsgreina: 1) verður að hafa menntagildi - ,,... hún grípi inn í sálarlíf nemandans,...” 2) hún verður að hafa notagildi – ,, ... verður að koma að haldi í daglegu lífi.” Við alla kennslu er þrennt sem taka verður til greina: (a) markmið kennslunnar, (b) gáfnafar og þroskastig nemandans og (c) eðli námsgreinar.

  7. Skólastefna – áherslur í skólastarfi - Með Aðalnámskrá fyrir grunnskóla 1976 fylgdi almennur hluti í fyrsta sinn. - Upp frá því hefur almennur hluti fylgt hverri námskrá sem komið hefur út eftir það. - Almenni hlutinn endurspeglar skólastefnu stjórnvalda. Þar er fjallað um forsendur, áherslur, hlutverk og skipulag skólastarfs. - Í almennum hluta námskrár koma fram stefnumið stjórnvalda og hvernig beri að byggja upp skólastarf.

  8. Almennur hluti námskrár - Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. 1976 (í heftum) - Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. 1989 (ein bók) - Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. 1999 (í heftum)

  9. Skólarannsóknardeild stofnuð 1966 Megin viðfangsefni strax í upphafi voru: • Að endurskoða námsefni í barna- og gagnfræðaskólum • Námskrágerð • Endurskoðun á kennsluháttum • Tillögugerð um endurmenntun starfandi kennara

  10. Vélrænt og lífrænt model Vélrænt model: • Við upphafi endurskoðunarstarfs skólarannsókardeildar var gengið út frá vélrænu modeli (mechanic model) við skólaþróun. • Sótt var í smiðju B. Blooms, sem byggði sínar hugmyndir á atferlismótunarkenningum B. Skinners. Sú kenning byggir á þeirri hugmynd að hægt sé að greina atferli (R) hjá einstaklingi (O) sem ræðast af því áreiti (S) sem hann verður fyrir í skólastarfi. S – O – R • Víxlverkun milli (S) og (O) ákveður (R) í þessu modeli.

  11. Vélrænt model: Sýn Skinners á uppeldisfræðina Skinner hélt því fram að hægt væri að skilgreina uppeldistæknihyggjuna sem kerfisbundna leið til að leysa vandamál í kennslunni. Þar er gengið út frá greiningu á kennslumarkmiðum og nemandanum. Á þessum forsendum er búið til kerfi af aðferðum, námsefni og skipulagi sem leiða á nemandann að settu marki.

  12. Sýn Skinners á uppeldisfræðina - Megin spurning: hversu vel hefur nemanda tekist að ná settu marki? Það er mælikvarði á árangursríka kennslu. - Rök fyrir þessari aðferð: (1) hægt að komast yfir meira efni ef þessari aðferð er beitt. (2) aðferðin eykur skilvirkni í námi. = upp úr þessari hugmyndafræði sprettur kennslufræðilegt model þ.e.a.s. uppeldis-tæknihyggjan: markmið – kennsla – mat

  13. Uppeldistæknihyggjan – grunnforsendur: markmið námsárangur Markmið Inntak Skipulag Kennsla Mat

  14. Uppeldistæknihyggja – kennslufræðileg útfærsla Samfélag Yfirmarkmið - undirmarkmið Nem. Bak-grunnur Kerfis-bundiðmat Kennsluferlið: kennslu-aðferir, námsefni ofl.

  15. Uppeldistæknihyggja – kennslufræðileg útfærsla • Markmiðin stýra bæði kennslunni og námsmatinu. • Möguleikar nemenda til að hafa áhrif á markmiðin eru takmörkuð. • Möguleikar á breytingum eru mjög takmarkaðir. • Hversu vel nemendum tekst að ná settum markmiðum er mælikvarði á árangur. • Modelið gefur möguleika á að hafa góða stjórn á námsferlinu.

  16. Uppeldistæknihyggja – kennslufræðileg útfærsla – gagnrýni: • Kerfið njörvar niður kennsluna. • Nemendur geta lítil áhrif haft á kennsluferlið. • Kennsluferlið verður lítið sveigjanlegt. • Almenn umfjöllun um markmiðin verður lítil. • Öll uppeldisumræðan snýst um ,,hvernig” spurningar; hvernig er best að setja fram markmið?, hvernig er best að haga kennslunni? hvernig er best að haga matinu? = Hvað með ,,hvers vegna” spurningar?

  17. Hvers vegna var breytt um áherslur? – hinu vélræna modeli er hafnað • Megin ástæðan voru vandamál sem uppkomu við að vinna með hið vélræna model. Helstu vandamál voru þessi: - erfitt reyndist að lýsa námi í sumum greinum með atferlismarkmiðum - erfitt var að deila markmiðum milli námsára - erfitt að semja námsefni í samræmi við nákvæmar marklýsingar - gagnrýnt var hversu hendur kennarans voru bundnar við þessa vinnu - nýja kenningar í sálfræði þ.e.a.s. í þroskasálfræði beindu sjónum manna annað

  18. Skólinn sem ,,gróðurhús.” Lífrænt model (organismic model) – áhrif frá þekkingar- og þroskasálfræði J. Piaget og J. Bruner - þroski verður forsenda og markmið menntunar (sbr. Aðalnámskrá grunnskóla, 1989) - felur í sér hugmyndina um virkan og samvirkan þátt nem. í uppbyggingu þekkingar (sbr. hugsmíðahygguna) - kennarinn kannar námsforsendur nemanda í samræmi við þroska hans og lagar kennsluna að þroska hvers og eins (talað er um alhliða þroska) - nemandinn endurskapar veruleikann í huga sér eftir þroskastigi sínu = þessi sýn á þroska og menntun kallar á ákveðnar kennsluaðferðir

  19. Kenningar J. Bruners – Viljinn til að læra Áhersluatrið í hugmyndum Bruners varðandi kennslu: - að unnið sé þannig með kennsluefni að nemendur geti tengt það sínu hversdagslega lífi og geti nýtt það í áframhaldandi námi - að mögulegt sé að yfirfæra námsreynslu á einu sviði yfir á annað - að samfella (continuity) sé í námsefninu (sbr. J. Dewey) - að kennslunni þé þannig hagað að nem. öðlist almennan skilning á gerð (struktur) námsgreinar - að skilja uppbyggingu (struktur) námsgreinar er að geta tengt saman marga þætti á merkingarbæran hátt = Mikilvæg hugtök hjá Bruner: lykilhugtök,,,spíral”-aðferð og nám sem ferli (The Process of Education)

  20. Lykilhugtök – BrunerDæmi: Samfélagsfræði 1977 félagsskipan – (þjóð-félagskerfi) - menning festi vald félagsleg lagskipting hefð togstreita gildimat viðmið (norm) félagsmótun – félagslegt taumhald hlutverk gagnkvæmtengsl – áhrif þarfir félagsleg samskipti – samvinna breytingar á umhverfi umhverfi mismunur

  21. ,,Spíral” – hugmynd Bruners 3. námsár Nokkur samfélög eskimóar/Tansanir samvinna við öflun lífsviðurværis samskipti manns og umhverfis 2. námsár Umhverfi í sveit, þorpi og borg verkaskipting við ýmis störf ólíkt umhverfi, umhverfi breytist 1. námsár Skólinn – fjölskyldan samvinna innan skólans, fjölskyldunnar skóli og heimili sem umhverfi

  22. Mikilvægar spurningar sem Bruner spyr: • Hvað er mikilvægt að læra og hvers vegna? • Hvað geta börn lært? • Hvað gerist þegar börn læra eitthvað? • Hvernig er best að skipuleggja kennslu?

  23. Réttu barnsins til þroska(sbr. Barnasáttmáli SÞ) 1 • Í aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta frá 1976 er lögð áhersla á eftirfarandi þroskaþætti: 1) Líkamsþroski. ,, Líkamsþroski er háður erfðum og ytri aðstæðum. Nemendur búa í uppvexti við misgott heilsufar, fá misgóða næringu, ólika umönnun og mismunandi líkamsuppeldi. Hver og einn fer sína einstaklingsbundna þroskabraut.” (sbr. mismunandi þroskamynstur M. Montesorri) (bls. 7) 2) Vitsmunaþroski. ,,Barninu er eðlislægt að kanna umhverfi sitt, meta og túlka reynslu sína. Í leik sínum og ýmsum tiltækjum skynjar það veröldina og gerir sér mynd af henni. Hugur barnsins er virkur í þessum samskiptum við umhverfið. Virk reynsla af að fást við hluti í umhverfinu er þannig grundvöllur vitsmunalegs þroska.” (bls. 8)

  24. Réttu barnsins til þroska(sbr. Barnasáttmáli SÞ) 2 3) Siðgæðisþroski. ,,Siðgæðisþroski eins og vitsmunaþroski er háður reynslu. Hann örvast fái barnið mörg og ólík tækifæri til að beita þeim röksemdum sem því eru eiginleigar og tiltækar í mati sínu á réttu og röngu. ... Siðgæðisvitund eflist því meir sem einstaklingurinn byggir á frjórri og fjölþættari samskiptum við umhverfi sitt.” (bls. 11) 4) Félagsþroski- og almennur persónuleika-þroski. ,,Félagsþroski er háður félagslegri reynslu og samtvinnast vitsmuna- og siðgæðisþroska sem og almennum persónuleikaþroska. Vaxandi félagsþroski skólabarnsins birtist í aukinni hæfni til að setja sig í spor annarra, taka tillit til annarra, skiptast á skoðunum og vinna með öðrum.” (bls. 12)

  25. Hin ,,lifræna” sýn hefur ákveðnar afleiðingar fyrir skólastarfið • Kennarar verða að varast að líta á nemendur sem smækkaða mynd af fullorðnum • Kennarar verða að gera sér grein fyrir hvernig viðfangsefnin líta út séð frá sjónarhóli nemenganna. • Kennarar þurfa að hafa í huga að fyrstu ár skólagöngu sinnar læra börn best með því að skoða og handfjalla hluti, efni og fyrirbæri, og þá ná orðin tóm oft skammt til að skapa skilning. • Leit nemenda sjálfra að svörum og eigin uppgötvanir er vænleg leið til árangurs.

  26. Breytt sýn á námsmat (1) Við námsmat þarf að draga úr: • Notkun meðaltala • Notkun á fíngerðum einkunnakvörðum • Samanburði á nemendum • Formlegum prófum hjá yngri nemendum • Einkunum og vitnisburði sem byggja á mjög fáum og afmörkuðum þáttum skólastarfsins

  27. Breytt sýn á námsmat (2) Leggja þarf aukna áherslu á eftirfarandi þætti: - Mat á námstækifærum hvers einstaks nemanda og nemendahópsins í heild með tilliti til meginstefnu grunnskólans - Mat á þátttöku nemenda í starfi skólans - Mat á ytri aðstæðum, t.d. húsnæði, námsgögnum, ýmiss konar þjónustu við nemendur, félagsaðstöðu o.s.frv.

  28. Afleiðingar nýrrar stefnu Áhersluatriði í nýrri skólastefnu: • Hópvinna • Spyrja spurninga • Bein reynsla • Samþætting

  29. Líkamsþroski Vitsmunaþroski Siðgæðisþroski Félagsþroski og almennur persónu- leikaþroski Líkamsþroski Sálarþroski Félagslegur þroski Tilfinningaþroski Málþroski Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti, 1999Alhliða þroski- samanburður 1976/1999

  30. Að stýra skólanum Stjórnvöld reyna að hafa áhrif á það sem er að gerast í skólanum. • Reglustýring – stjórnvöld setja markmið og ákveða einnig leiðirnar að markinu. • Markmiðastýring – stjórnvöld setja markmið en ætla síðan skólunum að finna leiðir að markinu. ,,Skýr markmið eru grundvallarþáttur skólastarfs. ... leiðavísir ... forsenda áætlunargerðar um nám og kennslu ... viðmið í skólastarfi ... “ Markmiðastýring kallar á skólanámskrá,sjálfsmat skóla og eftirlit með skólastarfinu. Hvers vegna? • Gildastýring – þetta er sjónarmið sem sjá má á Norðurlöndunum er lítið hægt að spora hér á landi.

  31. Breyttar áherslur – nú áhersla á einstaklinginn (1999), áður á hópinn (1976/1989) - Félagshyggja (kollektivismi). ,,Skóli, sem byggir starfsemi sína um of á samkeppnisgrundvelli, starfar ekki í anda meginstefnu grunnskólans. Til þess þarf skólastarf sem leggur megináherslu á samvinnu, lætur mannleg samskipti sitja í fyrirrúmi og leggur rækt við skilning og umburðarlyndi.” Blöndun í bekki. - Einstaklingshyggja (individualismi). ,,Fjölbreytileika einstaklinganna er hamðað ... Það er talin kostur að einn sé betri en annar... Allir fá að syngja mað sínu nefi ... (Gerður G. Óskarsdóttir. 2003). Einstaklingsmiðað nám.

  32. Gildagrunnur skólans Starfshættir skólans skulu mótast af eftirfarandi gildum: - lýðræðislegu samstarfi – jafngildi allra manna, virðingu fyrir einstaklingum, samábyrgð - kristilegu siðgæði – ábyrgð, umhyggja, sáttfýsi - umburðarlyndi -

  33. Móðurmál Saga Landafræði Náttúrufræði Reikningur Teikning Handavinna Leikfimi og íþróttir Söngur Kristindómsfræðsla Íslenska Samfélagsgreinar Náttúrufræði Stærðfræði Listgreinar Íþróttir líkams-og heilsurækt Erlend tungumál Heimilisfræði Lífsleikni Upplýsingatækni- og tæknimennt Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði Samanburður á námsgreinum 1903 og 1999

  34. Mikilvægar spurningar er varða inntak skólans. • Hverjir velja það sem kennt er í skólum landsins? • Hvað er mikilvægt að þekkja og vita? • Hvað er besta veganestið út í lífið? • Getur skólinn mætt öllum þörfum nemenda?

More Related